Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 DV fréttir ^ OFramkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins hættir störfum: Astæðan var samskipta- örðugleikar við formanninn - mikil eftirsjá að Guðjóni, segir landlæknir sem á sæti í Almannavarnaráði „Það er veruleg eftirsjá að þeim manni því hann hefur staðið sig mjög vel. Hans þáttur í uppbyggingu Almannavama á íslandi er ómetan- legur,“ segir Ólafur Ólafsson, land- læknir og stjórnarmaður í Al- mannavamaráði, um uppsögn Guð- jóns Petersens, framkvæmdstjóra Almannavama ríkisins. DV hefur heimildir fyrir því að uppsögn Guðjóns tengist samskipt- um hans við formann Almanna- varnaráðs, Jíafstein, forstjóra Land- helgisgæslunnar. Guðjón hafi lengi verið ósáttur við afskipti Hafsteins af störfum sínum og stefnu. Þetta hafi vafið upp á sig og á endanum hafi Guðjón ekki talið sig hafa nauð- synlegan starfsfrið og því sagt upp störfum. Uppsögn Guðjóns er óvænt en hann er nú 57 ára að aldri og heim- ildarmenn blaðsins benda á að sá starfsvettvangur sem hann nú velur sé einhver sá ótryggasti sem til er. Bæjarstjórar séu reglubundið í lausu lofti atvinnulega séð háðir því hverjir skipa meirihluta hverju sinni. DV hefur heimildir fyrir því að óánægja sé innan Almannavamar- áðs vegna þessara málaloka. Ólafur Ólcdsson vildi ekki tjá sig um þetta mál og þegar blaðamaður spurði hann hvort honum væri kunnugt um ástæður þess að Guðjón hætti nú svaraði Ólafur með langri þögn. Guðjón Petersen vildi heldur ekki tjá sig um málið. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál. Ég fer nú til nýrra starfa sem ég hlakka tii að takast á við,“ segir Guðjón. Hafsteinn Hafsteinsson, formaður Almannavamaráðs, vUdi ekki stað- festa'að ágreiningur hefði leitt tU uppsagnar Guðjóns. „Ég kannast ekki við neinn ágreining og óska honum velfarnað- ar í nýju starfi," segir Hafsteinn. - Varst þú sáttur við störf Guð- jóns sem framkvæmdastjóra Al- mannavarna ríkisins? „Ég hef aðeins unnið meö Guð- jóni í tvö ár og það era aðrir færari um að dæma hans störf en ég,“ seg- ir Hafsteinn og vUdi ekki svara spurningunni frekar. -rt Setti möl kringum bíl veiðimannsins Daníel Úlafsson, DV, Akranesi:_ Maður frá Akranesi fór ný- lega á rjúpnaveiðar í Borgar- flrði og var á stað þar sem bannað er að skjóta rjúpu. Lagði hann bU sínum skammt frá og hélt á veiðar. Þegar hann kom aftur að bílnum hafði bóndinn á bænum mokað upp möl með vélskóflu og hlaðið kringum bUinn svo að útilokað var að hreyfa hann. Þaö vUdi manninum tU happs að björgunarsveitarmenn voru á æfingu þarna skammt frá og aðstoðuðu þeir manninn við að grafa bílinn út.. Fatapökkun: Fýrsta sending- in til Bosníu Daníel Ólafsson, ÐV, Akranesi:_ Fatapökkunárstöð Rauða Kross íslands var formlega tek- in í notkun á Vemduðúm vinnustað á Vesturlandi á Akranesi 10. nóvember. Fatnaður, sem RK hefur tekið á móti til þessa, hefur verið sendur tU Danmerkur tU pökk- unar. RK tók við 50 tonnum af fatnaði 1994. Nú verður breyt- ing á. Fatnaðurinn fer til Akra- ness þar sem hann verður þveg- inn, flokkaður og pakkaður. Fjórir starfsmenn vinna við pökkunina og fyrsta sendingin af fatnaði fer tU Bosníu. Fata- pökkunin er stærsta verkefni vinnustaðarins, en þar starfa nú 20 manns. Húnaflói: ~ Rglguveidi á ný Guðfinnur Rnnbogason, DV, Hójinayjjc Starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunar könnuðu rækjumið í HúnaUóa um síðustu helgi. Far- ið á fjórum heimabátum og í framhaldi af þeirri rannsókn hefur Húnaflóinn nú verið opn- aður fyrir rækjuveiöum á ný Eins og fyrr hefur fram komið reyndist mikiö magn þorskseiða vera á slóðinni um mánaðarmót- in september/október. Hitastig sjávar viö botn hefur nú lækkað um tvær gráður frá því sem þá mældist. Það með öðru mun skýra brotthvarf seiðanna nema í Steingrímsfirði innan við Grímsey. Þar verður lokað svæði fyrst um sinn. Styrktartónleikar: Bíður eftir hjarta- og lungna- skiptum Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borqamesi: Fólk í Borgarfirði stendur að styrktartónleikum á sunnudag til stuðnings Halldóri Bjama Óskarssyni, 19 ára Borgfirðingi frá Krossi í Lundarreykjadal, sem nýlega fór til Svíþjóðar ásamt foreldrum sínum og bíð- ur þar eftir nýju hjarta og lung- um. Halldór er fæddur með al- varlegan hjartagalla. „Það eru mjög margir sem standa að þessu,“ sagði Hugrún Óladóttir, kennari við grunn- skólann á Kleppjámsreykjum, við DV. KennaÉþr við skólann eiga frumvæðið að tónleik- unum en tvö yngri systkini Halldórs Bjama stunda nám í Kleppjámsreykjaskóla. Tónleik- arnir hefjast kl. 15.30 á sunnu- dag. Allar tekjur af þeim renna til styrktar Halldóri Bjarna. „Hugmyndin vaknaði þegar fréttist að þau væm að fara út. Það er vitað mál að það er mjög dýrt fyrir fjölskyldur að standa 1 svona auk þess sem þau þurfa m.a. að fá fólk til að standa fyr- ir búinu á meöan,“ segir Hug- rún. Þaö hefur verið opnaður reikningur á nafni HaUdórs í Búnaðarbankanum í Borgar- nesi. Númer reikningsins er 2806. Rúðan brotn- aði í ástar- leiknum Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Lögreglunni í Eyjum var til- kynnt um rúðubrot nýlega í versluninni Fatabónusi í Dríf- andahúsinu við Bámstíg í Vest- mannaeyjum. Það þykir varla í frásögur færandi þó rúða sé brotin í miðbænum um helgar en þarna var um óviljaverk að ræðá. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar var þar par á ferð sem lét vel hvort að öðm við Fatabónus. Ástríðuhitinn varð það mikill að þegar þau hölluðu sér upp að rúðunni lét hún und- an og brotnaði. Ekki varð fólk- inu meint af óhappinu. Mjólkandi hryssur í Austur-Landeyjum Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli:__ Eiður Hilmisson, bóndi á Bú- landi í Austur-Landeyjum, hefur hafið framleiðslu á kaplamjólk og er hún væntanleg í Hagkaup um helg- ina. Kaplamjólk er mjög næringar- rík fæða og hefur oft verið notuð sem fæða fyrir ungböm sem hafa mjólkurofnæmi. Þórarinn Leifsson, kennari í Hólaskóla, sem hefur látiö rannsaka kaplamjólk, segir að hún sé mun líkari móðurmjólkinni en kúamjólk. Kaplamjólkin verður seld ógeril-. sneydd. Hún er fituminni og sætari en kúamjólk og létt í maga. Hér áður fyrr drukku margir kapla- mjólk sem ekki þoldu kúamjólk og döfnuðu vel. Hryssur hafa einungis tvo spena og notar Eiður mjaltatæki sem em ætluð fyrir geitur og sauðkindur. Hryssumar þurfa góðan undirbún- ing við mjaltir og næði á meðan á þeim stendur. Selji hryssan vel þá mjólkar hún 1-2 lítra í mál. Eiður er með 8 mjólkandi hryssur og ganga folöldin undir þeim, sem gefur möguleika á sveigjanlegum mjalta- tíma svo að ekki skaðar að sleppa úr mjöltum. Þar sem hún er notuð sem ung- bamafæða, að sögn Þórarins, er lík- legt að í framtíðinni skapist mögu- leikar á útflutningi kaplamjólkur. Rétt er þó að benda á að rannsókna er þörf áður en af útflutningi verð- ur. Bæði þarf að athuga hryssurnar og hvaða áhrif mjaltir hafa til lengri tíma litið með tilliti til júgurheil- brigðis og næringarástands og kanna markaðinn áður en af út- flutningi getur orðið. Eiður Hilmisson ao undirbua mjaltir. uv-myna uon oen. Kaplamjólk á markað í höfuðborginni: 236% söluaukning á árinu, annað árið í röð ■0-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.