Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 45
XjV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 53 Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn. Tvöfaldur 1. vinningur! -vertu viðbúinav vinningi Foringi á framabraut sakaður um fjölþreifni „Hvenær sem þú þarfnast uppörv- unar þá verð ég við hlið þér,“ orti Everett L. Greene, skipherra í sér- sveitum bandaríska flotans, árið 1993. Ljóðið orti hann til undir- manns síns, Mary Elizabeth Felix. „Hvenær sem þú þarfhast huggunar þá verð ég við hlið þér. Hvers sem þú þarfnast nú eða í framtíðinni þá verð ég við hlið þér.“ 11. október síðastliðinn var Ever- ett við hlið Mary í Washington þar sem hún hafði kært hann fyrir kyn- ferðislega áreitni. Fáir höfðu búist við þessu. Everett, sem er 47 ára gamall, mátti búast við því að verða sjötti bandaríski blökkumaðurinn til að komast í hóp 220 aömírála í bandaríska flotanum. í staðinn varð hann hæst setti foringinn í banda- ríska flotanum í hálfa öld sem varð að svara til saka fyrir herrétti. Kveðskapurinn varð helsta sönnun- argagniö gegn þessum manni sem var sakaður um kynferðislega áreitni og hegðun sem þykir ósæmi- leg foringja í bandaríska sjóhernum. Hver svo sem niðurstaða dómsins verður má Everett allt eins eiga von á því að framtíð hans í sjóhemum verði engin þvi þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann er ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Lögfræðingur í sjóhemum, þrítug kona, kærði Everett á sama tíma og Mary en ásökunum hennar var vísað á bug sem órökstuddum. Siðgæðispostuli í starfi Það er sennilega kaldhæðni örlag- anna að Everett stýrði áður deild innan bandariska flotans sem fór meö jafnréttismál. Þá heyrði Mary undir Everett þegar hann stýrði símaþjónustu innan bandaríska hersins fyrir herkonur sem töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Símaþjónustunni var komið á árið 1991 í kjölfar þess að fjöldi kvenna kærði foringja í bandaríska sjóhernum fyrir kynferðislega áreitni á ráðstefnu í Las Vegas sama ár. . Það er mál manna í Bandaríkjun- um að þetta ákveðna mál sé próf- steinn á hve langt má ganga í sam- skiptum kynja á vinnustað áður en hægt er að tala um kynferðislega áreitni. Mary hefur sagt að Everett, sem er giftur og þriggja barna faðir, hafi aldrei notað klúrt orðalag í sinni viðurvist eða leitað á sig. Reyndar hafi hann aldrei komið við sig. Áreitnin hafi falist í orðsending- um og kortum. Mary segir að auk þessa hafi Everett fært sér gjafir: tyggjópakka og íþróttagalla. „Mér mislíkaði þetta. Hann var giftrn-, yf- irmaður minn og nógu gamall til að vera faðir minn,“ sagði Mary í sam- tali við vikuritið People. Þótt Everett viðurkenni að hafa sent Mary gjafir segir hann ekkert ósæmilegt hafa búið þar að baki. Mary hafi komið honum fyrir sjónir sem ung kona sem átti í erfiðleikum og hafði leitað til hans eftir erfið- leika í fyrra ástarsambandi. Ljóðin og kortin hafi átt einungis átt að efla sjálfstraust hennar. „Ég hélt að þessi leið yrði áhrifameiri en bréfa- skipti á opinberan pappír," sagði Everett sem fullyrðir að kynferðis- lega áreitnin hafi veriö af hálfú Mary en ekki sinni. Hvað sem þessu líður þá er Eu- gene R. Fiddel, lögfræðingur og sér- fræðingur í lögum hersins, ekki i vafa um að Everett hafi farið yfir strikið. Málið er allt hið undarlegasta og svipar mjög til söguþráðar kvik- myndarinnar Disclosure sem Demi Moore og Kirk Douglas léku í ekki fyrir löngu. Everett hefði gétað feng- ið áminningu og málið verið látið niður falla en hann vildi frekar fara alla leið með málið og standa á rétti sínum og þannig eiga einhverja möguleika á stöðuhækkun og fram- tíð innan hersins. „Asakanir einar eiga ekki að verða tii þess að eyðileggja framtíðina," segir Everett Greene, skipherra. í bandaríska flotanum. Bragi Hlíðberq spiiar á nikkuna seinnipart laugardags og sunnudags og áritar nýjasta geisladisk sinn Peysur frá kr. 990 llmvötn á frábæru verbi Fatnabur, bækur, gjafavörur, geisladiskar, kassettur, skartgripir, ilmvötn, blævængir, silkiblóm, myndir, málverk. VORIIM AÐ TAKA UPP HERRAFATNAD A GLASGOW-VERPI Opiö virka daga 10-18, ■augardaga 11-17, sunnudaga 13-17 Ingrid Hliðberg Sölusýning á handmáluöum listmunum úr postulíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.