Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 67 Afmæli Matthías Guðmundsson Matthías Guömundsson húsa- smíðameistari, Hringbraut 104, Keflavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Matthías fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lærði húsasmíði hjá Óskari Kristj- ánssyni á Brautarhóli í Ytri-Njarð- vík 1955-59, stundaði nám við Iðn- skólann í Keflavík og lauk sveins- prófi 1961. Matthías var við húsabyggingar í sveitum til 1947 þar sem hann byggði m.a. hús á Kirkjubóli í Stað- arsveit 1946, á Akranesi hjá Jóni Guðmundssyni 1947-51 ogstundaði smíðavinnu í Hvalstöðinni í Hval- firði og starfaði síðan við vinnslu þar til 1953. Matthias starfaði á Keflavíkur- flugvelli 1953-55 þar sem hann var við pípulagnir hjá varnarliðinu og vann síöan við byggingarvinnu í Keflavík og nágrenni. Hann var síðan verkstjóri hjá byggingaverk- tökum frá 1957 en er nú hættur störfum. Matthías sat í stjórn Verkstjóra- félags Suðurnesja og í stjórn Iðnað- armannafélags Suðurnesja 1966-68, var varamaður í prófnefnd húsa- smiða og hefur setið í fasteigna- matsnefnd. Fjölskylda Matthías kvæntist 6.10.1956 Frið- björgu Ólínu Kristjánsdóttur, f. 8.6. 1928, dóttur Kristjáns Jónssonar skósmiðs, sem lést 1970, og k.h., Jóneyjar Jónsdóttur sem lést 1994. Börn Matthíasar og Friðbjargar eru Siguröur Sævar, f. 16.2.1946, framreiðslumeistari i Reykjavík; Hafdís, f. 14.12.1955, fulltrúi í Kefla- vík, gift Sigbirni Ingimundarsyni, bifvélavirkja og lagerstjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja, og eiga þau þrjúbörn, Ingibjörguf. 17.9.1977, Matthías f. 14.6.1984 og Pétur Inga, f. 17.9.1986. Sonur Ingibjargar og unnusta hennar, Svanbergs Inga, er Sigbjörn Helgi, f. 14.09.1995. Albræður Matthíasar voru Ás- þór, f. 20.3.1918, d. í nóvember 1985, búsettur í Vogum; Kristján Rós- berg, f. 17.09.1919, d. 24.7.1975, pípulagningameistari í Vogum. Auk þess átti Matthías fimm hálf- systkini, samfeðra. Foreldrar Matthíasar: Guðmund- ur Jónsson frá Heiðarbóli í Þing- vallasveit, f. að Ártúni við Elliöaár, 11.4.1876, d. 32.10.1958, ogk.h., Guöríður Þórunn Ásgrímsdóttir, ættuð úr Árnessýslu, f. 26.9.1880, d. 11.5.1954. Ætt Föðurforeldrar Matthíasar voru Jón Jónsson úr Húnavatnssýslu og Matthías Guömundsson. Guðlaug Tómasdóttir frá Kárastöð- um í Þingvallasveit. Móðurforeldrar Matthíasarvoru Ásgrímur Guðmundsson frá Reykj- um í Ölfusi og Þórunn Guðmunds- dóttir sem var ættuð af Suðurnesj- um. Þau hjónin eru erlendis. afmælið19.nóvember 70 ára 40 ára Guðmundur Sigurður Sigurjónsson Steindór Finnbogason, Öldugötu 7, Reykjavík. Þorvaldur Þorgrimsson, Raufarfelli n, Austur-Eyjafjalla- hreppi. 60 ára Rafn Helgason, Bleiksárhlíð 35, Eskifirði. Ragnar Heiðar Magnússon, Hamri, Hólmavíkurhreppi. Sigríður Steingrímsdóttir, Kirkjubraut 24, Höfn í Hornafiröi. 50 ára Halldór G. Halldórsson, Jörfabakka 10, Reykjavík. Jón Egill Egilsson, Ránargötu 30, Reykjavík. Ragnar Sigurjónsson, Hamarsgötu 18, Fáskrúðsfiröi. Guðlaug Bára Þráinsdóttir, Leirubakka 26, Reykjavík. Friðbert R. Hafþórsson, Bústaðavegi 71, Reykjavík. Jóna Birna Þóroddsdóttir, Austurvegi 18, Þórshöfn. Elín Bjarnadóttir, Akurgerði 6, Akranesi. Guðmundur Símonarson, Vallarhúsum 17, Reykjavík. Gunnar Theódórsson, Fífuseli 34, Reykjavík. Þorsteirm Friðriksson, Kleifarseli 51, Reykjavík. Ingi G. Ingimundarson, Ofanleiti 5, Reykjavík. ísak Geir Stefánsson, Flétturima 15,Reykjavík. yigdís B. Sigurgeirsdóttir, Ásbraut 17, Kópavogi. Georg Óiafur Tryggvason, Ásbúð 104, Garðabæ. Jóna Karen Pétursdóttir, Einholti 1, Gerðahreppi. Þórdís Lárusdóttir, Gauksmýri, Kirkjuhvammshreppi. Guðmundur Sigurður Sigurjóns- son bifreiðarstjóri, Fagrabæ 1, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann starfaði lengst af hjá Reykjavíkurhöfn eða í rúm fimmtíu ár. Þá hefur Guö- mundur verið meðhjálpari við Ár- bæjarsöfnuð frá 1971. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 19.11.1943 Ingu Sigríði Kristjánsdóttur, f. 30.6. 1919, húsmóður, en hún er dóttir Kristjáns Lárussonar og Þóru Björnsdóttur, bændahjóna sem lengst af bjuggu að Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi. Börn Guðmundar og Ingu Sigríð- ar eru Þórir Guðmundsson, f. 19.2. 1944, d. 20.12.1944; Þórir Kristján Guðmundsson, f. 13.7.1945, bifreiö- arstjóri í Reykjavík, kvæntur Sig- urbirnu Oliversdóttur húsmóður og á Þórir fjögur börn og hún tvö; Jóhanna Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, f. 21.3.1947, húsmóðir í Keílavík, gift Arnari G. Arngríms- syni leigubílstjóra og eiga þau fimm börn; Sigurjón Guðmunds- son, f. 3.11.1949, verkstjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík, kvæntur Ósk Magnúsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Smári Guö- mundsson, f. 2.10.1956, d. 12.6.1995, verkamaður í Reykjavík. Systkini Guðmundar: Elías Sig- urjónsson, f. 29.11.1920, d. 1921; Elías Sigurjónsson, f. 23.5.1922, verkamaöur í Reykjavík; Hafsteinn Sigurjónsson, f. 18.3.1925, múrara- meistari í Reykjavík; Halldóra Sig- urjónsdóttir, f. 19.7.1926, húsmóðir í Reykjavík. Hálfsystur Guðmund- ar, samfeðra, eru Henný Ágústa Bartels, f. 7.4,1941, starfsmaður við Seðlabankann í Reykjavík; Ólöf Ingibjörg Laugdal Sigurjónsdóttir, f. 1951, húsmóðir í Reykjavík. Guðmundur S. Sigurjónsson. Foreldrar Guðmundar voru Sig- urjón Jóhannesson, f. 18.1.1892, d. 1.10.1961, leigubifreiðarstjóri í Reykjavík, og k.h., Ólöf Guðrún Elíasdóttir, f. 6.8.1897, d. 20.5.1950, húsmóðir. Menning Þaö er alltaf gaman að fylgjast með því þegar leikfélög framhaldsskólanna heija vertíð sína. Ómældum tíma er fórnað í undir- búning en þeim tíma er nú sem betur fer oftast vel varið og eftir stendur dýrmæt reynsla og góðar minningar um skemmtilega galinn tíma. Leikfélag Verzlunarskólans valdi sér það verkefni að þessu sinni að'færa upp fjörugan spennutrylli með gamansömu ívafi og svo- litlu ofbeldi í bland. Þau fengu Hilmi Snæ Guðnason til þess að vera leikstjóra verksins Leiklist Auður Eydal og afraksturinn birtist nú í vikunni þegar Myrkur (Wait until Dark eftir Frederick Knott) var frumsýnt í samkomusal skólans. Verkið fjallar um samskipti blindrar konu og tveggja smákrimma sem fengnir eru til að leita að brúðu. Þetta er ekkert venjuleg brúða því að hún er úttroðin af eiturlyfjum og hefur verið smyglað til landsins. - Og nú er hún týnd. Hið óvenjulega í fléttunni er að krimmarn- ir þurfa að leita í íbúð blindu konunnar án þess að grunsemdir hennar vakni. Leikurinn er ójafn þangað til henni tekst að snúa taflinu við og hreinlega nýta það forskot sem sjón- leysið gefur henni. Því að hver hefur betur í kolniöamyrkri? Sennilega er þetta fyrsta leikstjórnarverk- efni Hilmis Snæs og hann hefur virkjað alla aðstandendur sýningarinnar á jákvæðan hátt. Ágætt jafnræði er með leikendunum og skemmtilega leyst úr ýmsum tæknimál- um, bæði lýsingu og hljóðsetningu. Eins og endranær í áhugamannasýningum á leik- stjórinn stóran hlut að máli og geysimikil- vægt þegar unnið er með ungu fólki að ná upp þeim anda sem hér svífur yfir vötnum. Vænst þótti mér um að heyra skýra fram- sögn leikendanna. Satt best aö segja er það stundum veikasti hlekkurinn í annars ágæt- um skólasýningum og getur sett óbærilega leiðinlegan svip á annars góðar sýningar að hlusta á tafs og ógreinilega framsögn. En hér var þetta í góðu lagi og leikendurn- Tveir af aðalleikurunum I leikritinu Myrkur sem Leikfélag Verzlunarskóla íslands hefur tekið til sýninga. ir voru furðu fagmannlegir í túlkun þessara ólíku persóna. Eyrún Valsdóttir leikur ráðsnjöllu, blindu konuna, Suzy, Kjartan Vilhjálmsson Mike, smákrimma sem er góö- ur inn við beiniö, og Haukur Þór Hannesson Crocker, vitgrannan félaga hans. Davíð Hauksson leikur Roat, sem er öllu hættu- legri, og íris María Stefánsdóttir leikur stelpuskottið á efri hæðinni, Gloríu. Auk þeirra koma fram Guðleifur Kristjánsson, Arna María Geirsdóttir og Georg Haralds- son. Það hafði greinilega verið lögð mikil vinna í sýninguna og allan umbúnað hennar. í for- sal gaf að líta sýnishorn af ýmiss konar ann- arri listiökun nemenda og tvær ungar stúlk- ur glöddu gesti með fallegum söng og tónlist í hléi. Allt bar þetta vott um metnað og virðingu fyrir verkefninu. Nemendur Verslunarskól- ans geta sannarlega verið ánægöir með af- raksturinn. Leikfélag Verzlunarskóla íslands sýnir: Myrkur Höfundur: Frederick Knott Leikstjóri: Hilmir Snær Guónason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.