Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 Xj'V’’ a1 Frá Scala til íslands: Orlögin tóku í taum heimssöngvarans - brot úr ævisögu Sigurðar Demetz Franzsonar Öruggur með sig við upphaf söngferilsins í Mílanó hinn 17. maí 1941. Á æskuárum var Sigurður Dem- etz Franzson álitinn efni í heims- söngvara. Við blasti skjótur frami og lífíð brosti við honum en þegar minnst varði sneri gæfan við hon- um baki og endurtekin óhöpp og hrakfarir urðu honum íjötur um fót. Þegar hann var loks tilbúinn að stíga á óperusvið stóð heimsstyrj- öldin síðari sem hæst og söngvurum gáfúst fá tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Tímarnir voru viðsjálir og starf sem honum bauðst við útvarp þýska hemámsliðsins í Mílanó var meira hættuspil en hann grunaði en var þó um leið haldreipi hans og forðaði honum frá að vera sendur á vígstöðvamar. Eftir stríð komst hann að hjá Scala-óperunni, sem þótti jafnvel enn meira afrek þá en nú, og glæst- ur ferill virtist fram undan. En sem fyrr reyndist gæfan skammvinn og söngferill Sigurðar Demetz á óperu- sviðum Evrópu tók brátt enda. Ekki leið á löngu þar til líf hans hafði tek- ið algerum stakkaskiptum: Hann var orðinn söngkennari norður á ís- landi. Þetta var árið 1955 og hér hef- ur hann búið og starfað síðan og haft margvísleg áhrif á tónlistarlíf í landinu. í bókinni Á valdi örlaganna rekur maestro Sigurður Demetz, eins og nemendur hans kalla hann, minning- ar frá viðburðaríkri ævi. Þór Jóns- son hefur skrásett. Hér á eftir em birt nokkur brot úr æviminningum söngvarans. Fyrsti kaflinn segir frá upphafi söngferils hans á Ítalíu. Sungið í stríði Evrópa stóð í björtu báli þegar langþráður söngferill minn loksins hófst, snemmsumars árið 1941. Hitler styrkti stöðu sína sunnan- megin í álfunni fyrir innrásina í Sovétríkin og Mússólini hafði att ítölum út í styrjöldina við hlið Þjóð- verjum og sagt Frökkum og Bretum stríð á hendur. Stríðsbröltið hafði furðu lítil áhrif á hversdagslífíð heima fyrir þótt fas- istar væru áberandi hvar sem þeir fóru. Siðar, þegar tók að hafla und- an fæti í stríðsrekstrinum, hraut he'dur annað upp á teninginn. Mér bauðst að syngja Alfredo Gei-mont í óperunni La Traviata eft- ir Verdi í Teatro Communale del Lirtorio í Adria. Þetta er drauma- hlutverk fyrir tenórsöngvara en sá böggull fylgdi skammrifi að ég fengi engar æfingar. Engu að síður þá ég glaður boðið. Samhliða raddþjálfun hjá Pin- tomo í Mílanó hafði ég undangeng- in ár stundað nám hjá prófessor Narducci, þeim hinum sama og sannfært hafði pabba í öndverðu um aí ég hefði efnilega söngrödd. Hjá honum lærði ég mörg helstu tenór- hlutverkjn og hann kenndi mér leik- ræna tjáningu um leið. Narducci bar gott skynbragð á alla þætti óp- erulistarinnar. Hann var bæði hljómsveitarstjóri og leikstjóri. Þessu til viðbótar hafði ég margoft séð allar algengustu ópemmar flutt- ar á sviði og drukkið í mig allt sem að gagni gæti komið við leik- og söngtúlkun. Hlutverkin kunni ég til fullnustu og beið óþreyjufullur eftir tækifæri. Með frægri söngkonu Óperusýningar fyrr á tíð voru flestar með sama sniði. Uppfærslur vom nánast eins frá einu óperahúsi til annars. Mér var þess vegna nokk- uð ljóst á hverju væri von í La Tra- viata og hvergi banginn við að takast hlutverkið á hendur þótt bor- ið hefði að með skömmum fyrir- vara. Öðru nær. Ég brann í skinn- inu eftir að syngja í óperusýningu með öðrum söngvurum og hljóm- sveit. Mafalda Favero söng aðalhlut- verkið. Hún var eftirsótt söngkona beggja vegna Atlantshafs. Þremur árum áður hafði hún komið fram i fyrsta sinn í Metropolitan-óperunni í New York og sungið þar í La Boheme með Jussi Björling. Nafn Mafoldu Favero var prentað stóru breiðletri í auglýsingunum. Ég við- urkenni fúslega að hafa fundið dálít- ið til mín við að sjá nafn mitt skráð á spjald með slíkri stjörnu. Gilti einu þó að minna bæri á mínu nafni og það væri jafnvel rangt stafsett. Favero fékk greiddar 15.000 lírur fyrir hverja sýningu. Á fjórrnn sýn- I hlutverki Andreis fursta í Kovants- fna í óperunni íZurich 1949. ingum gat hún safnað sér fyrir þriggja hæða húsi. Við hin urðum að láta okkur nægja 150 lírar og varð lítið afgangs þegar búið var að borga hótelreikninginn. Ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Ég var of eft- irvæntingarfuflur til þess að gera mér rellu út af smámunum. Mestu skipti að sýna umboðsmönnunum að peningum þeirra væri vel varið. Kurteisi tenórinn Favero var vandlega leynd því að mótsöngvari hennar þreytti frum- raun sína á óperusviði. Henni var talin trú um að tenórinn nýi hefði sungið Alfredo oftsinnis áður. Eng- inn vildi hætta á að hún neitaði að syngja með reynslulausum söngv- ara þegar svo naumur tími var til stefnu. (Það er svolítið gaman að því að Favero var bæði viðriðin frumraun mína og Lucianos Pavarotti. Hún leikstýrði Pavarotti 25 ára gömlum í La Boheme ná- kvæmlega tuttugu árum síðar.) Mér fannst við hæfi að líta inn til Favero fyrir sýninguna úr því að við höfðum hvorki æft saman né verið kynnt. Ég drap á dyr á bún- ingsherbergi hennar og heimsfræg rödd bauð mér að ganga í bæinn. „Góðan dag. Ég er tenórinn og heiti Vincenzo Maria Demetz." Ég hafði þá nýlega tekið upp nafn móð- ur minnar. „Gerið svo vel að fara eins að á sviðinu og yður er tamt,“ hélt ég áfram ræðu minni, „ég skal fylgjast grannt með og fylgja yður eftir.“ „Það verður hver að hugsa um sjálfan sig,“ svaraði hún stutt i spuna og vita áhugalaus. Ég lét hana þá eina. Sýningin varð sann- kallað ævintýri - en ekki stórslys eins og það lævísa meinhorn vonaði sem vitandi vits lét óhappatölu blasa við mér áður en ég gekk inn á sviðið. Ekki veit ég hvef átti hlut að máli. Ég nefni þetta aðeins til dæm- is um lúabrögð sem sumir neyta í samkeppninni. Úr myrkri í sviðsijós Óneitanlega kenndi ég fiðrings við að ganga þessi skref úr myrkri út í sviðsljós en var þó alls ekki taugaóstyrkur. Öðru máli gegndi um aumingja Favero. Hún signdi sig í sífellu og fór með Maríubænir og gætti hvað eftir annað að skart- gripum sem hún hafði hlaðið utan á sig eins og hún vonaði að þeir gæfu sér styrk. Ég var meira en lítið hvumsa á þessu háttalagi og spurði reynslumeiri starfsfélaga minn hvernig ég, sem hafði aldrei fyrr staðið í þessum sporum, ætti að bera mig að, úr því að heimssöng- kona fann hjá sér hvöt til að hafa uppi slíka tilburði. Þá svaraði hann: „Andaðu djúpt að þér og segðu við sjálfan þig: Ég hlakka til að syngja, það er svo garnan." Og það gerði ég. Vellíðunin streymdi alla leið ofan í tær. Þetta einfalda ráð hefur dugað mér vel æ síðan. Piero Boschetti, bróðir Paulu og einlægur vinur minn og hjálpar- hefla, sat úti í áhorfendasal. Hann hafði orðið mér samferða til Adria til að veita mér stuðning og sálar- styrk. En Piero var alls ekki til þess nýtur. Hann var sjálfur með hjartað í buxunum. Klappað upp Eftir að á sviðið kom bar ekki lengur á taugaspennu Favero. Hún skilaði hlutverki minnar heittelsk- uðu Violettu með stórkostlegum hætti. Svo var hún líka augnayndi. Eftir aríu hennar í fyrsta þætti vildu áhorfendur óðir og uppvægir að hún endurtæki hana en ein- hverra hluta vegna gerði hún það ekki. Hið sama átti sér síðan stað eftir mína aríu, De’ miei bollenti spiriti, í öðrum þætti. Ég varð bæði hissa og snortinn af innilegum við- tökum áhorfenda en af virðingu við Favero endurtók ég heldur ekki aríu mína. Þetta var heimskulegur bamaskapur sem mér hefur alla tíð síðan gramist. Hvað varðaði mig svo sem um það þótt einhver hinna söngvaranna yrði ekki við bón hlustenda sinna og aðdáenda? Auð- vitað átti ég að bregðast við af rausn og þakklæti þegar ég var þrábeðinn með langvinnu lófataki um að syngja meira. Alfredo gleymdá sér Yfirleitt tókust óperasýningamar snurðulaust og afskaplega vel. Þó urðu stundum skoplegar misfellur sem ef til vill bar lítið á en skelfdu okkur sem hlut áttu að sýningimni. Lina Pagliughi var önnur fræg söng- kona sem varð fyrir barðinu á mér fjarhuga í La Traviata. Það var í Teatro Puccini í Milanó. 1 síðasta þætti magnast tónlistin að mun og eflir áhrifin af langþráðri endur- komu Alfredos til Violettu. Hún syngur: „Alfredo, ástkær Alfredo, hvílíkur unaður," og hann gengur inn um dyrnar og þau fallast í faðma. Nema nú hafði Alfredo stein- gleymt sér inni í búningsherbergi. Mér brá óþægilega við að heyra tón- listina færast í aukana því að ég vissi um leið að ég væri orðinn allt of seinn. Ég stökk upp úr sæti mínu og þaut af stað. Fylkingar steinilost- inna kórfélaga baksviðs tvístruðust eins og hænsnahópur andspænis hreysiketti þegar ég ruddi mér braut inn á sviðið. í flýtinum kom ég röngu megin að dyrunum á leik- myndinni og tókst ekki að hrinda Þuríður Pálsdóttir, Sigurður Demetz og Guðrún Á. Símonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.