Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 „Ég fór í keppnina Miss Europe í október sl. en í raun er um tvær keppnir aö ræða fyrir fegurðar- drottningar auk hennar, það er Miss World og Miss Universe. Ég myndi telja að þær tvær síðarnefndu væru glæsilegri og betur að þeim staðið á allan hátt. í Miss Europe keppninni eru stúlkur sem lent hafa í öðru eða þriðja sæti fegurðarsamkeppni síns lands þannig að mér hefði fundist réttara að stúlkan, sem hafnaði í öðru sæti hér, færi í þá keppni til að gefa sem flestum tækifæri. Ég mun taka þátt í Miss Universe í apríl á næsta ári og er mjög ánægð með það. Ég hefði þó viljað að íslending- ar ættu þátttakanda í Miss World keppninni núna hvort sem það hefði verið ég eða einhver önnur,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, fegurð- ardrottning íslands, sem nú stundar skólann af kappi í stað þess að taka þátt í gleðinni í Miss World keppn- inni í Suður-Afríku. „Ég skal viðurkenna að ég er svekkt yfir því að ekki fór stúlka í Miss World. Ég hefði miklu frekar viljað fara í hana en Miss Europe. Keppnin um ungfrú heim er miklu betri landkynning heldur en Evr- ópukeppnin auk þess sem íslensk- um stúlkum hefur gengið vel í þeirri keppni. Það var haft eftir Ólafi Laufdal, sem sér um keppnina, að norrænt útlit ætti ekki upp á pallborðið hjá dómurum í Miss World um þessar mundir. Ég get þá bent á að ég er ekki með mjög nor- rænt útlit - þess vegna heföi vel ver- ið hægt að senda mig í hana. Það er ekki nokkur vafi að Miss World og Miss Universe eru stærstu og flott- ustu keppnirnar,“ segir Hrafnhiídur. Engir peningar Ástæða þess að Hrafnhildur fór ekki í keppnina Miss World er sögð sú að ekki hafl verið fjármagn til að kosta hana en þátttökugjald er 300 þúsund krónur, síðan bætist ferða- kostnaður við. „Það hefði kostað um hálfa milljón að senda mig í keppn- ina en ég er þess fullviss að ferða- málayfirvöid, jafnvel utanríkisráðu- neytið og fleiri aðilar, hefðu verið tilbúin að kosta förina." Hrafnhildur segist ekki vera reið vegna þessa en viðurkennir að hún sé hissa. „Mín ósk er sú að betur verði staðið að þessum málum hér á landi og að íslensk stúlka fái tæki- færi til að vera með.“ Miss World keppnin hefur verið íslendingum að góðu kunn enda hafa tvær stúlkur, Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Pétursdóttir, unnið hana. Hólmfríður varð Miss World árið 1985 og Linda árið 1988. Þá hafnaði Anna Margrét Jónsdóttir í þriðja sæti keppninnar. I fyrra fór Birna Bragadóttir til Suður-Afríku í Miss World en að sögn Hrafnhildar voru það sænskir aðilar sem kost- uðu hana. Hefði sleppt skólanum Hrafnhildur var kjörin ungfrú ís- land í maí sl. og hefur verið áber- andi í þjóðlífinu síðan. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími,“ segir hún. „Ég fékk samning við O’Neill sportvörur í Bandaríkjunum og starfaði fyrir þá í sumar. Það gaf mér tækifæri til að vinna við fyrir- sætustörf en ég dvaldi í Kalifomíu," segir hún. „Eftir að ég kom heim vann ég um tíma í sjoppu og á sól- baðsstofu. Skólinn byrjaði síðan í september en þá hófst undirbúning- ur fyrir keppnina Miss Europe. Þetta var glæsileg keppni og ágæt- Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, fegurðardrottning Islands, stundar nú nám í Verslunarskóla íslands í stað þess að taka þátt í Miss World keppninni í Suður-Afríku. DV-mynd Brynjar Gauti ég hafa sleppt skólanum í eitt ár. Það hefði verið gaman að upplifa þá reynslu." Hrafnhildur segist ekki hafa feng- ið mörg störf út á titilinn en hefur þó verið í nokkrum auglýsingum og tískusýningum. „Markaðurinn er ekki stór hér á landi og titillinn Feg- urðardrottning íslands veitir manni ekki mörg atvinnutækifæri. Vissu- lega tekur fólk þó frekar eftir manni.“ - Hefur titilinn breytt einhverju í þínu lífl? „Já, hann hefur auðvitað gert það. Ég er bæði sjálfstæðari og lífs- reyndari." I símsambandi við kærastann Mannlíf birti viðtal i haust við Hrafnhildi og unnusta hennar, Arn- ar Gunnlaugsson, sem nú starfar sem atvinnumaður í knattspyrnu í Frakklandi. Hún segir að þau séu ennþá saman en sambandið sé þó bara símleiðis um þessar mundir. „Hann kemur heim um jólin og þá hittumst við aftur.“ - En þú hefur ekki hugsað þér að flytja til hans? „Það hafa margir spurt mig þess- arar spurningar en allt er óráðið í þeim efnum. Ég stefni á að fara út í vor eftir skólann og reyna fyrir mér í fyrirsætuheiminum í Mílanó eða í Frakklandi. Ef það gengur vel er Enginn íslenskur þátttakandi í Miss World: gjaman viljað vera með - segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, fegurdardrottning Islands aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ - En hefur þú orðið vör við nei- kvætt umtal í þinn garð? „Ég hef fundið fyrir kjaftasögum en reyni að láta þær ekki á mig fá. Ef maður trúir á sjálfan sig er þetta í lagi. Ég veit hverjir eru vinir mín- ir og sjálf veit ég hvað er satt og rétt. Hins vegar er leiðinlegt þegar fólk, sem ekki þekkir mig, er að blaðra um eitthvað sem aldrei hefur átt sér stað. Það þarf sterkan karakt- er til að bera þennan titil því það er erfitt að meðhöndla alla þessa at- hygli. Hins vegar hef ég ekkert breyst og geri það ekki.“ Á peysufötum Hrafnhildur segist vonast til að sömu mistökin verði ekki gerð á næsta ári og þá muni íslensk stúlka taka þátt í Miss World keppninni. „Það þarf líka að bæta mjög aðbún- að þeirra stúlkna sem fara utan í keppni. Þetta er dýrt því við þurfum að stunda líkamsrækt, kaupa mikið af snyrtivörum, fötum og það safn- ast þegar saman kemur. Ég fann t.d. mjög fallegan þjóðbúning áður en ég fór til Tyrklands. Síðan kom í ljós að ekki var hægt að borga tryggingu á honum fyrir mig en þetta var kjóll upp á eina milljón króna. Ég þurfti því að fara með peysufot sem pöss- uðu engan veginn á mig og það var ekki nógu gott.“ Hrafnhildur segist hafa lent í tólf stúlkna úrslitum i keppninni Miss Europe og er fegin að hafa ekki hafnað í efstu sætum. „Stúlkurnar sem unnu mega ekki taka þátt í öðr- um fegurðarsamkeppnum í eitt ár. Mitt aðalmarkmið er að standa mig vel í Miss Universe keppninni," seg- ir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir sem vakti mikla athygli fjölmiðla í Tyrk- landi, ekki síst þar sem íslendingar voru að keppa í fótbolta á sama tíma á móti Tyrkjum. Veðbankar í Ist- anbul spáðu henni reyndar einu af efstu sætunum. -ELA lega að henni staðið en mér finnst engu að síður að það hefði átt að gefa þeim stúlkum sem lentu í öðru og þriðja sætinu kost á að fara í hana. Eftir að ég kom heim frá Tyrklandi, þar sem Miss Europe fór fram, hef ég veriö að reyna að vinna upp það sem ég hef misst úr skólan- um. Ég stefni á að fá góðar einkunn- ir úr jólaprófunum.” - En hefði ekki verið erfltt fyrir þig að fara í Miss World keppnina út af skólanum? „Ef ég hefði fengið tækifæri til að fara í Miss World keppnina myndi Linda Petursdottir og Hólmfríður Karlsdóttir hafa báðar borið sigur úr býtum í keppninni Miss World. Islendingar eiga engan þátttakanda í henni núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.