Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 29
JjV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 Salmonellubakterían um allt land: 29 Þaö eru ekki mörg ár síðan ís- lendingar héldu að salmonella væri einangruð við kjúklingakjöt vegna þess að þar varð hennar fyrst vart. Nú er komið i ljós að hana er að finna bæði í sláturhúsum í landinu og i fiskimjölsverksmiðjum, þvi að salmonella hefur fundist í fiski- mjöli. Sóðaskapur Staðreyndin er sú að hrikalegur sóðaskapur og kæruleysi í um- gengni okkar íslendinga við náttúr- una er orsökin fyrir því hvemig salmonellan hefur breiðst út og við- haldist. Um allt land er að finna skolpræsi sem ná ekki lengra út en í fjöruna og þar breiðist óþverrinn út um allt. Sjófuglar fara í úrgang- inn, smitast af salmonellu, sem síð- an berst með saur þeirra um tún og engi og vatnsból dýra og smitar fé og jafnvel annan búsmala. Alveg það sama er að segja um opna sorphauga. Þá er að finna um allt land. Það eru ekki mörg ár síð- an sorphaugum Reykvíkinga í Gufu- nesi var lokað. Síðan bætast við fréttir nær árlega um hvemig úr- gangi hvers konar er fleygt í ár og læki landsins. í sumar er leið komu fréttir af því að sláturúrgangi væri fleygt í Rangá. Óþverrinn barst niður á þekkt laxa- og silungaveiðisvæði. Fyrir ári komu fréttir af því að Ölf- usá væri blóðlituð. Úrgangur frá sláturhúsi hafði borist i ána. Ein- angrað tilfelli? Varla. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytisins, segir Sveinbjarnargerði: Enn í gjörgæslu Kjúklingabúið í Sveinbjarnar- gerði í Eyjafirði er dæmi um hvemig salmonellubakterían get- ur orðið illsigrandi eða jafnvel ósigrandi. Það mun h'afa verið áríð 1979 sem salmonellu varð fyrst vart í Sveinbjarnargerði. Síðan hefur hennar orðið vart ööru hverju. Síðast kom upp al- varlegt tilfelli í desember í fyrra. Þá var sett algert dreifingarbann á kjúklinga frá Sveinbjarnargerði. Valdimar Brynjólfsson, yfir- maður Heilbrigðiseftirlits Eyja- fjarðar, sagði í samtali við DV að eftir að því dreifingarbanni var aflétt væri öll kjúklingafram- leiðsla í Sveinbjai-nargerði undir mjög ströngu eftirliti. Þegar kemur að slátrun eru tek- in sýni úr lifandi fuglum úr hverju kjúklingahúsinu fyrir sig. Og strax að lokinni slátrun eru aftur tekin sýni. Verði vart við salmonellu verða allir kjúklingar sem þá hefur verið slátrað að fara í sérstaka og viðurkennda steik- ingu sem á að drepa bakteríuna. Ef sýnin era hins vegar hrein má senda kjúklingana ósoðna á markað. Salmonellu hefur einnig orðið vart í kjúklingabúum stinnan fjalla og alveg suður á Suðurnes. Hins vegar hefur í flestum tilfell- um tekist að koma í veg fyrir að bakterían verði viðvarandi. Samt sem áður er feikilega strangt eftir- lit núorðið með kjúklingaslátrun og kjúklingakjöti um allt land. í viðtali við DV að á meðan ástandið væri svona gætu menn alltaf átt von á salmon- ellusmiti í mat- vælum. f samtali við DV sagði Brynjólfur Sandholt yfir- dýrédæknir að forvamaátak hefði lagað ástandið mjög mikið varðandi kjúklinga. Nú væm tekin sýni úr þeim áður en þeir koma til slátrunar og áður en þeir koma í slátur- húsið. Þar með segir hann að líkurnar á að salmonella finn- ist í kjötinu sé mun minni en áður, jafnvel nærri hverf- andi. Þetta er ekki gert með sauðfé né annan Mávar, fýlar og aðrir sjófuglar eru aðal smitberar salmonellubakteríunnar í vatnsból, bithaga og í þrær fiskimjölsverksmiðja. búsmala sem kemur til slátrunar. Talið var að salmonellan hefði borist með sjófugli, mávum og fýl, sem lá í loðn- unni meðan hún var í þrón- um. Enginn veit í hve mikl- um mæli salm- onella hefur verið í fiski- mjöli hér á landi. Kaupend- ur þess erlendis gera flestir nán- ast engar kröf- ur, nema Þjóð- verjar, að því er Ingólfur Sig- urðsson, þáver- andi aðstoðar- forstjóri SR, sagði í samtali við DV. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í um- hverfisráðu- neytinu, segir i samtali við DV að ítrekuð salmonellutil- felli i matvælum hér á landi geti stefnt matvælamörkuðum okkar er- lendis í hættu. Þar em fiskmarkað- ir ekki síður í hættu en markaðir fyrir önnur matvæli. Enn má sjá sjómenn og aðra sem vinna við fisk ganga um á skítugum stígvélum í fiskkös. Sömu menn gætu hafa stigið á salmonellusmitað sjófugladrit rétt áður en þeir stigu í fiskkösina. Þetta gerist sem betur fer fátíðara en áður var en þá var þetta algilt en er í dag undantekn- ing. Sóðaleg umgengi um matvæli er enn til staðar enda þótt ástandið hafi batnað. Magnús Jóhannesson segir að það kosti 10 til 15 milljarða króna að koma skolpræsamálum landsins í viðunandi horf. Þá eru sorp- haugamir ekki taldir með. Þetta sýnir að langvarandi sóðaskapur og kæruleysi okkar í þessum málum er orðið okkur dýrt. Hefðu þessi mál verið tekin réttum tökum um leið og aukin þekking og tækni gerði það mögulegt að lagfæra ástandið stæð- um við ekki frammi fyrir þeim tug milljarða kostnaði, sem það kostar nú að koma þessum málum í viðun- andi horf. Og á meðan það er ekki gert getum við hvenær sem er búist við salmonellusmituðum matvælum í umferð, að sögn þeirra sérfræð- inga sem DV hefur rætt við. Hrossin sem drápust Ekki eru mörg ár síðan hross drápust í haga í Landeyjum. Við skoðun kom í ljós að þau drápust af salmonellusýkingu sem talin var komin úr vatnsbóli þeirra og hafði þangað borist með sjófugli. Þetta at- vik varð ekki til þess að upp væri tekið sams konar forvarnarstarf við slátrun búsmala og gert hefur verið við kjúklingaslátrun. Að vísu sýndu rannsóknir árið 1993 að 13 prósent alifúgla bám með sér salmonellu- smit, þannig að eitthvað varð að gera. Árið 1988 var til nefnd sem kölluð var salmonellunefnd. Hún var stofn- uð til að gera úttekt á kjúklingabú- um landsins og kjúklingasláturhús- um. Nefndin skilaði mjög svartri skýrslu um ástandið. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson í samtali við DV árið 1988 sagði formaður nefndarinnar, Ingimar Sigurðsson, að sum kjúklingabúin í landinu væru hreinustu sóðabæli. Þess væru dæmi að öll sýni sem tek- in hefðu verið á kjúklingabúi væm jákvæð. Mörg bú væru líka í góðu standi og einnig kjúklingasláturhús- in. Upp úr þessu var farið út i það forvarnastarf að taka sýni úr kjúklingum áður en þeir koma í sláturhúsin. Það hefur leitt til þess að salmonellutilfellum í kjúklingum hefur fækkað. Salmonella í fiskimjöli Árið 1987 kom upp salmonella í fiskimjöli hjá Sildarverksmiðju rik- isins á Siglufirði. Mjölið hafði verið selt til Þýskalands en þar er eftirlit- ið strangt og þar fannst bakterían. FYRIR ÞIG IBICI Pöntunarsími: 552 0222 Utsölustaðir: Versl. Joss, Kringlunni Snyrtivöruversl. Brá, Laugavegi Snyrtivöruversl. Sandra, Laugavegi Græna línan, Laugavegi Versl. Daman, Laugavegi Kjötbúr Péturs, Austurstræti Snyrtivöruversl. Dísella, Austurstræti Snyrtihöllin, Glæsibæ Videoljónið, Dunhaga Hárgreiðslust. Manda, Hofsvallagötu Hárgreiðslust. Rögnu, Mýraseli Hárgreiðslust. Brúskur, Höfðabakka Hárgreiðslust. Dóra, Langholtsvegi Apotek Árbæjar Nes Apótek, Olafsvík Apótek, Dalvík Apótek, Húsavík Apótek Akureyrar Stjörnu Apótek, Akureyri Klettur Vestmannaeyjum Versl. Ynja, Akureyri Versl. Esar, Húsavík Verslunin Lónið, Hornarfirði Versl. Mai, Selfossi Versl. Heimahornið, Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.