Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 35
UV LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 43 „Það fylgir smæð íslenska hag- kerfisins að lánstraustseinkunn ís- lendinga er ekki jafnhá og ná- grannaþjóðanna þótt íslendingar hafi á hvert mannsbarn jafngóðan eða jafnvel betri efnahag en flestar Norðurlandaþjóðirnar. Sveiflu- kennd útflutningsstarfsemi og fá- menni veldur því að við fáum ekki lánshæfiseinkunn í samræmi við langtímastyrk íslenska hagkerfis- ins. Þetta þýðir að íslendingum nýt- ist vel sú sterka staða sem Norræni fjárfestingarbankinn hefur á alþjóð- legum lánamarkaði,“ segir Jón Sig- urðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans. Lítið hefur farið fyrir Jóni hér á landi að undanfömu enda er nokk- uð síðan hann hætti í pólitík og sneri sér að stjórn Norræna fjárfest- ingarbankans, NIB, í Finnlandi. Jón átti einmitt þátt í að byggja bank- ann upp á sínum tíma og var full- trúi íslands í bankastjóm NIB á ár- unum 1976- 1987 og stjórnarformað- ur 1984-1986. Blaðamaður DV heim- sótti hann í stórglæsilegum húsa- kynnum bankans í miðborg Helsinki nýlega og átti við hann spjall um mádefni NIB og íslensk efnahagsmál. I viðtalinu kom meðal annars fram að íslendingar hafa haft góðan hlut í útlánum Norræna fjárfesting- arbankans eða um níu prósent af heildarútlánum bankans innan Norðurlanda. Jón segir að NIB hafi hæstu lánshæfiseinkunn hjá öllum helstu fyrirtækjum í heiminum sem meta lánstraust stofnana og ríkja og betra lánstraust en nokkur annar lántakandi á Norðurlöndum að ríkj- unum ekki undanskildum. Því sé ís- lendingum í hag að taka lán hjá bankanum. v „Þetta er kannski besta dæmið um það hópefli sem norrænt sam- starf getur haft í för með sér,“ segir Jón. Umhverfissjónarmið fara sívaxandi Markaðslausnir til áhrifa Jón segir að efnahagur hinna norrænu ríkjanna sé einnig góður og íslendingar hafi notið betra jafn- vægis, vaxandi framleiðslu og stöð- ugleika í efnahagsmálum frá árinu 1993. Þetta hafi smám saman mynd- að grundvöll undir fjárfestingar- starfsemi. „Mönnum blandast ekki hugur um að að baki liggur sú umbótaþró- un sem varð á árunum 1988-1994 þegar markaðslausnir voru leiddar til áhrifa á fjármagnsmarkaðinum. Efnahagsaðstæðurnar fengu að ráða vöxtum og gengi og fjármagnsmark- aðurinn var opnaður, samkeppni aukin og opnað fyrir möguleika allra fyrirtækja til að hafa sam- skipti við erlendar lánastofnanir. Þetta voru ekki óumdeildar ákvarð- anir en til þeirra má rekja mikil- vægar skýringar á þvi sem hefur færst til betri vegar á íslenskum efnahagsmálum," segir hann. Stöðugleiki fær hærri sess en áður Jón Sigurðsson er hættur í íslenskri pólitík og hefur snúið sér að stjórn Norræna fjárfestingarbankans, NIB, í Þegar sótt er um lán til Norræna Helsinki. Hann vill ekki segja af eða á um það hvort hann geti hugsað sér að verða aftur forystumaður í íslenskum fjárfestingarbankans gerir bankinn stjórnmálum. DV-mynd GHS Þegar rætt er um innlend málefni segist Jón ekki vilja kveða upp neina dóma. Öllum sé ljóst að spenna hafi verið á vinnumarkaði að undanförnu. Ekki sé þó vafi á því að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá verkalýðsforystu og stjórnmála- mönnum þar sem stöðugleiki í efna- hagslífi fái miklu hærri sess en áður. „Menn hafa einfaldlega gert sér ljóst að almannahagur er ekki fólg- inn í því aö fá uppsprengda peninga- launahækkun heldur vilja menn nú taka þátt í að leggja traustari grund- völl, eins og Jón orðar það. Jón segir að aöildin að Evrópska efnahagssvæðinu sé snar þáttur i þessum breytingum. EES-samning- urinn geri íslendingum kleift að biða með að sækja um aðild að ESB. Jón Sigurðsson, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, um íslensk þjóðmál: Hagurinn er ekki fólginn í uppsprengdum launahækkunum í flestum tilfellum kröfu til þess að verkefnið, sem lán er veitt til, feli í sér samstarf milli fyrirtækja eða yfir landamæri. Til eru undantekn- ingar frá þessari reglu. Bankinn lán- ar til eflingar orkukerfum, umhverf- isvemdar, rannsóknar- og þróunar- starfsemi, útflutningsverkefna í vissum tilvikum og innviðafjárfest- inga, svo sem samgöngukerfa. Gott dæmi um slíkt er lán til byggingar járnbraut milli Arlanda-flugvallar og Stokkhólms. Einnig má nefna far- símakerfm sem vaxa nú ört. „Umhverfissjónarmið hafa vax- andi þyngd í okkar útlánum. Þaö er óhætt að segja að þriðjungur okkar útlána í heild séu rökstudd með til- vísun til þess að fjárfestingin dragi úr mengun eða bæti umhverfis- áhrif,“ segir Jón og bætir við að orkugeirinn sé mjög mikilvægur, um fjórðungur af heildarútlánum innan Norðurlanda. Á árinu 1995 nemi lán til innviðafjárfestinga tæp- um helmingi af útlánum og 30 pró- sent útlána hafi verið til rannsókna og þróunar. Umhverfisvæn fram- leiðsla verði atvinna framtíðarinn- ar. Eistlendingum gengur best Um 16-17 prósent af útistandandi lánum NIB eru utan Norðurland- anna, fyrst og fremst í lánshæfum þróunarlöndum auk landanna í Mið- og Austur-Evrópu með sér- stakri áherslu á Eystrasaltslöndin. Bankanum hefur verið falið að stuðla að stofnun og eflingu fjárfest- ingarlánastofnana í Eystrasaltsríkj- unum, fjármagna fjárfestingarbanka og ráðstafa tækniaðstoðarfé frá Norðurlöndum. Minna er um að bankinn láni beint til fyrirtækja en Jón telur þó hugsanlegt að slík lán verði veitt ef stuðningur Norður- landanna við Eystrasaltsríkin held- ur áfram. Íslenskt-sænskt-litháísk lyfjafyrirtæki sé til að mynda meðal áhugaverðustu lántakenda NIB á Eystrasaltssvæðinu. „Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í stuðningi Norðurlanda við þá breytingu úr miðstýrðu kommúnistisku hagkerfi yfir í vest- rænt lýðræðis- og markaðshagkerfi sem á sér stað í Eystrasaltslöndun- um. Þessi þróun hefur gengið betur í Eistlandi en hinum löndunum. Að- alskýringin er sú að þar eru náin söguleg og persónuleg tengsl við Finna og Svía. Þessara tengsla njóta nú Eistlendingar. Sennilega hefur markaðshagkerfi staðið traustari fótum í Eistlandi fyrir stríð,“ segir Jón. Vaxtarhagkerfin eru mikilvægust Mikilvægustu löndin í útlánum NIB utan Norðurlanda eru vaxtar- hagkerfin í Suðaustur-Asíu. Þar ber Kína hæst en einnig Indónesíu, Taíland og Indland. Jón segir að norræn fyrirtæki komi við sögu þessara fjármögnunarverkefna, ann- að hvort sem eigendur eða fram- kvæmdaaðilar, til dæmis orkufyrir- tæki og orkuveitur. Virkir-Orkint taki þátt í slíkum verkefnum í Kina. Þá láni bankinn einnig til Visegrad- landanna, Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Aðalbankastjórinn segir að lán- veitingar bankans hafi aukist mikið á þessu ári vegna þeirrar ánægju- legu breytingar sem hafi orðið á efnahag allra Norðurlandanna. Þau séu nú með hagvöxt yfir meðallagi meðal iðnrikjanna, sérstaklega hafi orðið mikil aukning fjárfestinga í at- vinnulífinu. Fjárfestar hafi beðið eftir ákvörðun Finna og Svía um inngöngu í Evrópusambandið, ESB, og sú ákvörðun hafi tekiö vissa „stíflu úr fjárfestingarfarveginum" eftir efnahagsþrengingar undanfar- inna ára. Hann bendir á að hlutverk alþjóða- samninga sé fyrst og fremst að skapa einstaklingunum sem þjóð- irnar mynda möguleika til þroska og þátttöku í því fjölbreytta sam- starfi sem á sér stað yfir landamær- in með þeim tæknibreytingum sem eiga sér stað. „í okkar sögu sem þjóðar er reynslan sú að íslendingum hefur jafnan vegnað best þegar þeir hafa átt sem mest samskipti við aðrar þjóðir. Bestu tímabilin í okkar sögu eru einmitt þau tímabil þegar ís- lendingar fóru víða og voru með þjóðum. Þetta hefur ekki breyst," segir hann. - En getur Jón Sigurðsson hugsað sér að verða aftur ráðherra á ís- landi? „Ég sinni nú því starfi sem ég hef tekið að mér og er ánægður með þau verkefni sem ég hef,“ segir hann. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.