Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 30
30 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995 Sögulegur dauðadómur Réttarkennd á nitjándu öldinni og almenn siðgæðisvitund var önnur en á okkar tímum. Strangleikinn var þá meiri og það hafði góð áhrif á sumum sviðum en slæm á öðrum. Mál Florence Elizabeth Chandler, síðar Maybrick, er gott dæmi um þennan mun. Florence fæddist í Mobile í Alab- amaríki í Bandaríkjunum og var af auðugu fólki. Á heimilinu voru haldin glæsileg samkvæmi en heim- ilisfaðirinn var baðmullarekrueig- andi sem átti marga þræla eins og þá var siður víða í Suðurríkjunum. Florence þótti snemma lagleg og ekki urðu dýrir sérsaumaðir sam- kvæmiskjólar frá tískuhúsum í Par- ís til þess að draga úr þeirri athygli sem hún vakti. En þótt Florence þætti með eftirsóknarverðustu kvenkostum í Mobile fór þó svo að hún giftist ekki í Bandaríkjunum og dvaldist á Bretlandi fram á miðjan aldur. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Árið 1880 varð Florence átján ára. Þá þótti við hæfi að hún kynntist Evrópu og afréð faðir hennar því að senda hana yfir Atlantshafið með farþegaskipinu „Baltica" sem var í eigu White Star-skipafélagsins. Um borð hitti Florence enska bað- mullarheildsalann James Maybrick en honum hafði hún áður kynnst á heimili sínu er hann kom til Mobile í viðskiptaerindum. Maybrick hafði góða framkomu og þótt hann væri ijörutlu og þriggja ára, eða tuttugu og flmm áum eldri en Florence, varð hún ástfangin'af honum. Þegar foreldrar Florence fréttu að Maybrick hefði áhuga á að kvænast henni gáfu þeir samþykki sitt því hann þótti uppfylla öll þau skilyrði sem verðandi tengdasonur svo auð- ugrar fjölskyldu þyrfti að uppfylla. Brúðkaup James Maybrick og Florence Elizabeth Chandler stóð í London 27. júlí 1881 og þótti viðhafn- armikið. Hjónin settust að í Liverpo- ol, hafnarborginni miklu, og þar bjuggu þau hálft árið í tuttugu her- bergja húsi, Battlecrease House, en það var í úthverflnu Aigburth. Hinn helming ársins dvöldust þau í Virgi- níuríki í Bandaríkjunum. Framhjáhald og móðursýki Florence ól manni sínum tvö börn en hjónabandið var langt frá því að vera eins og hún hafði búist við. Ja- mes Maybrick var ímyndunarveik- ur og tók inn mikið magn af alls kyns lyfjum gegn þeim sjúkdómum sem hann hélt sig haldinn af. Hann var þó ekki veikari en svo að hann átti hjákonu, sem hann heimsótti þrisvar í viku, en það dró aftur úr getu hans til að sinna vissum hjóna- bandsskyldum. Það tók Florene nærri sér og þvi tók hún sér elsk- huga, ókvæntan mann að nafni Al- fred Bierley, en hann var tíu árum yngri en Maybrick. Florence fór með Bierley til Lon- don þar sem þau voru á sama hótel- inu í þrjá daga en slíkt framferði þótti með öllu óhæft á tímum þáríkj- andi siðavendni en þeir hafa lengst af síðan verið kenndir við Breta- drottninguna kunnu, Viktoriu. Brátt kom hins vegar í ljós að Bierley hafði aðeins áhuga á lausu sambandi og sýndi engan áhuga á að vinna að því að Florence fengi skilnað frá Maybrick svo að hann gæti kvænst henni. Maybrick komst að framhjáhaldi konu sinnar og reiddist henni þótt hann væri auð- vitað enn sekari í þeim efnum. Veikindin Árið 1888 veiktist James May- brick. í þetta sinn var ekki um ímyndunarveiki að ræða og í bréfi til Bierleys, sem Florence skrifaðist enn á við þótt þau hefðu slitið ástar- sambandinu, sagði hún meðal ann- ars: „Maðurinn minn er veikur og getu hans til að gegna starfinu. Að auki var hann þekktur fyrir að vera afar siðavandur og jafnvel ofstækis- fullur í þeim efnum. „Ég get ekki orðað það öðruvísi en þannig,“ sagði Stephen við kvið- dómendur, „en að þegar kona er orðin uppvís að hjúkskaparbroti gef- ur það henni mjög sterka ástæðu til þess að losa sig við eiginmann sinn.“ Kviðdómendur sakfelldu Florence og ákvað dómari að hún skyldi hengd. Mörgum þótti dómurinn rangur, og jafnvel „London Times“ lýsti því yfir að almenningur tryði ekki á sekt hinnar dauðadæmdu. Mót- mælafundir voru haldnir og um hálf milijón manna skrifaði undir kröfu um náðun. Forsetaíhlutun Síðasta myndin af Florence (lengst til hægri), tekin rétt fyrir andlát hennar. Florence Elizabeth Chandler-Maybrick. dauðans matur. í fyrradag skoðuðu læknarnir hann og allt ræðst nú af þvi hve lengi honum endast kraft- ar.“ Orðatiltækið „veikur og dauðans matur“ var algengt vestan hafs en var ekki notað á Bretlandi nema í vissum tilvikum. Efni þessa bréfs var síðar gert opinbert og þótti þá benda til þess að Florence hefði vit- að langtum meira um ástand manns síns en eðlilegt gæti talist. Eftir að hafa skrifað bréfið, inn- siglaði Florence það, eins og þá var siður, og sendi þjónustustúlku, Alice Yapp, með það á pósthúsið. Það skyldi hún aldrei hafa gert. Stúlkan sá að það var ætlað manni sem hún vissi að hafði verið elsk- hugi húsmóðurinnar. Hún opnaði það, las og ákvað síðan að senda það bræðrum Maybricks, Michael og Edwin, sem ákváðu eftir lestur þess að hraða sér til Liverpool til að kynna sér ástand bróður síns. Bréf voru stundum nokkuð lengi á leiðinni á þessum tíma og þegar bræðurnir komu var jarðarfór Ja- mes Maybrick afstaðin. Michael og Edwin Maybrick fóru til lögreglunnar með bréfið og létu í ljós þá skoðun að æskilegast hefði verið að lík bróður þeirra hefði ver- ið krufið. Þeim var þá sagt að það hefði þegar verið gert. Hefði komið í ljós svo mikið eitur í líkinu að segja mætti að James Maybrick hefði ver- ið „gangandi lyfiabúð" í lifanda lífi. Meðal þess sem fannst var arsenik, striknín, blásýra og óðjurt. Það var því vart að undra þótt maðurinn hefði dáið. Florence var ákærð fyrir morðið á manni sínum. Hún réð sér einn kunnasta lögmann á Bretlandi, Sir Charles Russell, sem verjanda. Hann lagði fram yfirlýsingar banda- rískra lækna um að James May- brick hefði, gegn þeirra ráðum, tek- ið inn arsenik gegn ímyndaðri malaríu. Kunnur læknir í Liverpool kom í réttinn og sagði að þrem mánuðum áður en Maybrick lést hefði hann aðvarað hann alvarlega við því að taka inn þau eiturefni sem hann taldi óhjákvæmileg í baráttunni Lucinda, dóttir Florence, með dóttur sína. gegn sjúkdómunum ímynduðu. Sagði læknirinn að skammtamir hefðu verið hættulega stórir. Dómurinn Hefði mál þetta verið fyrir rétti i dag bendir allt til að ákærða hefði ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þungum dómi. En sjónarmiðin voru önnur og 31. júlí 1889 var dóm- ur upp kveðinn. I dómarasæti var Sir James Fitzjames Stephen en hann var þá að koma aftur til starfa eftir alvarlegt taugaáfall. Enginn þorði aö hafa orð á því op- inberlega að dómarinn þótti ekki líkur sjálfum sér á fyrri dögum. í reynd efuðust margir um andlega Florence hafði misst bandarískan ríkisborgararétt sinn þegar hún gift- ist en engu að síður lét Grover Cleveland Bandaríkjaforseti málið til sín taka og krafðist þess að hún yrði þegar í stað látin laus. Sagði hann málfutninginn hneisu fyrir breskt réttarfar. Árangur af erfiði sínu hafði hann engan. Sá sem tók við forsetaembættinu eftir Cleveland, William Mc- Kinley, sendi Viktoríu Breta- drottningu náð- unarbeiðni. Hún var, eins og fyrr segir, þekkt fyrir strangar siðgæð- ishugmyndir sín- ar og hafnaði beiðni forsetans. Var síðar upplýst að drottning hefði lýst þeirri skoðun sinni að „hengja bæri Florence Maybrick svo ör- lög hennar hræddu aðrar eig- inkonur frá því að fremja hjú- skaparbrot.“ Vilji drottningar náði ekki fram að ganga. Fyrrum verjandi Florence hafði nú verið skipaður æðsti yfirmaður breska dómskerfisins. Hann barðist enn fyrir málstað Florence en tókst ekki að fá hana náðaða. Dauða- dómnum var hins vegar frestað og sat hún 15 ár í fangelsi. Náðunin 25. janúar 1904 fékk Florence Maybrick frelsið. Þá var drottning- in látin og við af henni hafði tekið Játvarður VII, sonur hennar. Hann skrifaði undir náðunar- bréf og dyr fang- elsisins voru opnaðar fyrir henni. Florence fékk aftur bandariskan ríkisborgararétt sinn og hélt til hei- malandsins. En henni, fannst blöðin sýna máli sínu óþaégilega mikinn áhuga og ákvað að draga sig í hlé frá ys og þys borgarlífsins. Hún keypti sér hús í þorpinu South Kent í Connecticutríki og tók upp sitt fyrra nafn, Florence Elizabeth Chandler. Ekki leið á löngu þar til þorpsbú- ar komust að því hver hún var en það kom henni aðeins vel. Allt þar til hún lést, árið 1941, sjötíu og níu ára, sýndu þorpsbúar henni hlýju og umhyggju svo að henni gengi betur að jafna sig eftir harðræðisárin í fangelsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.