Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 Afmæli Franz Gíslason Franz Gíslason kennari, Kjartans- götu 7, Reykjavík, veröur sextugur á morgun. Starfsferill Franz fæddist í Reykjavík en ólst upp í Fljótshverfi. Hann var tvo hálfa vetur í barnaskóla í Múlakoti á Síðu, lauk landsprófi frá Skóga- skóla 1953, stundaði nám við ML en lauk stúdentsprófi frá MR1957, lauk dipl. hist.-prófi við háskólann í Leipzig 1965 og prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ1967. Franz stundaði sveitastörf í æsku, var verkamaður hér og þar á námsárunum, blaðamaður við Þjóðviljann 1957 og skrifaði mikið í blaðið næstu árin, var skrifstofu- maður hjá verölagsstjóra 1958-59, kenndi við Gagnfræðaskólann í Kópavogi 1965-66 og hefur síðan kennt við Vélskóla Islands. Franz starfaði mikið með Æsku- lýðsfylkingunni, SÍA og HRÍM á árunum 1958-69, var félagi í Al- þýðubandalaginu í fáein ár til 1969 er hann sagði sig úr því og þjóð- kirkjunni en hefur síðan starfað í kennarafélögum og Kommatrimm- inu. Franz hefur þýtt úr þýsku skáld- sögur eftir Heinrich Böll, Peter Bic- hsel, Deszö Monosloy og Hertu Múller, og úr ensku eftir D.M. Thomas og Jerzy Kosinski, var þýðandi og meðútgefandi að ís- landshefti tímaritsins die horen í Bremerhaven 1986, vann, ásamt fleirum, að þýðingu ljóðasafnsins Ich hörte die Farbe blau, útg. 1992, þýddi, ásamt Wolfgang Schiffer, safn ljóða Stefáns Harðar Gríms- sonar, Geahnter Flúgelschlag, útg. 1992, og ljóða Snorra Hjartarsonar, auk fleiri þýðinga á þýsku, ásamt Wolfgang, skrifaði sögu Vélskól- ans, Vélstjóramenntun á íslandi 1915-90, situr í ritnefnd tímarits þýðenda, Jón á Bægisá, og vinnur ásamt fleirum að nýju véistjóratali. Fjölskylda Franz kvæntist 16.6.1957 Helgu Harðardóttur, f. 30.10.1938, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Harðar Gestssonar og Ragnheiðar Sveins- dóttur. Franz og Helga skildu 1964. Sonur Franz og Helgu er Örn, f. 20.3.1962, rafiðnfræðingur í Mos- fellsbæ, er 1 sambúð og á einn son. Franz kvæntist 6.4.1966 Sigrúnu Guðjörgu Björnsdóttur, f. 7.8.1941, kennara. Hún er dóttir Björns Lax- dals Jónssonar og Kristjönu Kristj- ánsdóttur. Þau skildu 1980. Synir Franz og Sigrúnar Guð- bjargar eru Bjarki, f. 17.8.1965, raf- magnstæknifræðingur í Reykjavík, og á hann son á Akureyri; Brjánn, f. 19.12.1968, sálfræðingur í Reykja- vík, í sambúð og á hann eina dóttur ogtvo syni. Albróðir Franz er Ágúst Ragnar, f.3.10.1938, rafvirki. Hálfbróðir Frans, sammæðra, er Franz Gíslason. Gissur Björn Eiríksson, f. 5.11.1956. Foreldrar Gísla voru Gísli Gunn- arsson, f. 2.5.1895, d. 1964, sjómað- ur, og Olöf Gissurardóttir, f. 16.1. 1916, d. 7.9.1995, verkakona og hús- móðir. Til hamingju með afmælið18.nóvember Jón Bjarnason 95 ára Sigriður Konráðsdóttir, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirðí. 90 ára Sesselja Sveinsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Birna Jónsdóttir, Freyjugötu 13, Sauðárkróki. 85 ára 80 ára Elín Sigurðardóttir, Langholtsvegi 86, Reykjavík. Sigurveig Eyjólfsdóttir, Skálatanga I, Innri-Akraneshreppi. Sigurveig tekur á móti gestum að Skálatanga II milli kl. 16.00 og 22.00 ídag. 75 ára Gústaf Ófeigsson, Árskógum 6, Reykjavík. Gústaf er að heiman. HólmgeirGuðmundsson, Brekkubraut 15, Keflavik. Jónas Ástvaldur Þorsteinsson, Neskinn 4, Stykkishólmi. Sigurður Magnússon, Ásvallagötu 75, Reykjavík. 70 ára Hjalti Karlsson, Bjamhólastíg 17, Kópavogi. Kristveig Jónsdóttir, Hólmgarði 15, Reykjavík. Vilmundur Þorsteinsson, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Vilmundur er að heiman. Georg Georgsson, Hringbraut 92B, Keflavík. Georgtekurá móti gestum í Iðnsveinahús- inu.Tjarnar- götu 7, Kefla- vik. í dag milli kl. 15.00 og 19.00. 60ára_____________ Ólafur Einarsson, Skólagerði30, Kópavogi. Sigrún Ragnarsdóttir, Hi'isalundi 2B, Akureyri. Svava Kjartansdóttir, Dalselí 12, Reykjavik. 50ára Ruth Kjartansdóttir, Melbæ 24, Reykjavík. Kristrún Helgadóttir, Hverafold 112, Reykjavik. Halldór Bragason, Dalseli 21, Reykjavik. Halldór er að heiman. Sigrún Sveinbjarnardóttir, Lækjarbraut 12,Hólhreppi. Þorvaldiu- Ágústsson, Noröurgarði 10, Hvolhreppi. 40 ára Sigurður Eyþór Benediktsson, Kirkjubraut 4, Höfn í Hornafirði. Þorgerður Jóhannsdóttir, Bessahrauni 8, Vestmannaeyjum. Sveinn Pálmi Guðmundsson, Hlaöhömrum 32, Reykjavík. Louisa Aradóttir, Reykási 27, Reykjavik. Oddný Ólafsdóttir, Engjaseli 64, Reykjavik. Bjarki Hrafn Ólafsson, Smáratúni 7, Selfossi. Soffie Guðrún Ragnarsdóttir, Espilundi 2, Akureyri. Ólafur Ásgeir Rósason, Lautasmára53, Kópavogi. Jón Bjarnason, bóndi að Bakka í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, er sjötugur í dag. Sta rfsferil I Jón fæddist í skólahúsinu í Sveinsstaðahreppi og ólst upp í for- eldrahúsum á Marðarnúpi, í Hvammi og á Eyjólfsstöðum. Hann flutti að Bakka í Vatnsdal 1954 en þar hefur hann byggt upp öll hús og stundað þar blandaðan búskap síðan. Þá hafa þau hjónin stundaði ferðaþjónustu í vaxandi mæli á síð- ari árum. Fjölskylda Jón kvæntist 24.5.1952 Kristínu Lárusdóttur, f. 5.12.1931, bónda. Hún er dóttir Lárusar Björnssonar og Petrínu Bjargar Jóhannsdóttur, bænda í Grímstungu í Vatnsdal, sem bæði eru látin. Börn Jóns og Kristínar eru Lárus Björgvin, f. 12.3.1953, húsasmiður og deildarstjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi, kvæntur Sigrúnu Zophoníasdóttur, skrif- stofumanni við Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi og eiga þau fimm börn; Bjami Jónas, f. 19.11.1954, pípu- lagningameistari á Blönduósi, kvæntur Sólveigu Olgu Jónsdóttur, starfsmanni við Héraðssjúkrahús- ið á Blönduósi og eiga þau þrjú börn; Jakob Jóhann, f. 9.6.1956, húsasmiður á Blönduósi, kvæntur Katrínu Líndal, starfsmanni við Héraössjúkrahúsið og eiga þau þrjú börn; Sveinn Eggert, f. 18.3. 1960, rafvirki, nú í matreiðslunámi í Reykjavík, og á hann eina dóttur; Jón Baldvin, f. 9.6.1974, bifvéla- virki í Reykjavík, en kona hans er Lilja Björg Gísladóttir iðnnemi. Systkini Jóns eru Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 8.6.1923, húsmóðir á Blönduósi, gift Ingvari Stein- grímssyni, fyrrv. bónda; Jóhanna Jón Bjarnason. Bjarnadóttir, f. 12.2.1929, búsett á Blönduósi. Foreldrar Jóns voru Bjami Jón- asson, f. 8.3.1896, d. 22.12.1981, lengst af bóndi á Eyjólfsstöðum, og k.h., Jenný Rebekka Jónsdóttir, f. 26.7.1898, d. 1.1.1991, bóndi. Jón og Kristín verða að heiman á afmælisdaginn. Andlát___________________ Hafþór Ferdinandsson Haíþór Ferdinandsson, ferðafröm- uöur, kennari, atvinnurekandi og húsgagnasmíðameistari, lést í Kópavogi 7.11. sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Hafþór fæddist í Reykjavík 6.5. 1952 og ólst þar upp. Eftir gagn- fræðaskóla stundaði hann nám í málmsmíði í járniðnaðardeild Iðn- skólans í Reykjavík 1969-70, í hús- gagnasmíði viö sama skóla 1971-75, lauk sveinsprófi 1975, öðlaðist meistarabréf þremur árum síðar og lauk námi í uppeldis- og sálar- fræði frá KHÍ1982. Haíþór var flokksstjóri í Skrúð- görðum Reykjavíkur á sumrin á námsárum, starfaði við húsgagna- smiði hjá Trésmiðju Björns og Indriða og í ísbirninum 1971-78, var kennari í Ölduselsskóla í Reykjavík 1978-86 og við Grunn- skóla ísafjarðar 1986-87, uppeldis- fulltrúi á meðferðarheimili fyrir taugaveikluð börn á vegum Geð- deildar Borgarspítalans 1987-89, kennari í Fellaskóla í Reykjavík 1990-91, rak heildsölu og verslun 1988-92 og starfaði mikið að ferða- málum síðustu árin en hann rak fyrirtækið Fjallaferðir frá 1993. Hafþór var löngu landsþekktur fyrir áhuga sinna á öræfunum og jeppaferðum um hálendið. Hann hlaut viðurnefnið Hveravallas- kreppur vegna tíðra ferða sinna á Hveravelli en hann fór fjölda ferða þangað með póst og aðföng. Hann var einn hvatamanna að stofnun Ferðaklúbbsins 4X4 og sat lengi í stjórn klúbbsins. Fjölskylda Hafþór kvæntist 18.11.1972 Hrafnhildi Þorgeirsdóttur. Þau skildu. Börn Hafþórs og Hrafnhildar eru Arnar Þór, f. 11.5.1974, og Auður, f. 1.4.1986. Dóttir Hafþórs og Ragnhildar Sig- mundsdóttur er Bára, f. 1.8.1987.. Hann var í sambúð með Svöiu Nordahl og er dóttir þeirra Viktoría Sandra, f. 9.12.1991. Hafþór kvæntist 10.9.1994 Ernu Laugdal. Þau skildu. Eftirlifandi unnusta Hafþórs er Margrét Vík- ingsdóttir, f. 4.8.1956. Systkini Hafþórs: Ægir, f. 5.7. 1934, heildsali í Reykjavík; Hall- varður, f. 8.5.1941, vörubifreiða- stjóri í Reykjavík; Kristín, f. 2.6. 1942, hárgreiöslumeistari og starfs- maður á Reykjalundi, búsett í Mos- fellbæ. Foreldrar Hafþórs: Ferdinand Hafstein Jóhannsson, f. 2.9.1910, d. 4.5.1984, skrifstofumaðurá Hafþór Ferdinandsson. Manntalsskrifstofu, og Bára Lýðs- dóttir, f. 27.3.1917, húsmóðir. Ætt Ferdinand var sonur Jóhanns Hafsteins Jóhannssonar úr Reykja- vík og k.h., Guðlaugar Árnadóttur frá Eyrarbakka. Bára er dóttir Lýðs Illugasonar úr Helgafellssveit og k.h., Kristínar Hallvarðsdóttur frá Litla-Langadal á Skógarströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.