Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 12
i2 ieriend bóksjá LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 JjV Metsölukiljur i ••••••••••••••.• Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Hlgglns Clark: The Lottery Wlnner. 2. Tom Clancy & Steve Pieczenlk: Mlrror Image. 3. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. 4. Sidney Sheldon: Nothlng Lasts forever. 5. Catharine Coulter: The Duke. 6. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 17. Phyllis A. Whltney: Daughter of the Stars. 8. George Dawes Green: The Juror. 9. Whltney Otto: How to Make an Amerlcan Qullt. 10. Danlelle Steel: Wlngs. 11. Carol Shlelds: . The Stone Dlaries. 12. W.E.B. Grlffln: The Murderers. 13. Nelson DeMllle: Spencerville. 14. Sharyn McCrumb: She Walks These Hills. 15. Patricia Cornwell: The Body Farm. 1. Paul Reiser: Copplehood. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Tim Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 4. Rlchard Preston: The Hot Zone. 5. R. McEntire & T. Carter: Reba: My Story. 6. Barbara Bush: Barbara Bush: A Memolr. 7. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 8. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 9. Doris Kearns Goodwin: No Ordlnary Time. 10. Thomas Moore: Care of the Soul. 11. Clarissá Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 12. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 13. Laurle Garrett: The Comlng Plague. 14. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 15. Jlll Ker Conway: True North. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) niwmjfwmmmmmmmmMmmMWMVsmmmmmtMiam Fékk tvenn helstu bók- menntaverðlaun Frakka Rithöfundurinn Andrej Makine, sem fæddist í Rússlandi fyrir 37 árum, gerði sér lítið fyrir á dögun- um og fékk tvenn af kunnustu bók- menntaverðlaunum Frakklands fyr- ir nýja skáldsögu sína - þar á með- al æðsta gæðastimpil franskra bók- mennta, Goncourt-verðlaunin. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem sú merka dómnefnd hefur verðlaun- að bók sem þegar hefur hlotið önn- ur þekkt frönsk verðlaun og er það talið tO marks um hversu framúr- skarandi skáldskapur sé hér á ferð- inni. r I fyrstu umferð Goncourt-verðlaunin eiga sér 92 ára sögu. Þau eru nefnd eftir bræð- rum tveim sem höfðu veruleg áhrif í frönsku menningarlífi á síðustu öld og veitt fyrir besta skáldverk hvers árs á franskri tungu. Að þessu sinni voru úrslitin tilkynnt í beinni sjónvarpsútsendingu. Sjálf verðlaunafjárhæðin er smá- vægileg, einúngis 50 frankar, og þar af leiðandi aðeins táknræn. En skáldsagan sem verðlaunin hlýtur selst í kjölfarið í stóru upplagi, gjarnan allt að hálfri milljón ein- taka, og er talin sjálfkjörin jólagjöf á fjölmörgum frönskum heimilum. Það er því til mikils að vinna. Dómnefndin, en í henni eiga tíu menn sæti, hittist ávallt yfír eftir- minnilegum hádegisverði í veitinga- húsinu Drouant í París, ræðir þar um þær skáldsögur sem helst koma til greina og greiðir að lokum at- kvæði um þær. Að þessu sinni lágu úrslit dóm- nefndar fyrir eftir aðeins eina at- kvæðagreiðslu. Sex greiddu atkvæði með skáldsögu Makines, sem heitir Le Testament Francais, en fjórir Andrej Makine - handhafi Gon- court-verðlaunanna eftirsóttu árið 1995. Umsjón Elías Snæland Jónsson vildu verðlauna La Souille eftir Franz-Olivier Giesbert, ritstjóra dagblaðsins Le Figaro. Áður hafði Le Testament Francais unnið önnur kunn verð- laun, Prix Medicis, ásamt skáldsög- unni La Langue Maternelle eftir gríska rithöfundinn Vassilis Al- exakis. Og þessi saga Makines hlaut einnig Goncourt-verðlaun unga fólksins, sem svo eru nefnd, en þeim úthlutar dómnefnd sem skipuð er framhaldsskólanemum. Sjálfsævisöguleg Þessi margverðlaunaða saga er samin á frönsku og er fjórða skáld- saga höfundarins sem hefur búið í Frakklandi í átta ár. Hann hefur skýrt frá því í viðtali að hann hafi þurft að endursemja fyrstu tvær skáldsögur sínar á rússnesku og leggja síðan franska útgáfu þeirra fram sem þýðingar. Ástæðan var sú að útgefendur neituðu að trúa því að hann, útlendingurinn, hefði get- að frumsamið þær á frönsku! Verðlaunasagan segir frá eigin reynslu Makines sem ólst upp í Sov- étríkjunum í félagsskap ömmu sinn- ar, Charlotte, en hún var af frönsk- um ættum, frá Neuilly, einu af út- hverfum Parísar. Þótt drengurinn væri alinn upp sem sovéskur þegn var amman sífellt að halda að hon- um franskri tungu, menningu og sögu sem hún hafði sjáif upplifað á fyrstu áratugum aldarinnar. Drengnum þótti þessi veröld ömmu sinnar ævintýraleg. En það hafði einnig vandamál í för með sér fyrir hann að vera þannig með ræt- ur í tveimur gjörólíkum samfélög- um. Þegar hann komst á fullorðins- ár og ákvað að flýja land varð Frakkland að sjálfsögðu fyrir val- inu. En veruleikinn þar reyndist gjörólíkur þeim heimi sem hann hafði kynnst í frásögnum ömmu sinnar. Um allt þetta skrifar Makine í verðlaunaskáldsögu sinni. Metsölukiljur I ••••••»»•♦«•<••«••••• Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Interestlng Tlmes. ! 2. Jane Austen: Pride and Prejudlce. 3. Chaterlne Cookson: The Tlnker's Girl. 14. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 5. Ruth Rendell: Simlsola. 6. Maeve Binchy: The Glass Lake. j 7. Colin Dexter: The Daughters of Caln. 8. Patricia D. Cornwell: The Body Farm. 9. Tom Clancy: Debt of Honour. ; 10. John Grlsham: The Chamber. Rlt almenns eölis: 1. Alan Bennett: Writlng Home. 2. fan Botham: Botham: My Autoblography. 3. Ranfurly: To War with Whltaker. 4. Peter de la Billiére: Looklng for Trouble. 5. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 6. Jung Chang: Wlld Swans. 7. Andy McNab: Bravo Two Zero. 8. J. Lowell & J. Kluger: Apollo 13. 9. Blll Watterson: Calvln & Hobbes lOth Anniversary Book 10. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahaving Badly. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk ; 1. Lise Nergaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Peter Heeg: De máske egnede. 4. Kirsten Thorup: Elskede ukendte. 5. Hans Lyngby Jepsen: Den hvlde enke. 6. Bret Easton Ellis: Uskrevne regler. 7. Jostein Gaarder: Sofies verden. (Byggt á Politlken Sondag) x>v Kóngulóarvefur í sauma Silkiþræðimir sem venjuleg- ar kóngulær spinna i vefi sína eru þekktir fyrir styrk sinn þótt ; grannir séu. Vísindamenn telja ekki útilokað að læknar muni í framtíðinni njóta góðs af þeim ; við að sauma saman sár. „Kóngulóarsilki er mjög þolið gagnvart bakteríum, ensímum, sveppagróðri og breytingum á loftSlagi," segir M. Delwar Hussa- in, vísindamaður við lyfjafræði- deild háskólans í Wyoming. Hussain kynnti nýlega bráða- birgðaniðurstöður rannsókna sem hann gerði með kóngulóar- þræði á músum. Þar reyndist þráðurinn vel. Allt í lagi að sofa uppí Nýjar rannsóknir í Bandaríkj- unum benda til þess að hættan á vöggudauöa aukist ekkert þótt ; kornabörn sofi hjá foreldrum sínum. Vísindamennirnir báru svefnvenjur 200 foreldra sem i misstu börn úr vöggudauða sam- an við svefnvenjur 200 heil- brigðra ungbarna. „Það var ekkert marktækt samband milli vöggudauða og þess að sofa alla jafna uppí,“ segja vísindamennirnir í grein í breska læknablaðinu. Nokkrar fyrri rannsóknir á vöggudauða hafa bent til hins gagnstæða. Umsjón Guðlaugur Bergmundssun Efasemdir um að lýsi sé jafn gott og af er látið „Fullyrðingar um að lýsi dragi úr hættunni á æðakölkun eru ekki studdar sönnunum þrátt fyrir ótal tilraunir á dýrum. Þvert á móti sýn- ir einhver raunhæfasta rannsóknin að mínu áliti að æðakölkun sé jafn mikil eða jafnvel meiri hjá þeim sem taka inn lýsi.“ Þetta segir danskur læknir, Peter Marckmann, lektor við rann- sóknarstofnun danska land- búnaðarháskólans í nær- ingarfræði manna. Hann segir í viðtali við Politiken að það eina sem lýsisæt- ur geti veriö viss- ar um, sé að þær muni bæta á sig aukakílóum. Ekki nóg með það, heldur segir Peter Marck- mann að fullyrð- ingar um að lýsi lækki 'magn kól- esteróls í blóði eigi ekki við nein rök að styðjast. í læknaritinu New Eng- land Journal of Medicine var nýlega skýrt frá umfangsmestu rannsókn sem hefur verið gerð á þeim eiginleikum fisks að koma í veg fyrir blóðtappa. Sú rannsókn leiddi í ljós að inntaka mikOs magns n-3 fitusýra, eins og finna má í lýsi, dragi ekki úr hættunni á blóðtöpp- um. Það er mat tímaritsins að af þeim ástæðum sé full þörf á að draga aðeins úr þeim ákafa áróðri að bæði fiskur og lýsi séu fyrir- byggjandi þegar blóðtappi er annars vegar. Fleiri rannsóknir benda þar að auki til þess að lýsi geti haft bein skaðleg áhrif í tengslum við ákveðna sjúkdóma, svo sem sykur- sýki í öldruðu fólki. Lýsisneysla get- ur einng dregið úr hæfileikum blóðsins til að storkna. Peter Marck- mann segir því að fræðilega sé hætta á að lýsisneysla auki hættuna á alvarlegum blæðingum. Það liggur hins vegar fyrir að lýsi kemur þeim að gagni sem hafa of mikið af tríglyseríði, eða fitu, í blóð- inu. Lýsið á þátt í að lækka fituinni- haldið. Að sögn Peters Marckmanns er hins vegar um mjög svo sjaldgæf- an kvilla að ræða. Lýsi getur enn fremur linað sárs- auka hjá vissum sjúklingum með liðagigt með þvi að virka hamlandi á bólgufrumur. En það er bólgan sem veldur sársaukanum. Þessi eiginleiki lýsisins get- ur þó haft neikvæð áhrif á ónæmis- kerfi líkamans og dregið úr starf- semi þess þar sem bólgufrum- ur eru hluti kerf- isins. Skaðleg mengun- arefni í hafinu safnast fyrir í fitu fiska og því er hætta á að þau berist út í lýsið. Við verkun þess hverfur efnið díoxín að mestu leyti en að sögn danska vísindamannsins Arnes B”cherts er ekki sömu sögu að segja af Pbc- efnunum sem eru krabba- meinsvaldandi. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa gripið til þess ráðs að ráða ófrískum konum frá því að snæða feitan fisk oftar en einu sinni í mánuði vegna þeirra skaðlegu efna sem í honum eru. Heili kynskipt- inga öðruvísi Karlmönnum, sem láta breyta sér í konur, líður ekki eins og konum af sálrænum ástæðum einum saman heldur af því að heilinn í þeim er öðru- vísi. „Kynskiptingar finna sterkt fyrir því allt frá bamæsku að hafa fæðst í röngum líkama,” segir Dick Swaab hjá heila- rannsóknarstofnun Hollands í tímaritinu Nature. „Rannsókn okkar er sú fyrsta sem sýnir fram á að heilinn í kynskipting- um sem hafa fæðst sem karlar hefur sömu formgerð og heili kvenna." Swaab og samverkamenn hans rannsökuðu í ellefu ár heila sex karla sem létu breyta sér í konur. Þeir huguðu sér- staklega vel að þeim hluta heil- ans sem gegnir mikilvægu hlut- verki fyrir kynhegðun einstak- lingsins og uppgötvuðu að í kynskiptingum var hann eins og í konum. Swaab segir líklegt að þessi munur komi fram áður en full- orðinsaldri er náð, líklega vegna samspils kynhormóna og heilans á meðan hann er í mótun. Taugalífiræðingurinn Marc Breedlove segir i umsögn um grein Swaabs að enn sem kom- ið er sé aðeins hægt að mæla þessi svæði heilans eftir dauða einstaklingsins. „Þar til tæknin gerir okkur kleift að mæla þau hvað eftir annaö í sömu mann- eskjunni á mismunandi aldurs- skeiðum er ekkert einhlítt svar til viö þvi hvort þessi svæði geti stjórnað sálfræðilegri kynjaaðgreiningu eða hvort hún stjórnar þeim,“ segir Breedlove.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.