Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 12
i2 ieriend bóksjá
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 JjV
Metsölukiljur
i ••••••••••••••.•
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Mary Hlgglns Clark:
The Lottery Wlnner.
2. Tom Clancy & Steve Pieczenlk:
Mlrror Image.
3. Dean Koontz:
Dark Rivers of the Heart.
4. Sidney Sheldon:
Nothlng Lasts forever.
5. Catharine Coulter:
The Duke.
6. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
17. Phyllis A. Whltney:
Daughter of the Stars.
8. George Dawes Green:
The Juror.
9. Whltney Otto:
How to Make an Amerlcan Qullt.
10. Danlelle Steel: Wlngs.
11. Carol Shlelds: .
The Stone Dlaries.
12. W.E.B. Grlffln:
The Murderers.
13. Nelson DeMllle:
Spencerville.
14. Sharyn McCrumb:
She Walks These Hills.
15. Patricia Cornwell:
The Body Farm.
1. Paul Reiser: Copplehood.
2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella.
3. Tim Allen:
Don’t Stand to Close
To a Naked Man.
4. Rlchard Preston:
The Hot Zone.
5. R. McEntire & T. Carter:
Reba: My Story.
6. Barbara Bush:
Barbara Bush: A Memolr.
7. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
8. H. Johnson & N. Rommelmann:
The Real Real World.
9. Doris Kearns Goodwin:
No Ordlnary Time.
10. Thomas Moore:
Care of the Soul.
11. Clarissá Plnkola Estés:
Women Who Run wlth the Wolves.
12. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
13. Laurle Garrett:
The Comlng Plague.
14. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
15. Jlll Ker Conway: True North.
(Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
niwmjfwmmmmmmmmMmmMWMVsmmmmmtMiam
Fékk tvenn helstu bók-
menntaverðlaun Frakka
Rithöfundurinn Andrej Makine,
sem fæddist í Rússlandi fyrir 37
árum, gerði sér lítið fyrir á dögun-
um og fékk tvenn af kunnustu bók-
menntaverðlaunum Frakklands fyr-
ir nýja skáldsögu sína - þar á með-
al æðsta gæðastimpil franskra bók-
mennta, Goncourt-verðlaunin.
Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem
sú merka dómnefnd hefur verðlaun-
að bók sem þegar hefur hlotið önn-
ur þekkt frönsk verðlaun og er það
talið tO marks um hversu framúr-
skarandi skáldskapur sé hér á ferð-
inni.
r
I fyrstu umferð
Goncourt-verðlaunin eiga sér 92
ára sögu. Þau eru nefnd eftir bræð-
rum tveim sem höfðu veruleg áhrif
í frönsku menningarlífi á síðustu
öld og veitt fyrir besta skáldverk
hvers árs á franskri tungu. Að
þessu sinni voru úrslitin tilkynnt í
beinni sjónvarpsútsendingu.
Sjálf verðlaunafjárhæðin er smá-
vægileg, einúngis 50 frankar, og þar
af leiðandi aðeins táknræn. En
skáldsagan sem verðlaunin hlýtur
selst í kjölfarið í stóru upplagi,
gjarnan allt að hálfri milljón ein-
taka, og er talin sjálfkjörin jólagjöf á
fjölmörgum frönskum heimilum.
Það er því til mikils að vinna.
Dómnefndin, en í henni eiga tíu
menn sæti, hittist ávallt yfír eftir-
minnilegum hádegisverði í veitinga-
húsinu Drouant í París, ræðir þar
um þær skáldsögur sem helst koma
til greina og greiðir að lokum at-
kvæði um þær.
Að þessu sinni lágu úrslit dóm-
nefndar fyrir eftir aðeins eina at-
kvæðagreiðslu. Sex greiddu atkvæði
með skáldsögu Makines, sem heitir
Le Testament Francais, en fjórir
Andrej Makine - handhafi Gon-
court-verðlaunanna eftirsóttu árið
1995.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
vildu verðlauna La Souille eftir
Franz-Olivier Giesbert, ritstjóra
dagblaðsins Le Figaro.
Áður hafði Le Testament
Francais unnið önnur kunn verð-
laun, Prix Medicis, ásamt skáldsög-
unni La Langue Maternelle eftir
gríska rithöfundinn Vassilis Al-
exakis. Og þessi saga Makines hlaut
einnig Goncourt-verðlaun unga
fólksins, sem svo eru nefnd, en þeim
úthlutar dómnefnd sem skipuð er
framhaldsskólanemum.
Sjálfsævisöguleg
Þessi margverðlaunaða saga er
samin á frönsku og er fjórða skáld-
saga höfundarins sem hefur búið í
Frakklandi í átta ár. Hann hefur
skýrt frá því í viðtali að hann hafi
þurft að endursemja fyrstu tvær
skáldsögur sínar á rússnesku og
leggja síðan franska útgáfu þeirra
fram sem þýðingar. Ástæðan var sú
að útgefendur neituðu að trúa því
að hann, útlendingurinn, hefði get-
að frumsamið þær á frönsku!
Verðlaunasagan segir frá eigin
reynslu Makines sem ólst upp í Sov-
étríkjunum í félagsskap ömmu sinn-
ar, Charlotte, en hún var af frönsk-
um ættum, frá Neuilly, einu af út-
hverfum Parísar. Þótt drengurinn
væri alinn upp sem sovéskur þegn
var amman sífellt að halda að hon-
um franskri tungu, menningu og
sögu sem hún hafði sjáif upplifað á
fyrstu áratugum aldarinnar.
Drengnum þótti þessi veröld
ömmu sinnar ævintýraleg. En það
hafði einnig vandamál í för með sér
fyrir hann að vera þannig með ræt-
ur í tveimur gjörólíkum samfélög-
um. Þegar hann komst á fullorðins-
ár og ákvað að flýja land varð
Frakkland að sjálfsögðu fyrir val-
inu. En veruleikinn þar reyndist
gjörólíkur þeim heimi sem hann
hafði kynnst í frásögnum ömmu
sinnar.
Um allt þetta skrifar Makine í
verðlaunaskáldsögu sinni.
Metsölukiljur
I ••••••»»•♦«•<••«•••••
Bretland
Skáldsögur:
1. Terry Pratchett:
Interestlng Tlmes.
! 2. Jane Austen:
Pride and Prejudlce.
3. Chaterlne Cookson:
The Tlnker's Girl.
14. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
5. Ruth Rendell:
Simlsola.
6. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
j 7. Colin Dexter:
The Daughters of Caln.
8. Patricia D. Cornwell:
The Body Farm.
9. Tom Clancy:
Debt of Honour.
; 10. John Grlsham:
The Chamber.
Rlt almenns eölis:
1. Alan Bennett:
Writlng Home.
2. fan Botham:
Botham: My Autoblography.
3. Ranfurly:
To War with Whltaker.
4. Peter de la Billiére:
Looklng for Trouble.
5. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
6. Jung Chang:
Wlld Swans.
7. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
8. J. Lowell & J. Kluger:
Apollo 13.
9. Blll Watterson: Calvln & Hobbes
lOth Anniversary Book
10. S. Nye & P. Dornan:
The A-Z of Bahaving Badly.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
; 1. Lise Nergaard:
De sendte en dame.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Peter Heeg:
De máske egnede.
4. Kirsten Thorup:
Elskede ukendte.
5. Hans Lyngby Jepsen:
Den hvlde enke.
6. Bret Easton Ellis:
Uskrevne regler.
7. Jostein Gaarder:
Sofies verden.
(Byggt á Politlken Sondag)
x>v
Kóngulóarvefur í
sauma
Silkiþræðimir sem venjuleg-
ar kóngulær spinna i vefi sína
eru þekktir fyrir styrk sinn þótt
; grannir séu. Vísindamenn telja
ekki útilokað að læknar muni í
framtíðinni njóta góðs af þeim
; við að sauma saman sár.
„Kóngulóarsilki er mjög þolið
gagnvart bakteríum, ensímum,
sveppagróðri og breytingum á
loftSlagi," segir M. Delwar Hussa-
in, vísindamaður við lyfjafræði-
deild háskólans í Wyoming.
Hussain kynnti nýlega bráða-
birgðaniðurstöður rannsókna
sem hann gerði með kóngulóar-
þræði á músum. Þar reyndist
þráðurinn vel.
Allt í lagi að
sofa uppí
Nýjar rannsóknir í Bandaríkj-
unum benda til þess að hættan á
vöggudauöa aukist ekkert þótt
; kornabörn sofi hjá foreldrum
sínum. Vísindamennirnir báru
svefnvenjur 200 foreldra sem
i misstu börn úr vöggudauða sam-
an við svefnvenjur 200 heil-
brigðra ungbarna.
„Það var ekkert marktækt
samband milli vöggudauða og
þess að sofa alla jafna uppí,“
segja vísindamennirnir í grein í
breska læknablaðinu.
Nokkrar fyrri rannsóknir á
vöggudauða hafa bent til hins
gagnstæða.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundssun
Efasemdir um að lýsi sé
jafn gott og af er látið
„Fullyrðingar um að lýsi dragi úr
hættunni á æðakölkun eru ekki
studdar sönnunum þrátt fyrir ótal
tilraunir á dýrum. Þvert á móti sýn-
ir einhver raunhæfasta rannsóknin
að mínu áliti að æðakölkun sé jafn
mikil eða jafnvel meiri hjá þeim
sem taka inn lýsi.“
Þetta segir danskur læknir, Peter
Marckmann, lektor við rann-
sóknarstofnun danska land-
búnaðarháskólans í nær-
ingarfræði manna.
Hann segir í viðtali
við Politiken að það
eina sem lýsisæt-
ur geti veriö viss-
ar um, sé að þær
muni bæta á sig
aukakílóum.
Ekki nóg með
það, heldur segir
Peter Marck-
mann að fullyrð-
ingar um að lýsi
lækki 'magn kól-
esteróls í blóði eigi
ekki við nein rök að
styðjast.
í læknaritinu New Eng-
land Journal of Medicine var
nýlega skýrt frá umfangsmestu
rannsókn sem hefur verið gerð á
þeim eiginleikum fisks að koma í
veg fyrir blóðtappa. Sú rannsókn
leiddi í ljós að inntaka mikOs magns
n-3 fitusýra, eins og finna má í lýsi,
dragi ekki úr hættunni á blóðtöpp-
um. Það er mat tímaritsins að af
þeim ástæðum sé full þörf á að
draga aðeins úr þeim ákafa áróðri
að bæði fiskur og lýsi séu fyrir-
byggjandi þegar blóðtappi er annars
vegar.
Fleiri rannsóknir benda þar að
auki til þess að lýsi geti haft bein
skaðleg áhrif í tengslum við
ákveðna sjúkdóma, svo sem sykur-
sýki í öldruðu fólki. Lýsisneysla get-
ur einng dregið úr hæfileikum
blóðsins til að storkna. Peter Marck-
mann segir því að fræðilega sé
hætta á að lýsisneysla auki hættuna
á alvarlegum blæðingum.
Það liggur hins vegar fyrir að lýsi
kemur þeim að gagni sem hafa of
mikið af tríglyseríði, eða fitu, í blóð-
inu. Lýsið á þátt í að lækka fituinni-
haldið. Að sögn Peters Marckmanns
er hins vegar um mjög svo sjaldgæf-
an kvilla að ræða.
Lýsi getur enn fremur linað sárs-
auka hjá vissum sjúklingum með
liðagigt með þvi að virka
hamlandi á bólgufrumur. En
það er bólgan sem veldur
sársaukanum. Þessi
eiginleiki lýsisins get-
ur þó haft neikvæð
áhrif á ónæmis-
kerfi líkamans og
dregið úr starf-
semi þess þar
sem bólgufrum-
ur eru hluti kerf-
isins.
Skaðleg mengun-
arefni í hafinu
safnast fyrir í fitu
fiska og því er hætta
á að þau berist út í
lýsið. Við verkun þess
hverfur efnið díoxín að
mestu leyti en að sögn
danska vísindamannsins Arnes
B”cherts er ekki sömu sögu að segja
af Pbc- efnunum sem eru krabba-
meinsvaldandi.
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa
gripið til þess ráðs að ráða ófrískum
konum frá því að snæða feitan fisk
oftar en einu sinni í mánuði vegna
þeirra skaðlegu efna sem í honum
eru.
Heili kynskipt-
inga öðruvísi
Karlmönnum, sem láta
breyta sér í konur, líður ekki
eins og konum af sálrænum
ástæðum einum saman heldur
af því að heilinn í þeim er öðru-
vísi.
„Kynskiptingar finna sterkt
fyrir því allt frá bamæsku að
hafa fæðst í röngum líkama,”
segir Dick Swaab hjá heila-
rannsóknarstofnun Hollands í
tímaritinu Nature. „Rannsókn
okkar er sú fyrsta sem sýnir
fram á að heilinn í kynskipting-
um sem hafa fæðst sem karlar
hefur sömu formgerð og heili
kvenna."
Swaab og samverkamenn
hans rannsökuðu í ellefu ár
heila sex karla sem létu breyta
sér í konur. Þeir huguðu sér-
staklega vel að þeim hluta heil-
ans sem gegnir mikilvægu hlut-
verki fyrir kynhegðun einstak-
lingsins og uppgötvuðu að í
kynskiptingum var hann eins
og í konum.
Swaab segir líklegt að þessi
munur komi fram áður en full-
orðinsaldri er náð, líklega vegna
samspils kynhormóna og heilans
á meðan hann er í mótun.
Taugalífiræðingurinn Marc
Breedlove segir i umsögn um
grein Swaabs að enn sem kom-
ið er sé aðeins hægt að mæla
þessi svæði heilans eftir dauða
einstaklingsins. „Þar til tæknin
gerir okkur kleift að mæla þau
hvað eftir annaö í sömu mann-
eskjunni á mismunandi aldurs-
skeiðum er ekkert einhlítt svar
til viö þvi hvort þessi svæði
geti stjórnað sálfræðilegri
kynjaaðgreiningu eða hvort
hún stjórnar þeim,“ segir
Breedlove.