Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 40
/
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 .
Loni Anderson og Burt Reynolds gefa út ævisögur:
Loni hélt við Tom
og Burt vissi af því
Ólyginn sagði...
... að Shannon Doherty, stjarn-
an úr Beverly Hills 90210, hefði
heimtað giftingarhringana af
sínum fyrrverandi, Chris Fou-
fas, á dögunum. Stuttu síðar
sást hún ásamt nýja fylgdar-
sveininum sínum, Rob Weiss,
við frumsýningu myndarinnar
Mallrats þar sem þau voru bæði
með gömlu hringana.
Burt og Loni með syni sínum á meðan allt lék í lyndi, eða svo töldu menn.
Loni Anderson segir frá því í ný-
útkominni ævisögu sinni að hún
hafi haldið fram hjá Burt Reynolds,
sem nú er 59 ára, árið 1988, tveimur
árum eftir að þau byrjuðu að vera
saman. Aðspurð neitar hún að gefa
upp hver hjásvæfill hennar var en
segir að hann sé vel þekkt sjón-
varpsstjarna núna.
Loni, sem er 10 árum yngri en
Burt, var gift Burt allt þar til árið
1993 og í viðtali við bandaríska fjöl-
miðla nýlega sagði einhver vina
Burts að friðill Loni hefði verið Tom
Selleck, sem er fimmtugur. Sagði
hann Burt hafa vitað þetta allt frá
upphafi en ekki rætt málið utan
heimilis síns og Loni. Tom var ein-
hleypur þegar ástarsamband þeirra
Loni stóð yfir en hún hafði nýverið
flutt inn í stórhýsi Burts í Los Ang-
eles. Er haft eftir vini hennar í
bandarísku tímariti að hún hafi sagt
Tom afburða góðan elskhuga á með-
an hún gaf Burt aðeins 6 í einkunn
sem elskhuga. Sagði vinur Loni
hana hafa þráð Tom í rúminu sem
utan þess og elskað að finna loðna
bringu hans strjúkast við stinn
brjóst sín. Enn fremur sagði hún frá
ferð þeirra til Hawaii. 1 ferð frá flug-
vellinum átti Loni i mesta basli með
að verjast ástaratlotum Toms sem
reif næstum utan af henni fötin í
leigubílnum. Klykkti Loni út með
því að segja að hún kiknaði í
hnjáliðunum undan augnaráði
Toms einu saman og ekki liði henni
verr að sjá hann nakinn því hann
væri karlmenni frá toppi til táar.
Elskhugi í annarri deild
Kunnugir segja að Burt hafi núið
Loni því um nasir að Tom hafi
aldrei meikað það í kvikmyndum og
gert gys að kvikmynd hans, Three
Men and a Baby. Loni mun þá hafa
tautað með sjálfri sér að Tom væri
þó deild fyrir ofan hann sem elsk-
hugi.
í bók sinni lýsir Loni hins vegar
ástarsambandi sínu við hinn
ónefnda mann fjálglega. Segist hún
aðeins hafa notið ásta með honum í
eitt skipti þegar Burt ætlaði að taka
saman á ný við Sally sína Field.
„Alla nóttina var sem ég sæi
stjömuljós. í fyrstu ætlaði ég mér að
ná mér niðri á Burt en síðan tók
girndin völdin. Elskhugi minn í
þetta skipti hafði þanið hverja taug
í líkama mínum og snert mig alla.
Ég var fullnægð og ánægð. Svo
ánægð að mér fannst ég geta hlaup-
ið Los Angeles-maraþonhlaupið ber-
fætt eða sofið vikum saman.
. . . að John F. Kennedy yngri
hefði sést á tali við unga, Ijós-
hærða og langleggjaða film-
stjörnu á hóteli einu í Kaliforníu
nýlega. Stúlkan líktist ekki
Carolyne Bessette sem er
unnusta hans um þessar mund-
ar, en hann sást ítrekað á tali
við þá Ijóshærðu og langleggj-
uðu umrædda helgi.
... að Dudley Moore hefði end-
anlega sagt skilið við barns-
móður sína, Nicole. Segir hann
Nicole hafa haldið fram hjá sér
og heimtar að DNA-próf fari
fram svo sannað sé að hann sé
faðir barns sem hún fæddi með-
an þau voru gift.
... að ráðgjafar Paulu Barbieri,
spúsu O.J. Simpson, hefðu ráð-
lagt henni að kyssa karlinn sinn
bless ef hún vildi ekki gera
frama sinn í kvikmyndum og
tískusýningum að engu. O.J.
óskaði eftir því við yfirmenn
Paramount kvikmyndaversins
að sér yrði boðið á frumsýningu
kvikmyndarinnar Jade en var
hafnað.
. .. að Lisa Marie Presley hefði
verið svo ánægð með nýja förð-
unarmeistarann sinn að hún
hefði talað karl sinn, Michael
Jackson, til að kosta markaðs-
setningu nýrrar snyrtivörulínu
sem förðunarmeistarinn er að
setja á markað.
Caruso þykir skap-
hundur hinn mesti
David Caruso sparkaði ruslafötu í höfuðið á mótleikara sínum, Dennis Franz, sem
fór í fýlu fyrir vikið.
Það eru engin takmörk fyrir
því hvað gefið er út í bókar-
formi í Bandaríkjunum. Nýver-
ið var gefin út kilja þar í landi
sem fjallar um framleiðslu á
NYPD Blue eða New York lögg-
um, sjónvarpsþáttum sem sýnd-
ir eru á Stöð 2. Þar er hinn
rauðhærði David Caruso, sem
reyndar hefur sagt skilið við
þættina, sagður skaphundur
hinn mesti.
Eitt sinn á hann að hafa
sparkað ruslafötu í höfuðið á
mótleikara sínum, Dennis
Franz, en eftir það atvik töluð-
ust þeir ekki oftar við í vinn-
unni. Það atvik átti sér stað þeg-
ar Caruso og Franz voru við
tökur á atriði sem gerast átti í
búningsherbergi lögreglunnar.
Franz mundi aldrei línurnar
sínar og endaði það á því að
Caruso missti stjórn á sér og
sparkaði jámruslafótu í höfuðið
á Franz.
Að sögn handritshöfundar
þáttanna, David Milch, mun
Caruso hafa ofmetnast þegar
hann fór að fá aðdáendabréf frá
þúsundum kvenna í viku
hverri. Samstarfsfólk hans var
orðið þreytt á honum og allt
ætlaöi einu sinni um koll að
keyra þegar Caruso fullyrti að
mótleikari hans, Franz, sæist
meira í þáttunum en hann. Þá
heimtaði hann kauphækkun og
að vinnutíma hans yrði breytt
ef til þess kæmi að hann fengi
tilboð um að leika í kvikmynd-
um.
Eins og fyrr sagði hefur
Caruso snúið sér að kvik-
myndaleik eftir að hann hætti
að leika í sjónvarpsþáttunum
NYPD Blue. Hann hefur leikið í
tveimur myndum, Kiss of Death
og Jade, og hafa báðar slegið í
gegn vestra.