Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
sælkerinn
Austur-lndia fjelagið:
Indverskur Jhalfrezi kjúklingur
Indverskur matur er mjög vinsæll víðast hvar í heimin
um. Það eru ekki margir veitingastaðir hér á landi sem
bjóða upp á indverskan mat en þó vitum við um einn en
það er Austur- Indía Fjelagið að Hverfisgötu 56. Hjónin
Gunnar Gunnarsson og Chandrige, sem er frá Indlandi,
tóku við staðnum fyrir einu ári og hefur gengið mjög
vel að þeirra sögn. „Við höfum reynt að breyta staðn-
um og lyfta honum upp, höfum fengið tvo indverska
kokka til liðs við okkur,“ segja þau.
Indversku kokkamir Lakshman Rao og Madai-
ah Kalaiah gefa uppskrift að indverskum
Jhamfrezi kjúklingi en hann er upprunninn
í samfélagi Parsa í Bombay á vesturströnd
Indlands. Parsar, eins og nafnið gefur
til kynna, eiga rætur sínar að rekja
til Persíu en þeir hröktust þaðan
vegna trúar sinnar og hafa búið á
Indlandi um árhundruð. Þessi
uppskrift að Jhalfrezi kjúklingi
kemur frá Lalit Mahal Palace í
Mysore á Suður-Indlandi en þar var
Lakshman Rao yfirmatreiðslumeistari
um árabil.
Jhalfrezi kjúklingur f. 4
2-3 msk. olia
2 meðalstórir laukar (skornir í teninga)
. 2 rauðar paprikur (skomar í teninga)
2 grænar paprikur (skornar í teninga)
4 meðalstórir tómatar (skornir
í teninga)
8 meðalstórir sveppir
(niðursneiddir)
4 bollar kjúklingasoð
8 msk. maukaðar möndlur
2 kjúklingar, úrbeinaðir og
skornir í bita
1/2 tsk. chiliduft
1/2 tsk. turmeric
3/4 tsk. kúmenduft
3/4 tsk. koriander
3/4 tsk. karríduft
3/4 tsk. garam masala
salt eftir smekk
Steikið laukinn og paprikuna í olíu þar til
laukurinn verður gegnsær, bætið þá
sveppunum út í. Hrærið vel í og
hellið kjúklingasoðinu yfir.
Náið upp suðu og bætið við
möndlumaukinu og tómötun-
um. Sjóðið tómatana og því
næst kemur kryddið í réttri
röö: chili, turmeric, kúmen-
duft, kóríander, karrí,
garam masala og salt. Hrær-
ið vel og setjið kjúklingabit-
ana út í. Sjóðið við vægan
hita í ca 10-15 mínútur eða
þar til kjúklingurinn er soð-
inn en lokið á að vera á.
Berið fram með Basmati hrís-
grjónum og Naan brauði.
-ELA
Indversku kokkarnir Laks-
hman Rao og Madaiah
Kalaiah búa til sérstæðan
indverskan kjúklingarétt.
DV-mynd GVA
Tandoori
rækjur
Indverskur matur
er mjög vinsæll, enda
góður. Það þarf heldur
ekki að vera erfitt að
matreiða indverskan
mat eða mat frá
Pakistan. Hér á eftir
kemur uppskrift aö
forrétti fyrir fjöra sem
lítur vel út.
20 kóngarækjur
safi úr einni
sítrónu
1 pressaður hvít-
lauksgeiri
1 msk. rauöur
chili (saxaður)
1 tsk. garam masala
50 g saxaðar
Icashew hnetur
1 msk. olía
1 tsk. gurkemeie
1 dl súrmjólk
salt
Aðferðin:
Hreinsið rækjumar
(ef þær em hráar og í
skel). Hrærið chili út í
sítrónusafa. Leggið
rækjurnar í safann og
látið standa í ísskáp í
klukkustund. Blandið
öllu hinu saman í
marineringu. Takið
rækjurnar úr
sítrónusafanum og
setjið í marinering-
una og látið standa í
aðra klukkustund í ís-
skápnum. Þræðið
rækjumar síðan upp
á teina og grilliö
(hvort heldur í bak-
Larofni eða á útigrilli) í
4-5 mínútur.
-ELA
matgæðingur vikunnar
Grænmetispasta með kotasælubollum
„Ég ætla að bjóða upp á grænmet-
ispastarétt, kotasælubollur og páska-
böku sem er alltaf geysivinsæl í veisl-
um,“ segir Kristín Aðalsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur, matgæðingur
vikunnar. Hún segir að grænmetis-
rétturinn sé alltaf vel borðaður, jafnt
af börnum sem fullorðnum. „Hann er
ekki sterkur en skemmtilega krydd
aður.“
Kristín segist hafa gaman af að
prófa spennandi rétti og gerir talsvert Dóol/ ahfllf íl
af því. „Ég reyni að hafa þá fljótlega 1 a«*i\nupi\a
líka þar sem ég er útivinnandi.“
an við og látið hefast á hlýjum stað í
30 mínútur. Síðan er afganginum af
hveitinu hnoðað saman við deigið og
mótaðar litlar bollar. Raðað á plötu
og látið hefast aftur undir klút í 30
minútur. Penslað með mjólk eða eggi
og bakað við 220 gráður í 10-15 min-
útur. Þessar bollur má frysta en gott
er að bera þær heitar á borð með
grænmetispastanu.
Pasta
400 g pastaskrúfur eða slaufur
1 dl ólífuolíu
3 hvítlauksrif
1 meðalstór laukur
2 dósir fláðir tómatar
11/2 msk. tómatþykkni
1 stór paprika (sama hvaða litur)
200 g ferskir sveppir
1/2 dós þistilhjörtu
7-8 stk. fylltar ólífur
salt
chiliduft
oregano
basil
steinselja
timian
pepperonichino (fæst í Pastabúð-
inni)
Pastað soðið eftir leiðbeiningum á
pakkanum. Hvítlaukur og laukur
saxaður smátt og hitaður í olíunni
við lágan hita. Síðan er smátt skorn-
um tómötunum og tómatþykkninu
bætt út í og loks smátt skornu græn-
metinu, sundurskomum olífum og
kryddinu (eftir smekk). Látið malla
við meðalhita í 15 mínútur. Gott er að
setja rifinn parmesanost ofan á.
Kotasælubollur
50 g pressuger
3 dl mjólk
1 dl kotasæla
1 dl matarolía
100 g rifinn ostur
2 tsk. aromat
1 tsk. sellerísalt
400 g hveiti
Gerið er látið jafnast út í ylvolgri
mjólkinni. Siðan er olíu, kotasælu og
osti og kryddi blandað saman við.
Bætið helmingnum af hveitinu sam-
200 g kotasæla
200 g smjör
5 dl hveiti
Hnoðað saman og geymt í kæli í
klukkustund.
1 pk. frosið spergilkál
200 g brytjuð skinka
Kristín Aðal-
steinsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur er mat-
gæðingur vik-
unnar.
DV-mynd
2 msk. smjör
3 msk. hveiti
1 tsk. kjötkraftur
3 dl vatn
2 1/2 dl rjómi
Kjötkrafturinn er leystur upp í
vatninu. Skinkan er brúnuð í smjör-
inu og hveitinu bætt út í og bakað
upp með rjóma og kjötkraftsoðinu.
Deigið flatt út með kökukefli og sett í
bökumót þannig að það nái upp á
barmana. Hluti af deiginu er tekið frá
til skreytingar. Spergilkálið, sem soð-
ið hefur verið í nokkrar mínútur, er
sett á bökubotninn. Þá er sósan sett
yfir og skreytt með afgangsdeigi. Bak-
að við 225 gráður í 30 mínútur.
Kristín ætlar að skora á systur
sína, Auði Aðalsteinsdóttur kennara,
að vera næsti matgæðingur. „Hún er
alltaf að prófa eitthvað nýtt“. -ELA
Sólþurrkaðir
tómatar
Sú aðferð að þurrka ávexti er
aldagömul, sérstaklega í heit-
um löndum. Aö sólþurrka
tómata er ein af þessum gömlu
aðferðum og kemur hún upp-
runalega frá Ítalíu. Tómatarnir
eru skornir í helminga, kjam-
inn tekinn úr þeim, þeir eru
saltaðir, lagðir á rekka og látn-
ir þoma í sólinni. Tómatarnir
eru síðan settir í krukku með
olíu eða seldir eins og þeir
koma fyrir. Þó að sólþurrkaðir
tómatar hafi lengi þekkst við
Miöjarðarhafið er ekki langt
síðan þeir komu til íslands.
Sólþurrkaðir tómatar eru
mikið notaðir í pastasósur og
tómatsúpur til að gefa aukið
bragð eða til skreytinga, einnig
í ídýfur. Sólþurrkaðir tómatar í
mauki (Sun-dried tomato paste)
er hægt að nota á sama hátt og
tómatkraft (tomatpuré) en þó I
minna mæli þar sem sólþurrk-
aðir tómatar eru sterkari og
þeir em saltaöir.
Geymast vel
Sólþurrkaöir tómatar fást í
stórmörkuðum og heilsubúð-
um. Oftast em þeir í olíulegi.
Ef þeir eru keyptir i pokum
þarf af sjóða þá fyrir notkun.
Notadrjúgir
Sólþurrkaðir tómatar eru
mikið lostæti. Hægt er að gera
eggjaköku að veislumat með
því að setja sólþurrkaða tómata
á hana ásamt ferskum tómöt-
um og söxuðum lauk. Sólþurrk-
Sólþurrkaðir tómatar í lokuð-
um krukkum með olíu geymast
lengi, sumar tegundir allt upp I
tvö ár. Eftir að kmkkan hefur
verið opnuð skal hún geymd í
ísskáp og athugið að lokið sé
vel skrúfað á. Áður en tómatar,
sem legið hafa í olíu, eru notað-
ir er best að þurrka þá vel með
eldhúspappír. Sólþurrkaða
tómata, sem keyptir eru í
lausu, á að geyma í lofttæmd-
um umbúðum í ísskáp. Best er
að nota þá sem fyrst til að þeir
haldi gæðum og bragði.
aðir tómatar em mjög góðir í
kartöflusalat og gefa því
skemmtilegt bragö. Þá er
einnig mjög gott að setja sól-
þurrkaða tómata á pitsu með
sveppum og mozarellaosti. Ein
msk. af söxuðum sólþurrkuð-
um tómötum gefúr gott bragð í
lasagne. Sagt er að sólþurrkað-
ir tómatar séu góðir með fiski
og einnig brauði, t.d. hituðu í
ofni.