Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 22
- þar blandast saman gleði og sorg og líf og dauði á ótrúverðugan máta
Fyrstu tvo dagana í nóvember ber
reykelsisilm að vitum þess sem
heimsækir Oaxaca-hérað í fjöllun-
um sunnan Mexíkóborgar. Þá eru
dagar hinna dauðu haldnir hátíðleg-
ir; allrasálnamessa og allraheilagra-
messa samkvæmt almanaki kirkj-
unnar, en i vitund Mexíkóbúa eiga
helgisiðirnir tengdir þessum dögum
sér rætur í menningarheimi Azteka
og fLeiri þjóða frumbyggja er réðu
lögum og lofum í Mexíkó fyrir komu
spænsku kristniboöanna. Upphaf
daga hinna dauðu má rekja til hinn-
ar sammannlegu löngunar til að
skyggnast handan landamæra lífs
og dauða.
Hátíðahöldin hefjast: þann 31. okt-
óber þegar fjölskyldur versla hin
hefðbundnu dauðradagablóm,
“cempazuchitl”, reykelsi úr copal,
sætabrauð með mannsmyndum úr
marsipani, kerti, mat og skreyttar
hauskúpur úr sykri. Þessu, ásamt
fleiri hlutum nátengdum látnum
ástvini, er síðan komið fyrir á altari
sem fjölskyldan útbýr i stofunni eða
jafnvel utan dyra. Altarið er venju-
lega borð eða skápur sem sveipaður
er dúk eða útklipptum þunnum
pappír. Þar á eru fórnargjafimar Guelaguetza dansarar.
settar. Þær samanstanda
af ljúffengum réttum
sem þóknuðust hinum
látna, sem og uppáhalds
víntegund hans og síga-
rettupakka, ef vill.
Meðal réttanna er
jafnan hið þekkta
“mole" Oaxacabúa, eins-
konar sambland svartr-
ar baunakássu og
súkkulaðís.
Samkeppni í
altaragerð
Mæðgin í kirkjugarðinum í Cocotlán.
Eitt sérstæðasta birt-
ingarform dauðradýrk-
unar í Mexíkó er án efa
altarisgerðin. Þar er
haldin samkeppni í alt-
arisgerð þessa daga og
öltur eru 1 hverju skoti,
jafnt innan sem utan
dyra - i heimahúsum, verslunarmið-
stöðvum og veitingahúsum.
Er undirritaðan bar að garði í
Oaxaca fyrir réttu ári var rúmur
sólarhringur fram að allrasálna-
messu og hvarvetna mátti sjá papp-
írshauskúpur, sykurhauskúpur og
beinagrindur úr tré. Fólk gerði sér
glaðan dag. Hljómsveitir léku á að-
altorginu, sem skáld á borð við D.H.
Lawrence hafa líkt við miðpunkt al-
heimsins. Og þar dönsuðu karl-
menn, klæddir skrautlegum íjaðra-
búningi frumbyggja, þjóðdansinn
“guelaguetza”, en konumar döns-
uðu hinsvegar ananasdansinn með
ananas á höfðinu.
Á dauðastundinni dreymdi Fri-
edrich Nietzsche um að flytjast til
Oaxaca, því þar taldi hann sig
myndu ná heilsu á ný. Fleiri þekkt-
ir rithöfundar á borð við fyrmefnd-
an D.H. Lawrence hafa búið þar og
rómað borgina og Aldous Huxley lét
i ljós þá skoðun að Santo Domingo
kirkjan þar væri með þeim fegurstu
í heimi.
Óhætt er að taka mark á þeim
orðum því fólk þarf sannarlega að
sjá gullskrúðið þar inni til að trúa
eigin augum.
Oaxaca, framborið VA-HA-KA,
hét áður Huaxyacac á náhuatl, máli
hinna herskáu Azteka er lögðu borg-
ina undir sig um 1400 e.Kr., eftir
mikla bardaga við frumbyggja Zapo-
teka og Mixteka. Nafnið mun tákna
“Nærri stað akasíuttjánna”, en fjall
það er trónir yfir borginni og Spán-
verjar nefndu Monte Albán, heitir
svo einmitt vegna hins hvíta litar
blómstrandi akasíutijánna í hlíðum
þess.
Oaxaca liggur í dalverpi í háljöll-
um Sierra Madre 400 kílómetrum
norðaustan við Mexíkóborg. Þar
kallast saga innbyggja á átakainik-
inn hátt á við sögu nýlendunnar og
færaskýringarmyndir að ræða.
Zapotekar og Mixtekar háðu hins-
vegar styrjaldir um þriggja alda
skeið áður en þeir sameinuðust
gegn Aztekum. Undir lok þess
skeiðs var Monte Albán yfirgefln
borg. Henni var breytt í grafreit yf-
irstéttarinnar, en höfuðborg héraðs-
ins færð til Mitlá. Því er ekki að
undra að þegar Spánverjar komu til
Monte Albán hafi þeir talið borgina
nekrópólis, borg afturganga þar sem
mannfómir hefðu gengið alla leið.
Mitlá ætti í raun allt eins skilið
slíka nafnbót því heiti þeirrar borg-
ar merkir beinlínis “staður hinna
dauðu”.
Kirkjugarðsför
á miðnætti
Konur i Oaxaca selja dauðradagsblom.
nútímans. Áætlað er að í borginni
búi u.þ.b. 500.000 manns, en ekkert
manntal er til að staðfesta þá ágisk-
un.
Á fjallinu Monte Albán eru hvað
best varðveittar pýramídarústir í
Mexíkó. Fjallið er afar sérkennilegt,
því engu er líkara en fleygað hafi
verið ofan af því til að koma pýra-
mídaborginni fyrir. Þar voru um
1930 ósköp venjulegir akrar innan-
um gróðri hulda pýramída er litu út
einsog hæðir.
Er í ljós kom hvaða leyndardóm-
um Monte Albán bjó yfir hófust
stjómvöld handa við uppgröft með
aðstoð bandarískra stjórnvalda, sem
ætíð hafa stutt fomleifarannsóknir í
Mexíkó. Landið var keypt af bænd-
unum og uppgröfturinn stendur í
raun enn yfir enn þann dag í dag.
Merkustu fundina má hiklaust
telja tvær grafir er voru númeraðar
7 og 104.1 fyrrnefndu gröfinni fund-
ust fimm hundruð hlutir úr gulli,
túrkís, jaði, beini, skornum stein-
kristal, perlum og fleiru. Gröf núm-
er 7 hefur verið endurbyggð og má
sjá þar veggmálverk meðal annars.
Gripirnir hafa hinsvegar allir verið
fluttir á Mannfræði- og sögusafnið
við hlið kirkjunnar gullskreyttu
Santo Domingo í hjarta bæjarins.
Gröf 104 er einnig prýdd máluðum
veggmyndum til að dreifa hugum
hinna látnu.
Að áliti margra fomleifafræðinga
var Monte Albán lækningamiðstöö
á blómaskeiði sínu frá fjóröu og
fram á sjöundu öld e. Kr. Rökin fyr-
^ir þeirri ályktun em m.a. þau að
fundist hafa brot risastórrar vegg-
myndar er Spánverjar hugðu vera
af dönsumm. í seinni tíð er mynd-
imar hafa verið athugaðar nánar
hefur komið í ljós að “dansarar”
þessir era margir afmyndaðir og
auk þess virðist hér vera um líf-
Ekki var hægt að yfirgefa Oaxaca
á dögum hinna dauðu án þess að
koma í kirkjugarð, en þar er gleð-
skapur mikill þessa daga. Fólk býð-
ur látna ættingja velkomna að stíga
uppúr gröfunum stundarkom og
bragða á kræsingum, fá sér mezcal
og ef til viU eina sígarettu. Hefð er
fyrir því að allrasálnamessa skuli
tileinkuð látnum
bömum, en aUraheil-
agramessa hinum fuU-
orðnu. Á tímum Az-
teka var raunar um
heUan mánuð að ræða
tileinkaðan hvorum
hópnum um sig, en
spænsku prelátarnir
gátu þjappað þessum
minningarathöfnum
saman í tvo daga.
Þar sem kirkjugarður-
inn í Cócotlán er í út-
jaðri borgarinnar og
þar að auki á ótryggu
svæði fyrir ferðamenn
ákváðum vér mör-
landar að panta ferð
með leiðsögmnanni í
kirkjugarðinn er
hafði verið auglýst
vítt og breift um borg-
ina. Það rannu á okk-
ur tvær grímur þegar
í ljós kom að rúturnar vora fimmt-
án talsins og aUar þéttskipaðar túr-
hestum af ýmsu þjóðemi.
Er í kirkjugaröinn kom varð slík
örtröð að við komumst ekki inn
strax. Það tókst þó að lokum. Þá
höföu aUir fengiö hjá leiðsögumann-
inum zempazuchitl-blóm, mezcaltár,
dauðrabrauð og kerti til aö líta út
sem raunverulegir syrgjendur, eða
öUu heldur gleðskaparfólk. En held-
ur var gleðskapurinn blandinn er
inn kom. Þar voru konur er vöktu
aUa nóttina yfir leiðum látinna
bama sinna í leifturljósabaði mynd-
þyrstra ferðamanna úr heimi sem
ber sýnUega ekki tilhlýðUega virð-
ingu fyrir kringumstæðum sem
þessum. í Oaxaca blandast saman
gleði og sorg, líf og dauði á þann
hátt að enginn verður samur eftir.
Ólafur J. Engilbertsson