Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Qupperneq 33
32 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 JjV LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995 41 Gamli bærinn í Svínadal þar sem þríburarnir fæddust og móðir þeirra lést svo 6 dögum seinna. r j g Attræðir þríburar halda upp á afmæli sitt annan desember: Orlögin stíuðu þeim í sundur ■ - er móðir þeirra lást þegar þeir vom 6 daga gamlir Helga Pálsdóttir. Þeim er tekið með fognuði. Hvað ger- ir til, þótt úti andi kalt, það er sól- skin og hamingja innan veggja. En skjótt bregður sól sumri nú. Sex dögum eftir fæðinguna er móðr- in liðið lík. Það gerist eins og hendi sé veifað. Heimilið riðar til falls, en hún verður ekki aftur til lífsins köll- uð. Föðumum sveUur móður. Hann lætur vel að grátandi bömunum, en hann getur ekkert sagt. Kristín Jóns- dóttir (móðurmóðir þríburanna ný- fæddu) hefur áður afborið heimUis- hmn. Nú er hún 73 ára. Bömin stara óttaslegin í andlit ömmu, þegar henni hrynja tár af hvörmum. En það er eins og líkn leggist með þraut. Nýfædda lífið kaUar á hjálp. TUveran er á þessum bæ, barátta um líf og dauða. Tíu móðurlaus börn, þar af þrír hvítvoðungar, á einangruðu býli, langt inni í heiði, fannkyngi á jörð og lífshætta að reyna ná sam- bandi við byggð.“ Sól í sorta Systkinin eru sammála um að þau hafi öU verið heppin með fjölskyld- ur. „Ég lenti á ákaflega góðu heim- ili og eignaðist góða fjölskyldu. Auðvitað hefði ég kosið að vera áfram hjá föður mínum ef móðir mín hefði ekki dáiö og ná þannig að alast upp hjá systkin- um mínum,“ segir Þorbjörg, sem skírð var eftir móður sinni, Hallgrímsdóttur, en hún býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún ólst upp á Garði í Kelduhverfi hjá fósturforeldrum sínum, Björgu Grímsdóttur og Jóni Stefánssyni, til eUefu ára aldurs þegar þau fluttu tU Seyðisfjarðar. Þorbjörg var að mestu á Seyðis- firði þar til hún fluttist suður 19 ára gömul, fór aftur austur og fluttist síö- an alfarin suður. „Ég kynntist þar manni, við trúlof- uðumst og byrjuðum að búa. Við eignuðumst tvö börn,“ en sam- tals eignaðist Þorbjörg 8 börn og giftist Guð- mundi Sigfússyni, sem er 82 ára og býr ásamt henni að Hrafnistu. Árið 1958 flutti Þor- björg síðan til Þorlákshafnar ásamt eigin- manni- sín- um hvar hún bjó og vann í Meitlinum til ársins 1984 eða 1985 er hún Uutt- ist að Hrafn- DV-mynd Snemma á öldinni var það sjald- gæfara en í dag, á dögum hormóna- lyfjagjafa og glasafrjóvgana, að þrí- burar fæddust. Án efa er það jafn- framt mjög sjaldgæft að þríburar fæddir 2. desember árið 1915, sem halda því upp á áttræðisafmæli sitt eftir tvær vikur, séu enn allir á lífi. Svo er þó um Helgu, Þorbjörgu og Ingimund Pálsböm, sem eru ekki síst undrandi á jöfnu langlífi sínu. Sex þríburar á fimm árum Helga, Þorbjörg og Ingimundur eru fædd í Svínadal í Kelduhverfi 2. des- ember árið 1915, eins og fyrr sagði. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstof- unni fæddust einungis sex þríburar á árabilinu 1911 til 1915 og eru þetta elstu núlifandi þríburarnir hér á landi sem DV er kunnugt um. Þrí- burnarnir, Helga, Þorbjörg og Ingimundur eru yngst 10 systkina og lifa 5 þeirra enn. Systkinin era mis- ern. Þorbjörg, sem er vistmaður að Hrafn- istu í Hafnarfirði, er farin að tapa heilsu og gengur með hjálp göngu- grindar. Helga, sem er að jafna sig eftir veikindi, býr í eigin íbúð í vesturbænum og er nokkuð hress. Bróðir þeirra systra, Ingimundur, býr hins vegar norð- ur á Katastöðum í Öx- arfirði þar sem hann heldur bú og lætur engan bilbug á sér finna, hefur aðeins einu sinni farið suður þá á landbúnaðarsýningu á Selfossi árið 1978. Systumar hafa reglulega samband, hyggjast meðal annars halda upp á áttræðisafmæli sitt saman, en bróðir þeirra er nokkuð afskiptur enda býr hann norður í landi - í allt öðrum landshluta. Ólíkt því sem flestir eiga að venjast ólust þríburarnir öldnu ekki upp saman. Strax á fyrsta ári skildu leiðir þeirra. Frá örlögum þeirra greinir Bjöm Haraldsson í Ár- bók Þingeyinga 1971 á næman máta. „Lítum yfir Svínadal í skammdeg- inu 1915 - sæludalinn, sem var. Fann- breiðan hylur landið, jafnar allar mishæðir. Stórhríðin norðlenzka geisar sólarhring eftir sólarhring. Inni í bænum er hlýtt og bjart. Þar hefur mikill atburður gerzt. Hús- freyjan, Þorbjörg, hefur fætt þrjú börn, heilbrigð og hraustleg að sjá. með viðkomu hjá dóttur sinni. Hún segist kunna ágætlega við sig á Hrafnistu. Þar sé nóg að gera ef fólk vilji. Aðspurð hverju hún þakkar lang- lífi sitt segist Þorbjörg ekki vita það. Hún er samt sátt við árin 80 en hefði viljað vera heilsuhraustari - ristill- inn hefur verið að plaga hana hin seinni ár. Helga, systir Þorbjargar, er öllu betri til heilsunnar en systir hennar, þótt hún hafi átt við veikindi að stríða þar til nýlega. Hún fékk heim- ili að Ási í Kelduhverfi hjá föðursyst- ur sinni og eiginmanni hennar, Jón- ínu Jónsdóttur og Gunnari Jónatans- syni, eftir andlát móður sinnar. Þar bjó hún til tólf ára aldurs. Á rúmlega áratug varð hún tvíveg- is fyrir missi þess sem stóð henni næst er föðursystir hennar dó. Flutti hún þá til næstelstu systur sinnar að Hafursstöðum i Öxarfirði. „Ég man að ég vildi aldrei fara frá Ási. Mér leið vel þar en ég varð að fara.“ Að Hafursstöðum var Helga í eitt ár þar til hún flutti til bróður síns, Kristjáns í Nýjabæ í Kelduhverfi þar sem hún gerðist ráðskona. Þar bjó hún allt til ársins 1977 er hún fluttist til Reykjavíkur. Helga giftist aldrei en eignaðist tvö börn. Þorbjörg og Helga hafa haldið sam- bandi hvor við aðra í gegnum tíðina en ekki eins mikið og þær hefðu vilj- að. Þorbjörg hefur til dæmis verið að reyna að fá systur sína til að flytja á Hrafnistu en Helga ekki léð enn máls á því. Þær eru þó sammála um um samband þeirra við bróður sinn geti vart verið minna enda hann búsettur á öðru landshomi en þær. Reyndar hafi sambandið við hann alla tíð ver- ið með minna móti þar sem hann sé uppalinn í Núpasveit en þær í Keldu- hverfi. Seinast hittust systkinin þrjú við jarðarför systur sinnar snemma á áttunda áratugnum. Ekkert þeirra hafði mikið samband við föður sinn í gegnum tíðina, en hann lést árið 1956. Þau hafi hitt hann sjaldan á æv- inni og sömu sögu sé að segja af sam- skiptum þeirra og flestum öðrum systkinum þeirra. Helga og Þorbjörg eru ákveðnar að halda upp á af- mæli sitt 2. desember saman. Helga segist reyndar hafa ætl- að að hringja í bróður sinn, Ingimund, til að bjóða honum að halda upp á afmælið með þeim systrunum en ekki látið verða af því enn þá. Systurn- ar hafa ákveðið að taka sal á leigu þótt Helga sé treg til. „Ætli maður verði ekki að halda upp á þetta afmæli fyrir þá sem maður á að. Maður kemst ekki hjá því en það hef- ur ekkert upp á sig. Fólkið Ingimundur Pálsson. vill þetta þannig og við Þorbjörg er- um búnar að fá leigðan sal,“ segir Helga. Aðspurð hvort fjölburar væru al- gengir í þeirra ætt segist Helga ekki kannast við það. Ekki einu sinni tvi- burar hafi fæðst svo hún viti til. Þau systkinin þrjú séu einstakt fyrirbæri í þeirra fjölskyldu. Þekki systur mínar vart „Strax eftir fæðingu okkar þríbu- ranna, þegar móðir okkar lést, vor- um við systkinin flutt hvert í sína áttina og komið í fóstur. Pabbi gat auðvitað ekki annast þrjú nýfædd böm, með sjö börn fyrir á heimilinu. Ég var fluttur að bænum Garði sem er rétt við Kópasker, komið þar í fóstur og þar ólst ég upp. Ég var því ekkert samferða þrí- burasystrum mínum eða hinum systkin- unum, hvorki á uppvaxtarárun- um né síðar, og ég get ekki sagt að ég þekki þær Þorbjörgu og Helgu nokkum skapaðan hlut. Mér finnst reyndar sem ég eigi engin skyld- menni þótt auðvitað séu þau til, ég lít bara svoleiðis á málið,“ segir Ingi- mundur Pálsson, bróðirinn í þríbura- hópnum sem kom heiminn í Svína- Kelduhverfi fyrir 80 árum. Systur Ingimundar, Helga og Þor- björg, eru sammála honum um að faðir þeirra hefði aldrei haft tök á þvi að halda öllum systkinunum saman. Þær hefðu þó vújað alast upp með þeim en einungis fjögur elstu systk- inin ólust upp hjá föður sínum. Þrjár systur, auk þríburanna, fóru líka í fóstur. Ingimundur hefur aldrei gifst eða eignast börn og siðustu þrjá áratugina og rúmlega það hefur hann verið ein- setubóndi á rikisjörðinni Katastöðum, skammt frá Kópaskeri. Þar segist Ingimundur hafa unað hag sínum vel alla tíð. Katastaðir eru í fallegu um- hverfi í hvarfi frá þjóðveginum og þar er greinilega friðsælt. „Já, það er fal- legt og rólegt hérna umhverfið og gott að vera hér finnst mér,“ segir Ingi- mundur. Borðar bara lambakjöt Ingimundur var úti við þegar DV heimsótti hann nú í vikunni. Hann ber árin áttatíu mjög vel, er kvikur í hreyfingum og stæltur. „Ég hef verið svo lánsamur að hafa alltaf verið heilsuhraustur og aldrei hef ég stað- ið í néinu veikindastússi sem betur fer. Þó kom ráðskonan mín hingað að vori til fyrir þremur áram með ein- hverja flensu með sér. Þetta var rétt fyrir sauðburðinn og ég féll kolflatur fyrir þessari flensu. Þetta voru mín fyrstu og einu veikindi um dagana og það var alveg hábölvað að lenda í rúminu því þar lá ég allan sauðburð- inn sem var auðvitað allt annað en gott. Annars þakka ég því að ég er svona hraustur að ég hef alltaf haft nóg við að vera, ég hef unnið mikið og gengið mikið og svo borða ég bara kjöt. Og það get ég sagt þér að ég lít ekki við öðru kjöti en lambakjöti, það dettur mér ekki í hug.“ Vissi ekkert um systkini sín Ingimundur segir að hjónin Guð- mundur Ingimundarson og Þorbjörg Sigurðardóttir í Garði, sem tóku hann í fóstur nýfæddan, hafi gengið sér í föður- og móðurstað. „Þau bjuggu að Garði þar til ég var orðinn 21 árs. Þá fluttu þau að Presthólum hér í sveitinni og þar var ég í 26 ár eða þangað til ég flutti hingað að Katastöðum. Ég leit alltaf á þau Guð- mund og Þorbjörgu sem foreldra mína og vissi reyndar ekki einu sinni fyrstu árin að ég ætti systkini annars staðar. Þá voru líka aðrir tím- ar, engar samgöngur nema menn færu ríðandi eða gangandi og því lít- ið um ferðalög. Síðar frétti ég þó af þríburasystrum mínum og að önnur þeirra væri á Seyðisfirði en hin hjá bróður mínum í Nýjabæ sem ráðs- kona.“ - Hafðir þú ein- hver samskipti við föður þinn? „Þau voru mjög lítil. Ég sá hann þó einstaka sinn- um sem krakki og þá helst á haustin þegar hann kom með sláturfé til Kópa- skers en þá gisti hann jafnan í Garði. Ég vissi að þessi maður var faðir minn en það var ekkert meira DV-mynd GK með það. Hann Sá föður sinn hafði haldið áfram búskap í Svínadal í Kelduhverfi eftir að við þríburamir fæddumst. Það var hægt þar sem elstu systkini mín voru orðin stálp- uð. Mér finnst það vera þannig og lít þannig á að ég eigi engin skyld- menni, ég hef alltaf verið einhleypur og ég hef alltaf sætt mig við að hafa þetta svona. Ég hef þó ekki alltaf ver- ið einn hér, ég hef haft hjá mér ráðs- konu í um 20 ár af þeim rúmlega 30 árum sem ég hef búið hér.“ Systurnar komu í heimsókn DV-mynd DV Ingimundur segir að þríburasystur sínar hafi heimsótt sig nokkrum sinnum að Katastöðum. „Þær hafa komið hingað og gist eina og eina nótt, meira er það nú ekki, og mér finnst þær hálfókunnugar. Ég hef aldrei heimsótt þær suður en ég hef einu sinni farið suður á land. Það var árið 1978 en þá fór ég á mikla land- búnaðarsýningu sem haldin var á Selfossi. Ég hef einnig komið til Akureyrar en annars hef ég lítið verið fyrir að ferðast, enda hef ég aldrei átt bíl og mér finnst best að vera heima hjá mér.“ - Finnst þér gott að vera einn? „Já, ég held það. Ég er sennilega einfari í eðli mínu og ég fer ekki mik- ið af bæ. Þó kem ég aðeins á ná- grannabæina hér í sveitinni og fer svo í kaupstaðinn stöku sinnum. Mér líður ágætlega hér einum og þekki mjög lítið mitt fólk. Hér heima hef ég mikið að gera þótt skepnunum hafi fækkað mjög mikið." Illa við frístundir uð. Sjálfur er ég með þrjár dráttarvél- ar sem allar era gangfærar og svo er ég með heyvagn og þess háttar. Ég hef nóg af tækjum. Það eru hins veg- ar mörg handtökin við búskapinn þegar allt tínist til því það þarf að dytta að hlutunum og hafa þá í lagi.“ - En hvað gerir þú þér til dægra- styttingar þegar frí er frá störfun- um? „Ég hef skepnumar, og mér er illa við frístundir. Ég vil hafa nóg að gera. Það er helst að ég hlusti á út- varpið, ég geri talsvert að því. Svo horfi ég svolítið á sjónvarp þegar þar er eitthvað að sjá sem mér líst á, en það er bara ekki mikið um það í sjón- varpinu, því miður.“ Heima á afmælisdaginn - Ert þú líkur systrum þínum í útliti? „Nei, það held ég að ekki sé hægt að segja en ég veit ekki hvað öðram finnst. Hvort við erum eitthvað lík að öðru leyti get ég bara ekkert sagt um því að ég þekki þær ekkert. Það er líka orðið svo langt síðan þær komu, ' ég man ekki alveg hvenær það var en sennilega hefur það verið einhvern- tíma á árunum á milli 1980 og 1990.“ - Hyggist þið systkinin halda saman upp á daginn 2. desember þegar þið verðið áttræð? „Ætli það verði nokkuð af því, ég hef nú hugsað mér að vera heima þann dag. Það getur vel verið að ég geri mér dagamun og ætli ég fái ekki einhverjar heim- sóknir af nágrannabæj- unum. Mér finnst ekki ólíklegt að þær haldi upp á daginn saman systurnar fyrir sunnan, ann- ars veit ég ekkert um það,“ sagði Ingimundur. -pp/gk „Ég var með um 250 ær þegar mest var en nú eru þær ekki fleiri en 130 og svo er ég með tvo hesta sem ég nota í göngumar. sjálfu sér er það ekki orðið mikið. verk að sinna bú- skapn- um. Hey- skapur- inn er t.d. leikur einn með þeim tækjum sem nú eru not- Þorbjörg Pálsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.