Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Side 34
42
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
{ibiglingaspjall
Eflum félagslíf í skólum
Hvað er svona merkilegt við listir
og menningu spyrja sumir og eru þá
jafnvel að hugsa um einhver lista-
verk á safni eða menningu ein-
hverra íjarlægra íanda. Svo þarf þó
ekki að vera.
Listir og menning í framhalds-
skólum eru eitthvað það mikilvæg-
asta í félagslifi skóla. Þetta snýst
ekki bara um það að fara á listasöfn
eða fara á kaffihús og hlýða á ljóð
og sögur. Auðvitað er þetta allt
mjög merkilegt en hvað er
það sem flestum ungling-
um þykir skemmti-
legt? Tónlist! Allir
þeir sem leggja
stund á tónlist eru
listamenn. Mikið
er um að öldurhús
borgarinnar haldi
tónleika og þá ekki
síst á þessum tíma
árs þegar allar jóla-
plöturnar fara að
koma út. Vandamálið
er hins vegar það að
tuttugu ára aldurstak-
mark er á flesta staðina.
Höfundur er ekki að fara
fram á að aldurstakmarkið
verði lækkað heldur að ítreka
að hægt er að halda fleiri tón-
leika í framhaldsskólunum og
þá jafnvel í félagsmiðstöðv-
unum. Framhalds-
skólar ættu
að
geta unnið meira saman til að bæta
þama úr.
Félag framhaldsskólanema hefur
lagt sitt af mörkum til að sefa hung-
ur unglinga í skemmtanir. Til dæm-
is heldur það söngvakeppni sín á
meðal. Hitt húsið hefur unnið að
ýmsum listrænum og menningarleg-
um verkefnum. Af hverju ekki að
styrkja þennan þátt félagslífs fram-
haldsskóla á
íslandi frek-
ar en
gert
er?
Hægt er að halda ýmiss konar
keppni og tónleika og svona er hægt
að halda áfram endalaust. Hvert er
þá vandamálið? Af hverju er ekki
hægt að drífa í þessu? Þessum
spurningum er auðsvarað. Nemend-
ur eru hreinlega ekki nógu duglegir
að stunda félagslíf í skólum sínum.
Til eru dæmi þess að varla hafi ver-
ið hægt að halda árshátíðir í skólum
vegna lélegrar þátttöku. Spyrja má
hvort það geti verið að foreldrar
leggist gegn því að börn þeirra
stundi félagslíf í skólum. Ég verð að
segja að mér finnst ólíklegt og
reyndar ómögulegt að geta mér til
um ástæðu þessa.
Mér finnst sem ekki sé hlustað
allt of mikið á það sem unglingar
hafa að segja og það ekki fullkom-
lega virt sem þeir gera. Það hefur og
mun í framtíðinni hins vegar breyt-
ast til muna eftir blysfórina sem Fé-
lag framhaldsskóla stóð fyrir vegna
hörmunganna á Flateyri. Það er
lýsandi dæmi um hversu öflugir og
tillitssamir unglingar eru. Ungdóm-
urinn í dag mun erfa landið. Ung-
dómurinn í dag er framtíð landsins.
Af hverju ekki að hlusta á það sem
þeir segja og virða það sem þeir
gera.
Að endingu vil ég hvetja alla þá
sem hafa tækifæri til að taka þátt í
félagslífi síns skóla.
Ágúst Þór Sigurjónsson,
nemandi í Fjölbrauta-
skólanum við
Ármúla.
„Ungdómurinn mun erfa landið," segir Ágúst Þór Sigurjónsson.
DV-mynd S
ihin hliðin_____________________El
Vinnan er skemmtilegust
- segir Kiddi Bigfoot
Kristján Þór Jónsson eða Kiddi
Bigfoot, eins og hann kallast í dag-
legu tali, hefur tekið að sér
skemmtanastjórn veitingahússins
Ömmu Lú. Staðnum hefur verið
breytt í diskótek og sér Kiddi um
músíkina, auk þess sem hann fær
til sín ýmsa aðila meö sýningar.
„Það hefur verið mikil aðsókn frá
því við opnuðum að nýju og aldur-
inn frá 22-25 ára,“ segir Kiddi. Það
er diskótekarinn sem sýnir hina
hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Kristján Þór
Jónsson.
Fæðingardagur
og ár:15. mars
1966.
Maki:
Karólína
Margrét
Hreið-
ars-
dóttir.
Börn:
Þau
eru
tvö,
Hreið-
ar, 3ja
ára, og
Alex-
andra, 7
ára.
Bifreið:
Citroén, árgerð 1989.
Starf: Plötusnúður og skemmtana-
stjóri Ömmu Lú.
Laun: Góð.
Áhugamál: Markaðssetning,
fjölmiðlar og tónlist.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Aldrei nokkum tíma.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Vinna og vera með fjöl-
skyldunni - það er það eina sem ég
geri.
Hvað flnnst þér leiðinlegast að
gera? Að vera í löngu fríi.
Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur.
Uppáhaldsdrykkur: Bristol Cr-
eam sérri.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag að þínu mati?
Guðmundur Bragason vaxtarrækt-
armaður.
Uppáhaldstímarit: DV.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkon-
una? Janet Jackson.
Ertu hlynntur eða andvigur rík-
isstjóminni? Alveg sama.
Hvaða persónu langar þig mest
að hitta? Janet Jackson.
Uppáhaldsleikari: Robin Willi-
ams.
Uppáhaldsleikkona: Edda Björg-
vinsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Þorsteinn í
Vinum vors og blóma.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Davíð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Mikki mús.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Grín-
þættir.
U^ppáhaldsmatsölustaður: Hard
Rock Café.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Enga sérstaka.
Hver útvarpsrásanna flnnst þér
best? FM 957.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Maggi
Magg.
Hvort horflr þú meira á Sjón-
varpið eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
mundur Emir Rúnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Amma Lú.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR.
Stefnir þú að einhverju sérstöku
í framtíðinni? Að hafa það betra
en ég hef haft.
Hvað gerðir þú 1 sumarfríinu?
Ég tók ekkert sumarfrí.
-ELA
kraftur. DV-mynd BG
Lífið hefur verið erfitt hjá Home Alone snillingnum, Macaulay Culkin,
farna mánuði.
undan-
Macaulay Culkin:
r
Ovíst hvort
hann leikur í
fleiri myndum
Macaulay Culkin hefur ekki leik-
ið í kvikmynd í meira en eitt ár og
það er ekki ætlunin hjá honum að
leika í nýrri fljótlega. Reyndar hefur
Mac ekki þurft að leika i bíómynd
til að vera í sviðsljósinu. í júní í
sumar skildu foreldrar hans, Pat-
ricia Brentrup og Christopher „Kit“
Culkin, og þá hófst sannkallað stríð
um börnin. Bæði vildu þau hafa for-
ræöið yfir hinum frægu börnum
sínum en bæði Mac og bróðir hans,
Kieran, hafa leikið í kvikmyndum.
Svo illskeytt hefur þessi deila stund-
um verið að nágrannar hafa hringt i
lögreglu og móðirin hefur fengið sér
sérstakan lífvörð. Mál þeirra mun
fara fyrir rétt þann 4. desember nk.
Saga þeirra er sögð harmleikur því
hún snýst um börn og peninga.
Macaulay Culkin varð heimsfræg-
ur eftir kvikmyndina Home Alone.
Hann varð eftirsóttur leikari og all-
ir þeir peningar sem hann þénaði
gátu gjörbreytt lífsstíl fjölskyldu
hans. Sagt er að alla tíð hafi verið
spenna milli Mac og fóður hans sem
sjálfur hafði ætlað sér að verða leik-
ari.
Patricia og Christopher eiga sex
börn, Dakotu, 17 ára, Macaulay, 15
ára, Kieran, 13 ára, Quinn, 11 ára,
Christian, 8 ára, og Rory, 6 ára.
Christopher er sagður drykkfelldur
og hefur haft slæm áhrif á andrúms-
loftið innan veggja kvikmyndastúd-
íóa þar sem synir hans hafa verið I
vinnu. Þegar hann var gagnrýndur
opinberlega vegna þess sagðist hann
vera góður faðir sem hugsaði fyrst
og fremst um hag barna sinna.
Pabbinn
fór að heiman
Christopher fór að heiman fyrir
sjö mánuðum og dvelur á hóteli ná-
lægt heimili sínu. Dómari ákvað í
sumar, eftir skilnaðinn, að börnin
ættu að dvelja hjá móður sinni en
heimsækja föður sinn á þeim dögum
sem ákveðnir væru. Einnig átti fað-
irinn að fá lífeyri en báðir foreldr-
arnir hættu í atvinnu sinni til að
gerast umboðsmenn barna sinna.
Þeir hafa þénað stórar upphæðir í
gegnum Macaulay.
Vinir fjölskyldunnar segja að
börnin líði mjög fyrir skilnað for-
eldranna og það ástand sem rikt hef-
ur í kringum forræðismálin. Blöðin
hafa verið uppfull af fréttum af
þessu máli og það hefur komið illa
við Mac, sérstaklega þar sem ýmis-
legt hefur komið í ljós sem börnin
vissu ekki.
Christopher Culkin var hippi á
ungdómsárum sínum og flutti til
Kalifomíu frá New York eftir að
móðir hans lést. Culkin ætlaði sér
að verða leikari og lék reyndar smá-
hlutverk á Broadway árið 1961. Syst-
ur hans hefur hins vegar gengið bet-
ur í leiklistinni því hún hefur leikið
í Die Hard myndunum.
Móðir Mac, Brentrup, var hins
vegar sveitastelpa sem kynntist
hippanum frá New York. Hún var
þá nitján ára gömul og það var árið
1974. Patricia Brentmp hafði þá yf-
irgefið fjölskyldu sína á Nýja-
Englandi, sex bræður og þrjár syst-
ur, til að skoða heiminn. Hún dvaldi
i litlu þorpi þar sem hún hafði feng-
ið vinnu og einn daginn kom þang-
að töffari mikill - það var Culkin.
Ólust
upp í fátækt
Brentrup og Culkin ólust bæði
upp við mikla fátækt og lifðu sjálf
fátæklegu lífi fyrstu sambúðarárin.
Árið 1980 fæddist þriðja barnþeirra,
drengur sem þau skírðu í höfuðið á
Bretanum Thomas Babington Mac-
aulay. Fjölskyldan átti heima í
þriggja herbergja íbúð í New York
og heldur var þröngt um hana.
Vinir íjölskyldunnar segja að hún
hafi verið ósköp venjuleg þangað til
peningarnir fóru að streyma til
hennar. Og stríðið er ekki búið...