Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1995, Blaðsíða 38
46
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
Skák
Fyrsti íslenski stórmeistarinn í bréfskák
Hannes Ólafsson, bóndi í Austvaðs-
holti, nærri Hellu, er fyrsti íslenski
stórmeistarinn í bréfskák. Hann var
útnefndur stórmeistari nú í septemb-
er, eftir frækilega frammistöðu á
Finjub 30 stórmeistaramótinu sem
hófst fyrir fjórum árum. Hannes á
enn einni skák ólokið á mótinu en
hefur þegar náð tilskildum 9 vinning-
um sem gefa stórmeistaratitil.
Margir hafa álitið bréfskákina eiga
r undir högg aö sækja nú á tölvu- og
tækniöld, bæði vegna möguleika
skákmannsins á að nýta sér tölvuna
viö taflmennskuna og eins vegna
nýrra möguleika til samskipta. Þrátt
fyrir þetta virðist bréfskákin ætla að
halda velli. En þetta er tímafrek iðja
og krefst mikillar eljusemi. Á móti
kemur að ánægjan af vel tefldri skák
er margföld og margir hafa með
áhugamáli sínu eignast góða „penna-
vini“.
Félag íslenskra bréfskákmanna er
aðili að Skáksambandi íslands.
Stjórn þess skipa Þórhallur B. Ólafs-
son, formaður, Jón A. Pálsson, Bald-
ur Daníelsson, Þorleifur Ingvarsson
og Jón Á. Halldórsson. Félagið hefur
i umsjón með innlendu sem erlendu
mótshaldi: íslandsmóti í bréfskák,
þátttöku í alþjóðlegri sveitakeppni,
landskeppni o.fl., auk þess sem það
hefur forgöngu um að koma íslensk-
um bréfskákmönnum á framfæri á
alþjóölegum vettvangi.
Gróskan í íslensku bréfskáklífi er
talsverö, enda hafa fjölmargir íslend-
ingar ánægju af bréfskák og margir
hafa náð mjög góðum árangri. ís-
lenskir alþjóðameistarar í bréfskák
eru sex: Jón A. Pálsson (1981), Bragi
Kristjánsson (1984), Frank Herlufsen
r (1989), Bragi Þorbergsson (1992),
Áskell Öm Kárason (1993) og Jón
Kristinsson (1994). Nú stendur yflr
17. íslandsmótið í bréfskák og fram
undan eru alþjóðleg verkefni, eins
og Nordbalt, sem er 17 manna mót
með keppendum frá Norðurlöndum
og Eystrasaltsríkjunum þremur.
Hannes Ólafsson varö alþjóðlegur
meistari árið 1991 og hreppir nú stór-
meistaratitil með frammistöðu sinni
á Finjup-mótinu sem var geysivel
skipað. Hannes hefur unnið 7 skákir,
gert 4 jafntefli en tapað 2 skákum,
sem gerir 9 vinninga úr 13 skákum.
Fjórtánda skákin er gegn búlgörsk-
um meistara oger jafnteflisleg. Skák-
ir við Austur-Evrópubúa vilja gjarn-
an taka langan tíma. Aðeins hafa
verið leiknir 40 leikir í skák þeirra á
fjórum árum, eða innan við einn leik-
ur á mánuði að meðaltali.
Sigurvegari á mótinu varð hol-
lenski stórmeistarinn Timmermann,
sem hlaut 12,5 v. af 14 mögulegum.
Hann er stigahæstur allra bréfskák-
manna, með 2720 stig. Hannes verður
trúlega í 2.-3. sæti. Stigatala hans nú
er 2565 stig úr u.þ.b. 120 skákum en
ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða
skákir hans frá mótinu hafa verið
reiknaðar til stiga.
Til að verða útnefndur stórmeistari
í bréfskák nægir að ná tilskildum
árangri í einu viðurkenndu móti en
mörkin eru býsna há. Algengast er
að skákmanni takist þetta aðeins
einu sinni. Tveir keppenda á Finjub-
mótinu eru í sérflokki hvaö þetta
varðar: Hort Ritner, sem hefur náð
stórmeistaraáfanga átta sinnum, og
sigurvegarinn Timmermann, með
flmm áfanga að baki.
Hannes var svo vinsamlegur að
láta skákþættinum í té eina vinn-
ingsskák sína frá mótinu. Sjálfur
vildi hann sem minnst úr tafl-
mennsku sinni gera en þess má geta
að í sænska bréfskáktímaritinu er
Hannes sagður hafa teflt „glans-
partí“.
Skák
7
Hvítt: Hannes Ólafsson
Svart: Ken McAlpine (Skotlandi) 5
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 c6
5. Rf3 Bg4 6. Be3 Db6 7. Dd2 Bxf3
Eftir 7. - Rf6 8. Be2 0-0 9. h3 Bxf3 3
y
Á iili
4 W A Á
Á A
A Jsl Jl A
A A A
s
Jón L. Arnason
10. Bxf3 hefur hvítur undirtökin en
þannig tefldist skák Hannesar Hlíf-
ars Stefánssonar og Friðriks Ólafs-
sonar á Friðriksmótinu í september.
8. gxf3 Rbd7 9. (WH) Da5 10. Kbl b5
11. Bd3 b4 12. Re2 Rgf6?!
Að áliti Hannesar er þessi leikur
ónákvæmur og leiðir til erfiðleika á
svart. Stinga má upp á 12. - Rb6 strax
en þannig hefur raunar verið teflt
áður.
13. Hhgl Hb8 14. f5 Rb6 15. b3!
Margir eiga bágt með að skilja
svona leiki því að nú opnar hvítur
svörtu hornalínuna í átt að kóngi
sinum. En leikurinn tekur allan mátt
úr svarta riddaranum á b6 og setur
stein í götu frekari sóknaraðgerða
svarts.
15. - Rfd7 16. fxg6 hxg6 17. Hg5!
Dálítið „Karpovslegur leikur" en
heimsmeistarinn fyrrverandi hefur
dálæti á því að nýta hróka sína lárétt.
17. - c5 18. dxc5 dxc5
1
19. Rd4! Da3
Þarna er drottningin úr leik en
aðrir leikir eru heldur ekki nægilega
góðir. Ef 19. - Hc8 er 20. Bb5! sterkt
svar. Eða 19. - a6 20. Rc6 Da3 21. e5
Hc8 og nú 22. Be4, eða 22. Bxc5!?
Rxc5 23. Bxa6, eða 22. Rxe7! Kxe7 23.
Bxg6! o.s.frv.
20. Bb5! cxd4?!
Trúlega er 20. - 0-0 betri tilraun.
21. Bxd4 0-0 22. Bxg7 Kxg7 23. Bxd7
Hfd8 24. Hh5! Hxd7 25. Dh6 Kf6 26. Df4!
Laglegur leikur sem stöðvar flótt-
ann. Svartur á enga vörn gegn sókn
hvíts, með drottninguna íjarri góðu
gamni.
26. - Kg7 27. Hgl Hg8
1 I liié
% Á
Á íf|:; £ H
m a A
A A A
.<á? 2
28. e5! fB
Hótunin var 29. Dh6 mát.
29. e6 Kf8 30. Db8+ Kg7 31. Dxg8+!
Kxg8 32. Hxg6+ Kf8 33. Hh8 mát!
Skákþing íslands
Keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi Islands stendur nú yflr í húsa-
kynnum Þýsk-íslenska hf., Lynghálsi
10. í gær var frídagur á mótinu en
4. og 5. umferð verða tefldar um helg-
ina og hefst taflið kl. 17 báða dagana.
Jóhann Hjartarson hefur titil að
verja en í þremur fyrstu umferðun-
um hefur hann þurft að leyfa tvö
jafntefli. Hannes Hlífar Stefánsson
er efstur með fullt hús vinninga.
Skákmót á laugardögum
Hópur skákáhugamanna hefur
tekið saman höndum og hyggst efna
til skákmótahalds í vetur á laugar-
dögum. Ætlunin er að tefla léttar
skákir í notalegu umhverfi. Þátt-
tökugjald er 500 krónur en helming-
ur þess rennur í verðlaunasjóð, auk
þess sem heppinn keppandi hreppir
kvöldverð fyrir tvo á Hótel Borg.
Teflt er í vistlegum sal SÁÁ, „Úlf-
aldanum og mýflugunni", Ármúla
17a í Reykjavík, og hefst tafliö kl. 14.
Skákstjórar i vetur verða Ólafur Ás-
grímsson og Sævar Bjarnason.
ABCDEFGH
h*
Sb
UPPB0Ð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir, á
eftirfarandi eignum.
Austurstræti 10A. 3. hæð 0301, þingl.
eig. Kristján Stefánsson, gerðarbeið-
endur Gjaldheimtan í Reykjavík,
Landsbanki Islands og Raímagnsveita
Reykjavíkur, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 10.00.
Álfheimar 48, 1. hæð í au-enda t.v.
(efri kj.), þingl. eig. Ólafur F. Brynj-
ólfsson, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki Islands, Gjaldheimtan í Reykja-
vík, Glitnir hf. og Lífeyrissjóður
starfsfólks í veitingah., miðvikudag-
inn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Ármúli 40, skrifstofuhúsnæði í vestur-
enda 2. hæðar, þingl. eig. Nýja versl-
unarfélagið h£, gerðarheiðendur
Gjaldheimtan í Reykjavík, tollstjórinn
í Reykjavík og Vátryggingafélag ís-
lands h£, miðvikudaginn 22. nóvemb-
er 1995 kl. 10.00.
Baldursgata 16,3. hæð t.v. ásamt tilh.
sameign og lóðair., þingl. eig. Hans
Peter Larsen, gerðarbeiðandi Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins, miðviku-
daginn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Birkimelur 10B, 3. hæð t.h., þingl. eig.
Rannveig J. Bjamadóttir, gerðarbeið-
andi Byggingasj. ríkisins, miðviku-
daginn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Borgartún 36, þingl. eig. Vélsmiðja
Jóns Sigurðssonar hf., gerðarbeiðend-
ur Iðnlánasjóður, Landsbanki íslands
og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
10.00.______________________________
Brautarholt 24, hluti, þingl. eig. Merk-
ing hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan
í Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 10.00.
Bræðraborgarstígur 1, hluti, þingl.
eig. Marís Gilsfjörð Marísson, gerðar-
beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík,
miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30.
Bröndukvísl 15, þingl. eig. Hrafnkell
Kjartansson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, miðvikudaginn
22. nóvember 1995 kl. 13.30.
D-Tröð 1, hesthús, þingl. eig. Þórður
L. Bjömsson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, miðvikudaginn
22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Engjasel 35, íbúð á 1. hæð, merkt B,
þingl. eig. Sigrún Kjartansdóttir,
gerðarbeiðendur Gunnar Bjöm Gísla-
son, Lífeyrissjóður verkstjóra og Líf-
eyrissjóður verslunaimanna, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
10.00.______________________________
Espigerði 12, 2. hæð t.h., þingl. eig.
Dagný Bjömsdóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfa-
deild, Gjaldheimtan í Reykjavík og
Islandsbanki h£, útibú 526, miðviku-
daginn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Fífusel 39,1. hæð t.v., þingl. eig. Einar
Jónsson og Auður Elísabet Valdi-
marsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóð-
ur Reykjavíkur og nágr., miðvikudag-
inn 22. nóvember 1995 kl. 13.30.
Flugumýri 18, hluti B, Mosfellsbæ,
þingl. eig. Lemúría hf., gerðarbeiðend-
ur Gjaldheimtan í Reykjavík og Toll-
stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 10.00.
Frostafold 4, 3. hæð 0302 og bílskúr
nr. 3, þingl. eig. Sæmundur Þór Guð-
veigsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimt-
an í Reykjavík, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 13.30.
Grensásvegur 50, þingl. eig. Skúli
Magnússon, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, miðvikudaginn
22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Grettisgata 57B, kjallari m.m., merkt
001, þingl. eig. Kristinn Sigurðsson,
gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Aust-
urlands og Lífeyrissjóður Dagsbrúnar
og Fr., miðvikudaginn 22. nóvember
1995 kl. 10.00._____________________
Grettisgata 69,1. hæð m.m 0101, þingl.
eig. Valgeir Halldórsson, gerðarbeið-
andi tollstjórinn í Reykjavík, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
10.00.
Grænamýri 3A, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Garðaval h£, gerðarbeiðendur Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga, Lífeyris-
sjóður verslunannanna, Mosfellsbær
og Vátryggingafélag íslands hf., mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30.
Gufúnesvegur 3, hluti, þingl. eig.
María Bóthildur Maack, gerðarbeið-
endur db. Skúla Amasonar, Gjald-
heimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður
starfsmanna nkisins og Lífeyrissjóður
verslunarmanna, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 10.00.
Háaleitisbraut 111, 2. hæð t.v.,
au.enda, þingl. eig. Olafur Júníusson,
gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík og Tollstjóraskrifstofa,
miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30.
Hnjúkasel 12, þingl. eig. Guðjón Sig-
urbjömsson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, miðvikudaginn
22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Hólaberg 4, hluti, þingl. eig. Ragnar
Sverrir Ragnars, gerðarbeiðandi
Gjaldheimtan í Reykjavík, miðviku-
daginn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Hrísateigur 45, efri hæð og ris, þingl.
eig. Ketill Tryggvason, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins,
Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjór-
inn í Reykjavík, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 13.30.
Hrísrimi 35, jbúð efri hæð, hluti A 1.
hæð 0201 og bílskúr, þingl. eig. Margr-
ét Isaksen, gerðarbeiðendur Bygging-
arsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í
Reykjavík, íslandsbanki hf. (0513),
Kaupþing hf. og Sparisjóður vélstjóra,
miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30.
Ingólfsstræti 7A, kjallari, þingl. eig.
Kristján Ari Guðmundsson, gerðar-
beiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn,
miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
10.00.
Langitangi 4, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Búnaðarbanki íslands, Garðabæ,
gerðarbeiðendur Byggingarsjóður
ríkisins, Byggingarsjóður ríkisins,
húsbréfadeild, og Mosfellsbær, mið*
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._______________________________
Neshamrar 7, þingl. eig. Gréta Ing-
þórsdóttir, gerðarbeiðendur Bygging-
arsjóður ríkisins, húsbréfadeild,
Kaupþing hf., Sparisjóður vélstjóra
og sýslumaðurinn í Kópavogi, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._______________________________
Reynimelur 39, kjallari m.m., þingl.
eig. Hörður Hákonarson, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._______________________________
Rjúpufell 29,4..hæð, merkt 0401, þingl.
eig. Kolbjörg M. Jóhannsdóttir og
Emil Magni Andersen, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._______________________________
Rósarimi 5, íbúð á 1. hæð t.v. m.m.,
þingl. eig. Gísli Stefán Sveinsson,
gerðarbeiðandi Gjaldheimta Suður-
nesja, miðvikudaginn 22. nóvember
1995 kl. 10.00.______________________
Skipasund 19, kjallaraíbúð, hluti,
þingl. eig. Guðni Þór Skúlason, gerð-
arbeiðandi tollstjórinn í Reykjavík,
miðvikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._____________________-
Skógarhlíð 10, 820 fm. vinnslusalur
t.h., merkt 02-0101, þingl. eig. ísam
hf. og Norðurleið-Landleiðir hf., gerð-
arbeiðendur íslandsbanki (515) og ís-
landsbanki h£, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 13.30,
Smárarimi 116, þingl. eig. Úlfar Öm
Harðarson, gerðarbeiðandi Bygging-
arsjóður ríkisins, húsbréfadeild, mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
13.30._______________________________
Sogavegur 138, þingl. eig. Alexander
Sigurðsson, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður nkisins, Gjaldheimtan í
Reykjavík, Kæh- og frystivélar hf. og
Rafmagnsveitur ríkisins, miðvikudag-
inn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Stakkholt 4, 1. hæð homi Þverholts
og Stórholts, þingl. eig. Jón Brynjólfs-
son h£, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan
í Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 10.00.
Stigahlíð 28, íbúð á 4. hæð t.v., merkt
0401, þingl. eig. Ingibjörg Einarsdótt-
ir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 13.30.
Stíflusel 4, 1. hæð, merkt 1-1, þingl.
eig. Vilborg Sigríður Gunnarsdóttir,
gerðarbeiðandi tollstjórinn í Reykja-
vík, miðvikudaginn 22. nóvember 1995
kl. 13,30.__________________________
Stíflusel 16, íbúð á 1. hæð, merkt 1-2,
þingl. eig. Jóhanna Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi Byggingarsjóður
verkamanna, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 10.00.
Vallarás 4, íbúð á 2. hæð og geymsla
á 1. hæð, þingl. eig. Júlía B. Amadótt-
h', gerðarbeiðandi Kaupþing hf., mið-
vikudaginn 22. nóvember 1995 kl.
10.00. _____________________________
Vesturberg 78, íbúð á 6. hæð A, þingl.
eig. Hersilía Thoroddsen, gerðarbeið-
andi Landsbanki Islands, miðviku-
daginn 22. nóvember 1995 kl. 10.00.
Vestnrströnd 19, Seltjamamesi, þingl.
eig. Ríkey Ó. Beck, gerðarbeiðandi
Bjami Bjömsson, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 10.00.
Viðarás 35, hluti, þingl. eig. Suðurás
hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 13.30. ______________
Völvufell 20, þingl. eig. Valdimar
Sveinsson, gerðarbeiðendur Lífeyris-
sjóður Dagsbr/Framsókn og tollstjór-
inn í Reykjavík, miðvikudaginn 22.
nóvember 1995 kl. 13.30.
Þórufell 10, íbúð á 2. hæð f.m., merkt
2-2, þingl. eig. Karl Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í
Reykjavík, miðvikudaginn 22. nóv-
ember 1995 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík