Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi framboðslistanna í Reykjavík: Sjálfstæðismenn með ótvíræða yfirburði Núverandi meirihluti Reykjavík- urlistans í borgarstjórn Reykjavík- ur myndi kolfalla ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga núna, sam- kvæmt skoðanakönnun DV. Sjálf- stæðisflokkurinn myndi þá vinna borgina á ný eftir að hafa verið í minnihluta frá því í borgarstjómar- kosningunum vorið 1994. Niðurstöður skoðanakönnunar DV urðu á þann veg að 51,2 prósent aðspurðra sögðust styðja D-lista Sjáifstæðisflokksins og 33,2 prósent R- lista Reykjavíkurlistans. Alls 12,4 prósent aðspurðra reyndust óákveð- in og 3,2 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Sé einungis tekið mið af þeim sem tóku afstöðu í könnun DV sögðust 60,7 prósent styðja D-lista Sjálfstæð- isflokksins og 39,3 prósent R-lista Reykjavíkurlistans. Munurinn á fylgi listanna reyndist því 21,4 pró- sentustig. Miðað við gengi listanna í borgarstjórnarkosningunum vorið 1994 hefur fylgi R-listans minnkað um 13,7 prósentustig og fylgi D-list- ans aukist að sama skapi. Þá fékk R- listinn 53 prósent atkvæða og D- list- inn 47 prósent atkvæða. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 434 kjósendur í Reykjavík, þar af 222 karlar og 212 konur. Spurt var: „Hvort mundir þú kjósa D-lista Sjálfstæðisflokksins eða R-lista Reykjavíkurlistans ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga núna?“' Könnunin fór fram í fyrrakvöld og í gærkvöldi. Skekkjumörk í könnun sem þessari eru um fjögur prósentu- stig. Sé borgarfulltrúum skipt á milli borgarstjórnarflokkanna í samræmi við niðurstöður skoðanakönnunar Fylgi borgarstjórnar- flokkanna Fylgi borgarstjórnarflokkanna Niðurstöður skoðanakönnunar DV - þeir sem afstöðu tóku LISTINN Niðurstöður kosninga 28. maí '94 Æ Skoðanakonnun DV myndi D-listi Sjálfstæðisflokks bæta við sig tveimur borgarfulltrú- um, miðað við úrslit síðustu borgar- stjórnarkosninga, og fá 9 menn kjörna. R-listi Reykjavíkurlistans myndi hins vegar tapa tveimur borgarfulltrúum og fá 6 menn kjörna. Samkvæmt skoðanakönnun DV er nokkur munur á afstöðu kynj- anna til borgarstjórnarflokkanna. Munurinn er þó það lítill að hann myndi ekki hafa áhrif á skiptingu borgarfulltrúa. Af þeim körlum sem tóku afstöðu í könnuninni reyndust 62,3 prósent styðja D-listann og 37,7 prósent R-listann. Meðal kvenna reyndust hins vegar 58,7 prósent styðja D-listann og 41,3 prósent R- listann. -kaa Skipting borgarfulltrúa - eftir Rosningar 28. maí '94 Skipting borgarfulltrúa - samkv. skoöanak. DV - Skoðanakönnun ov Kosið um sameiningu sveitarfélaga á VestQörðum: Ég hef átilfinningunni að mjótt sé á mununum - segir Þórir Örn Guðmundsson á Þingeyri Hafnaríjörður: Uppsögn- um frestað um einn mánuð Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðiö að fresta uppsögnum sérkjara 93 bæjarstarfsmanna um einn mánuð, frá 1. janúar til 1. febrúar, og hraða vinnu við stjórnsýslubreytingar í bænum. Breytingarnar verða gerðar í samráði við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. „Þetta er komið í góðan far- veg. Ef einhverjar breytingar verða á sérkjörum starfsmanna, sem er ekkert víst, koma þær í kjölfar skipulagsbreytinga. Það er sá farvegur sem viö teljum viðunandi," segir Árni Guð- mundsson, formaður Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar. Ef samkomulag hefði ekki tek- ist milli Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og bæjaryfirvalda í gær hefðu bæjarstarfsmenn, sem fengu uppsögn sérkjara, orðið að segja til um það í gær hvort þeir hygðust halda áfram störfum á lægri kjörum eftir ára- mót. -GHS Hlynur Þór Magnússon, DV; ísafirði: „Ég trúi því að sameiningin verði samþykkt í öllum sveitarfélög- unum sex. Þetta er stórmál fyrir framtíð þessara byggða. Það er bjargfóst sannfæring mín að nauð- synlegt sé að sameina sveitarfélögin til þess að hægt verði að snúa við þeirri öfugþróun sem hefur verið á þessu svæði,“ segir Smári Haralds- son, framhaldsskólakennari og bæj- arfulltrúi á ísafirði. Smári gefur lítið fyrir málflutn- ing og röksemdir Sigurðar R. Ólafs- sonar bæjarfulltrúa sem komu m.a. Sextán hestum, sem haldnir hafa verið í Fremri-Langey á Breiðafirði, var lógað í Borgarnesi i gær og einu hrossi hafði verið lógað áður. Þetta er gert þar sem útiganga hrossa hef- ur verið bönnuð að vetrarlagi í eynni. Eggert Eggertsson, eigandi hrossanna, staðfesti þetta í samtali við DV í morgun. fram í DV í gær. „Sigurður virðist ekki geta stutt sameininguna af því að málið hafi ekki verið kynnt nægilega fyrir hon- um. Hann telur sig ekki vita að hverju hann muni ganga eftir sam- einingu. En í rauninni veit enginn og getur ekki vitað hvernig bæjar- málum verður háttað í framtíðinni, hvort sem af sameiningu verður eða ekki. Allt slíkt hlýtur að verða ákvörðun komandi sveitarstjórna," segir Smári Haraldsson. Ég vona að þetta verði samþykkt hér. Ég hef á tilfinningunni að mjótt sé á mununum og álíka margir með Að auki hafa 6 hross til viðbótar verið seld. Eggert sagðist eiga eina meri eftir til að ríða út á. Fremri- Langey komst í fréttir síðasta vetur vegna kröfu sveitarstjómar Dala- byggðar um að banna útigöngu hrossa í eynni. Leitað var umsagnar Dýraverndunarráðs sem taldi að hrossin væru vannærð og illa og á móti. En ég hef þá trú að kynn- ingin muni skila sér og fólk átti sig á því um hvað er verið að kjósa,“ segir Þórir Örn Guðmundsson, raf- verktaki á Þingeyri. Þegar kosið var fyrir tveimur árum um sameiningu tólf sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum var það kolfellt með um 70% atkvæða í Þingeyrarhreppi. „Ég held að þá hafi verið ráðandi hjá fólki hræðsla við að missa eitt- hvað sem það hafði, sérstaklega að það væri að missa átthagana, sem er auðvitað fjarri lagi. ,“ segir Þórir Örn. fóðruð. í kjölfarið fylgdi kæra sýslu- manns Dalabyggðar á hendur eig- endum hrossanna. Eggert sagði í morgun að hann hygðist kanna lagalega stöðu sína í rólegheitum þar sem hann hefði ætíð haft grun um að stjórnsýslulög hefðu verið brotin í málinu. -bjb Stuttar fréttir Milljóna tjón Milljóna tjón varð í Þverár- virkjun við Hólmavík í gær. Vélasamstæða fór í sundur og kasthjól kastaðist út úr stöðvar- húsinu. Útvarpið sagði frá þessu. RLR rannsakar greiöslur RLR rannsakar hve margir Pólverjar hafa greitt 1.000 doflara til miiligöngumanna vegna at- vinnu hér. Stöð 2 greindi frá. 15 eftirlitsmenn í þjálfun 15 nýir snjóflóðaeftirlitsmenn eru í þjálfun hjá Veðurstofunni, skv. Stöð 2. Stenst EES? Fjármálaráðuneytið viil láta Efta kanna hvort samningar Granda við skipasmíðastöð standist EES. Stöð 2 greindi frá. Bjartsýnisverðlaun Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður fær bjartsýn- isverðlaun Bröstes í ár. Jólastrætó hjá SVR Á morgun gengur ókeypis jóla- strætó niður Laugaveginn og upp Hverfisgötuna. Biskup fyrir vestan Biskup íslands heimsækir Flateyri, Súðavík og ísafjörð um helgina. Árieg fjársöfnun Hjálparstofnun kirkjunnar er að heíja árlega fjársöfnun heima og erlendis, skv. RÚV. -GHS Fremri-Langey: Sautján hestum lógað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.