Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 7 dv Sandkorn Fréttir Séra Hjálmar Jónsson hefur gertmikiöað því aö yrkja um flokks- bróður sinn og samþingmann, Árna Johnsen, og eru þær vísur ekki all- ar barnagæl- ur. Þeir félag- ar eiga báðir sæti í fjárlaga- nefnd Alþingis en þar eru annir miklar um þessar mundir. Þær annir munu standa al- veg þar til fjárlagafrumvarpið verð- ur afgreitt síðasta dag þingsins fyrir jólaleyfi þingmanna eins og stefht er að og venja er til um. Vegna þessara anna sem fram undan eru orti séra Hjálmar: Af því gaman er að kárna og alvaran hefst í lífsins skóla, hætti ég nú að yrkja um Áma alveg fram til næstu jóla. Gárungar segja að Ámi hafi sagst fá fráhvarfseinkenni standi séra Hjálmar við þetta. Fráhvarfs- einkenni Hver vegur að heiman... Einhvers stað- ar segir að hver vegur að heiman sé vegurinn heim. Þetta sannast nokk á þeim Hálf- dani Henrys- syni og Guð- birni Olafs- syni, sem báð- ir voru starfs- menn Slysa- vamafélags íslands. Þeir störfuöu þar uns æðstu stjómendur SVFÍ gerðu það að tómstundagamni sínu að reka starfsfóik. Þá fuku þeir báð- ir. Hálfdan starfaði hjá Siglinga- málastofnun áður en hann hóf störf hjá Slysavarnafélaginu. Hann er nú aftur tekinn til starfa hjá Siglinga- málasto&iun. Guðbjöm var bæjarrit- ari í Hafnarfirði áður en hann byrj- aði hjá SVFÍ. Hann er nú aftur orð- inn bæjarritari í Hafnarfirði. Rauði fiskurinn Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, segir frá því í við- tali við Fréttabréf Granda í til- efni 10 ára af- mælis fyrir- tækisins að hann hafl ekki vitað mikiö um fisk þegar hann gerðist forstjóri fyrirtækisins. Brynjólfur var forstjóri Almenna bókafélagsins áður en hann tók við forstjórastarfinu hjá Granda. „Ég vissi varla hvaö fiskvinnsla var og áhugi minn á starfmu var fyrst og fremst af rekstrarlegum toga,“ segir Brynjólfur. Hann sagðist því hafa haft mikla ánægju af þvi þegar hon- um var boðið upp á Akranes að skoða þar fyrirtæki HB & Co. „Ég þáði það og þegar viö komiun í vinnslusalinn var mér bent á að rauði fiskurinn þama héti karfi.“ Gott hús, stór lóð Myndlistar- menn eru reiðir Áma Þór, formanni stjórnar dag- vistar barna í Reykjavík, vegna þeirrar ákvörðunar að láta borg- ina kaupa As- mundarsal og nota sem barna dag- heimili. Myndlistarmenn vfidu sjálf- ir fa salinn og nota hann áfram sem myndlistarsal. Þeir hafa deilt hart á meirihluta borgarstjórnar vegna þessa máls. Og nú er farið að beita háðinu. Á þriðjudag í síöustu viku var haldinn félagsfundur hjá Félagi íslenskra myndlistarmanna. Þar stóð upp mætur maður og sagöi að myndlistarmenn mættu þakka sín- um sæla á meðan Árni Þór fengi ekki áhuga á Kjarvalsstöðum. Þar mætti koma fyr ir mörgum bömum og húsinu fylgdi stór lóð. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Vatnaskil - þáttur um íslenska tónlist í Ríkissjónvarpinu: Argentínsk hljómsveit flutti flest verkin - angi af deilum Sinfóníuhljómsveitar íslands viö Guðmund Emilsson Fyrir rúmri viku var sýndur i Ríkissjónvarpinu þáttur úr mynda- flokknum List og lýðveldi sem nefndist Vatnaskil. Þar var fjallað um tíu íslensk tónverk sem þykja marka tímamót í tónlistarsögu ís- lands frá 1944-94. Það vakti athygli áð mörg verkanna, sem flutt voru í þættinum, voru spiluð af argent- ínskri sinfóníuhljómsveit, en Sin- fóniuhljómsveit íslands kom hvergi nærri flutningnum. Umsjónarmað- ur þáttarins var Guðmundur Emils- son, tónlistarráðunautur Rikisút- varpsins, en sem kunnugt er hefur ríkt ósætti milli hans og Sinfóníu- hljómsveitar íslands undanfarin ár. „Það kom ekki bara á óvart að umsjónarmaður þáttarins skyldi ekki nota íslenskar hljómsveitir til að flytja verk hinna islensku höf- unda, heldur það hve mikið hann var í því að auglýsa sjálfan sig í þessum þætti. Hann kom fram sjálf- ur í eigin persónu í meirihlutanum af þeim dæmum sem hann tók. Það var eins og hann væri aðalmaður- inn í íslensku tónlistarlífi, en því fer auðvitað fjarri," sagði Sigurður Þor- bergsson, formaður Starfsmannafé- lags Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Fyrir svona þátt hefði auðvitað verið tilefni tU þess að hljóðrita að minnsta kosti hluta af þessum verk- um með Sinfóníuhljómsveit íslands. Það hefði ekki haft mikinn kostnað Sinfóníuhljómsveit íslands. Kollegar í Argentinu léku flest lögin í tónlist- arþættinum Vatnaskil í Ríkissjónvarpinu. háttur að ef flutt er íslensk tónlist þurfi íslenskir flytjendur að flytja hana. Það er sérstaklega þýðingar- mikið í listum að fella niður landa- mæri,“ sagöi Baldur. Sveinbjörn I. Baldvinsson, yfir- maður innlendrar dagskrárgerðar Rikissjónvarpsins, sagði við DV að samningsupphæðir væru ekki gefn- ar upp, það væri ætíð mál Ríkissjón- varpsins og viðkomandi samnings- aðUa. Hann sagði kostnaðinn við tónlistarþáttinn ekkert meiri en við aðra þætti úr myndaflokknum List og lýðveldi. Þættirnir hefðu aUir verið keyptir á sama verði. -ÍS/bjb í fór með sér því að Sinfóníuhljóm- sveit íslands er með samning við Ríkisjónvarpið um að það megi koma hvenær sem er á tónleika og taka ótakmarkað upp án nokkurs endurgjalds,“ sagði Sigurður en þess má geta að Ríkisútvarpið hefur 5 vikur á ári tU upptöku með Sinfón- íuhljómsveitinni án Guðmundur vill ekki tjá Blaðamaður hafði samband við Guðmund EmUsson en hann vild ekkert láta hafa eftir sér um málið en vísaði á framleiðanda þáttarin sem er Baldur Hrafnkell Jónsson. „Argentínska sinfóníuhljómsvei in flutti nokkur verk af þessum tíu en aUs ekki öU, sum þeirra voru flutt af íslendingum. Mér var snið- inn þröngur stakkur i fjárhagsmál- um fyrir þennan þátt. Ég gat farið tU Argentínu og fengið sinfóníu- hljómsveitina þar tU þess að spila fyrir mig þessi verk endurgjalds- laust. Ég hef ekki aðgang að slikum samningi við Sinfóníuhljómsveit ís- lands því ég er ekki starfandi innan Sjónvarpsins," sagði Baldur. Forpokaður hugsunarháttur „Annars sé ég ekkert athugavert við það að erlendir aðilar spUi, enda snerist verkið ekki um flutning heldur mun frekar um tónskáldin sjálf. Það er forpokaður hugsunar- STORVERSLUN LAUGAVEGI 26 (OPIÐ ALLA DAGA TIL 22:00) S. 525 5040 KRINGLUNN! (OPIÐ VIRKA DAGA TIL 21:00, LAUGARD. OG SUNNUD. TIL 18:00) S. 525 5030 LAUGAVEGI 96 S 525 5065 PÓSTKRÖFUSÍMI: 525 5040

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.