Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 26
34
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Afmæli
Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir
Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri við
Landspítalann, Hofgörðum 26, Sel-
tjarnarnesi, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Ásta fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla vesturbæjar
1962, prófi frá Norfolk High
School í Nebraska í Bandaríkjun-
um 1963, varð hjúkrunarfræðing-
ur frá Hjúkrunarskóla íslands
1968, stundaði nám í skurðhjúkr-
un á íslandi og í Danmörku og
framhaldsnám í hjúkrunarstjórn-
un við Nýja hjúkrunarskólann
1987-88.
Ásta var skurðhjúkrunarfræð-
ingur á Borgarspítalanum
1968-69, hjúkrunarfræðingur á
geðdeild í Árósum í Danmörku
1971, skurðhjúkrunarfræðingur
við Aarhus Kommunehospital
1972-80, skurðhjúkrunarfræðingur
við skurðdeild kvennadeildar
Landspítalans 1982-88 og hefur
verið hjúkrunarframkvæmda-
stjóri við Landspítalann með hlé-
um frá 1988.
Ásta sat í stjóm Landssamtak-
anna Þroskahjálpar 1985-95 og
var formaður 1987-95, hefur gegnt
ýmsum opinberum nefndarstörf-
um, er varaformaður NFPU, Nor-
rænna hagsmunasamtaka um
málefni þroskaheftra, er fulltrúi
Þroskahjálpar í stjórn Þroska-
þjálfaskóla íslands, er fyrsti vara-
þingmaður í Reykjavik fyrir Al-
þýðuflokkinn og hefur gegnt ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Hún hefur ritað greinar um
heilbrigðismál og málefni fatlaðra
í blöð og timarit.
Fjölskylda
Ásta giftist 10.9. 1966 Ástráði
Benedikt Hreiðarssyni, f. 14.12.
1942, lækni við Landspítalann og
dósent við HÍ. Hann er sonur
Hreiðars Stefánssonar, kennara
og rithöfundar, sem lést sl. vor,
og eftirlifandi k.h., Jennu Jens-
dóttur, kennara og rithöfundar.
Böm Ástu og Ástráðs eru Arn-
ar, f. 17.2. 1967, læknir í Reykja-
vík, en unnusta hans er Steinunn
Kristjánsdóttir fornleifafræðingur;
Ásdís Jenna, f. 10.1. 1970, háskóla-
nemi, búsett á Seltjamarnesi, en
unnusti hennar er Heimir Karls-
son kennaranemi; Þorsteinn
Hreiðar, f. 19.9. 1975, háskóla-
nemi, búsettur á Seltjamarnesi.
Systkini Ástu eru Víglundur, f.
19.9.1943, framkvæmdastjóri BM
Vallár; Hafís Björg, f. 25.4. 1955,
sálfræðingur í Danmörku.
Foreldrar Ástu: Þorsteinn Þor-
steinsson, f. 8.7. 1918, d. 20.2. 1975,
fisksali og sjómaður í Reykjavík,
og k.h., Ásdís Eyjólfsdóttir, f.
14.12. 1921, fyrrverandi skattafull-
trúi.
Ætt
Faðir Þorsteins var Þorsteinn,
sjómaður í Reykjavík, Guðlaugs-
son, verkamanns í Reykjavík,
bróður Markúsar, afa Harðar
Ágústssonar listmálara og langafa
Markúsar Arnar Antonssonar.
Guðlaugur var sonur Þorsteins, b.
í Gröf í Hrunamannahreppi, Jóns-
sonar. Móðir Þorsteins eldra var
Guörún Jónsdóttir, b. I Galtafelli,
Björnssonar, b. í Galtafelli,
Björnssonar.
Móðir Þorsteins var Ástríður,
systir Sigríðar, ömmu Péturs
Guðmundssonar, flugvallarstjóra
á Keflavíkurflugvelli. Ástríður
var dóttir Odds, formanns í
Brautarholti í Reykjavík, Eyjólfs-
sonar og Guðrúnar, systur Þor-
kels, langafa Páls Jenssonar pró-
fessors. Guðrún var dóttir Árna,
b. í Guðnabæ í Selvogi, Guðna-
sonar og Steinunnar Þorkelsdótt-
ur frá Krýsuvík.
Ásdís er dóttir Eyjólfs frá Mið-
húsum, Brynjólfssonar, b. í Mið-
húsum, Eyjóífssonar frá Laugar-
vatni. Móðir Ásdísar var Kristín,
systir Finnboga, fóður Kristins
framkvæmdastjóra. Kristín var
dóttir Árna, b. í Miðdalskoti í
Laugardal, Guðbrandssonar, b. í
Miðdal, bróður Jóns, afa Margrét-
ar Guðnadóttur prófessors og
Guönýjar, móður Guðlaugs
Asta Bryndís Þorsteinsdóttir.
Tryggva Karlssonar hagfræðings.
Móðir Guðbrands var Margrét
Jónsdóttir, b. á Ægissíðu, Jóns-
sonar. Móðir Jóns var Guðrún
Brandsdóttir, b. á Felli, Bjama-
sonar, ættföður Víkingslækjarætt-
arinnar, Halldórssonar. Móðir
Árna var Sigríður, systir Ófeigs,
afa Tryggva Ófeigssonar útgerðar-
manns.
Ásta og Ástráður taka á móti
gestum að heimili sínu í kvöld frá
kl. 18.30.
Nína Baldvinsdóttir
Nína Baldvinsdóttir, kennari og
námsráðgjafi, Borgarholtsbraut
49, Kópavogi, er fimmtug i dag.
Starfsferill
Nína fæddist í Reykjavík og
ólst upp á Seltjarnarnesinu og i
Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá MR 1965, kennaraprófi
frá KÍ 1966, stundaði framhalds-
nám í námsráðgjöf, sálfræði og
enskum miðaldabókmenntum við
Danmarks Lærerhojskole og \úð
Odense Universitet 1984-86.
Nína kenndi við Kársnesskóla í
Kópavogi í sautján ár, var kenns-
luráðgjafi á Fræðsluskrifstofu
Reykjanesumdæmis 1986-87 og er
forstöðumaður Starfsdeilda Kópa-
vogs frá 1987.
Nína hefur setið í fjölda nefnda
á vegum KÍ, er formaður Kenn-
arasambands Kópavogs, hefur set-
iö í fjölda opinberra nefnda, s.s.
framkvæmdanefnd bamaárs SÞ.
Hún stofnaði, ásamt fleirum, sam-
Til hamingju með af-
mælið 1. desember
90 ára 60 ára
Þorbjörg Agnarsdóttir, Granaskjóli 40, Reykjavík. Sigurlaug Jónsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. HrafnkeU Þórðarson, Dalalandi 16, Reykjavik. Sigurfljóð Káradóttir, Laxagötu 8, Akureyri.
85 ára 50 ára
Guðrún Laufey Jónsdóttir,
Hagamel 15, Reykjavík.
75 ára
Ingólfur Hannesson,
Skólastig 14a, Stykkishólmi.
Jórunn Jóhannsdóttir,
Túni, Hraungerðishreppi.
Ása Friðriksdóttir,
Espigerði 12, Reykjavík.
70 ára
Óskar Guð-
mundsson
rafvirkjameist-
ari,
Nökkvavogi 8,
Reykjavík.
Óskar tekur á
móti gestum í
Framheimilinu
við Safamýri í
dag milli kl. 16.00 og 19.00
Rannveig
Árnadóttir frá
Flateyri,
nú að Sólheim-
um 23, Reykja-
vík.
Rannveig tekur
á móti gestum í
kaffisal að
Skúlagötu 40
laugardaginn 2.12. milli kl.
og 19.00.
Þórhildur ísberg,
Brekkubyggð 36, Blönduósi.
Loftur Jens Magnússon,
Jöldugróf 7, Reykjavik.
Jón Bjarni
Stefánsson,
umboðsmaður
Olís á Eyrar-
bakka,
Háeyrarvöllum
18, Eyrarbakka,
varð fimmtugur
sl. miövikudag.
Eiginkona Jóns
Bjarna er Svanborg
kennari.
Jón Bjami tekur á móti gestum í
félagsheimilinu Stað á Eyrar-
bakka í kvöld, 1.12., kl. 20.00-23.00.
Guöfinna H. Karlsdóttir,
Skálholtsbraut 7, Þorlákshöfn.
Valdís Kristinsdóttir,
Fjarðarbraut 11, Stöðvarfirði.
Þórarinn Kristjánsson,
Þingvallastræti 12, Akureyri.
Haraldur Hinriksson,
Elliðavöllum 12, Keflavík.
Oddsdóttir
40 ára
15.00
Sigrún Ragnarsdóttir,
Skólavegi 88a, Fáskrúðsfirði.
Hrönn Hjörleifsdóttir,
Kirkjubraut 57, Höfn í Hornafirði.
Rósa Marta Guðnadóttir,
Útgarði, Reykholti, Reykholtsdals-
hreppi.
Grétar Eiríksson,
Hjarðarlandi 2, Mosfellsbæ.
Lára Hanna Einarsdóttir,
Vesturgötu 23, Reykjavík.
Kristín Björk Gunnarsdóttir,
Fjósakambi 8a, Vallahreppi.
Andrés Kristján Stefánsson,
Hverfisgötu 34, Siglufirði.
tök um Uppeldi til friðar og veitti
þeim formennsku. Nína hefur
unnið mikið að friöarmálum og
skrifað fjölda blaða- og tímarits-
greina.
Fjölskylda
Nína giftist 1967 Dónald Jó-
hannessyni, f. 10.2. 1945, skóla-
stjóra í Grimsey. Þau skildu 1981.
Börn Nínu og Dónalds eru Unn-
ur Mjöll, f. 29.6. 1971, sálfræði-
nemi og Snorri Freyr, f. 4.5. 1975,
læknanemi.
Systkini Nínu eru Unnur Bald-
vinsdóttir, meinatæknir á Sel-
fossi; Jón Baldvinsson, rannsókn-
armaður á Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins.
Foreldrar Nínu: Baldvin Jóns-
son, tæknir og uppfmningamaður,
og Guðborg Guðmundsdóttir,
saumakona og húsmóðir, sem er
látin.
Ætt
Baldvin er sonur Jóns, raf-
stöðvarstjóra á Húsavík, Bald-
vinssonar, smáskammtalæknis í
Garði í Aðaldal, Sigurðssonar, b. í
Kaupangi, Oddssonar. Móðir Jóns
var Guðný, systir Snorra, föður
Áskels tónskálds. Annar bróðir
Guðnýjar var Jón Þveræingur, afi
Þorvalds, forstöðumanns Borgar-
skipulags og Herdísar Þorvalds-
dóttur leikkonu, móður Tinnu
leikkonu. Guðný var dóttir Jóns,
b. á Þverá, bróður Hálfdáns, föður
Jakobs, stofnanda Kaupfélags
Þingeyinga, afa Jakobs Gíslasonar
orkumálastjóra og Áka Jakobs-
sonar ráðherra. Jón var sonur
Jóakims, b. á Mýlaugsstöðum,
Ketilssonar, bróður Sigurðar,
langafa Ólafs Jóhannessonar for-
sætisráðherra og Hallgríms og
Sigurðar Kristinssona, forstjóra
SÍS. Móöir Guðnýjar var Herdís
Ásmundsdóttir.
Móðir Baldvins var Aðalbjörg,
systir Huldu skáldkonu. Aðal-
björg var dóttir Benedikts, hrepp-
stjóra á Auðnum og síðar bók-
varðar á Húsavík, bróður Guðnýj-
ar. Móðir Aðalbjargar var Guðný
Halldórsdóttir, b. á Geitafelli,
bróður Magnúsar, langafa Björns
Sigfússonar háskólabókavarðar,
foður Sveinbjörns háskólarektors.
Systur Halldórs voru Guðný,
amma Haralds Níelssonar prófess-
Nína Baldvinsdóttir.
ors, og Margrét, amma Ólafs Frið-
rikssonar verkalýðsleiðtoga. Hall-
dór var sonur Jóns, prests og
læknis á Grenjaðarstað, Jónsson-
ar, og Þorgerðar Runólfsdóttur
Guðborg var dóttir Guðmund-
ar, b. á Melum á Skarðsströnd,
Björnssonar, b. á Orrahóli, Ólafs-
sonar. Móðir Quðmundar var
Agnes Guðfinnsdóttir.
Móðir Guðborgar var Jónína
Margrét ljósmóðir Guðmundsdótt-
ir, b. í Purkey, Jónssonar, b. þar,
Jónssonar. Móðir Guðmundar var
Sigríður Jónasdóttir. Móðir Jón-
ínu Margrétar var Sigríður Gísla-
dóttir, b. í Tjarnarkoti í Miðfirði,
Þórðarsonar og Kristínar Jóns-
dóttur frá Mýrum.
Benedikt
Guðlaugsson
Benedikt Guðlaugsson garð-
yrkjumaður, Gaukshólum 2,
Reykjavík, er níræður í dag.
Starfsferill
Benedikt fæddist á Kletti i
Geiradal í Austur-Barðastrandar-
sýslu en ólst upp í Eyjum í
Strandasýslu. Hann fékk sitt
barnaskólanám við heimakennslu,
stundaöi nám við Hvitárbakka-
skóla 1928-29 og við Beder Gar-
dnerskole á Jótlandi í Danmörku
1932-35.
Benedikt stofnaði garðyrkjubýl-
ið Viðigerði í Deildartungu í
Borgarfirði 1939 og starfrækti það
til 1974.
Hann sat um árabil í stjórn
Skógræktarfélags Borgarfjarðar
og í sóknarnefnd Reykholtssóknar
um langt skeiö.
Fjölskylda
Eiginkona Benedikts var Petra
Kristine Olsenr f. 28.9. 1912, d.
15.1. 1990, húsmóðir. Hún var
dóttir Christian Olsen og Kristine
Olsen en þau áttu lítið býli í ná-
grenni við Árhús á Jótlandi.
Börn Benedikts og Petru
Kristine eru Gunnar, f. 6.4. 1937,
rafsuðumaður hjá Fjöðrinni í
Reykjavík, kvæntur Jónu Helgu
Steinmarsdóttur húsmóður og
eiga þau tvo syni; Kristján, f. 21.9.
1942, húsgagnasmið og fram-
kvæmdastjóra hjá Frjó sf. í
Reykjavík, kvæntan Erlu Krist-
jánsdóttur húsmóður og eiga þau
tvö böm; Guðrún B. Kolbeins, f.
22.7. 1946, verslunarmaður í
Reykjavík, gift Hannesi Kolbeins
bílstjóra og eiga þau þrjár dætur;
Kirsten, f. 31.5. 1952, húsmóðir á
Akranesi, gift Kristni Guðmunds-
syni sjómanni og eiga þau þrjú
böm.
Systkini Benedikts: Pétur, f.
1898, d. 1922; Guðmundur, f. 1899,
nú látinn, tryggingastarfsmaður í
Bandaríkjunum; Magdalena, f.
1902, d. 1994, ljósmóðir á Þambár-
völlum í Bitrufirði; Guðrún, f.
1903, nú látin, húsfreyja í Stein-
grímsfirði og síðar á Ákranesi;
Leó, f. 1910, húsasmíðameistari í
Reykjavík; Arnór, f. 1912, lengst af
Benedikt Guðlaugsson.
starfsmaður SÍS í Reykjavík.
Foreldrar Benedikts voru Guð-
laugur Bjami Guðlaugsson, f. 31.8.
1863, d. 23.7. 1919, bóndi að Efri-
Brunná, Kletti og á Bakka, og
k.h., Sigurlína Guðmundsdóttir, f.
10.4. 1873, d. 30.11. 1912, húsfreyja.
Benedikt er að heiman á afmæl-
isdaginn.