Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Viðskipti
Hlífar á barnavagna með end-
urskinsmerkjum fást t.d. í apó-
tekum.
Endurskinsmerki:
Hlífar á
barnavagna
Prenetal og apótekm á höfuð-
borgarsvæðinu og Akureyri
selja barnavagnahlífar með end-
urskinsmerkjum. Hafa þessi
endurskinsmerki verið rannsök-
uð ítarlega og hefur virkni
þeirra þótt vera umfram þær
kröfur sem gerðar eru sam-
kvæmt stöðlum fmnska Umferð-
arráðsins t.d. Hlífarnar eru úr
næloni og innra byrði þeirra
hleypir lofti í gegn þannig að
þær anda auk þess að halda hit-
anum í vagninum.
Nýtt merki
Á markaðinn er komið nýtt
endurskinsmerki, sexhyrnd
klemma sem gengur fyrir tveim-
ur litlum rafhlöðum og endur-
kastar ljósi auk þess sem á
henni eru þrjú ljós sem blikka.
Ekki þarf því nauðsynlega að
beina að henni ljósi til þess að
hún virki. Ökumaður bifreiðar
ætti því að sjá gangandi vegfar-
anda áður en ljósið skellur á
honum. Mælt hefur verið með
merkinu á teina reiðhjóls og á
hálsól á hundi, svo að dæmi sé
nefnt. Umferðarráð mælir með
þessu litla endurskinsmerki og
segir það tvímælalaust auka um-
ferðaröryggi.
Jólatré úr viði
í nokkur ár hafa verið smíðuð
jólatré úr viði að beiðni Þjóð-
minjasafns íslands og hefur það
mælst nokkuö vel fyrir hjá fólki
sem kemur í safnið. Til hliðsjón-
ar hefur verið haft eitt af
jólatrjám safnsins. Trjánum er
vitaskuld ætlað að viðhalda
þeirri gömlu hefð að klæða
spýtutré með sortulyngi. Núna
munu trén fást enn á ný hjá
Þjóðminjasafni íslands. Þau fást
í tveimur stærðum; á 3.000 kr. og
3.500 kr., tveggja og þriggja
kransa. Trjánum verður ekið
heim til fólks á Reykjavíkur-
svæðinu en hinir fá þau send 1
pósti.
Kjörís:
Nýr Jólaís
Hveragerði er bæði heimabær
jólasveinsins og Kjöríss og því
var ákveðið, sveinka til heiðurs,
að setja á markað nýja tegund af
ís nú fyrir jólin, Jólaís. Jólaís-
inn er vanilluís með marengs-
og súkkulaðibitum og er seldur í
eins lítra pakkningum. ísinn
verður aðeins framleiddur nú
fyrir jólin.
Jólahlaðborð
Þjóðleikhúskjallarinn býður
upp á jólahlaðborð meö fjölda
heitra og kaldra rétta á fóstu-
dags- og laugardagskvöldum.
Verð fyrir manninn er 2.750
krónur. Boðið er upp á lifandi
tónlist.
-sv
Rekstrarkostnaðurinn við posana þykir hár og þarf verslunin að velta rúmlega 800 þúsund krónum út í verðlagið til
þess að hafa fyrir kostnaðinum við leiguna. Þar fyrir utan er geysihár símakostnaður sem menn vilja reyna að lækka.
Kaupmenn telja tímabært að taka upp samninga um posana:
Segja rekstrarkostn-
aðinn vera of mikinn
- greiða árlega um 800 þúsund krónur í leigu
„Við gerðum samning við
greiðslukortafyrirtækin í apríl 1994
um leigu á þessum posum og
greiðslur vegna kreditkorta. Það
hefur verið á döfinni að taka upp
þessa samninga og okkur finnst tími
vera kominn á að þeir verði teknir
til endurskoðunar. Þar yrði vita-
skuld reynt að finna leið til þess að
lækka leiguna á posunum," segir
Benedikt Kristjánsson, formaður
Kaupmannasamtaka íslands, en
kaupmenn hafa sett sig í sambandi
við neytendasíðu DV og bent á að
rekstrarkostnaðurinn af posunum
sé allt of mikill. Leigan af posunum
er 1.750 krónur á mánuði eða rúmar
tuttugu þúsund krónur á ári.
Posarnir í landinu eru um 4.700 kr.
og því þarf verslunin sem slík að
velta árlega rúmlega 800 þúsund
krónum út í verðlagið vegna kostn-
aðarins við þá.
„Símakostnaðurinn af þessum
posum er líka geysimikill og honum
þurfum við að reyna að ná niður.
Það er auðvitað vel hugsanlegt að
verslunareigendur eignist sjálfir
þessi tæki, líkt og Olíufélagið gerði.
Það keypti sína eigin posa á sínum
tíma,“ sagði Benedikt.
Ekki hagnaður
„Posareksturinn og posaleigan er
lykill að því að skapa öryggi í sam-
bandi við þessa millifærslu á íjár-
munum en ekki til þess að græða á
henni. Fyrst var leigan 2.500 kr. á
mánuði en eftir að ending tækjanna
reyndist lengri en við reiknuöum
með í upphafi var leigan lækkuð í
2.250 kr. Síðan varð að samkomulagi
í apríl 1994 að hún yrði lækkuð í
1.750 og eftir það er enginn hagnað-
ur af þessari leigu,“ sagði Andri
Hrólfsson, forstöðumaður markaðs-
deildar Visa-íslands, við DV í gær.
Andri sagði að sér sýndist ekkert
vera því til fyrirstööu að kaupmenn
eignuðust posana sjálfir svo fremi
að starfi greiðslukortafyrirtækj-
anna, að miðla peningum á milli
kaupmannsins og viöskiptavinar
yrði ekki stefnt í hættu. Andri sagð-
ist ekki telja að öryggið myndi
minnka þó að kaupmenn eignuðust
posana.
„Menn þurfa að framfylgja
ákveðnum reglum og okkur er í
raun sama hver á þann hugbúnað
sem tengdur er við okkar kerfi,“
sagði Andri.
-sv
Hanna Stefánsdóttir, Sigríður Elva Sigurðardóttir og Hildigunnur Erlings-
dóttir framleiða húfur á börn og unglinga og ýmisiegt annað á börn.
Þrjár konur framleiöa barnaföt:
Átaksverkefni á vegum
Reykjavíkurborgar
„Við fengum styrk frá félagsmála-
ráðuneytinu 1994 til atvinnuskap-
andi verkefna kvenna. Það fé var
notað til þess að markaðssetja vör-
una og svo fengum við sams konar
styrk fyrir 1995 til markaðssetning-
ar. Verkefnið okkar fékk styrk frá
Reykjavíkurborg sem átaksverkefni
þannig að við höldum atvinnuleysis-
bótum í sex mánuði þrátt fyrir að
vera að starfa við þetta,“ segir
Hanna Stefánsdóttir sem er ásamt
tveimur öðrum konum að framleiða
húfur, kjóla, gammosíur og slár fyr-
ir börn. Þær sýndu vörur sínar á
handverkssýningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur á dögunum.
Hanna segir vörumar vera vél-
prjónaðar en að frágangur sé allur
handunninn. Konurnar byrjuðu í
vor að dreifa vörunni í verslanir og
hafa viðbrögð verið mjög góö að
sögn Hönnu. Vörurnar eru úr 100%
ull og bómull. -sv
Póstur og sími:
Ný gjald-
skrá
Frá og með 16. nóvember sl. tók
Póstur og sími í gildi nýja gjaldskrá
fyrir póstþjónustu. Tekin hafa verið
upp fjögur ný þyngdarþrep fyrir
bréfapóst innanlands og til útlanda,
750 g, 1250 g, 1500 g og 1750 g. Þetta
þýðir að burðargjald fyrir nokkurn
hluta bréfapósts lækkar.
Tekið verður upp 3 kg þyngdar-
þrep fyrir böggla innanlands. Burð-
argjald fyrir þá er 275 kr. og 415 kr.
fyrir brothætta og rúmfreka böggla.
Þá breytist gjaldskrá fyrir póstgíró-
þjónustu til útlanda.
Hámarksskaðabætur fyrir böggul,
sem glatast eða eyðileggst, hækkar í
22.500 kr. Hámarksskaðabætur fyrir
glatað ábyrgðarbréf hækkar í 3500
kr. Skrásetningargjald fyrir verð-
bréf hækkar í 155 kr. og ábyrgðar-
gjald hækkar í 155 kr.
Skrásetningargjald fyrir verð-
böggla hækkar í 195 kr. og hámarks-
þyngd fyrir EMS-sendingar innan-
lands hækkar í 30 kr. Hámarksupp-
hæð póstávísana er hækkuð úr 300
þúsund krónur í 500 þús. kr. Loks
verður virðisaukaskattur innifal-
inn, m.a. í póstfaxþjónustu o.fl. -sv
Sérstaða
íslensks
vatns
Vífllfell hefur selt The Coca-
Cola Company vörumerkið
Blátopp og þykir það vera viður-
kenning á sérstöðu íslensks
vatns á alþjóðavettvangi. Gerðar
hafa verið tilraunir með umbúð-
ir drykkjarins, bragöefni og
magn kolsýru. Á mismunandi
stigum vöruþróunarinnar var
varan lögð í dóm væntanlegra
neytenda. Þróunarferlið hefur
tekið eitt ár og hefur ströngustu
gæðastöðlum The Coca-Cola
Company við framkvæmd mark-
aðsrannsókna og vöruþróun
ætíð verið fylgt. Vííílfell setti
kolsýrt vatn fýrst á markað und-
ir vörumerkinu Blátoppur og
síðan þá hefur eftirspurn og sala
aukist mjög.
Þrjár aðrar bragðtegundir eru
til af kolsýrðu vatni, Límónu-
toppur, Áppelsínutoppur og
Greiptoppur.
Jólaglögg
Sól hf. og Ó. Johnson &
Kaaber hf. hafa nú hafið sam-
vinnu um sölu á jólaglöggi og
piparkökum. Sól hf. hóf í fyrra
framleiðslu á jólaglöggi. Því er
pakkað í handhægar eins lítra
fernur og gefur hver ferna u.þ.b.
þrjá lítra af tilbúnu glöggi. Á
fernunum eru leiðbeiningar og
uppskriftir aö áfengu og óáfengu
jólaglöggi. Ó. Johnson og Kaaber
hefur um nokkurra ára skeið
flutt inn sænskar piparkökur frá
Paagens. Kökurnar eru seldar í
350 g jólasveinapokum og í 300 g
dósum.
.... .. .. ....
Jólajógúrt
Jólajógúrt er aftur komin á
markaðinn. Hún er með jarðar-
berjabragði og í loki er góðgæti
sem útálát. Jólajógúrt er fram-
leidd hjá Mjólkurbúi Flóamanna
og fæst um land allt.
Sem fyrr rennur ein króna af
heildsöluverði hverrar seldrar
Jólajógúrtdósar til styrktar
Barnarspítalasjóði Hringsins.
Það er von Mjólkursamsölunnar
að Jólajógúrt njóti vinsælda og
styrki þannig gott málefni. Er
jólasveinum sérstaklega bent á
hollt góðgæti í skóinn. -sv