Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
25
Iþróttir
Valur - Grindavík
(38-48) 89-110
Góðafkoma
hjá Dortmund
Á meðan mörg knattspyrnufé-
lög berjast í bökkum eru önnur
að skila góðum hagnaði. Á þess-
um árstíma eru knattspyrnuliö
að gera reikningsskil á stöðunni
eftir níu mánuði yfirstandandi
árs.
Til marks um góða stöðu var
þýska félagið Borussia Dortmund
að gera upp dæmið fyrstu níu
mánuðina og kemur þar fram að
tekjur félagsíns eru um 63,3 millj-
ónir marka og útgjöld um 62,2
milljónir marka sem segir að
hagnaðurinn sé upp á um eina
milljón marka.
Maier, forseti Dortmund, sagði
á fundinum, sem haldinn var í
síðustu viku, að þetta hefði verið
mjög gott ár og stefndi i að tekj-
urnar yrðu 100 milljónir marka
þegar allt árið yrði gert upp.
Dortmund, sem er um þessar
mundir í efsta sætinu í þýsku
úrvalsdeildinni, fær mestu tekj-
urnar frá meistaradeild Evrópu.
Þess má geta að hagnaður hol-
lenska liðsins Ajax af meistara-
deild Evrópu í fyrra var um 800
milljónir og verður ekki minni i
ár.
Friðrik í Þór
Friðrik Stefánsson, körfuknatt-
leiksmaður, sem leíkið hefur með
KFÍ á ísafirði í 1. deildinni, hefur
gengið frá félagaskiptum yfir í
úrvalsdeildarlið Þórs á Akureyri.
Friðrik er 19 ára gamall og er 2,02
metar á hæð. Hann ætti því að
nýtast Þórsurunum vel undir
körfunni en hann verður lögleg-
ur með Þórsurum í fyrsta leik
eftir áramót sem er gegn Breiða-
bliki.
-GH
Málþing um
dómaramál
Ársþing KSÍ verður sett í dag
klukkan 17 á Scandic Hótel Loft-
leiöum. Á morgun verður haldiö
sérstakt málþing um dómgæslu
og dómaramál í tengslum við
þingið og hefst það klukkan 13.15.
Stjórnandi verður Ellert B.
Schram, forseti ÍSÍ, en þar verður
fjallaö um dómaramálfrá ýmsum
hliðum og endað á almennum
umræðum.
Skvassmót
Jólamót Skvassfélags Reykja-
víkur hefst í dag í Veggsporti við
Gullinbrú og því lýkur á sunnu-
daginn. Það nefnist Samsung-
mótið og gefur punkta til íslands-
móts. Skráning er í Veggsporti en
þar verður einnig haldinn jóla-
fagnaður skvassmanna annað
kvöld.
Afmæii hjá Fram
Handknattleiksdeild Fram
heldur upp á 55 ára afmæli sitt í
anddyri íþróttahúss félagsins
annað kvöld, 2. desember, og
hefst hátíðin klukkan 20. Ræðu-
maður kvöldsins er Sverrir
Stormsker og hljómsveitin 66
leikur fyrir dansi fram á nótt.
Pétur Kristjánsson mun taka lag-
ið með hljómsveitinni.
Ajaxíhrakningum
Nýkrýndir heimsmeistarar fé-
lagsliða i knattspyrnu, Ajax frá
Hollandi, komu loks heim í gær-
morgun eftir 21 tíma ferðalag frá
Japan þar sem þeir sigruðu
Gremio í úrslitaleik á þriðjudag-
inn. Þeir töfðust í 10 tíraa á leið-
inni, Rússar bönnuðu flugvél
liðsins að fijúga yfir sítt umráöa-
svæði vegna ruglings á flugnúm-
erum og þar af leiðandi þurfti að
fresta miklum hátiðahöldum í
Amsterdam þar sem taka átti á
móti hetjunum með viðhöfn í
fyrrakvöld.
0-2, 6-12, 11-12, 11-17, 24-34,
35-41, (33-48), 38-52, 47-67, 57-74,
70-94, 89-110.
Stig Vals: Ronald Bayless 39,
Hjalti Jón Pálsson 13, Bjarki Guð-
mundsson 13, Ragnar Þór Jónsson
12, Sveinn Zöega 4, Bjarki Gústafs-
son 4, Guöni Hafsteinsson 2, Magn-
ús Guðmundsson 2.
Stig Grindavíkur: Hermann
Myers 30, Guðmundur Bragason
26, Hjörtur Harðarson 14, Helgi
Jónas Guðfmnsson 13, Marel Guð-
laugsson 9, Unndór Sigurðsson 8,
Páll Axel Vilbergsson 8, Ingi Ing-
ólfsson 2, Árni Björnsson 2.
3ja stiga: Valur 9, UMFG 8.
Dómarar: Einar Einarsson og
Sigmundur Herbertsson, ágætir.
Áhorfendur: Um 150.
Maður leiksins: Guðmundur
Bragason, Grindavík.
Ingibjörg Hinriksdóttir skriíar:
Halldór Kristmannsson var hetja
Breiðabliks þegar hann skoraði sig-
urkörfu þess með 3ja stiga skoti á
lokasekúndunum gegn Keflavík í
ótrúlega kaflaskiptum leik í Smáran-
um í gær og tryggði Blikunum sigur,
80-79.
„Það er alltaf strembið að vinna Kefl-
víkinga, þeir eru með eitt besta liðið í
deOdinni. Við höfum verið að leika vel
hérna í Smáranum og því áttum við
alltaf von þó að sigur hér í kvöld hafi
ekki verið mjög líklegur svona í upp-
hafi. En við lékum eins og lið í lokin
og gáfumst aldrei upp,“ sagði Birgir
Guðjónsson, þjálfari Breiðabliks
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það var mjög gott að ná að sigra
eftir leiöindaviku. Nú er bara að
gleyma bikarnum. Viö hittum mjög
vel utan af velli og þá sérstaklega í
síðari hálfleik. Hittnin hjá okkur var
eins og hjá liðinu fyrr í vetur og er
það ánægjulegt," sagði Teitúr Örl-
ygsson sem átti frábæran leik með
Njarðvíkingum þegar þeir lögðu ÍR-
inga að velli í Njarðvík.
Þrátt fyrir að leikmenn gerðu sig
seka um nokkur mistök í fyrri hálf-
leik var leikurinn hnífjafn og hörku-
spennandi. í síðari hálfleik tók Teitur
Órlygsson af skarið fyrir Njarðvík-
inga. Hann skoraði fyrstu 7 stigin og
á fyrstu sjö mínútunum skoruðu
Njarðvíkingar 22 stig gegn 6 og skor-
aði Teitur 14 af þessum stigum. Þessi
Breiðablik - Keflavík
(35-52)80-79
7-7, 13-13, 23-23, 27-29, 27^13,
33-46, (35-52), 39-52, 44-54, 56-66,
62-68, 68-71, 77-77, 80-79.
• Stíg Breiðabliks: Michael
Thoele 23, Birgir Mikaelsson 16,
Halldór Kristmannsson 16, Agnar
Olsen 12, Einar Hannesson 9,
Steinar Hafberg 2 og Atli Sigþórs-
son 2.
• Stíg Keflavikur: Lenear
Bums 25, Falur Harðai-son 23,
Guðjón Skúlason 21, Siguröur
Ingimundarson 8 og Albert Ósk-
arsson 2.
Fráköst: Breiðabiik 28, Keflavik
29.
3ja stiga körfur: Breiðablik 8/18,
Keflavík 10/23.
Dómarar: Bergur Steingrímsson
og Leifur Garðarsson, ágætir,
Ahorfendur: Um 100.
Maður leiksins: Haildör Krist-
mannsson, Breiðabliki.
Þrátt fyrir ágæta byrjun heima-
manna var útlitið ekki bjart fyrir þá
í hálfleik. Þá leiddu Keflvíkingar með
17 stigum, 35-52. En Blikarnir gáfust
aldrei upp, léku af skynsemi á loka-
mínútunum og höluðu inn mikilvæg-
an sigur.
Blikarnir unnu vel saman í þessum
leik. Einar Hannesson kom mjög
sterkur inn í síðari hálfleik aúk þess
sem þeir Thoele og Birgir léku mjög
vel að venju.
Keflvíkingar voru ekki að leika
sinn besta leik. Þeir urðu heldur
kærulausir í síðari hálfleiknum og
var hengt fyrir það. Falur Harðarson
lék þeirra best.
góði kafli heimamanna var vendi-
punkturinn í leiknum. Njarðvíking-
ar spiluðu mjög sterka vörn, þeir
voru á tánum allan tímann og áttu
góð hraðaupphlaup. Ekkert gekk
hins vegar hjá ÍR-ingum sem reyndu
að spila sem einstaklingar.
Eftir tvo tapleiki í röð gegn Hauk-
um var sigurinn kærkominn fyrir
íslandsmeistarana. Teitur átti mjög
góðan leik, einkum í síðari hálfleik,
Rondey var öflugur en annars var
liðsheildin sterk.
Þaö er alveg ljóst að ÍR-ingar eru
ekki eins sterkir í vetur og í fyrra.
Rhodes og Eggert Garðarsson voru
sterkir og Eiríkur Önundarson átti
ágæta spretti. Herbert Arnarson náði
sér hins vegar ekki á strik og veltur
mikið á þessum snjalla leikmanni
hvort ÍR-ingar spila vel.
„Þetta lítur mjög vel út“
„Ég er ánægður með hvað við komum vel stemmdir til leiksins því við
höfum oft lent í vandræðum hér að Hlíðarenda. Við eigum erfiða leiki
fram undan svo þetta lítur mjög vel út,“ sagði Guðmundur Bragason,
leikmaður Grindavíkur, eftir góðan sigur á Valsmönnum.
Leikurinn var jafn framan af og frekar rólega leikinn en undir lok hálf-
leiksins náðu Grindvíkingar tíu stiga forskoti. í síðari hálfleik léku Grind-
víkingar mjög vel og uppskáru frekar auðveldan sigur.
Hjá Val var Bayless allt í öllu eins og áður en hjá Grindavík lék Guð-
mundur frábærlega og Myers fór á kostum í síðari hálfleik. -ÞG
Kraftaverk
í Kópavogi
-þegar Breiðablik vann Keílavík, 80-79
Teitur frábær
gegn ÍR-ingum
- og Njarðvik sigraði, 93-80
Njarðvík - ÍR
(45-44) 93-80
5-0, 9-4, 9-12, 20-20, 25-20, 31-30,
(45-44), 54-50, 67-50, 75-55, 82-70,
93-72, 93-80.
Stig Njarðvíkur: Teitur Öriygs-
son 28, Rondey Robinson 20, Páll
Kristinsson 10, Gunnar Örlygsson
8, Rúnar Ámason 8, Jóhannes
Kristbjömsson 7, Friðrik Ragnars-
son 7, Sverrir Þ. Sverrisson 3,
Kristinn Einarsson 2.
Stig ÍR: John Rhodes 19, Herbert
Arnarson 18, Eiríkur Önundarson
14, Eggert Garðarsson 13, Máras
Arnarson 9, Jón Ö. Guðmundsson
5, Guðni Einarsson 2.
3ja stiga körfur: Njarðvík 9, ÍR 5.
Dómarar: Jón Bender og Björg-
vin Rúnarsson, gerðu aðeins fleiri
góða hluti en slæma.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Teitur Örlygs-
son, Njarðvík.
Heimsmetístöng
Emma George frá Ástralíu setti
í gær nýtt heimsmet í stangar-
stökki kvenna þegar hún flaug
yfir 4,25 metra á móti í Melbo-
urne. Metið í greininni hefur ver-
ið bætt hvað eftir annað að und-
anfornu og síðast náði því Sun
Caiyn frá Kína þegar hún stökk
4,23 metra í byrjun nóvember.
Newcastie líklegast
Þrátt fyrir að hafa fengið erflð-
an útileik gegn Arsenal í 8-liða
úrslitunum er Neweastle talið
líklegast til sigurs í ensku deilda-
bikarkeppninni í knattspyrnu.
Veðbankar meta möguleika
Newcastle sem 5/2 en siðan koma
Aston Villa og Leeds með 10/3,
Arsenal með 4/1, Middlesbro með
7/1, Bolton með 25/1, Wolves með
33/1, Birmingham og Norwich
með 40/1 og Reading með 50/1.
Ballverðlaunaður
Alan Ball var í gær útnefndur
framkvæmdastjóri mánaðarins í
ensku knattspyrnunni. Undir
hans stjórn hefur Manchester
City rifið sig af botni úrvalsdeild-
arinnar, verið ósigrað í fjórum
leikjum og fengið á sig fæst mörk
af öllum liðum í deildinni. Fram
að því hafði City fengið 2 stig úr
fyrstu 11 leikjunum.
Klinsmannívax
Vaxmynd af þýska knatt-
spyrnumanninum Júrgen Klins-
mann var afhjúpuð í Madame
Tussaud vaxmyndasafiúnu í
London í gær. Klinsmann var gíf-
urlega vinsæll í Englandi þegar
hann lék með Tottenham og hann
er einn af fáum Þjóðverjum sem
prýða safnið. „Þetta er mikill
heiöur fyrir mig og ég er mjög
stoltur. Mér finnst vaxmyndin
eins og ég og mér líkar hún mjög
vel,“ sagði Klinsmann þegar
hann sá listaverkið.
STAÐAN
A-riðill:
Haukar...16 13 3 1384-1180 26
Njarövík... 16 12 4 1439-1264 24
Keflavík.... 16 11 5 1475-1305 22
ÍR...... 16 9 7 1336-1312 18
Tindastóll. 16 8 8 1220-1256 16
Ðreiðablik 16 4 12 1270-1483 8
B-riðiIl:
Grindavík..,16 12 4 1559-1305 24
KR........16 9 7 1376-1372 18
Skallagr..16 7 9 1228-1287 14
Akranes..16 5 11 1351-1467 10
Þór, A...16 5 11 1310-1334 10
Valur......16 1 15 1150-1545 2
Næstu leildr
Næsta umferð í DHL-deildinni fer
fram á sunnudagskvöldiö. Þá tek-
ur Þór á móti Skallagrími, Kefla-
vik leikur á heimavelli gegn
Haukum, Tindastóll og ÍR leika á
Sauðárkróki, KR mætir Grinda-
vik og Breiöablik leikur á heima-
velli gegn Njarðvik. Loks leika
Valur og Akranes að Hlíðarenda.
Allir leikirnir hefjast kl. 20.00.
• Alexander Ermolinskij átti stórleik með liði sínu í gærkvöldi.
Stórleikur
Ermolinskij
- og Skallagrímur vann KR, 72-68
Einar Pálsson, DV, Borgamesí:
„Þetta var fyrst og fremst sigur varnarinnar og þegar við náum upp svona vörn töp-
um viö ekki leik, alla vega ekki á heimavelli. Þetta var annars mjög spennandi leikur
og ég var ánægður að við komum til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Tómas Hol-
ton, þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir sigur á KR-ingum.
Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiks-
ins. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka höfðu KR-ingar fjögurra stiga forskot en
með mikilli baráttu tókst heimamönnum að snúa blaðinu við og Grétar Guðlaugsson
innsiglaði sigur Skallagríms með því að skora þrjú síðustu stigin úr vítaskotum.
Alexander Ermolinskij átti stórleik í liði Skallagríms, skoraði grimmt og tók 15 frá-
köst. Tómas Holton og Grétar Guðlaugsson léku einnig vel og Hlynur Leifsson gerði
góða hluti. Borgnesingar söknuðu Braga Magnússonar og Sveinbjöms Sigurðssonar
en báðir lágu heima með flensu.
í liði KR voru Hermann Hauksson og Ingvar Ormarsson bestir. Jonathan Bow náði
sér hins vegar ekki á strik enda lék Ermolinskij góða vörn á hann. Það vakti athygli
að KR-ingar keyrðu að mestu á fimm leikmönnum allan tímann.
Auðvelt hjá Haukunum
Haukar unnu auðveldan sigur á frekar slöku liði Tindastóls á Króknum í gær.
Topplið Hauka náði afgerandi forystu í fyrri hálfleik sem þeir héldu út allan leiktím-
ann. Heimamenn náðu sér aldrei á strik og sérstaklega var Torrey John í vandræð-
um undir körfunni. Haukarnir þurftu svo sem engan stórleik til að innbyröa sigur-
inn en þeir léku vel þegar á þurfti. Jason Williford var þeirra besti maður og Pétur
Ingvarsson var góður í fyrri hálfleik. -GG/Sauðárkróki
íþróttir
Pólland - ísland á EM í handbolta:
Þeir sem hafa disk
geta séð leikinn
___________l_______________________:_______________
Daiúel Ólaísson, DV, Akranesi:
Þó íslenska sjónvarpið verði ekki með beina útsendingu frá leik Pól-
lands og íslands í Evrópukeppninni í handknattleik á morgun eiga íslensk-
ir handknattleiksáhugamenn möguleika á að sjá hann í sjónvarpi.
Þrátt fyrir að pólska liðið sé búið að tapa öllum sínum leikjum í Evrópu-
keppninni og eigi enga möguleika á að komast áfram mun pólska stöðin
TV Polonia sýna leikinn beint. Þeir sem hafa aðgang að gervihnattadiski
geta því séð leikinn heima í stofu eða á hinum ýmsu veitingastöðum.
Útsendingin hefst klukkan 15.15 á morgun.
Sky Sportígær:
Beiðni Guðna haf nað
Enska sjónvarps-
stöðin Sky Sport
skýrði frá þvi í texta-
varpi sínu í gær að
umsókn Guðna
Bergssonar, _ landsl-
iðsfyrirliða íslands í
knattspymu, um að fá
keppnisrétt sem
breskur leikmaður
yrði nær örugglega
hafnað.
Sagt er að hinn þrít-
ugi íslenski landsliðs-
maður haíi vonast eft-
ir því að öðlast þenn-
an rétt þar sem hann
hafi leikiö í fimm ár í
ensku knattspyrn-
unni. Þá hafl hann
ekki talist til útlend-
inga en Bolton á viö
það vandamál að
stríða að vera með
fjóra slíka og má að-
eins nota þrjá í hverj-
um leik.
Sky Sport hefur eft-
ir talsmanni ensku
úrvalsdeildarinnar að
Guðni fái ekki þennan
rétt vegna þess að
hann hafi ekki leikið
samfellt i Englandi
heldur farið um tíma
heim til íslands. „Það
er okkar tilfmning að
umsókn Guðna
Bergssonar verðí
hafnað," segir tals-
maðurinn.
-DÓ/VS
Næsti möguleikinn
er á EM árið 1998
- nema óvænt úrslit veröi í Moskvu á sunnudaginn
Eftir úrslitin í Evrópuleikjunum
í fyrradag hangir þátttaka íslands
á stórmótum í handknattleik næstu
árin á bláþræði. Takist íslenska
landsliðinu ekki að ná öðru sætinu
í riðlakeppni Evrópumótsins eru
úrslit Evrópukeppninnar, ólymp-
íuleikarnir í Atlanta og heims-
meistarakeppnin 1997 úr sögunni
hvað það varðar og ekki möguleiki
á að komast aftur á stórmót fyrr
en eftir þrjú ár.
Sigur Rúmena á Rússum þýðir
að ísland verður að vinna Pólverja
ytra á morgun og treysta á að ann-
aðhvort taki Rúmenar eitt eða tvö
stig af Rússum í Moskvu á sunnu-
daginn og skilji þá þar með eftir
eða að Rússar vinni Rúmena með
12 mörkum og sendi þá út í kuld-
ann. Báðir þessir möguleikar eru
frekar langsóttir og ástæðan til
bjartsýni því ekki mikil.
ísland áfram:
Ef það óvænta.gerist og ísland nær
öðru sæti riðilsins veröur fram-
haldið sem hér segir:
Þátttaka í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins á Spáni í vor. Þar verða
1-2 sæti á ólympíuleikunum í Atl-
anta síðsumars 1996 í boði til þess
liðs eða þeirra liða sem ná bestum
árangri og höfðu ekki þegar tryggt
sér ólympíusæti í gegnum HM á
íslandi síðasta vor.
Komist ísland á ólympíuleikana
eru möguleikar fyrir hendi á að
vinna sér sæti í heimsmeistara-
keppninni í Japan 1997.
ísland úr leik:
Ef Rúmenía og Rússland komast
áfram úr riðlinum er framhaldið
hjá íslandi sem hér segir:
Ekki með í úrslitcikeppni Evrópu-
mótsins vorið 1996.
Ekki með á ólympíuleikunum í
Atlanta 1996.
Ekki með í heimsmeistarakeppn-
inni í Japan 1997.
Næsti möguleiki er
Evrópukeppnin 1998
Næsta stórmót sem ísland á mögu-
leika á aö taka þátt í er úrslita-
keppni Evrópumótsins 1998 en til
þess þarf íslenska liðiö að komast
í gegnum riðlakeppni haustið 1997.
Vegna fjarveru frá hinum stórmót-
unum er næsta víst að ísland verð-
ur í erfiðum riðli með að minnsta
kosti tveimur ef ekki fleiri sterkum
þjóðum.
Vantar verkefni
til haustsins 1997
Fjarveran frá HM í Japan 1997
þrengir líka möguleikana á að
komast á HM 1999 þannig að allt
stefnir í að skellurinn í HM á
heimavelli síðasta vor hafi lang-
varandi aíleiðingar fyrir íslenskan
handknattleik. -VS
Siggi Grétars
þjálfar hjá Val
Tindastóll- Haukar
(30-40) 72-84
2-0, 6-10, 15-14, 21-26, 27-34,
(30-40), 32-46, 39-54, 54-71, 61-77,
72-84.
Stig Tindastóls: Pétur Guð-
mundsson 18, Torrey John 17, Hin-
rik Gunnarsson 13, Omar Sigmars-
son 10, Arnar Kárason 8, Óli
Barðdal 4, Lárus Dagur Pálsson 2,
Stíg Hauka: Jason Williford 20,
Pétur Ingvarsson 15, ívar Ásgríms-
son 11, Bergur Eðvarðsson 9, Jón
Arnar Ingvarsson 7, Sigfús Giss-
urarson 6, Björgvin Jónsson 6, Þór
Haraldsson 5, Sigurður Jónsson 3,
Vignir Þorsteinsson 2.
Fráköst: Tindastóll 39, Haukar
42.
3ja stiga körfur: Tindastóll 5,
Haukar 2.
Dómarar: Kristinn Albertsson
og Eggert Aðalsteínsson.
Áhorfendur: Um 300.
Maður leiksins: Jason Williford,
Haukum.
Skallagrímur - KR
(41-36) 72-68
5-0, 15-7, 24-19, 32-27, (41-36),
41-41, 48-49, 56-56, 62-64 67-67,
72-68.
Stig Skallagrims: Erniohnskij
28, Tómas Holton 17, Grétar G. 10,
Hlynur L. 7, Guðjón Þ. 4, Gunnar
Þ. 2, Slgmar E. 2, Ari G. 2.
Stig KR: Hermann Hauksson 22,
Bow 17, Ingvar O. 11, Óskar K. 9,
Tómas H. 7, Lárus Á. 2.
Fráköst: Skaliagrímur 33, KR36.
3ja stiga körfur: Skaliagr 17/5,
KR 15/3.
Vítanýting: Skallagr 30/20, KR
30/26.
Dómarar: Kristján Möller og
Helgi Bragason, sæmilegir.
Áhorfendur: 456.
Maður leiksins: Alexander Er-
molinskij, Slcallagr.
Sigurður Grétarsson hefur verið
ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Vals í
knattspymu. Hann kemur til lands-
ins í janúar og hefur störf hjá Vals-
mönnum 1. febrúar. Fram aö þeim
tíma mun Kristinn Björnsson stýra
æfingum hjá félaginu.
Sigurður, sem er fyrrum landsliðs-
fyrirliði í knattspyrnu, hefur verið
búsettur í Sviss síðan 1985. Hann
gerðist þá atvinnumaður, fyrst með
Luzern og síðar Grasshoppers, og
varð meistari með báðum liðum.
Slæm meiðsli í hné gerðu það að
verkum að hann þurfti að leggja
skóna á hilluna fyrir einu og hálfu
ári og hefur hann síðan þjálfað lið í
svissnesku 4. deildinni. Fyrir
skömmu greindi DV frá því að hann
hefði verið ráðinn þjálfari yngri
flokka hjá Luzern og ráðgjafi félags-
ins sömuleiðis en hann mun nú segja
skilið viö það og snúa til nýrra verk-
efna hér heima.
„Við fógnum því mjög að fá Sigurð
til að starfa með okkur og væntum
mikils af honum. Við verðum með góð-
an hóp næsta sumar,“ sagði Theodór
Halldórsson, formaður knattspyrnu-
deildar Vals, á blaðamannafundi sem
Valsmenn efndu til í gærkvöldi vegna
ráðningarinnar. -ÞG/GH
EMíhandbolta:
Júgóslavía og
Slóveníaáfram
i urslitm
Slóvenía og Júgóslavía tryggðu
sér í fyrrakvöld sæti í úrslitum
Evrópukeppninnar í handknatt-
leik. Slóvenar unnu Króata og
Júgóslavar unnu stórsigur á
Belgum á útivelli.
Úrslitin í fyrrakvöld:
1. riðill:
Tyrkland -Austurríki.......25-23
Sióvenía - Króatía......22-19
Króatía 8 stig, Slóvenía 7, Tyrk-
land 3 og Austurríki 2. Króatía og
Slóvenía eru komin í úrslit.
2. riðiil:
Makedónía -Slóvakía.....28-26
Tékkland - Ungverjaland.34-28
Tékkiand 9 stig, Makedónía 5,
Ungverjaland 5, Slóvakía 1. Tékk-
iand er komið i úrslit ogMakedón-
ía stendur betur að vígi í baráttu
við Ungverja.
3. riðill:
Belgia - Júgóslavía.....17-27
Júgóslavía 8 stig, Frakkland 4,
Belgia 4, Hvíta-Russland 2. Júgó-
slavia er komin í úrslit en báðir
leikir Frakka og Hvít-Rússa em
um helgina.
4. riðill:
Ísland-Pólland..........31-26
Rúmenía - Rússland.......22-1
Rúmenía 8 stig, Russland 6, ís-
land 6, Pólland 0. Rúmenía, Rúss-
land og ísland eiga öll möguleika
og geta öll dottið út.
5. riðill:
Danmörk 7 stig, Þýskaland 5, Sviss
3, Litháen 1. Ðanir em komnir í
úrslit. Þeir mæta Þjóðveijum tvi-
svar um helgina og nái Þjóðverjar
tveimur stigmn eru þeir öruggir
áfram, annars á Sviss miiguieika.
• Spánn og Svíþjóð fóru beint í
úreluakopiíniua.
NBA-deildin í nótt:
Houston lá heima
Meistarar Houston Rockets
máttu sætta sig við ósigur á heima-
velli gegn Utah í NBA-deildinni í
körfuknattleik í nótt, 105-112.
Úrslitin í NBA í nótt:
Washington - Cleveland....85-97
- Brandon 29.
Orlando - Dallas........110-96
Scott 29, Hardaway 24, Anderson 14,
Grant 13 -
Detroit - Miami........107-118
Thorpe 24 - Mourning 23, Askins 16.
Houston-Utah...........105-112
- Malone 27.
Sacramento - Indiana....105-95
Polynice 21, Grant 20, Marciulionis
18 - Miller 21, Johnson 17.
Portland - Milwaukee.....99-100
Strickland 18 - Robinson 31.
Vancouver - Chicago........88-94
- Jordan 29.
New Jersey og Philadelphia
skiptu á sex leikmönnum í nótt.
Derrick Coleman, Sean Higgins og
Rex Walters fóru til Philadelphiu í
skiptum fyrir Shawn Bradley, Tim
Perry og Greg Graham. Coleman
var nýliði ársins 1990-91 en hefur
ekkert leikið með New Jersey í
vetur vegna veikinda.
-VS