Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Á ríkið sér
hlutverk í
ferðaþj ónustu?
er yfirskrifts málþings, sem
haldið verður í dag á Grand Hot-
el, Sigtúni 38. Þingið hefst kl.
14.00.
Oddafélagið
Fimm ára afmælishátíð verð-
ur í Haligrímskirkju í dag kl.
15.00.
Félagsvist
verður í Risinu í dag kl. 14.00.
Göngu-Hrólfar fara frá sama
stað kl. 10.00 í fyrramálið.
Samkomur
Félag ekkjufólks
og fráskilinna
Jólafúndur verður í Risinu í
kvöld kl. 20.30.
Reggie on lce
mun leika á sveitaballi á Breiðu-
mýri í kvöld. Hljómsveitin leik-
ur blandaða tónlist með reggie
ívafi.
Kvikmyndasýning til
styrktar Amnesty
I kvöld 9. verður sérstök sýn-
ing í Regnboganum á kvikmynd-
inni Beyond Rangoon. Rennur
allur ágóði til Amnesty
Intemational.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir og
Ólafur Árni Bjarnason í hlut-
verkum Cio- Cio-San og Pin-
kertons.
Madama
Butterfly
Sýning verður á óperanni
Madama Butterfly eftir Puccini
á vegum íslensku óperunnar í
kvöld. Þessi vinsæla ópera fjall-
ar i stuttu máli um ástir og
harm japönsku geisunnar Cio-
Cio-San eða Madömu Butterfly
eins og hún er kölluð af hinum
sjálfumglaða og lausláta amer-
iska sjóliðsforingja B.F. Pin-
kerton sem giftist henni og bjó
með í nokkra mánuði sér til
gagns og gamans. Pinkerton
snýr aftur til Ameríku án þess
að vita að hún gengur með son
Leikhús
þeirra. Butterfly, trú eigin-
manni sínum, biður þess að
hann komi aftur til að fara með
sig og.soninn til nýja landsins.
Pinkerton kemur aftur en með
ameríska eiginkonu sér við hlið
í þeim tilgangi að sækja son
sinn. Öllum stoðum er kippt
undan tilveru Butterfly. Hún
getur ekki lengur lifað með
sæmd og ákveður því að deyja
með sæmd.
Með aðalhlutverkin fara Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og Ólafur
Árni Bjamason. Aðrir söngvar-
ar era Bergþór Pálsson, Rann-
veig Fríða Bragadóttir, Sigurður
Björnsson og fleiri.
Vinningstölur 30. nóv. 1995
4*6«19*22»24«25*30
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Dead Sea Apple í Rósenbergkjallaranum:
Rokkball
í Rósenbergkjallaranum er
rokkið í hávegum haft um helg-
ar og helstu rokksveitir landsins
hafa látið ljós sitt skína þar að
undanfornu. Um helgina er það
Dead Sea Apple sem heldur uppi
stuðinu, leikur í kvöld og annað
kvöld. Hljómsveitin Dead Sea
Apple hefur verið til um nokk-
urt skeið og látið að sér kveða í
rokklífi höfuðborgarinnar og
leikur rokklög úr öllum áttum
Skemmtanir
sem gestir í Rósenbergkjallaran-
um geta dansað eftir.
Meölimir Dead Sea Apple eru
Hannes H. sem lemur húðimar.
Á bassa er Arnþór Þ. Carl J.
leikur á gítar. Haraldur V. leik-
ur einnig á gítar og Steinar L. er
söngvari hljómsveitarinnar.
Þetta er í síðasta sinn sem Dead
Sea Apple kemur fram á þessu
ári.
Dead Sea Apple leikur í Rósenbergkjallaranum í kvöld og annað kvöld.
Þungfært á
heiðum
Flestir þjóðvegir á landinu eru
greiðfærir en hálka er á ýmsum
vegum, svo sem á Hellisheiði, Hval-
Færð á vegum
fjarðarströnd, á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi, Holtavörðuheiði og einnig
á Vestfjörðum, Norðaustur- og Aust-
urlandi. Hrafnseyrarheiði er þung-
fær vegna snjóa og snjór er einnig
víða á vegum, til að mynda á Aust-
fjörðum er snjór á öllum heiðum.
Einstaka leiðir eru ófærar. Má þar
nefna Eyrarfjall á Vestfjörðum, Lág-
heiði og Öxaifjarðarheiði á Norður-
landi og Fljótsheiði fyrir austan.
Bróðir Jó-
hannesar Gísla
Litli drengurinn á myndinni
fæddist á Sjúkrahúsi Selfoss 10.
nóvember kl. 05.58. Hann var 4.490
Barn dagsins
grömm að þyngd og 57 sentímetra
langur. Foreldrar hans eru Sædís
Ósk Harðardóttir og Eggert Skúli
Jóhannesson. Hann á einn bróður,
Jóhannes Gisla, sem er eins og
hálfs árs.
Linda Fiorentino leikur konu
sem erfitt er að átta sig á.
Jade
Jade, sem Háskólabíó sýnir
um þessar mundir, er sálfræöi-
þriller, gerður eftir handriti Joe
Eszterhas, þess hins sama og
skrifaði Basic Instinct. Fjallar
myndin um þrjár persónur og
tengsl þeirra í sambandi við
morð í San Francisco. Aðalhlut-
verkið leikur David Caruso,
metnaðargjarnan saksóknara. Á
meðan á heimsókn til vinafólks
hans stendur er hann kallaður á
vettvang þar sem þekktur millj-
ónamæringur hefur verið myrt-
ur. Hann tekur að sér rannsókn
málsins sem liggur í margar átt-
ir, meðal annars inn á skrifstofu
ríkisstjóra Kalifomíu.
Leikstjóri myndarinnar er
William Friedkin, þekktur
Kvikmyndir
spennumyndaleikstjóri sem á að
baki meðal annars tvær klass-
ískar myndir, The Exorcist og
The French Connection. David
Caruso skaust upp á stjörnuhim-
ininn í sjónvarpsþáttaröðinni
NYPD og þótt þáttaröðin væri
mjög vinsæl hætti hann og sneri
sér að kvikmyndum.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Jade
Laugarásbíó: Feigðarboð
Saga-bíó: Dangerous Minds
Bíóhöllin: Algjör jólasveinn
Bíóborgin: Mad Love
Regnboginn: Beyond Rangoon
Stjörnubíó: Desperado
Gengið
Almenn gengisskráning Ll nr. 284.
01. desember 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,420 65,760 65,260
Pund 99,950 100,460 101,280
Kan. dollar '47,960 48,260 48,220
Donsk kr 11.6610 11,7230 11,7440
Norsk kr 10,2500 10,3060 <0,3220
Sænsk kr 9.9800 10,0350 9,9670
Fi. mark 15,1800 15,2"’00 1 J.2950
Fra. franki 13,0530 13,1280 13,2300
Belg. franki 2.1951 2,2083 2,2115
Sviss. franki 55,4600 55,7600 56,4100
Holl. gyllini 40.3000 40.5300 40,5800
Þýskt mark 45.1400 45,3700 45,4200
ít. lira 0,04086 0,04112 0,04089
Aust. sch. 6,4110 6,4510 6,4570
Port. escudo 0,4306 0,4332 0,4357
Spá. peseti 0,5297 0,5329 0,5338
Jap. yen 0,64030 0,64420 0,64260
Irskt pund 103.480 104,120 104,620
SDR 96,76000 97,34000 97,18000
ECU 83,2600 83,7600
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270.
Krossgátan
? r~ zr~ 7
8
IO mmm TT
IÍ
15
J r rr
lo
Lárétt: 1 hanski, 6 átt, 8 hlust, 9 spil,
10 menn, 12 skaðanum, 14 reipi, 15
són, 16 makaði, 18 ellegar, 20 þekktar.
Lóðrétt: 1 aðkomumann, 2 loka, 3
gruna, 4 fót, 5 einlæg, 6 alltaf, 7 pen-
ingum, 11 forskaut, 13 kvæði, 14
knæpa, 17 frá, 19 rykkorn.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 skömm, 6 sæ, 8 víf, 9 aumt,
10 eklu, 11 nái, 12 rikling, 15 braut, 17
ar, 18 rauð, 20 ári, 21 áls, 22 urið. •’
Lóðrétt: 1 sver, 2 kíkir, 3 öfl, 4 maul-
uðu, 5 muni, 6 smánar, 7 æti, 13 kaus, fi
14 grið, 15 brá, 16 tár, 19 al.