Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 31 Röntgentæknar: Sjúklingum verður vísaö annað „Það verður boðað til fundar með röntgentæknum í dag og þá sjáum við hvað gerist. Annars er _ til neyðaráætlun fyrir sjúkrahús- ið en það þýðir að öllum verkum seinkar og við verðum að vísa sjúklingum annað,“ segir Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Landspítal- anum. 15 röntgentæknar hættu þar störfum í gær og eru aðeins -fjórir eftir. Daníel Hálfdanarson, talsmað- ur röntgentæknanna, sagðist í morgun svartsýnn á samkomu- lag. „Þeir ráku okkur og virðast ætla að reka sjúkrahúsið sem heilsuhæli,“ sagði Daníel. -GK Menning I eldlínunni Á hverju einasta ári eru unnin stórkostleg björgunarafrek hér á landi, á sjó, í lofti og á landi. Ótrú- legur fjöldi manna kemur að þess- um mikilvægu störfum, sem yfir- leitt vekja mikla athygli í fjölmiðl- um fyrst á eftir. En smám saman minnkar áhugi almennings og fjöl- miðla og afrekin falla i gleymsku nema meðal þeirra sem staðið hafa í eldlfnunni. Fyrir síðustu jól kom út bókin Útkall Alfa TF-SIF eftir Óttar Sveinsson blaðamann. í henni var lýst mörgum glæstum afrekum þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, afrekum sem bjargað hafa hund- ruðum mannslífa. Segja má að sú bók hafi, auk þess að varpa Ijósi á góð verk starfsmanna Gæslunnar, verið sterk og mikilvæg í því skyni að ýta á að hingað til lands væri keypt stærri og öruggari þyrla en þær sem fyrir voru. Nú er slíkt tæki komið í notkun og byrjað að sanna gildi sitt. Óttar Sveinsson hefur nú gefið út aðra bók, sem hann nefnir Útkall - Islenska neyðarlínan. Sú bók hefúr að geyma sex frásagnir af því hvern- ig lífí fólks hefur verið bjargað, oft við mjög erfiðar aðstæður. Ein frá- sögnin hefur verið kvikmynduð og verður sýnd í bandaríska mynda- flokknum 911 sem sýndur hefur verið í sjónvarpi hér á landi. í þessari bók er fjallað um fjöibreyttari björgunarverkefni. í einu til- felli er um að ræða islenskt skip, Tungufoss, sem hreppir stórsjó á Ermarsundi og sekkur. Sagt er frá eldsvoða í fjölbýlishúsi, slysi við kajakróður í Hvítá, frá björgun manna sem lenda í lífsháska um borð í pramma í Reykjavíkurhöfn, frá björgun hjóna úr jökulsprungu á Snæ- fellsjökli og frá því er þyrla Varnarliðsins bjargaði fimm af sex skipverj- um dráttarskipsins Goðans í Vöðlavík í janúar 1994. Allar þessar frásagnir eru áhugaverðar og styrkur þessarar bókar felst meðal annars í því hversu ólík þessi tilvik eru. En í öllum tilvik- um tekst að bjarga fólki úr bráðri hættu. Sumar frásagnirnar eru að mínu mati helst til langar og óþarflega nákvæmar. Hætt er meira að segja við að einhverjar þeirra geti vakið upp óþægilegar og óæskilegar --------------------------- minningar hjá þeim sem stóðu í RnltHIPH wH r eldlínunni. Hins vegar má segja að 1 ■ IIII það gefi frásögnum gildi að margir --------------------------- eru að segja frá sinni upplifun á Qjnnrriiir Molnacnn Því sem hefur §erst- Einnig kemur oiyuiuui nBiydbun skýrt fram hvernig fólki leið hvaða hugsanir flögruðu gegnum huga þess og hvað það sem telst vera stórmál í daglega lífinu verður smávægilegt þegar lífshætta er annars vegar. Gildismat allra hlýtur að breytast. Helsti gallinn á bókinni er án efa sá að ekki er alltaf auðvelt að sjá hver segir hvað, þannig að lesandinn er ekki alveg viss um hver er að lýsa reynslu sinni. Sami galli var á fyrri bókinni. En kannski er þetta að hluta til vegna þess að höfundur er að velta fyrir sér því að frásagn- irnar geti hugsanlega orðið uppistaðan í handriti fyrir fyrrnefndan sjónvarpsþátt. Það er ekki ólíkleg skýring á þessari aðferð hans. Þó að hér séu nefnd nokkur atriði sem hugsanlega gætu orðið betri ef þau væru öðruvísi, þá er full ástæða til að hrósa höfundinum fyrir að halda á lofti því sem vel er gert í þágu íslensks samfélags. Starfsemi björgunarsveita á íslandi er alls ekki sjálfsagður hlutur. Fjöldi fólks leggur mikið á sig til að geta orðið samferðafólki sínu til aðstoðar ef það lendir í raunum. Það ber að þakka og því á að halda á lofti. Væri þessi starfsemi ekki fyrir hendi væri ekki jafn gott að búa á íslandi og raun ber vitni. Líklega höfum við aldrei kynnst því betur heldur en á þessu ári. Óttar Sveinsson vinnur gott starf með því að skrifa svona bók, með- al annars vegna þess að hann varpar svo skýru ljósi á þetta starf. Bók- in er vandvirknislega frágengin af hálfu útgefanda. Höfundur helgar bókina minningu systur sinnar, Jóhönnu sem lést af slysförum í Frakk- landi fyrr á þessu ári. Sú tileinkun er falleg og endurspeglar eftirsjá og hlýjar minningar og gefur bókinni enn meira gildi. Óttar Sveinsson: Útkall - íslenska neyðarlínan Reykjavík, íslenska bókaútgáfan, 1995 Fréttir Valt á annan - - - - Maður missti stjórn á bíl sínum á Engihjalla í Kópavogi á tíunda tímanum í gær, ók í gegnum grindverk og velti bílnum niður á bíiastæði neðan vegar- ins og á annan bíl. Hann var einn í bílnum og var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans munu þó ekki alvarleg. DV-mynd S Mismunandi bætur á snjóflóðahættusvæðum: Kemur í veg fyrir misnotkun - segir Vilhjálmur Egilsson þingmaður „Þetta kann að virðast óréttlátt fyrir þann sem flytur burt en á það er líka að líta að sá sem verður eft- ir fær verðminni húseign heima á staðnum en hann gæti annars feng- ið. Sá sem flytur gæti líka keypt sér verðmeiri húseign á nýjum stað, selt hana aftur og.flutt svo heim og keypt þar verðminni eign og hagn- ast þannig á þeirri ógæfu að hafa upphaflega byggt á hættusvæði," segir Vilhjálmur Egilsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, um hug- myndir ríkisstjórnarinnar um mis- mundandi bætur til fólks sem rikið kaupir húsin af á snjóflóðahættu- svæðum. Samkvæmt frumvarpi sem félags- málaráðherra hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina. fá þeir minni bætur fyrir hús sin sem flytja burt úr sveitarfé- laginu en þeir sem kjósa að kaupa aftur á sama stað. Komið hefur fram óánægja með þennan mismun og í DV í gær sagði Magnús Eggertsson á Flateyri að verið væri að binda menn í átthaga- Qötra með reglum þessum. Hann á hús á hættusvæði og hefur ákveðið að flytja frá Flateyri með fjölskyldu sinni. í greinargerð með frumvarpinu segir að tilgangurinn með að hafa greiðslurnar mismunandi sé að styrkja byggð í viðkomandi sveitar- félagi. Þar er vísað til byggðasjónar- miða en Vilhjálmur Eigilsson sagði að rökin væru ekki síður trygginga- fræðileg þvi með jafnri greiðslu gætu menn í raun hagnast á að hafa byggt á snjóflóðahættusvæði. -GK Glersteinn á góðu verði • KNARRARVOGI4 • 9 568 '675$ (---------*\ ÍSLENSK VARA - INNLEND ATVINNA íslenskt V________ Loðnuvertíðin: Mestu landað á Siglufirði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Mestri loðnu á vertíðinni sem stendur yfir hafði í gær verið land- að á Siglufirði, en þangað höföu borist 40.415 tonn. Alls hafði loðnu verið landað á 14 stöðum víðs vegar um land. Næstmestu hafði í gær verið land- að á Seyðisfirði, 16.557 tonnum, á Akranesi 14.108 tonnum, á Þórshöfn 12.886 tonnum, á Eskifirði 12.528 tonnum og í Grindavík 11.658 tonn- Alls hafði í gær verið landað 157.949 tonnum af loðnu á vertíð- inni. Sá kvóti sem þegar hefur verið gefið út að komi í hlut íslenskra veiðiskipa nemur 536 þúsund tonn- um, en Hafrannsóknastofnun hefur síðan lagt til að heildarkvóti verði 1100 þúsund tonn og í hlut íslend- inga komi 900 þúsund tonn. Sam- kvæmt því eru óveidd um 740 þús- und tonn og hafa menn helst af því áhyggjur að ekki takist að veiða það magn áður en vertíðinni lýkur í vor. Árekstur í Hrísey Gylfi Kristjánsson, DVi Akureyri: Vitað er um átta árekstra í um- ferðinni í Eyjafirði í gær. Sjö þeirra urðu á Akureyri en einn í Hrísey og þangað fór lögregla frá Dalvik í Hriseyjarferjunni til að kanna mál- ið. Áreksturinn í eyjunni varð milli bifreiðar og vélsleða á mótum Norð- urvegar og Skólavegar. Ökumaður vélsleðans var fluttur í land og á slysadeild á Akureyri þar sem talið var að hann væri fótbrotinn. Ár og dagar munu vera síðan árekstur hefur orðið í Hrísey, enda hvorki mörg ökutæki þar né mikil eða hröð umferð. Vinningshafi 30. nóv. 1995: Einar Vilhelm Einarsson Hæðargerði 12 - Reykjavík VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekið þátt í jólaleik Bónus Radíó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja í síma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 minútan. Glaesilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM símar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem er fulibúin CMC margmidlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 Verð 39,90 mínútan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.