Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Menning__________________________________
Guömundur Árni með viðtalsbók við sjö íslendinga í útlöndum:
íslendingar klára sig
hvar sem þeir koma
- segir þingmaðurinn m.a. í stuttu spjalli
Guðmundur Arni Stefánsson þingmaður með viðtalsbókina Hver vegur að heiman... sem Skjaldborg gefur út.
DV-mynd ÞÖK
„Þessi bók hefur verið að bræðast
með mér í nokkur ár. Öll þekkjum
við fjölda ættingja og vina í útlönd-
um sem hefur búið þar árum saman
og komið sér vel fyrir. I samanburði
milli starfsstétta virðist fólk hafa
það miklu betur erlendis. Yfirleitt
er það með íslendinga í útlöndum,
og það á við mina viðmælendur, að
þeir vilja allir heim. Titill bókarinn-
ar er einmitt kominn til af því,“
sagði Guðmundur Árni Stefánsson,
alþingismaður og fyrrverandi ráð-
herra og bæjarstjóri, við DV en
hann er með viðtalsbók í jólabóka-
flóðinu sem nefnist Hver vegur að
heiman... - islendingar í útlöndum.
Skjaldborg gefur bókina út.
Guðmundur ræðir við hjónin
Þórð Sæmundsson, flugvirkja, for-
stjóra og athafnamann, og Drífu Sig-
urbjarnardóttur hótelstjóra í Lúx-
emborg, Ástþór Magnússon, at-
hafncimann í Englandi, Rannveigu
Fríðu Bragadóttur, óperusöngvara í
Austurríki, Gunnlaug Stefán Bald-
ursson, arkitekt í Þýskalandi, Gunn-
ar Friðþjófsson, útvarpsstjóra í Nor-
egi, og Lindu Finnbogadóttur Vene-
gas, hjúkrunartræðing í Bandaríkj-
unum.
Gamla fósturjörðin togar
„Þótt viðmælendur mínir hafi
dvalið erlendis frá tólf og upp í þrjá-
tíu ár þá togar gamla fósturjörðin
alltaf í þá. Það var einmitt kveikjan
Lff mun kvikna í hádeginu á
laugardögum í Borgarleik-
húsinu í vetur.
Nýjung hjá LR:
Hádegisleikhús
á laugardögum
Leikfélag Reykjavíkur hleypir
af stokkunum nýjung í starfsemi
sinni í Borgarleikhúsinu um
helgina. Hádegisleikhús nefnist
nýjungin og verður dagskrá í
nýjasta leikrými hússins, Leyni-
bamum, í hádeginu á laugardög-
um í vetur. Þar verður boðið
upp á leikin atriði, upplestra,
leiklestra, tónlist og fleira. Að-
gangur er ókeypis en leikhús-
gestir geta, ef þeir vilja, keypt
léttar veitingar gegn vægu gjaldi
á Leynibamum.
Fyrsta dagskráin á morgun
verður helguð verkum Einars
Kárasonar. Margrét Ólafsdóttir
leikkona mun lesa kafla úr
Djöflaeyjunni, Tómas R. Einars-
son fjallar um rithöfundinn Ein-
ar frá sjónarhóli lesenda, flutt
verða atriði úr íslensku mafí-
unni sem frumsýna á 28. desem-
ber, en verkið byggist á tveimur
verka Einars og hann mun síðan
ásamt Kjartani Ragnarssyni
leikstjóra gera grein fyrir leik-
geröinni á íslensku mafíunni.
Tónlist verður fléttað inn í dag-
skrána af Óskari Einarssyni og
hijómsveitinni Skárren ekkert.
Við opnun nýja leikhússins mun
„díxíband" Lúðrasveitarinnar
Svans leika nokkur lög. -bjb
að bókinni; að fara nánar ofan í þau
sterku tengsl sem ættlandið hefur.
Þetta endurspeglast mjög í bókinni.
Síðan langaði mig að heyra hvemig
afstaða þeirra væri til íslands eftir
þetta langa fiarveru. Ég held að þetta
sé bók sem ætti eftir að vekja áhuga
margra og svara spurningum tals-
vert óvænt,“ sagði Guðmundur Árni.
- Hvað á eftir að koma mest á
óvart í bókinni?
„Það fer eftir viðmælendum. Fólk-
ið kemur úr ýmsum störfum. Það er
ekki heimsfrægt en lætur engu að
síður mjög sterkt til sín taka á þvi
svæði sem það starfar á. Við erum
að tala um athafnafólk í viðskiptalif-
inu, útvarpsstjóra, kunnan arkitekt
og óperusöngvara sem minna hefur
farið fyrir en efni standa til. Þetta
Alheimsleikhúsið hefur hafið æf-
ingar á nýju leikriti eftir Hlín Agn-
arsdóttur sem nefnist Konur skelfa.
Hlín er jafnframt leikstjóri og verð-
ur leikritið sýnt á litla sviði Borgar-
leikhússins. Áætluð frumsýning er í
lok janúar á næsta ári. Verkið er
sett upp í samstarfi við Borgarleik-
húsið með styrk frá Leiklistarráði.
Leikritið gerist að vetrarlagi inni
á kvennaklósetti á íslenskum
skemmtistað þegar nálgast mið-
nætti og dansinn dunar við undir-
leik portúgalskrar hljómsveitar. Á
einni kvöldstund kynnast áhorfend-
ur ólíkum manneskjum sem fara út
að skemmta sér. Inni á klósettinu er
heimur kvenna í sinni nöktustu
mynd, fyrir framan spegilinn.
Hlín segir að verkið sé gamanleik-
ur sem um leið sé harmsaga sem
fialli um ástir, sigra og vonbrigði.
„Enda verður gamanleikurinn
aldrei verulega fyndinn nema þegar
í honum liggur harmsögulegur und-
irtónn," segir Hlín.
Konurnar sem skelfa eru leiknar
af önnu E. Borg, Ástu Amardóttur,
Maríu Ellingsen, Steinunni Ólafs-
dóttur og Valgerði Dan. Kjartan
undirstrikar það að íslendingar
klára sig i langflestum tilfellum
mjög vel, hvar sem þeir eru hverju
sinni. Eftir sem áður togar gamla
landið býsna mikið og allir eru við-
mælendurnir á heimleið með einum
eða öðrum hætti.“
Guðmundur sagði það sammerkt
með viðmælendunum að þeir segj-
ast upplifa sig sem gest í eigin landi
þegar þeir komi til Islands.
„Þegar árin og áratugirnir líða
vaknar kannski sú spurning: „Hvar
á ég heima? Hérna bý ég en uppruni
minn er annars staðar." Þannig að
það eru margar hliðar á þessum
málum þegar upp er staðið," sagði
Guðmundur en í bókinni lýsir hann
aðstæðum íslendinganna í erlend-
um heimkynnum, jafnt í starfi sem
Guðjónsson er meö eina karlhlut-
verkið. Leikmyndahönnuður er Jón
Þórisson, Álaug Leifsdóttir fata-
hönnuður saumar búninga og Ög-
mundur Jóhannesson sér um lýs-
ingu.
Sýningarstjóri er Jón S. Þórðar-
fiölskyldulífi.
Fleiri hugmyndir í kollinum
- Ætlar þingmaðurinn Guðmund-
ur Árni að halda áfram að taka þátt
í jólabókaflóðinu?
„Það er ekkert ákveðið í þeim efn-
um. Þetta var unnið á vordögum og í
sumar jöfnum höndum. Ég var svo
heppinn að hitta flesta viðmælend-
urna á íslandi og aðra hitti ég erlend-
is. Ég kem úr þeim ranni að ég hef
alltaf haft gaman af því að skrifa.
Það getur vel verið að ég eigi eftir að
senda fleiri bækur frá mér, ég slæ
engu föstu um það, til eða frá. Marg-
ar góðar hugmyndir eru í kollinum,
hvort sem ég vinn úr þeim á næsta
ári eða þarnæsta verður að koma í
son. Hljómsveitin Skárra en ekkert
semur tónlist við verkið. Aðstoðar-
maður við uppsetningu er Sigrún
Gylfadóttir og framkvæmdastjóri
sýningarinnar er Þómý Jóhanns-
dóttir.
-bjb
ljós.“ -bjb
Alheimsleikhúsið á litla sviði Borgarleikhússins:
Konur skelfa á klósettinu
- æfingar hafnar á nýju leikriti Hlínar Agnarsdóttur
Leikarar og aðstandendur leikritsins „Konur skelfa" hjá Alheimsleikhúsinu.
Eins og vera ber er myndin tekin á kvennaklósetti!
Gunnar Kristjánsson og Mörður
Árnason með Vídalínspostill-
una. DV-mynd BG
Vídalínspostilla
í nýjum búningi
Vídalínspostilla er komin út í
nýrri útgáfu frá Máli og menn-
ingu í samvinnu við Bókmennta-
fræðistofnun Háskólans. Séra
Gunnar Kristjánsson og Mörður
Árnasori íslenskufræðingur sjá
um útgáfúna, sem er sú 15. á
þessu mikla riti.
Ásamt Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar má telja Víd-
alínspostillu helsta listaverk ís-
lendinga frá barokkskeiðinu í
evrópskri menningu. Þetta var
fyrsta húslestrarbókin eftir ís-
lenskan höfund, Jón Þorkelsson
Vídalín, biskup í Skálholti 1698-
1720. Bókin var tíu sinnum gefin
út á 18. öld en síðast árið 1945.
Þessari útgáfu fylgir ítarlegur
inngangur sr. Gunnars um post-
illuna og höfund hennar. Mörð-
ur gerir grein fyrir vinnubrögð-
um við útgáfuna.
Carl Christian
Rafn 200 ára
- sýning hefst í dag
Sýning
hefst i Þjóðar-
bókhlöðunni í
dag í tilefni
þess að 200 ár
eru liðin frá
fæðingu
stofnanda
Landsbóka-
safrisins,
Carls Christians Rafns. A sýn-
ingunni eru handrit, bréf, prent-
uð rit og myndir sem tengjast
sögu Rafns.
Rafn var fæddur á Fjóni 1795
og ólst þar upp. Mikill áhugi á
norrænum og íslenskum forn-
fræðum varð til þess að hann
beitti sér fyrir stofnun „stiftis-
bókasafns“ í Reykjavík árið 1818
sem síöar hlaut nafnið Lands-
bókasafn. Vann hann af mikilli
elju að vexti og viðgangi þess
allt til dauðadags 1864.
Samtök vatns-
litamálara
Nýlega var haldinn undirbún-
ingsfundur að stofnun samtaka
vatnslitamálara á íslandi að
frumkvæði Katrínar Helgu Ág-
ústsdóttur. Hin fyrirhuguðu sam-
tök hafa á stefnuskrá sinni að
standa fyrir vatnslitasýningum á
Islandi og eiga samvinnu við er-
lend samtök á þessu sviði, s.s.
samtök norrænna vatnslitamál-
ara, Nordiska Akvarellselskapet,
en þau hafa á stefnuskrá sinni að
reisa norrænt safn vatnslita-
mynda og listamiðstöö.
Eaken-tríóið
statt hérlendis
Eaken-tríóið frá Pennsylvaníu
í Bandaríkjunum er statt hér á
landi um þessar mundir vegna
tónleikahalds. Tríóið kom hingað
ásamt Lynn Helding messósópr-
an og tónskáldinu Gerald Shap-
iro eftir vel heppnaða tónleika-
ferð í Evrópu. Tónleikar verða i
Listasafni Siguijóns Ólafssonar í
kvöld og á morgun. -bjb