Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Borgarstjóri:
Sækjum á
þegar
allt tímabilið
er gert upp
„Ég er ekkert hissa á því þó að
skiptingin sé svona vegna þess að
við höfum þurft aö standa í ýmsum
aðgerðum sem eru ekki vinsælar.
Þær eru að stærstum hluta afleiöing
af því hvernig komið var fyrir borg-
arsjóði þegar við tókum við honum
af sjálfstæðismönnum. Ég hef trú á
því að við sækjum á þegar kjörtíma-
bilið allt er gert upp,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri um niðurstöður skoðanakönn-
unar DV. -GHS
Árni Sigfússon:
Höfum boðið
aðrar leiðir
„Þetta eru ánægjuleg tíðindi og
líka ánægjulegt að sjá að það er til-
tölulega lítill munur á körlum og
konum. Niðurstöðurnar eru í sam-
ræmi við það sem ég hef skynjað.
Skýringin er fyrst og fremst fólgin í
því að menn mótmæla þessum
gömlu leiðum skattahækkana. Við
höfum boðið aðrar leiðir,“ segir
Árni Sigfússon, oddviti Sjáifstæðis-
flokks, um niðurstöður skoðana-
könnunar DV. -GHS
Kona slasað-
ist alvarlega
Kona frá Sauðárkróki slasaðist al-
varlega í árekstri fólksbOs og rútu á
brú í Akrahreppi i Skagafirði í gær.
Tvær konur voru í fólksbílnum og
slapp hin ómeidd.
Áreksturinn varð rétt eftir að
fólksbílnum hafði verið ekið yfir
brúna. Ýtti rútan honum yfir brúna
aftur en glerhált var á veginum.
Konan handleggs- og fótbrotnaði og
skaddaðist auk þess í andliti.
_____________________-GK
Þyrla sótti
tvo slasaða
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti
tvo slasaða menn í nótt upp í Kjós
eftir alvarlegt umferðarslys á Vest-
urlandsvegi við Eyrarkot. Tveir bíl-
ar, sem komu úr gagnstæðum átt-
um, rákust á og er talið að öðrum
hafi verið ekið á röngum vegar-
helmingi.
Alls voru fimm í bílunum og voru
þrír fluttir til Reykjavíkur með
sjúkrabOum. Enginn hinna slösuðu
mun í lífshættu en áverkar voru þó
alvarlegir. Slasaðist einn á baki en
annar var fótbrotinn.
-GK
L O K I
Tuttugu og tveir hestamenn fengu niðurgang eftir afmælisfagnað:
Grunur beinist að
upphituðum pottrétti
- hænur bónda nokkurs átu afganginn og varð ekki meint af
„Það er fyrst og fremst leiðinlegt
þegar svona gerist. Fólkið fékk þó
mikinn niðurgang en það veiktist
enginn alvarlega og aOir voru risn-
ir upp daginn eftir og vinnufærir,"
segir Elín Jónasdóttir, formaður
undirbúningsnefndar fyrir 45 ára
afmælishátíð hestamannafélagsins
Þyts á Hvammstanga.
Um síðustu helgi var efnt tO af-
mælishófs í Víðihlíð með mat og
skemmtun. Ekki tókst þó betur til
en svo að 22 veislugesta fengu nið-
urgang að borðhaldi loknu. í boð-
inu voru 52 gestir og sakaði aðra
ekki.
Ljóst þykir að ekki var um
salmoneUusýkingu að ræða. Grun-
ur leikur á að óæskUeg örvera hafi
komist í upphitaðan pottrétt sem
var á borðum með öðrum veislu-
föngum. Afgangurinn var gefinn
hænsnum bónda nokkurs í ná-
grenninu og sakaði þau ekki.
Maturinn var frá hótelinu á
Blönduósi. Þar var hann afhentur
hestamönnunum og fylgdu með
skýr fyrirmæli um að sjóða pott-
réttinn upp. Að sögn Óskars Hún-
fjörð hótelstjóra er enn óupplýst
hvort smitið var í matnum frá hót-
elinu eða í öðrum veitingum gest-
anna.
Sýni hafa verið tekin úr eldhúsi
hótelsins en ekki var unnt aö taka
sýni úr matnum sjáifum enda af-
gangurinn strax gefin hænsnun-
um. Niðurstaða rannsóknarinnar
liggur ekki enn fyrir.
„Okkur þykir þetta mjög leiðin-
legt en ef það sannast að eitrunin
hafi komið frá okkur þá verða
gerðar aUar ráðstafanir til að þetta
gerist ekki aftur. Og ef sökin reyn-
ist okkar verður öUum sem veikt-
ust að sjálfsögðu boðið hér til
kvöldverðar í skaðabótaskyni,"
sagði Óskar Húnfjörð. -GK
Þórunn Skúladóttir með jólakortið sem tók 30 ár að berast til hennar frá
gamalli skólasystur. DV-mynd Olgeir Helgi
Klofningur
innan verkalýðs-
hreyfingarinnar
Nú er ljóst að klofningur er kom-
inn upp innan verkalýðshreyfingar-
innar. Einnig virðist hafa orðið
trúnaðarbrestur á milli ASÍ og
BSRB ef marka má ummæli Ög-
mundar Jónassonar, formanns
BSRB, þess efnis að niðurstaða
launanefndar og ríkisstjórnar miði
að því að einangra BSRB.
Klofningurinn innan ASÍ lýsir sér
í því að formaður Verkamannasam-
bandsins, Björn Grétar Sveinsson,
neitar að skrifa undir álit meiri-
hluta verkalýðsfulltrúanna í launa-
nefndinni. Þar ofan á bætist að 17 fé-
lög innan VMSf hafa sagt upp kjara-
samningunum, þar á meðal öU
stærstu verkalýðsfélögin innan
sambandsins. Þau gera þetta þótt
Benedikt Davíðsson og Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir, forseti og varafor-
seti ASÍ, segi að ekki sé forsenda til
uppsagnar kjarasamninga.
Björn Snæbjörnsson, formaður
Einingar á Akureyri, segir að Ein-
ingarfólk sætti sig ekki við niður-
stöðu launanefnar.
„Við viljum meira,“ segir Björn.
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
Hlífar í Hafnarfirði, tekur í sama
streng. Framhald þessa máls virðist
því óljóst á þessari stundu. -S.dór
Þórunn Skúladóttir í Borgarnesi með óvæntan glaðning:
Jólakortið var
30 ár á leiðinni
„Kortið er skrifað 1965 af gamalli
skólasystur minni. • Umslagið er
snjáð og kortið heimalagað með
glansmyndum og öllu. En ég held að
þetta sé nýtt frímerki og póststimp-
U1 er bæði frá Reykjavík og Borgar-
nesi. Þess vegna finnst mér þetta
svo skrýtið. Ég náði sambandi við
þessa skólasystur mína og hún kom
alveg af fjöllum," sagði Þórunn
Skúladóttir í Borgarnesi við DV en
hún var nýlega að fá í hendur jóla-
kort sem virðist hafa verið 30 ár á
leiðinni í pósti milli bæja.
Kortið var sent á æskuheimili
Þórunnar á Hítarnesi á Mýrum en
umrædd skólasystir hennar bjó í
sömu sveit. Hún er í dag búsett í
Mosfellsbæ en í símtali við Þórunni
mundi hún eftir að hafa skrifað
þetta kort fyrir 30 árum. Hún hefði
hins vegar ekki verið að finna kort-
ið og senda það fyrst núna!
Sökin virðist því liggja hjá póst-
húsi annaðhvort í Borgarnesi eða
Reykjavík. -bjb
Veðrið á morgun:
Þurrt að
mestu
Á morgun verður all-
hvasst suðaustan og rigning
um sunnan- og austanvert
landið en annars heldur
hægara og þurrt að mestu.
Hiti 2-8 stig.
Veðrið i dag
er á bls. 36
Grensásveai 11
Sfmi: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Grœnt númer: 800 6 886