Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
r
Abyrgð sveitarstjórna
Síðustu ár hafa verið sveitarfélögum í landinu erfið.
Skuldir þeirra hafa aukist hröðum skrefum og nú er svo
komið að ekki verður lengra haldið á þeirri braut. Á ráð-
stefnu um fjármál sveitarfélaga í síðustu viku kom fram
hjá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga að ástæð-
ur þess hvemig komið er fyrir mörgum sveitarfélögum
eru margar. Hann nefndi sem dæmi aukið atvinnuleysi
sem hefði leitt til aukinnar félagslegrar þjónustu og
meiri beinnar fjárhagsaðstoðar.
Á sama tíma og útgjöld sveitarfélaganna hafa aukist
hafa þau staðið í mikilli Qárfestingu til þess meðal ann-
ars að stuðla að meiri atvinnu. Sum hafa tekið þátt í at-
vinnurekstri og önnur tekið á sig ábyrgðir sem lent hafa
á sveitarfélögunum við gjaldþrot fyrirtækja.
Kröfur á hendur sveitarfélögum hafa verið auknar að
tilstuðlan ríkisvaldsins og nefiidi formaðurinn nýja lög-
gjöf og reglugerðir tengdar umhverfis- og velferðarmál-
um og í félagslega húsnæðiskerfinu. Sveitarfélögin hafa
hins vegar ekki fengið tekjur á móti til þess að uppfylla
þessar auknu kröfur.
Víða stefnir því í óefni hjá sveitarfélögunum og næstu
ár fara fremur í það að grynnka á skuldum en auka þjón-
ustu og ráðast í nýjar framkvæmdir. Þá má ljóst vera að
sveitarfélögin verða að hagræða á öllum sviðum. Draga
verður úr þjónustu og fella niður það sem helst má víkja.
Heildarútgjöld mega ekki aukast. Ekki verður meira sótt
í vasa skattborgara. Þar eru menn þegar komnir á ystu
nöf þótt þar fari ríkið fyrir en ekki sveitarfélögin.
Skuldir sveitarfélaga hafa aukist ár frá ári. Á milli ár-
anna 1992 og 1993 jukust þær um 4,7 milljarða og um 7,2
miUjarða milli áranna 1993 og 1994. Nettóskuldir jukust
þó meira eða um 8,3 milljarða. Það hefur því verið geng-
ið á peningalegar eignir sveitarfélaganna.
Það er einkum mikilvægt að ná góðum tökum á fjár-
málum sveitarfélaganna vegna flutnings grunnskólans
frá ríki til sveitarfélaga. Sú breyting tekur gildi á næsta
ári. Þar er um að ræða merkilegt mál en um leið mikið
og vandasamt. Nefndir vinna nú að undirbúningi yfir-
færslunnar og er starf þeirra á lokastigi. í ræðu for-
manns Sambands íslenskra sveitarfélaga kom fram að
samkomulag um mat á kostnaði, tekjustofnaflutningi frá
ríki til sveitarfélaga og réttinda- og lífeyrissjóðsmál
kennara er forsenda þess að yfirfærslan öðlist gildi í
ágúst næstkomandi. Mestu skiptir þó að -tryggja gott
skólastarf.
Þegar litið er til þess þýðingarmikla verkefnis sem
sveitarfélögin eru að taka að sér með flutningi grunn-
skólans er fjárhagsstaða þeirra mikið áhyggjuefni. Skuld-
ir sveitarfélaganna nema nær 35 milljörðum og staða
flestra kaupstaða fer versnandi þótt til séu undantekn-
ingar. Viðskiptablaðið mat í vikunni fjárhagssöðu kaup-
staðanna og um leið lánshæfi þeirra. Þar kemur í ljós að
staða þeirra er allt frá því að vera góð í það að vera mjög
slæm. Lægstu skuldir á hvem ibúa eru tæplega 45 þús-
und krónur en þar sem ástandið er verst skuldar hver
bæjarbúi nær 248 þúsund krónur. Sveitarfélög sem svo
eru stödd em komin á gjörgæslustig.
Það veldur hins vegar nokkrum vanda í samanburði
sem þessum að staða fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna
er mjög mismunandi og sú staða sést ekki ails staðar í
reikningum þeirra.
Fyrir liggur áætlanagerð sveitarstjórnarmanna. Mikil
ábyrgð hvílir á þeirra herðum að hagræða og spara og
gæta varúðar í ábyrgðum og þátttöku í atvinnurekstri.
Skuldasöfnunina verður að stöðva.
Jónas Haraldsson
Tvískinnungur Snorra bónda á Augastöðum fer fyrir brjóstið á okkur og skai engan undra,“ segir Sigmar m.a.
í grein sinni.
Árpsum Snorra
bonda svarað
í morgunútvarpi Ríkisútvarps-
ins 14. þessa mánaðar áttust þeir
við Ólafur Karvel Pálsson, formað-
ur Skotveiðifélags íslands, og
Snorri Jóhannesson, bóndi á
Augastöðum í Hálsasveit. - Snorri
bóndi virtist ekki par hrifinn af
þeirri ákvörðun Skotveiðifélags ís-
lands stofna Landréttarsjóð.
Hernaðarástand
Kveikjan að viðræðum Ólafs og
Snorra var sú fullyrðing Snorra að
rjúpnaskyttur og þá væntanlega
úr þéttbýli væru svo aðgangsharð-
ar að það ríkti nánast hernaðará-
stand í uppsveitum Borgarfjarðar.
Nú er það svo að í Borgarfirði og
nálægum sveitum er mikil sumar-
bústaðabyggð. Flestir eru þessir
bústaðir heils árs hús og um
hverja helgi fer töluverður fjöldi
fólks úr þéttbýli til dvalar í þess-
um húsum. Þessi byggð veitir tölu-
verða atvinnu í héruðum eins og
gefur að skilja. Einkum í verslun
og þjónustu. Það þarf því engan að
undra þótt töluverð rjúpnaveiði sé
stunduð í uppsveitum Borgarfjarð-
ar.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum hefur ágangur skotveiði-
manna ekki verið meiri í haust en
undanfarin ár. Að vísu var veður-
far rysjótt í upphafi tímans og má
því vera að skyttur hafi meira far-
ið á fjöll helgamar eftir 15. októ-
ber. Sveitir Borgarfjaröar liggja að
hálendisbrúninni, Holtavörðu-
heiði og heiðarlöndin í nágrenni
við hana eru víðáttumikil land-
svæði.
Rjúpum stafar svo sannarlega
ekki hætta af veiðum okkar þétt-
býlisbúa. Snorri bóndi er hins veg-
ar atvinnuveiðimaður. í viðtali við
hann í DV 9. nóvember 1993 segir
meðal annars „Hann telur betur
heima setiö en af stað farið ef
minna en 25 rjúpur fást yfir dag-
inn“ Auk þess kemur fram í þessu
viðtali að Snorri hefur mann í
vinnu til að skjóta fyrir sig. í
þessu viðtali segir m.a. frá því að
Snorri sé búinn að fá 6-800 rjúpur,
Kjallarinn
Sigmar B. Hauksson
formaður Landréttarsjóðs Skot-
veiðifélags íslands
þ.e.a.s. 9. nóvember þegar Snorri
bóndi kvartar undan ágangi ann-
arra rjúpnaveiðimanna þá er það
ekki vegna samúðar eða umhyggju
fyrir rjúpunni heldur sér hann
þessa veiðimenn sem keppinauta.
Tvískinnungur Snorra
Við hjá Skotveiðifélagi íslands
höfum fullan skilning á því að
bændur skuli skjóta rjúpur til að
auka tekjur sínar. Hitt er annað
mál að tvískinnungur Snorra
bónda á Augastöðum fer fyrir
brjóstið á okkur og skal engan
undra. Stofnun Landréttarsjóðs
Skotveiðifélags íslands kom til af
illri nauðsyn. í upphafi ijúpna-
veiðitímans ár hvert auglýsa land-
eigendur viða um land bann við
rjúpnaveiðum. Athuganir okkar
hafa sýnt að í sumum tilvikum er
verið að banna rjúpnaveiðar á
landi þar sem í raun allir íslend-
ingar geta stundað veiðar á.
Við leggjum ríka áherslu á að 8.
gr. fuglaveiðilaganna sé virt en í
henni segir m.a. „Öllum íslensk-
um ríkisborgurum eru dýraveiðar
heimilar á afréttum og almenning-
um utan landareigna lögbýla, enda
geti enginn sannað eignarrétt sinn
til þeirra". Staðreyndin er nefni-
lega sú að margir þéttbýlisbúar
eru landeigendur svo og stofnanir,
t.d. bankar. Þá er íslenska ríkið
stærsti landeigandinn og svo hálf-
opinber fyrirtæki eins og Skóg-
ræktin og Landgræðslan. Með
sameiningu sveitarfélaga hafa
sveitarstjórar stundum tekið sig
til og bannað fuglaveiðar á öllu
hinu sameiginlega sveitarfélagi án
þess stundum að gera sér fulla
grein fyrir landamerkjum sveitar-
félagsins eða hafa samráð við land-
eigendur í sveitarfélaginu.
Ósmekkleg hótun
Að lokum var sorglegt að heyra
hótun Snorra bónda þess efnis að
bændur ættu að banna veiðimönn-
um úr þéttbýli að stunda gæsa-
veiðar á jörðum sínum. Þessi orð
eru álíka heimskuleg og að skot-
veiðimenn í þéttbýli hótuðu að
kaupa ekki lambakjöt. Snorri
bóndi væri meiri maður ef hann
drægi þessa hótun sína til baka.
Sigmar B. Hauksson
„Staðreyndin er nefnilega sú að margir
þéttbýlisbúar eru landeigendur svo og
stofnanir, t.d. bankar. Þá er íslenska ríkið
stærsti landeigandinn og svo hálfopinber
fyrirtæki eins og Skógræktin og Land-
græðslan.“
Skoðanir annarra
Kapphlaupið um hráefnið
„ Það er ekkert vit i því að hleypa hráefnisverði
upp úr öllu valdi, í kapphlaupi fiskvinnslustöðva
um hráefnið. I slíku kapphlaupi getur enginn unn-
ið. Fiskvinnslustöðvar geta hins vegar ekki varpað
ábyrgðinni á herðar annarra í þessum efnum. Þeir
sem kaupa fisk á hærra verði en svo að það borgi
sig að vinna hann hljóta að endurskoða þau kaup.
Það er að minnsta kosti ekki hægt að koma með
reikninginn til skattborgaranna."
Úr forystugreinum Mbl. 30. nóv.
Sala ríkisfyrirtækja
„Skiptar skoðanir um hlutverk ríkisvaldsins eru
eitt af þeim málum sem skipta fólki i stjórnmála-
flokka. ... I samræmi við afstöðuna til ríkisvalds-
ins og atvinnulífsins hafa ríkisfyrirtæki verið seld á
þeim forsendum, að þau væru í samkeppni og ekki
þörf fyrir þátttöku ríEisvaldsins á þeim forsendum.
... Það er mikil nauðsyn á því að um sölu rikisfyr-
irtækja séu fastmótaðar reglur sem tryggi það að
eigendur þeirra, skattgreiðendur í landinu, séu ekki
hlunnfarnir. Þjóðin á þessi fyrirtæki og stjórnmála-
menn hafa enga heimild til þess að ráðstafa þeim án
þess að sannvirði komi fýrir.“
Úr forystugrein Tímans 29. nóv.
Andstæður stjórnmálanna
„Helstu andstæður íslenskra stjómmála eru ekki
lengur milli verkalýðs og atvinnurekenda, milli
kommúnista og lýðræðissinna, milli hægri og
vinstri. Þessar andstæður eru milli þjóðlegra íhalds-
manna annars vegar og frjálslyndra jafnaðarmanna
hins vegar. . . . Afl innbótasinna er því miður
sundraö í mörgum flokkum. Þeir sem í einlægni
vilja leysa þetta afl úr læðingi verða að læra lexiuna
sína af mistökum fortíðarinnar, áður en þeir láta til
skarar skríða með meiri von um árangur en fyrir-
rennarar þeirra.“
Jón Baldvin Hannibalsson i Alþbl. 30. nóv.