Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
15
Forsetinn hafi meirihluta
mikilvægt að binda svo um hnút-
ana að vandað sé til kosningar
hans. Það er varhugavert að
treysta um of á þann einhug sem
Alþingi gerði árið 1944. Gagnrýni á
stjómsýslu og hið opinbera hefur
orðið opinskárri hin síðari ár og
munar þar mestu um fjölmiðlana.
Ekki er ólíklegt að sama þróun
eigi sér stað hér á landi og í nálæg-
um löndum, að fjölmiðlar og fleiri
aðilar fjalli i æ ríkari mæli á gagn-
rýninn hátt um embættisfærslur
þjóðhöfðingjans. Forseti með fylgi
meirihluta þjóðarinnar að baki sér
stendur betur að vígi til að mæta
slíkri umræðu en sá sem kjörinn
er með stuðningi minnihluta þjóð-
arinnar.
Almennt hefur verið litið svo á
að embætti forseta íslands sé ópóli-
tískt og hingað til hefur þjóðin
staðið einhuga að baki forseta sín-
um. Það er hins vegar ekki víst að
svo verði um alla framtíð, einkum
ef forseti sem aðeins lítill hluti
þjóðarinnar hefur kosið nær kjöri,
enda er slík niðurstaða í andstöðu
við lýðræðið. Lýðræði byggir á
þeirri meginreglu að meirihluti
þegnanna fari með valdið og taki
allar veigamestu ákvarðanirnar,
þó auðvitað verði að taka tiilit til
minnihlutans við .beitingu valds-
ins.
Við flutningsmenn frumvarps-
ins teljum að verði frumvarp þetta
að lögum leiði það ótvirætt til
vandaðri umgjarðar um forseta-
kosningar í landinu. Krafa um
aukið fylgi við kjör forseta íslands
stuðlar að því að styrkja embættið
og styðja við kjörinn forseta.
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Það er varhugavert að treysta um of á þann einhug sem Alþingi gerði
árið 1944,“ segir m.a. í greininni. - Frá lýðveldishátíðinni á Þingvöllum
1944.
Nú þtgar forsetakosningar eru
fram undan er ekki óeðlilegt að
menn velti fyrir sér þeim reglum
sem gilda um kjör forseta íslands.
Samkvæmt núverandi fyrir-
komulagi er þess ekki krafist aö
forsetaefni fái hreinan meirihluta
greiddra atkvæða til að hljóta
kosningu. Ekki er heldur krafist
neinnar tiltekinnar þátttöku í
kosningunni. Ef t.d. sex forsetaefni
eru i kjöri og atkvæði dreifast
jafnt getur sá sem kjörinn er for-
seti haft 17% atkvæða, eða jafnvel
minna á bak við sig.
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp til laga, sem ég er fyrsti flutn-
ingsmaður að, um að forsetafram-
'bjóðandi þurfi að öðlast meirihluta
allra greiddra atkvæða til þess að
ná kjöri sem forseti íslands. Ef
enginn frambjóðenda nær meiri-
hluta í fyrstu umferð er lagt til að
Kjallariim
Asta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
alþingismaður
„Krafa um aukið fylgi við kjör forseta ís-
lands stuðlar að því að styrkja embættið
og styðja við kjörinn forseta.“
kosið vérði aftur milli þeirra
tveggja sem flest atkvæði hlutu.
Eini þjóðkjörni embættis-
maðurinn
Forseti íslands er eini þjóð-
kjörni embættismaður ríkisins.
Þess er krafist að forsetinn sæki
umboð sitt til allra kosningabærra
manna í landinu. Það er því óeðli-
legt að forsetinn geti náð kjöri með
stuðningi lítils hluta þjóðarinnar.
Þegar frumvarpið að stjórnar-
skránni var til meðferðar á Al-
þingi árið 1944 var í upphafi gert
ráð fyrir því að forsetinn yrði
þingkjörinn. Gert var ráð fyrir 3/4
hluta lágmarksþátttöku í kosning-
unni og væri sá réttkjörinn forseti
sem fengi meira en helming
greiddra atkvæða.
Þetta breyttist síðan í meðförum
þingsins og lagði stjómarskrár-
nefhd til í nefndaráliti sínu að for-
setinn yrði þjóðkjörinn og að það
forsetaefni sem flest atkvæði fengi
yrði réttkjörinn forseti landsins.
Það kemur þó fram í áliti nefndar-
innar að mjög hafi verið skiptar
skoðanir um þetta og að mikið hafi
verið rætt um að setja ákvæði sem
tryggði meirihlutakjör forsetans.
Þar segir enn fremur að ýmsar til-
lögur hafi komið fram i því sam-
bandi sem ekki voru samþykktar
og því hafi verið lagt til að fara of-
angreinda leið með traustið að
leiðarljósi, eða eins og segir orð-
rétt í nefndarálitinu: „Er sú tillaga
flutt í trausti þess, að þjóðinni tak-
ist að fylkja sér þannig um forseta-
efni, að atkvæði dreifist eigi úr
hófi fram.“
Það er misjafnt hvað atkvæði
hafa dreifst mikið í forsetakosn-
ingum hingað til. Dreifingin varð
mest árið 1980 þegar núverandi
forseti náði fyrst kjöri. Þá voru
fjórir frambjóðendur í kjöri til for-
seta og fékk Vigdís Finnbogadóttir
flest atkvæði, en hún hlaut 33,3%
gUdra atkvæða. Kosningaþátttaka
var 90,5%. Hér réðu 30,5% aUra
kjósenda í landinu forsetakosn-
ingu.
Sátt verður að ríkja
um forsetann
Það skiptir miklu máli að sátt
riki um forseta íslands og því er
Ein brauðsneið eða tvær?
Óháður Ögmundur hefur sett
fram kröfur i komandi kjarabar-
áttu eins og aðrir. Jafnt skal yfir
aUa ganga segir hann í kröfum
sínum. Þær hljóða upp á það að fái
hinir lægstlaunuðu eina brauð-
sneið þá fái hans umbjóðendur
minnst tvær. Fái hann ekki
minnst tvær brauðsneiðar þá fái
hinir fjandakornið ekki neitt.
Veruleikafirrtir
Það er almennt viðurkennt að
sjöunda ríkasta þjóð heims hefur
ekki efni á að bjóða þegnum sínum
upp á mannsæmandi lífskjör, hvað
þá kaupmáttarhækkun, enda er
þeim sagt að hypja sig sem ekki
sætta sig við það sem að þeim er
rétt. Þetta á jafnt við um Uugum-
ferðarstjóra sem flskvinnslufólk, ef
menn vilja ekki sætta sig við orð-
inn hlut þá munu vinnuveitendur
flytja inn vinnuafl frá EES. Og þá
geta menn étið það sem úti frýs.
Nú er töluvert atvinnuleysi í
landinu og að það skuli ekki borga
sig að vinna fyrir lægstu launum
sýnir það og sannar að þau eru of
lág. Það er ekki satt sem hæstvirt-
ir umboðsmenn þjóðarinnar segja
þegar þeir halda því fram að bæt-
urnar séu orðnar svo svimandi
háar að það borgi sig ekki lengur
að vinna. Þeim er að sjálfsögðu
vorkunp, þar sem þeir hafa aldrei
þurft að horfast i augu við tóman
ísskáp.
Þa, að leysa launavanda fyrir-
tækja og stofnana með þvi að flytja
Kjallarinn
Njáll Harðarson
framkvæmdastjóri
inn erlent vinnuafl, sem sest svo
fljótlega að á bótum eins og aðrir,
er engin lausn, en sýnir best hve
veruleikafirrtir hæstvirtir eru.
Flóttafólk
Á ísafirði er töluvert um íbúðir
á vegum hins opinbera, þær eru of
dýrar til þess að ísfirðingar á lágu
laununum geti sjálfir eignast þær,
það er því miklu betra að mati
hæstvirts pósts að flytja inn flótta-
menn og setja þá í þessar íbúðir en
að lækka verð þeirra svo að ísfirð-
ingar geti sjálfír keypt þær. Þetta
flóttafólk á svo að fylla þær stöður
sem ísfirðingar og aðrir lands-
menn vilja ekki vinna við, svo sem
fiskverkunarstörf.
Hver skyldi svo vera ástæðan
fyrir því að íslendingar eru svo
tregir til þess að vinna við fisk-
vinnslu, skyldi það vera rétt sem
hvíslað er, að stjómendur fisk-
vinnslufyrirtækja séu almennt
óhæfir sem stjómendur? Hvers
vegna eru frændur okkar, Danir,
færir um að greiða allt að þrefalt
hærra kaup til fiskvinnslufólks?
Hafa þeir betra hráefhi? Nei. Betri
skip? Nei. Betri fiskvinnsluhús?
Nei. Betra vinnuafl? Nei. Meiri
kvóta? Nei. Styttra á miðin? Nei.
Vinnuafl sem bundið er í báða
skó? Nei, ekki það heldur. Hvers
vegna geta íslenskir útgerðar-
menn, sem hafa allt þetta, ekki
greitt fólkinu sínu mannsæmandi
laun, en samt rekið fyrirtækin
með tapi? Spyrjum frændur okkar
Dani. Þeir eru handvissir um það
að aurarnir hljóta að fara eitthvað
annað, t.d. i erlendar fjárfestingar.
Ef hægt er að flytja inn flóttafólk
og nýbúa sem vinnuafl, þá er líka
hægt að flytja út íslendinga sem
vinnuafl. Hvað með að flytja út
þessa hundóánægðu þjóð sem búin
er að láta hæstvirta ræna frá sér
fæðingarrétti sínum og flytja inn
ánægða nýbúa í staðinn?
Eftir pöntun
Þannig þurfa útgerðarmenn og
aðrir auðlinda notendur ekki að
horfast í augu við erfðakröfur ís-
lensku þjóðarinnar og svo væri
hægt að fylla í allar stöður eftir
pöntun. Það myndi líka gefa brott-
fluttum íslendingum tækifæri til
þess að hefja nýtt líf sem nýbúar á
erlendri grund með mannsæm-
andi laun og ekki lengur gjald-
þrota eða á svarta listanum.
Þar geta brotfluttir íslendingar
eignast þak yfir höfuðið með
5-10% útborgun sem næmi 5-600
þúsund íslenskum krónum og
fengið vaxtafrádráttinn reiknaðan
strax án þess að þurfa að lána is-
lenskum hæstvirtum hann í 18
mánuði. Þar að auki eru eignirnar
allt að helmingi ódýrari en hér,
þökk sé þetta allt hæstvirtum.
Njáll Harðarson
„Hvers vegna geta íslenskir útgerðar-
menn, sem hafa allt þetta, ekki greitt fólk-
inu sínu mannsæmandi laun, en samt
rekið fyrirtækin með tapi? Spyrjum
frændur okkar, Dani.“
Með og
á móti
Sameining ÍSÍ, ÓL-nefnd-
ar og ungmennafélaganna
Hagræöing
„Þegar harðn-
ar í ári hjá fyrir-
tækjum þá hika
menn ekki við
að leita leiða til
hagi-æðingar og
sparnaðar. Með
það fyrir augum
er samruni og
sameining al-
geng og skilar
oft góðum ár-
angri. Við í
íþróttahreyfing-
unni þurfum
líka að gegna
kalli tímans, standa saman, hag-
ræða og sameina kraftana í öfl-
ugri hreyfingu. Þessi þróun er
víða í gangi. Danir eru búnir að
sameina iþróttasambandið og
ólympíunefhdina og tel ég að það
hafi skilað góðum árangri. Norð-
menn eru að gera það sama. Er-
lend samskipti í íþróttastarfl eru
orðin mikil og eiga eftir að verða
enn meiri. Hagkvæmast og ódý-
rast er að þau séu á einni hendi.
Það er ákveöin hagkvæmni sem
felst t.d. í því að reka eina öfluga
skrifstofu í stað þriggja minni.
Það er einn framkvæmdastjóri í
stað þriggja. Vegna gögu sinnar
hefur UMFÍ sérstöðu, einkum
vegna öflugs starfs í hinum dreifð-
ari byggðum, og taka þarf sérstakt
tillit til þess. Engu að síður er það
sannfæring mín að til að gegna
kalli tímans og efla íþróttastarfíð í
landinu til farsældar fyrir æsku
landsins, einnig hina sem eldri
eru, þá beri okkur sem í forsvari
erum að láta af smákóngasjónar-
miðum, snúa bökum saman í sam-
einaðri og öflugri íþróttahreyf-
ingu.“
Skýr
ákvæöi
„Ég er sam-
mála því að sam-
eina íþrótta-
hreyfinguna
undir forystu
Ólympiunefndar
íslands, einfald-
lega vegna þess
að það er ekki
hægt að gera
það öðruvísi.
Það eru komnar fram ábendingar
frá Alþjóða ólympíunefndinni um
með hvaða hætti við eigum að
sameinast ef við höfum áhuga á
þvi. Þessi ákvæði eru þannig:
í fyrsta lagi verður nafnið
Ólympía að vera í nýja nafninu
þannig að nafnið íþróttasamband
íslands myndi leggjast af og vænt-
anlega yrði nýja nafnið Ólympiu
íþróttasamband íslands, skamm-
stafað ÓSÍ. í öðru lagi að sérsam-
böndin verða alltaf að hafa meiri-
hluta á öllum íþróttaþingum og
jafnframt í framkvæmdastjórn. í
þriðja lagi verða að vera sérstök
ákvæði í lögunum um rétt þessara
sérsambanda eða fulltrúa þeirra
til þess að flalla eingöngu um þau
málefni sem koma ólympíuhreyf-
ingunni við. í fjórða lagi að þeim
fjármálum og peningum sem Al-
þjóða ólympíunefndin og fyrir-
tæki á þess vegum beina til ís-
lands og styrkja íslenskt iþróttalif
verði ekki blandað saman við aðra
flármuni íþróttahreyfingarinnar.
Þessi ákvæði eru alveg skýr. Al-
þjóða ólympíunefhdin er búin að
tilkynna íslendingum um þetta. Ef
íslendingar eru aftur á móti til-
búnir að fara þessa leið er ekkert
til fyrirstöðu af minni hálfu að
semja við íþróttahreyflnguna.“
-JKS