Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Fréttir bcrchet Heildverslunin Bjarkey S: 567 4151 VÖNpUp LElKFÖNG GeRA gæFumuni n Sterku og góðu Berchet dúkkuvagnarnir eru komnir í hetstu leikfangaverslanir landsins Sautján verkalýðsfélög sögðu upp samningum: Viljum meira en nú er verið að tala um - segir Björn Snæbjörnsson Hvammstangi: Aðalæð hitaveitunnar í sundur Sesselja Traustadóttir, DV, Hvammstanga: Um miðjan dag á þriðjudag fór aðalæð hitaveitunnar hér á Hvamm- stanga í sundur og varð bærinn heitavatnslaus í fjórar klukkustund- ir meðan viðgerð fór fram. Að sögn Daníels Karlssonar, verk- stjóra hjá Hvammstangahreppi, fór múffa í kranahúsi í sundur milli Laugabakka og Hvammstanga. Fyr- ir ári var lögð ný leiðsla frá aðal- dæluhúsinu á Laugabakka einn kílómetra norður. Við það minnk- uðu mjög bilanir hjá hitaveitunni. Borholan, sem Hvammstangabúar ylja sér við, gefur 22-24 sek- úndulítra á klukkustund og yfir vetrarmánuðina fara 16-18 sek- úndulítar inn á Hvammstanga. „Við viljum í fyrsta lagi láta reyna á það hvort við getum sagt upp kjarasamningum. Um það er deilt og málaferli í gangi vegna þess. í öðru lagi erum við afskaplega óá- nægð með það sem menn eru að tala um núna tO lausnar kjaradeilunni og við viljum reyna að ná meiru. Við vorum með trúnaðarráðsfund í Einingu í gær og þar voru menn mjög ósáttir við það sem verið er að tala um í viðræðunum í Reykjavík. Launajöfnunin sem menn voru að semja um í febrúarsamningunum er komin út í hafsauga," sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar á Akureyri, í samtali við DV í gær. Eining sagði upp samningum í gær. Hann sagði að það lægi alveg ljóst fyrir að það sem ríkisstjórnin væri nú að bjóða væri það sama og hún hefði lofað við gerð febrúarsamning- anna. Björn segir hana ekki hafa staðið við þau loforð. Þvert á móti hafi þeim verið varpað fyrir róða í fjárlagafrumvarpinu. „Og nú erum við að kaupa þau þangað inn aftur. Ríkisstjórnin klippti tryggingabætur af í fjárlaga- frumvarpinu. Hún ætlaði líka að hækka skatta í gegnum skattleysis- mörkin þvert ofan í það sem lofað var. Þetta er sami leikurinn og ver- ið hefur undanfarin ár. Það eru sett skerðingarákvæði í fjárlögin og verkalýðshreyfingin síðan látin kaupa þau þaðan burt í samningum. Þetta er orðið óþolandi,“ sagði Björn Snæbjörnsson. Hann var spurður hvað menn gerðu ef Verkalýðsfélagið Baldur tapaði uppsagnarmálinu fyrir fé- lagsdómi. „Ef svo fer að Baldur tapar mál- inu setur það okkur í erfiða stöðu ef við erum dæmd inn i það sem ASÍ og VSÍ eru að semja um. Hvort það verður slagur vegna þessa skal ég ekki segja um. En ég tel víst að við formenn þeirra félaga sem sagt hafa upp samningum munum hittast bráðlega og ráða ráðum okkar,“ sagði Björn. ’ „Ef menn eru að ná sáttum þá gleður það mig. Ég hafði ekkert slíkt í höndunum í morgun á síðasta degi þess að geta sagt samningum upp. Þess vegna sögðum við upp. Ef við sættum okkur við það sem menn eru að semja um þá er minnsta mál að draga uppsögnina til baka. Ef við getum ekki sætt okkur við niður- stöðuna þá gildir uppsögnin,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, í samtali við DV í gær. Alls höfðu 17 verkalýðsfélög sagt upp samningum síðdegis í gær, þar á meðal öll stærstu verkalýðsfélög landsins. -S.dór Mikið hefur mætt á forystu Alþýðusambands íslands að undanförnu. Hér má sjá Jón Guðmundsson, formann Þjónustusambands íslands, að tala í GSM- síma sinn og fá sér í nefið. Tjaldur SH 270 setti sennilega met í línuveiði en úr bátnum var landað 330 lestum af slægðum fiski í nóvember. Tjaldur SH setti íslandsmet í línuveiöi: - uppistaðan fallegur þorskur, segir Kristján Guðmundsson „Hann landaði á miðvikudag og þar með var aflinn kominn í 330 lestir af slægðum fiski á 28 dögum í nóvember. Ég get vel trúað því að þetta sé met því það er afar sjald- gæft að línubátar veiði svona mikið. Báturinn hefur verið að veiðum hér djúpt út af vesturströndinni. Margir línubátar hafa verið að fá góðan afla í nóvember þótt það jafnist ekki á við þetta. Það má segja að svo til all- ur aflinn hjá Tjaldi hafi verið falleg- ur þorskur," sagði Kristján Guð- mundsson, útgerðarmaður á Rifi, en hann er eigandi Tjalds SH sem fékk þennan afla í nóvember. Hér er um svokallaða línutvöföld- un að ræða en helmingur afla línu- báta er undanskilinn kvóta frá nóv- ember og til febrúarloka. Kristján segir að bátar hans séu á grálúðu- veiðum nema meðan línutvöföldun- artlmabilið stendur. Tjaldur SH er svokallaður úti- legubátur sem er úti í 5 til 6 daga í senn og er aflinn ísaður í kör. Nær allur þessi afli var seldur á fisk- markaði. Áhöfnin á Tjaldi SH er 16 manns og skiptast menn á að vera í fríi í landi því, eins og Kristján sagði: „Það er auðvitað sjálfsagt að hvíla mannskapinn en okkur þykir ástæðulaust að hvOa bátinn. Með þessu móti verður um að ræða at- vinnu fyrir miklu fleiri menn en ella og hvers vegna ekki að nýta þann möguleika?" sagði Kristján Guðmundsson. Með 330 tonn af slægð- um fiski í nóvember Ríkislögmaður skilar heilbrigöisráðuneytinu áliti: Domus Medica er óheimilt að eiga og reka lyfjabúð - Kjartan Gunnarsson í Iðunnar Apóteki kann að missa lyfsöluleyfið „Eins og eignaraðild að Domus Medica verslun hf. er nú háttað er félaginu óheimilt að reka lyfjabúð eða eiga eignaraðild að slíkum rekstri, svo sem gert er ráð fyrir í samþykktum félagsins samkvæmt skráningu hlutafélagaskrá,“ segir í áliti sem Jón G. Tómasson ríkislög- maður hefur unnið fyrir heilbrigðis- ráðuneytið. Eins og DV hefur greint frá hefur Domus Medica hf„ sem að stærstum hluta er í eigu starfandi lækna, gert samning við Kjartan Gunnarsson, lyfsala í Iðunnar apóteki, um kaup á hans hlut í Domus Medica verslun hf. Hlutur Kjartans er metinn á 17 milljónir og er fólginn í lager, bún- aði og viðskiptavild Iðunnar Apó- teks. Nú þegar hefur Kjartan mót- tekið 7 milljónir í greiðslu frá Dom- us Medica hf. Auk þessa hefur Kjartan ásamt Alfreð Ómari ísakssyni stofnað hlutafélag um rekstur Iðunnar Apó- teks. í greinargerð framkvæmda- stjóra Domus Medica hf. til heil- brigðisráðuneytisins um málið kem- ur fram að Alfreð muni taka við lyf- söluleyfinu af Kjartani við gildis- töku nýrra lyfjalaga. Heilbrigðisráðuneytinu hafa þeg- ar borist athugasemdir frá Apótek- arafélagi íslands vegna þessa máls. Telja apótekarar að Kjartan hafi í raun selt lyfsöluleyfi sitt en sam- kvæmt gildandi lyfjalögum á að aug- lýsa það. Þá hafa ráðuneytinu borist athugasemdir vegna eignarhalds- legra tengsla starfandi lækna í Dom- us Medica og Iðunnar Apóteks. í heilbrigðisráðuneytinu er nú verið að fara yfir málefni Domus Medica og Iðunnar Apóteks. Sam- kvæmt heimildum DV mun Kjartan Gunnarsson verða sviptur lyfsölu- leyfi sínu komi í ljós að hann hafi selt leyfið. Leyfið yrði þá auglýst samkvæmt núgildandi lyfjalögum. Þá hafa starfsmenn ráðueytisins átt viðræður við forsvarsmenn Domus Medica um eignarhaldsleg tengsl lækna við apótekið. Rætt er um að breyta fyrri samþykktum til að skera á tengslin. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.