Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Útlönd____________________________________________________________ Börnin á Norður-írlandi fanga hug Clintons Bandaríkjaforseta: Get spilað fótbolta án þess að verða skotinn Það voru tvö börn, ann- að kaþólskt en hitt mót- mælendatrúar, sem áttu hug og hjarta Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta í heimsókn hans tO Norð- ur-írlands í gær. Catherine Kammill var ungbarn þegar vopnaðir menn brutust inn á heim- ili hennar árið 1987 og skutu föður hennar, Pat- rick, til bana. Hún sagði Clinton að það hefði verið versti dagur lífs síns. „Fyrsti pabbi minn dó í átökunum. Það var daprasti dagurinn í lífi mínu. Ég hugsa enn um hann,“ sagði Catherine, átta ára gömul ljóshærð kaþólsk hnáta, áður en hún og hinn tíu ára gamli mótmælandi, David Ster- rette, kynntu Bandaríkja- forseta i verksmiðju einni í vesturhluta Belfast. David sagði að friður- inn sem ríkt hefur á Norð- Bill Clinton gerir að gamm sinu við hina atta ara gömlu Catherine Hammill Belfast í gær. heimsókn sinni til Símamynd Reuter ur-írlandi undanfarna 15 mánuði væri stórkostleg- ur. „Núna get ég spilað fótbolta úti án þess að veröa skotinn,“ sagöi David. „Jólaósk mín er sú að friður og kærleikur fái að ríkja að eilífu á Irlandi," bætti Catherine við. Clinton var greinilega hrærður og bar lof á börnin sem „héldust hönd í hönd og sögðu okkur hvað þetta snýst allt um.“ Clinton hitti fulltrúa deiluaðila á Noröur-ír- landi í gær og hvatti þá til að grípa nú tækifærið og jafna ágreining sinn. Clinton fer til írska lýð- veldisins í dag til aö mæla fyrir nýrri áætlun forsætisráðherra Irlands og Bretlands um að koma á varanlegum friði á Norður-írlandi. Reuter Stuttar fréttir »v Hermenn til Bosníu Bandarlkjamenn ætla að senda 32 þúsund hermenn til Bosniu og nærliggjandi svæða um miðjan febrúar. Ekki er bú- ist við mannfalli þrátt fyrir leyniskyttur, jarðsprengjur og aðrar hættur. Gröf Che Guevara fundin Yfirvöld í Bólivíu segj- ast hafa fund- ið gröf bylt- ingarsinnans Ernestos Che Guevaras, 28 árum eftir að bólivíski her- inn myrti hann. Mubarak sigraði Flokkur Mubaraks Egypta- landsforseta vann 90 prósent af 160 sætum í egypska þinginu í umdeildum þingkosningum. Viðræður i vaskinn Viðræður fulltrúa Hvíta húss- ins og bandaríska þingsins um hallalaus fjárlög fóru út um þúf- ur og einnig samningaviðræður um að forða lokun opinberra stofnana. Viðræðurnar eiga að hefjast aftur á mánudag. Lýðræðissinnar út Herforingjastjórnin í Burma hefur útilokað 86 lýðræðissinna frá viðræðum um nýja stjórnar- skrá landsins. Þeir höfðu hætt þátttöku í viðræðunum fyrir tveimur dögum, sögðu þær ólýð- ræðislegar. Styðja Soiana Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir styðji Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. Búist er við að ráðið veröi i stöðuna í næstu viku. Reuter • • • Jólagetraun DV - 4. hluti: Hvar er jolasveinninn? Þá er komið að fjórða hluta jólagetraunar DV. Ykkar hlutverk, lesendur góðir, er að finna út hvar jólasveinninn er staddur hverju sinni. I dag er jólasveinninn andfætlingur okkar og svitnar rækilega þar sem há- sumar er nú á þessum slóðum. Margt merkilegt ber fyrir augu í heimalandi kengúranna og hrífst sveinki sérstaklega af óperuhúsinu við höfnina. Hvern- ig ætli Jólasveinar einn og átta hljómi þar inni? Hvar er jólasveinninn? Merkið við það svar sem þið teljið rétt, klipp- ið getraunina úr blaðinu og geymið á vísum stað. Fyrst þegar allir 12 hlutar getraunarinnar hafa birst megiö þið senda okkur lausnirnar. Þátttakendur í jólagetrauninni eiga möguleika á að vinna einn hinna 19 glæsilegu vinninga sem í boði eru en verðmæti þeirra nemur samtals hálfri milljón króna. S «' 0M1 Hvar er jólasveinninn? QTromsö USidney UVestmannaeyjar 9.-13. verðlaun eru Sega Mega Drive leikjatöiva með stýripinna og 16 bita víð- óma hljómi frá Japis að verð- mæti 15.900 krónur hver. Þarna sameinast frábær mynd- og hljómgæði, hraði og spenna Nafn Hfiimilisfang pnstniimfir Staður sími .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.