Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 12
12 Spurningin FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 Lesendur Ertu frek(ur)? Smári Guðmundsson, atvinnulaus: Já, ef ég þarf þess með. Erla Lind Sigurðardóttir bréfberi: Að sumu leyti. Jósep Ásmundsson vörður: Ég er ekki frekur. Nyju afengislog- in handvömm Auglýsa má áfengi á íslandi, bara það sé ekki gert af íslendingum. Jón Jóhannesson skrifar: Hinn 1. desember eiga að taka gildi ný áfengislög hér á landi. Ekki var vanþörf á að endurnýja þessi lög, sem sum eru aftan úr grárri fomeskju, jafiivel allt að 100 ára gömul! Þama er að finna, aö sögn, afnám einokunar rikisins á inn- flutningi og dreifingu á áfengi. Að vísu er smásölunni enn haldið hjá ríkinu, sem er afar slæmt og flokka verður undir hreina handvömm, um leið og það sýnir mikið vantraust á þegnunum. Með rikiseinokun á vín- sölu er beinlínis sagt við okkur: Þið eruö ófær um að stjóma áfengis- kaupum, um það verður ríkisvaldið að sjá. Þið kaupið áfengi þannig að ríkið sjái til ykkar! Þá ætlar ríkið eim að styðjast við ólögin um auglýsingar og kynningu á áfengi. - Aðalinntakið í nýju lög- unum verður sem fyrr: „Hvers kon- ar auglýsingar á áfengi og einstök- um áfengistegundum em bannað- ar“. - Sjáið orðalagið - ekki þykir ríkinu nóg að segja: „Hvers konar auglýsingar á áfengi era bannaðar" heldur þykist það þurfa að hnykkja á með því að segja: „. . . og einstök- um áfengistegundum"! Var ekki nóg að segja: „Hvers konar auglýsingar á áfengi era bannaðar"? En svona vinnur ríkisvaldið, ekkert nema orðhengilsháttur og endurtekningar á því sem búið er að segja! Já, við íslendingar megum ekki sjálfir auglýsa áfengi hér á landi fyr- ir erlendu aðilana sem við kaupum vínið frá. Það mega bara hinir er- lendu framleiðendur og söluaðilar gera! Þeir mega auglýsa í tímaritum og sjónvarpsrásum gervihnatta- stöðvanna, sem hver maður á að- gang að hér á landi. Aö ríkið skuli ekki banna innflutning á þessum tímaritum eða setja lög um að ekki megi horfa á erlendar gervihnatta- stöðvar! - Auðvitað era nýju áfeng- islögin ekkert annað en handvömm frá upphafi til enda. Ég er nú orðinn eldri maður, en myndi hafa mig meira í frammi væri ég ungur nú og safna kjósend- um saman með einhverjum hætti fyrir framan Alþingishúsið, i hvert sinn sem þaðan koma ólög og skrípareglur, til þess að mótmæla. Ég skora á alla yngri kynslóðina, þ.m.t. samtök þeirra og félög, að mótmæla hinum nýju áfengislögum sem era þjóðinni til skammar og vanvirðu innanlands og athlægis er- lendis. - Svo og auðvitað öllum öðr- um ólögum sem við búum við og erum kaffærð af i daglegum lífshátt- um. á þessu" samt fúllvíst að öllum er að því styrkur að geta flutt mál sitt af ör- yggi, og tjáð skoðanir sínar án ótta. Kynni mín af starfi þessara sam- taka hafa sýnt mér að af þeim má margt læra í skemmtilegum félags- skap og flestir munu komast að þeirri niðurstöðu að þeir bæði vissu og gátu meira en þeir héldu. - ITC- samtökin eru öllum opin, án tillits til kyns eða þjóðfélagsstöðu. „Æ, ég hef ekki vit Ingibjörg Vigfúsdóttir skrifar: Þeir eru margir sem gjarnan ljúka máli sínu með ofangreindri setningu. Skorinorðari yfirlýsingu um skort á sjálfstrausti er vart hægt að láta sér um munn fara. Flestir hafa þó einmitt skoðanir á hlutun- um en skortir trúna á að aðrir taki mark á þeim. í hraða nútíma þjóðfé- lagsins er fólki nauðsynlegt að þekkja sjálft sig og takmörk sín, vita hverju það hefur „vit“ á. Mörg era félögin og samtökin sem bjóöa fólki upp á leiðir til sjálfs- þekkingar. Um þessar mundir hafa ITC- samtökin á islandi starfað hér í 20 ár. ITC (Intemational Training in Communication) eru alþjóðleg þjálf- unarsamtök sem miða aö því að þjálfá og styrkja einstaklinga innan sinna vébanda í framkvæmd fund- arskapa, ræðumennsku og félagsleg- um vinnubrögðum. Þó að tölvuöld sé gengin í garð er Ólafur Guðmundsson, fyrrv. lög- reglumaður: Ég held ekki. Innritunargjald, já - nefskatt, nei Helga segir innritunargjald á sjúkrahús sanngjarnan skatt en hafnar því sem nefskatti. Helga Ólafsdóttir skrifar: Við íslendingar getum ekki búist við því að hafa allt af öllu. En við viljum hafa allt og eitthvað meira til viðbótar. Mér kom þetta í hug þegar ég sá forsíðumynd í einu dagblað- anna. Hún sýndi fólk í einhverju ríkjanna í fyrrum Júgóslavíu - það var að moka kolum í poka og búa sig undir frosthörkurnar og kuld- ann i húsunum. Það ætlaði auðvitað að kynda hjá sér. Þetta er löngu lið- in tíð hér. Það er ekki einu sinni verslað með kol hér lengur, hvað þá [LÍ^llMÞDÓnusta - eða hringið í síma 5000 niilli kl. 14 og 16 koks eins og fyrir nokkrum áratug- um. - Við höfum hér nánast allt. Já, en við þurfum aö borga alltof mikið fyrir þetta, segja þá einhverj- ir. Hversu mikið of mikið? spyr ég þá á móti. Og það myndi ekki standa á svarinu. Við eram sífellt aö fá nýja og nýja skatta, ný gjöld og hitt og þetta. Jú, mikið rétt, það koma ný og ný gjöld. Hvers vegna? Vegna þess að við erum sífellt aö fara fram á meiri og meiri þjónustu. Hver á að borga hana nema þeir sem um hana biðja? Eitt gjaldið er í bígerð, svonefnt inn- ritunargjald á sjúkrahúsunum. Um það gjald vil ég segja; það er minni háttar gjald að greiða, segjum 10-12 þúsund í eitt skipti vegna kannski nokkurra daga legu á spítala að við- bættri aðgerð eða annarri lækn- ingu. Hins vegar væri fráleitt að koma þessu innritunargjaldi í form nefskatts, sem allir greiddu, hvort sem þeir fara á sjúkarhús eða ekki. - Mér finnst sanngjarnt að hver greiði fyrir það sem hann óskar eft- ir eða þarf á að halda og því segi ég: Innritunargjald, já - nefskatt, nei. DV Verðmerkingar alls staðar Halldór Ólafsson skrifar: Samkeppnisstofnun átelur kaupmenn fyrir að hunsa lög og reglur um verðmerkingar. Þetta er eflaust rétt. En Samkeppnis- stofnun á líklega eingöngu við merkingar í búðargluggum. Ég sakna líka verðs á auglýstum vörum í blöðum og útvarpi. Verðlausar auglýsingar eru gagnslausar að mínu mati. Ljósakúplar o.fl. o.fl. Elfa hringdi: Ég tek undir lesendabréf í DV 29. nóv. þar sem kvartað er yfir því að geta ekki keypt algenga varahluti eins og ljósakúpla. Ég hef lent í því sama að geta ekki keypt kúpla nema kaupa allt ljósastæðið. En það er fleira sem kaupmenn hafa ekki á boðstól- um en bjóða bara „nýtt“. Þetta er auðvitað engin þjónusta. Scania-ferð Heklu hf. Hilmar Ólafsson skrifar: Ég hef furðað mig á boði Heklu hf. til eigenda Scania-bif- reiða til Sviþjóðar. Nokkrir okk- ar Scania-bifreiðaeigenda hafa líklega ekki verið taldir hæfa í svona boðsferð og sátum við því eftir enda ekki látnir vita af henni. Nú stend ég frammi fyrir því að endurnýja Scania-bíl minn og mun þá að sjálfsögðu snúa mér til annarra umboða en Heklu hf. - Það er ekki nóg fyrir fyrirtækið að minna á sig með þvi að senda manni bolla með Scania-merki og nafni. Meira þarf til. Stór hópur Scania-eigenda - Hekla hf. svarar Hilmari Ólafúr B. Jónsson skrifar: Dagana 3. og 4. nóvember sl. var farin ferð til Scania í Sví- þjóð. Markmið ferðarinnar var að kynna sem breiðustum hópi vöra- og langflutningabifreiða- eigenda og notenda á íslandi nýja gerð Scania-bifreiða, 4-lín- una. Þá skiptir ekki máli hvort viðkomandi áttu Scania fyrir eða aðrar gerðir vörubiireiða. í þessa ferð voru boðnir 46 þáttakendur sem valdir voru úr ofangreind- um hópi. Þessi hópur Scania-eig- enda á íslandi er orðinn afar stór, eða yfir 600, sem alls eiga um 1050 bifreiðar. Sé tekið tillit til þessa er ljóst að margir urðu heima að sitja, án þess að hafa fengið boð í ferðina. Þjóðarsátt rofin O.J. skrifar: Búið er að þverbrjóta kjara- samninga síðan í febrúar. Um þetta velkist enginn í vafa, hvorki launþegar, vinnuveitend- ur né forsætisráðherra. Það sem þá var skrifað undir var sátt um fasta krónutöluhækkun, ekki prósentuhækkun, sem alltaf hlýt- ur að þýða hærri hækkun ofan á hærri laun. Sem sé; launamis- rétti. Einnig var sett skilyrði um að skapa samstöðu meðal allra tekjuhópa um að bati skilaöi sér i ríkari mæli til þeirra sem lægri hefðu launin. Þjóðarsáttin varð líka til þess, eins og mig grunaði, að festa hér betur í sessi lág- launastéttirnar. Hvað átti það líka að þýða að semja um 3.000 króna hækkun? Hvers konar lág- kúra hefur grafið um sig í verka- lýðsfélögunum? - Nú er litið ann- aö að gera en að bæta við 30 þús- undum í launaumslagið og miða skattleysismörk viö 80.000 kr. - Eða hvaðan koma umboðsmenn fátæklinga á íslandi - úr fila- beinstumum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.