Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
13
Menning
Grafískar frásagnir
- Gréta Mjöll hjá Sævari Karli og Iréne Jensen í Úmbru
Frásögn stendur graflklistinni
jafnan nærri því segja má að
prentverkið sé að grunni til þróað
til að fjölfalda frásögn, að vísu oft-
ast nær í rituðu máli. Að undan-
förnu hefur frásagnartengd grafík-
list færst talsvert í vöxt. Nú standa
yfir tvær litlar grafíksýningar í
miðborginni þar sem gengið er út
frá frásögn. Iréne Jensen sýnir
koparætingar og myndir unnar
með blandaðri tækni í Gallerí
Úmbru við Amtmannsstíg þar sem
íslendingar eru teknir fyrir sem
söguþjóð. 1 Galleríi Sævars Karls
sýnir svo Gréta Mjöll Bjarnadóttir
grafíkverk sem eru byggð upp sem
margar einingar, tákn, er mynda
frásagnir, verk sem einnig eru
unnin sem koparætingar.
Myndróf
Gréta Mjöll á reyndar einnig
verk í Norræna húsinu um þessar
mundir, á samsýningunni Sam-
tímis. Þar eru verk í svipuðum
anda og hjá Sævari Karli, en
einnig stærri myndir þar sem
táknin eru þættir í stærri fleti og
svipar til myndleturs fornra
menningarþjóða. Hjá Sævari Karli
leitast Gréta Mjöll við að láta tákn-
myndirnar standa frjálsar í litlum
einingum. Þessar einingar hafa
margar hverjar komið fyrir áður í
verkum listakonunnar, en aðrar
hafa bæst við og nú er svo komið
að hún býr nánast yfir eigin staf-
rófi, eða öllu heldur myndrófi.
Ugglaust hefur Kínaferð listakon-
unnar á síðasta ári haft nokkur
áhrif í þá veru að þróa myndletr-
ið, en líta verður til þess að hér á
landi er einnig rík söguleg hefð
fyrir myndfrásögnum.
Tólf sögumenn
Gréta valdi þá leið að kalla til
tólf sögumenn, sex karla og sex
konur, til að kanna þanþol
myndrófs síns og hefur hver sögu-
mannanna raðað frá sjö og upp í
sextán táknmyndum sem eiga að
Eitt verka Grétu Mjallar.
segja tiltekna sögu. Hér verður
ekki farið út í túlkun sagnanna;
gestir fá sjálfsagt mismunandi
botna í þær. Hins vegar er upp-
setningin fremur fráhrindandi að
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
mínu mati. Smellurammarnir
draga talsvert athygli frá táknun-
um og myndi ég ætla að betur
hefði farið á því að sleppa gleri og
setja dökka grunna undir þessar
smámyndir, sem mega sín lítils á
skjannahvítum veggjum. Tilraun-
in er hins vegar allrar athygli verð
og verður spennandi að sjá hvert
framhald myndrófsins verður.
Persónulegur
gálgahúmor
Iréne Jensen fer hefðbundnari
leiðir í sínum koparætingum. Þar
segir húh frá söguþjóðinni á gam-
ansaman hátt og myndir á borð
við Nokkrar vel valdar kindur (nr.
Eitt verka Iréne Jensen.
DV-mynd TJ
Leikhópurinn Turak Théatre:
Sýningar í Tjarnarbíói
Franski leikhópurinn Turak
Théatre er væntanlegur til landsins
á vegum Menningarmiðstöðvarinn-
ar Gerðubergs, Alliance Francaise
og Franska listamannasambands-
ins, AFAA. Leikhópurinn mun sýna
leikritið Critures í Tjarnarbíói 5., 9.
og 10. desember nk.
Turak Théatre vakti fyrst veru-
lega athygli á leiklistarhátíðinni í
Avignon 1992 og hefur síðan farið
víða með sýningar sínar. Leikhóp-
inn stofnaði Michel Laubu árið 1985.
Critures, með undirtitilinn forn-
leifauppgröftur í eldhúsinu, er
nýjasta verkið og hefur fengið góða
dóma í Frakklandi, m.a. í stórblað-
inu Le Monde.
Hér 'er á ferðinni sérstakt leikhús,
nokkurs konar leikhús hlutanna
þar sem ímyndunarafl áhorfandans
er reynt tO hins ýtrasta. -bjb
DV-mynd TJ
8) og Smuguna (nr. 11) eru vel
heppnaðar sem persónulegur
gálgahúmor á kostnað landans. Út-
færslan er hins vegar á þann veg
hjá Iréne í flestum tilvikum að
umgjörðin dregur úr vægi inni-
haldsins, myndarinnar sjálfrar.
Myndirnar eru flestar það fingerð-
ar að litrík umgjörð kaffærir þær
gersamlega. Það er miður, því
myndir á borð við Upphaf (nr. 1)
og Síðasti íslendingurinn, kant-
arakápa Jóns biskups Arasonar
annó 1550, eru um margt sérstæð
verk. Hér býr margt undir sem
örlar ekki á fyrr en í návígi er
komið.
Sýning Iréne Jensen stendur tU
6. desember, en sýning Grétu
Mjallar Bjarnadóttur til 7. desem-
ber.
Bókabúð Æskunnar
Magnús Scheving áritar bók sína, Áfram Letibær, klukkan 1
á morgun, laugardag, í Bókabúð Æskunnar.
Mikið úrval afgjafavörum, leikföngum, jólavörum og bókum.
Verið velkomin.
Bókabúð Æskunnar
Laugavegi 56 - sími 551 4235
Vestmannaeyingar
á höfuðborgarsvæðinu
Munið bjórkvöldið á
Rauða Ijóninu,
Seltjarnarnesi,
föstudaginn 1. desember.
Stjórn At.V.R.
Úr verkinu Critures.
BORGARLJOS
E Ð J A N '9®0
K
Hefurðu séð Borgarljós-keðju-bæklinginn 95/96 og
tilboðin 10. Sendum bæklinginn þérað kostnaðarlausu.
Sinatra
oLoftrósettur kr. 1190
oMálverkaljós kr. 1090
oBorðlamparfrá kr. 1490
oHalogen innréttingaljós
3x20 W m/spenni, kr. 3990
oÚrval Ijósa í barnaherbergi.
oVinnugólflamparfrá kr. 3990
Borgarljós hf„ Armúla 15, Reykjavik, s. 581 2660 • Magasín - Húsgagnahöllinni, Reykjavik, s. 587 1410 • Árvirkinn hf„
Selfossi, s. 482 3460 • Verslunin Lóniö, Höfn, s. 478 2125 • Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum, s. 471 1438 • Siemens-
buðin, Akureyri, s. 462 7788 • Radíóvinnustofan, Akureyri, s. 462 2817 • Straumur hf„ ísafirði, s. 456 3321 • Rafþjónusta
Sigurdórs, Akranesi, s. 431 2156 • Rafbúð R. 0„ Keflavik, s. 421 3337 • Rafbúöin Álfaskeiði, Hafnarfirði, s. 555 3020