Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
Fréttir
Nemendur á fyrsta ári í viðskiptafræði í HI:
Skyndiprófin rugl frá
upphafi til enda
- tvennt ólíkt aö
Vegna fréttar í DV í gær um
svindl í skyndiprófum í viðskipta-
fræðideild Háskóla íslands í nóvem-
ber sl. segja nemendur á fyrsta ári í
viðskiptafræði í Háskóla íslands,
sem ekki vilja láta nafhs síns getið,
að það sé engin furða þó að nemend-
ur svindli. Þannig sé staðið að
skyndiprófunum að þau séu tómt
rugl frá upphafi til enda. Um sé að
ræða krossapróf. Þau séu tekin í
bíósal í Háskólabíói og sætanýting-
in sé iðulega 100%. Það gefi því
augaleið að lítið mál sé að horfa á
hjá næsta manni. Ef einhver sé ekki
viöstaddur sé algengt að félagi hans
skili úrlausn í prófinu fyrir hann.
Bera saman bækur sínar
Ekkert eftirlit sé með hve mörg-
um úrlausnum hver og einn skilar.
Verkefnablöðin séu tekin úr bunka
og lögð í annan bunka þegar búið sé
að fylla þau út. Þetta gangi jafnvel
svo langt að þegar nemendur hittast
á leiðinni til að skila prófúrlausnun-
um beri þeir saman bækur sínar á
ganginum og leiðrétti. Þetta sjái
kennarinn sem situr yfir en geri
ekki neitt.
Nemendumir segja ennfremur að
Birgir Finnbogason, löggiltur end-
urskoðandi, sem er kennari í því
fagi sem svindlið átti sér stað í,
reikningshaldi I, noti sama prófið ár
eftir ár. Hann hafi sagt upp í opið
geðið á 240 nemendum sínum að
honum sé sama þó að þeir horfi til
kíkja á hjá öðrum eða skrifa fyrir annan, segir Birgir Finnbogason kennari
Eins og fram kom í DV í gær hefur nemendum í viðskiptafræðideid Háskóla íslands verið refsað fyrir að svindla á
skyndiprófi. Nemendurnir segja að framkvæmd prófsins sé ekki sæmandi í háskóla. Þeir eru einnig ósáttir við að
auglýst tímalengd lokaprófs í deildinni sl. laugardag hafi verið röng. Myndin er tekin við Háskóla íslands en er að
öðru leyti ekki tengd svindlinu.
hægri og vinstri í prófinu bara ef Nemendurnir segja að þó aö talað sé mun meira um það. Þannig sé
þeir skrifi prófúrlausnirnar sjálfir. sé um að 10-20 manns hafi svindlað staðið aö málum í sambandi við
þessi próf að enginn beri virðingu
fyrir neinu.
Þeir segja nemendur hafa orðið
fyrir niðurlægingu undanfarna daga
af hálfu Ingjalds Hannibalssonar,
formanns viðskiptaskorar. Hann
láti þá ítrekað skrifa nafnið sitt á
blað til að bera það saman við nafn-
ið á prófúrlausnunum. Það sé það
sem farið sé eftir þegar dæmt sé um
hvort menn hafi svindlað í prófinu.
cEkki tókst að ná í Ingjald vegna
þessara ummæla
Einhverjar spurn-
ingar þær sömu
Birgir Finnbogason, kennari í
reikningshaldi I, sagði það ekki rétt
að prófin væru þau sömu ár eftir ár,
það væru að vísu einhverjar spurn-
ingarnar þær sömu.
„Skyndiprófin hafa verið í tvö ár.
Mér finnst ekki mikið vandamál að
menn kiki hver hjá öðrum. Þessi
próf eru tekin í tímum og það er
aðalatriði að menn séu mættir og
séu að læra. Skyndiprófin eru bara
hluti af prófimum. Það er algengt að
menn vinni verkefni saman.
Það er hins vegar reginmunur á
því hvort menn skrifa nafn annars
manns á verkefnablaðið. Það er al-
varlegur hlutur. Nemendur eru á
sína eigin ábyrgð í skólanum, ekki
annarra. Það er þeirra mál ef þeim
finnst það rugl sem verið er aö gera
þarna,“ sagði Birgir.
-ÞK
Veitum þeim hæli
Dagfari
Það eru einkum tvær ástæður
sem ráða því að fólk flytur af landi
brott. Annars vegar er um að ræða
fólk sem hefur svo lág laun að það
hefur ekki efni á að lifa hér og hins
vegar fólk sem hefur svo há laun
að það hefur ekki efni á að búa hér
á landi. Hingað til hefur lítt verið
aðhafst í málum þeirra sem flýja
lágu launin en nú hefur hinn hóp-
urinn eignast öflugan málsvara og
er það vonum seinna.
Pétur Blöndal alþingismaður
segir í DV í gær að það þurfi að
laga skattakerfið hér þannig að
hægt verði að laða hingað ríka er-
lenda borgara. „Það á að kanna
hvort ekki sé hægt að veita þessu
fólki hæli hér,“ segir Pétur og
mæli hann manna heilastur. Við
ætlum að veita einhverju örsnauðu
fólki frá Bosníu hæli vestur á ísa-
firöi og láta það búa í félagslegum
íbúðum sem enginn íslendingur
hefur efni á að búa í. Það er góðra
gjalda vert, svo langt sem það nær.
En hvað með alla þessu ríku út-
lendinga sem eru ofsóttir af skatt-
inum í sínu heima? Höfum við ekki
líka skyldur gagnvart þessu flótta-
fólki skattaofsókna sem virðist
hvergi hult fyrir grimmd gjald-
heimtustjóra heimsins? Svo ekki sé
nú minnst á okkar eigin milljóna-
mæringa sem eru nú landflótta
hingað og þangað um heiminn af
því þeir eru svo ríkir að þeir hafa
ekki efni á að búa hér.
Kristján Jóhannsson segist hafa
svo góð laun að hann geti ekki búið
hér. Því verður hann að sæta því
ömurlega hlutskipti að þvælast
syngjandi land úr landi og heims-
áífa á milli í stað þess að búa bara
í blokk í Breiðholtinu og syngja við
jarðarfarir. Og það er sama ólánið
sem eltir Björk. Það munaði víst
minnstu að allar eigur hennar hér
færu á uppboð gjaldheimtustjórans
í Reykjavík sem af fádæma ósvífni
áætlaði á hana skatta þegar hún
taldi ekki fram. Björk er víst orðin
enn ríkari en Kristján og tekjur
hennar taldar í milljörðum. Það
gefur auga leið að enginn sem hal-
ar inn slíkar summur hefur efni á
að búa á íslandi þar sem skattur-
inn krefst uppboðs ef menn telja
ekki fram og raunar ekki síður ef
menn telja fram.
Pétur Blöndal bendir réttilega á
að erlend stórfyrirtæki, sem hér
starfa, hafi fengið sín eigin skatta-
lög. Fyrst ísal og Járnblendifélagið
hafa sín eigin skattalög er ekki til
of mikils mælst að þau Kristján og
Björk fái sín eigin skattalög. Svo
þegar við förum að veita ríkum út-
lendingum hæli hér á landi verð-
um við vitaskuld að setja þeim
skattalög sem hæfa hverjum og
emum.
Fyrir hverja fiskvinnslukell-
ingu af Austfjörðum sem flýr til
Jótlands skulum við veita ríkum
útlendingi hæli á Arnamesinu.
Auðvitað verðum við að rukka
þetta fólk um einhverja hungurlús
og láta það til dæmis borga sóknar-
gjöld eða hundaskatt. En það er að
sjálfsögðu aukaatriði. Aðalmálið er
að þetta fólk hafi póstfang hér á
landi og vekji athygli á því að ís-
land taki vel á móti flóttamönnum
skattheimtunnar. Slíkt mun bera
hróður lands og þjóðar um víða
veröld og allt þetta fólk þarf að
hafa pósthólf hér sem gerir nú eng-
ar smátekjur á ársgrundvelli. Það
verður gaman að vera íslendingur
eftir að allir heimsfrægu millarnir
hafa bæst í hópinn með Kristján og
Björk í broddi fylkingar.
Við höfum hér eitthvaö sem heit-
ir flóttamannaráð en þaö hefur
bara verið í þvi að leita uppi land-
flótta öreiga og fá þá til að flytja
hingað og fylla skörð þeirra sem
flýja lág laun og basl. Nú þarf þetta
ráð að breyta um stefnu og beina
kröftum sínum í baráttunni fyrir
bættum skattalögum fyrir forríka
útlendinga sem eiga hvergi höfði
sínu að að halla sökum ríkidæmis
og skattaofsókna. Það er okkur til
skammar aö hafa ekki komið þessu
fólki til hjálpar. Svo ekki sé minnst
á þá hneisu að hafa hrakið Kristján
og Björk úr landi. Dagfari
FLOMO
i
$
vön ue eikföng gera
GÆFuMuNl n
Ritföng og gjafavörur falleg gjöf í pakkann
Heildverslunin
Bjarkey
S: 567 4151