Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 30
46 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 9.12.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.017.486 2.4pÆ'.5(t 76.840 3. 4 .1 5 79 6.710 4. 3af5 2.459 500 Heildarvinningsupphæð: 4.084.436 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ---------. ÍSLENSK VARA - INNLEND ATVINNA íslenskt jH já takk JfjReykjavíkurhorg /ÚÓLALEIKURÁ Vinningshafi 11. des. 1995: Guðrún Birna Ólafsdóttir Alftarima 11 -Selfossí VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekið þátt i jólaleik Bónus Radíó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja í síma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glæsilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM sfmar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður ’dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem er fullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 V Verð 39,90 mínútan Menning Af hrak fallabálkum Nýjasta bók Andrésar Indriða- sonar er sprottin úr reykviskum samtíma. Sagan gerist um sumar og segir frá ástum og raunum unglingspilts. Ási er hrakfallabálkur og sagan hefst fyrir utan slysadeOd Borgar- spítalans. Fyrsta daginn í sumar- vinnunni tekst honum að missa steypufótu á fótinn á sér þannig að hann þarf að vera í gifsi í margar vikur. Hann missir að sjálfsögðu vinnuna og neyðist til að hafa hægt um sig. Það veldur því að hann getur ekki hitt „kærustuna" í heila viku. Það er nógu langur tími til að kæla ástina á þessum aldri og hún er búin að fá sér nýj- an kærasta þegar hann hittir hana - næst. En hún á vinkonu sem stam- ar og er greinilega hrifin af Ása. í fyrstu líst honum ekkert á þá stúlku en þegar hann kynnist henni breytist það. Hún er bæði úrræðagóð og dugleg því þegar hún missir vinnuna stofnar hún bílaþvottafyrirtæki og býður vin- inum að vera með. Foreldrar Ása vinna mikið þvi þau eru að byggja risastórt einbýl- ishús. Þetta veldur því að þau sjást ekki mikið og gera aldrei neitt saman. Ási grunar pabba sinn um að stunda ólöglega atvinnu sem aukabúgrein með leigubílaakstri og þegar grunur hans reynist rétt- ur fer allt í háaloft. Þessi saga er nokkuð dæmigerð fyrir Andrés Indriðason. Persónur hans eru frekar flatar eins og fyrri daginn nema kannski Soffia Krist- björg, vinkona Ása. Hún er með bein í nefinu og líka öðruvísi en fólk flest þar sém hún stamar ansi mikið. Það er ánægjuleg nýjung hjá höfundi að láta ekki drauma- stúlku hetjunnar vera algjörlega fullkomna og það er ekki síður skemmtilegt að hann virðist hafa losað sig við þá lítilsvirðingu fyrir konum sem var áberandi í sögum hans á níunda áratugnum. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Tískuvandamál unglingabókanna í dag er bruggarar og skaðleg starf- semi þeirra. Andrés notar það, en ekki sem siðaboðskap eins og flestir aðrir höfundar. Bruggstarfsemi föð- urins virðist nánast eingöngu vera til að auka spennu sögunnar enda hefur hún öll einkenni afþreyingar- bókmennta. Annað klassískt vandamál úr ís- lenskum samtíma er það að reisa sér hurðarás um öxl með of stórri húsbyggingu. Andrés kemur inn á það hversu mikil gjá getur myndast milli fjölskyldumeðlima þegar álag- ið veröur of mikið. Á mótunartíma unglingsáranna er mjög mikilvægt að hafa góð tengsl við foreldrana sem oftast eru fyrirmyndirnar. Ási fer alveg á mis við það og höfundi tekst vel til með misheppnaðar til- raunir drengsins til að ná einhverju sambandi við föður sinn. Á heildina litið er bókin ágætis af- þreying og með því skásta sem ég hef lesið eftir Andrés. Hann notar reyndar ansi fornfálegt málfar og takmarkaðan orðaforða en það eru engir stórvægilegir gallar á sögunni. Gallagrípir Andrés Indriðason Iðunn 1995 Andrés Indriðason. Glæsilegir tónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt þriðju tón- leika sína í gulu áskriftarröðinni sl. fimmtu- dagskvöld. Hljómsveitarstjóri var Petri Sakari. Fyrsta verkið, sem sveitin lék að þessu sinni, var Haydn-tilbrigði eftir Johannes Brahms. Stefið sem Brahms byggir verkið á, hefur verið kallað „Kórall heilags Antoniusar“ og er eignað Joseph Haydn en er þó hugsanlega eftir annað tónskáld, Ignaz Pleyel. Brahms klæðir stefið hinum margvíslegustu búningum og er það að allri gerð hið glæsilegasta. Hljómsveitin lék og verkið mjög vel og örugglega undir dyggri stjórn Petris Sakaris. Þá var komið að verki Josephs Haydns, Sin- fonia Concertante, fyrir óbó, fagott, fiðlu, selló og hljómsveit. Einleikarar voru þeir Daði Kol- beinsson, Rúnar Vilbergsson, Zbigniew Dubik og Richard Talkowsky. Þetta bráðskemmtilega verk samdi Haydn árið 1792. Er það um svipað leyti og hann samdi þær sex sinfóníur sem kallaðar hafa verið Lundúnasinfóníurnar en þær voru pantaðar af J.P. Salomon fyrir tón- leika veturinn 1791-92. Sinfonia Concertante er frábærlega vel skrif- að verk. Það er í þrem þáttum og minnir nokk- uð á stíl Mozarts. Kadensan fyrir öll fjögur ein- leikshljóðfærin í lok fyrsta kaflans er sérlega glæsileg og var hún einnig mjög fallega mótuð og fram sett af einleikurum kvöldsins. Má raunar segja það um flutning verksins í heild að hann var yfirvegaður og fagurlega mótaður. Síðasta verk tónleikanna var Tod und Verklárung op. 24 eftir Richard Strauss. Þetta verk er snilldarlega skrifaö fyrir stóra hljómsveit og enda telst þaö meðal mestu meistaraverka tónaljóðsins. Hér er yrkisefnið maður nokkur er liggur banaleguna. Eftir þján- ingar fer hann í helfró og sér þá líf sitt allt í einni hending. Sálin yfirgefur síðan líkamann og sér þá verk sín sveipuð dýrðarljóma í æöri veröld. Tónlisl /■ Askell Másson Verkið reynir töluvert á hljómsveitina og er það t.d. mjög erfitt hvað inntónun snertir. Hljómsveitin var greinilega í sínu besta formi þetta kvöld og lék hún verkið geysivel undir frábærri stjóm Petris Sakaris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.