Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 28
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. >7 Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. 7 Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. >7 Þú leggur inn skilaboö að loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. >7 Þá færö þú að heyra skilaboöin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboöin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu >7 Þú hringir t síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. >7 Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. >7 Nú færö þú að heyra skilaboö auglýsandans. T' Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. *7 Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. 7 Þá færö þú aö heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talaö þau inn aftur. 7 Þegar skilaboðin hafa veriö geymd færö þú uppgefiö leyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. 7 Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valið 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færö þá svar augiýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allír í stafræna kerfinu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. Menning__________________pv Vargöld í Róm Helgi Ingólfsson tekur upp þráöinn frá í fyrra og heldur áfram með söguna af Júlíusi Cæsar og öðrum hátt settum mönnum Róma- veldis á síðustu öld fyrir Krist. Sögimiaður ér skáldið Helvíus Cinna en hann notar tækifær- ið meðan uppláusn er í Róm eftir morðið á ein- valdinum til að rifja upp söguna. Höfundur byrjar á þyí að kynna okkur betur fyrir Cinna og notar 1. persónu sögumann þeg- ar hann ávarpar lesanda. Hann gerir m.a. góð- látlegt grín að sjálfum sér og lætur aðrar per- sónur tala illa um sig. Hann segir okkur frá því Bókmenntir Oddný Ámadóttir að hann hafi verið kominn í innsta hring hjá Cæsari, enda mikill tækifærissinni, en þegar hann þurfti að greiða fyrir það með skítverk- um baðst hann undan því og lokaði sig inni. Sagan sjálf hefst á því að Catúllus, skáld og mælskunemi, er að snúa aftur til búgarðs for- eldra sinna til að hvíla sig á Róm. Á meðan á dvöl hans stendur koma landstjórinn og kona hans, Klódía, í heimsókn. Hún reynist vera ljóðelsk fegurðardís sem heillar alla karlmenn upp úr skónum og i lífi Catúllusar verður hún örlagavaldur. Yfirgripsmikii sagan segir frá átökum og gríðarlegri valdabaráttu þessa tíma og inn í hana spinnast ástir, svik og morð. Helgi Ingólfsson. Það er heimur stjórnmálanna sem er hinn yfirskipaði þáttur sögtmnar. Til að komast áfram i þessum heimi þurfti bæði kænsku og útsjónarsemi. Það eru aðaleinkenni helstu áhrifamanna sögunnar og höfundi tekst að draga upp mjög sannfærandi mynd af þeim. Persónur eins og Cæsar, Pompejus og Cícero spretta ljóslifandi fram og lesandi fær sterklega á tilfinninguna að einmitt svona hafi þessir menn verið. Það verður hins vegar að segjast að ég er ekki alveg sátt við frásagnaraðferð höfundar. Sögumaður flakkar á milli 1. persónu og 3.per- sónu sem er í sjálfu sér allt í lagi ef ekki væri fyrir ósamræmi í skoðuniun. Greinilega er gef- ið í skyn að Cinna sé samkynhneigður og jafn- vel fjandsamlegur konum því hann segir m.a. „Einhver kynni að brigsla mér um kvenhatur, en ég kýs að kalla það raunsæi." Síðar þegar hann er að lýsa hinni illræmdu Klódíu segir hann. „Á einhvern hátt varð hún meiri kona fyrir vikið, refsivöndur sem hefndi þúsunda kúgaðra kynsystra hennar. Dýrslegt seiðmagn var hið eina sem veitti konum völd í þessu karlasamfélagi...“ Þarna finnst mér höfundur falla i þá gryfju að stíga sjálfur inn og gleyma sögumanninum, Cinna, sem mundi aldrei taka afstöðu með konum á þennan hátt. Ef frá eru taldir þessir hnökrar á frásagnar- aðferðinni finnst mér þetta mikla og metnaðar- fulla verk höfundar afskaplega gott. Þeim sem halda að sögulegar skáldsögur séu ekki spenn- andi ætti að snúast hugur við lestur þessarar bókar því hún er allt f senn; spennandi, skemmtileg og fræðandi. Letrað í vindinn, þúsund kossar Helgi Ingólfsson Mál og menning, 1995 Serenade Út er komin geislaplatan Serenade þar sem þau leika saman Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nardeau og Pétur Jónasson,- Á plötunni eru 17 stutt verk, aðal- lega eftir frönsk og spönsk tónskáld og eru sum þeirra vel þekkt, eins og t.d. Gymnopedíur Saties, Syrinx eftir Hljómplötur Áskell Másson Debussy og Sicilienne eftir Fauré. Flest verkanna eru mfili tveggja og fjögurra mínútna löng og öll eru þau á ljúfu nótunum og laus við stærri átök. Þau Guðrún, Martial og Pétur eru öll meðal okkar bestu tónlistarmanna og er flutningur þeirra á verkunum á þessari plötu allur hinn ágætasti og upptökumar jafnar í hfjóm og fallegar. Þær voru gerðar í Garðakirkju 1 júní síðastliðnum og var tónmeistari Sig- urður Rúnar Jónsson. Falleg Ballaða fyrir tvær flautur og gítar er síðast á plötunni, eftir Martial Nardeau, en hún er hluti af stærra verki sem hann kallar Kópavogssvítu og tfieinkar Tónlistarskóla Kópavogs. Annars eru kannski bitastæðustu verkin Pavane pour une infante défun- te eftir Ravel og hluti úr L’efance du Christ eftir Berlioz, en því miður virð- ast upplýsingar ekki vera um það hver gerði útsetningarnar á þeim. Útlit plötunnar er mjög fallegt og að- laðandi en um það sá stofan Komdu á morgun. Japís gefur plötuna út og sér jafn- framt um dreifingu. Pétur Jónasson, Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau. Ódysseifur í Sarajevo Örlög borgarinnar Sarajevo, sem eitt sinn bar viðurnefnið „perla Adríahafsins", hafa orð- ið mörgum listamönnum tákn fyrir grimmdina sem enn grassérar við hjartarætur hinnar „sið- menntuðu“ Evrópu. Tákngerving sumra þess- ara listamanna, einkum þeirra sem búa víðs fjarri átökunum, er stundum með nokkuð svo fjarrænum blæ, en þeir sem gerst þekkja knýja á með harmrænni túlkun sem undan svíður. Tónlist kvikmyndatónskáldins Eleni Kara- indrou, Augnaráð Ódysseifs, tengist Sarajevo að sönnu fremur óbeint, en minnir okkur þó á sérstaka þýðingu harmleiksins í fyrrum Júgóslavíu fyrir grannríki þess. Tónlistin er samin fyrir samnefnda kvikmynd Theo Ang- eloupovfios, sem hlaut aðalverðlaunin á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes, en myndir þessa leikstjóra þekkja íslendingar af kvikmyndahá- tíðum. Nægir að nefna Býflugnahóndann, stór- fallegt meistaraverk. Kvikmyndin segir frá ferð eins konar nútlma Ódysseifs, kvikmyndagerðarmannsins „A“, um Balkanskagann í leit að týndum filmubútum eftir Manakia-bræður, sem í árdaga kvik- myndagerðar fóru um skagann þveran og endi- langan til að festa á filmu sögu og siði, ótrufl- aðir af þjóðernishyggju og væringum ólíkra kynþátta. Á endanum rekst „A“ á filmubútána í miðri viðurstyggð eyðileggingarinnar í Sara- jevo. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson Manfred Eicher, hinn hugmyndaríki for- stöðumaður ECI-útgáfunnar, endurgerði tón- listina við kvikmyndina í samráði við tónskáld- ið, svo úr verður sjálfstæð svíta, seiðmögnuð, tregablönduð og áleitin, sem hefur alla burði tfi að öðlast viðlíka vinsældir og „Officium“ Hilli- ard-kvartettsins og Garbareks og „Jesus Blood“ eftir Gavin Bryars. Ævafornar launhelgar Svítan, sem er í 17 stuttum strófum, er flutt af bandarísk-armenska lágfiðluleikaranum Kim Kashkashian og einvalaliði grískra hljóö- færaleikara, þ.á m. harmónikusnillingi. Tón- skáldið gengur út frá einu og sama stefinu, sem lágfiðluleikarinn notar sem eins konar kirkju- legt - býsanskt - ákall til hljómsveitarinnar, sem varpar því tfi baka með síbreytilegri hljóman og hrynjandi, taktfostum og sefjandi. Við áheymina fær áhorfandinn á tfifinninguna að hann sé staddur við ævafomar launhelgar. Ég veit ekki hve margir kannast við króat- íska tónskáldið Milko Kelemen (f. 1924), sem nú er landflótta og starfandi í Stuttgart. í seinni tíð er Kelemen þekktastur fyrir áhuga sinn á tón- list með „erkitýpísku" sniði, í Jung-ískum skilningi. Ég er ekki viss um að ég skilji til hlít- ar hvernig Jung og tónlistin eiga saman en þykist þó ná ágætu tilfinningasambandi við ný- legt tónverk Kelemens, Drammatico-Sálumessu fyrir Sarajevó, sem er á nýrri safnplötu hans. Verkið er samið fyrir selló og hljómsveit, þar sem tilbreytingarlítil en stigmögnuð óman sveitarinnar lýsir tímans rás, en sellóið, með sinn innbyggða trega, er fulltrúi einstaklings- ins. í fyrstu tveimur þáttum verksins ríkir jafn- vægi mfili þessara tveggja „radda“, en í þriðja þætti verður selló-röddin smám saman undir í togstreitu við hljómsveitina og endar verkið á örvæntingarfullum áköllum sellósins sem hljómsveitin hendir á lofti en kæfir á endanum með hraki og brestum. Önnur verk Kelemens á þessari safnplötu eru að sönnu haganlega gerð og kraftmikil, en jafnast tæplega á við þessa „sálumessu" hvað ástríðu og harmrænan slag- kraft varðar. Eleni Karaindrou - Ulysses’ Gaze Kim Kashkashian & hljómsveit ECM New Series 1570 Milko Kelemen - Portrait of a Composer BIS-CD-742 Umboð á íslandi: JAPIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.