Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 21
20
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995
37
íþróttir
fþróttir
i'jain:
Heimilisfang:-----------
• Aníta Gísladóttir, starfsstúlka á DV, heldur hér á verðlaunum i kjöri
íþróttamanns ársins. Um er að ræða glæsilegt ORION myndbandstæki frá
Bræðrunum Ormsson hf. handa heppnum lesanda og ÍSLANDSSAGA A-Ö
eftir Einar Laxness sem Vaka-Helgafell gefur út og íþróttamaður ársins fær
að gjöf. DV-mynd Brynjar Gauti
LesendurDV
velja íþrótta-
mann ársins 1995
- heppinn þátttakandi í kjörinu hlýtur
glæsileg verðlaun
Lárus 09 Steinunn líka
Listinn sem var birtur í DV í
gær yfir þá kylfmga sem hafa far-
ið holu í höggi á árinu var ekki
alveg tæmandi. 11 ára strákur frá
Akranesi, Lárus Vilhjálmsson,
náði draumahögginu í sumar á
Leynisvellinum þegar hann fór
holu í höggi. Einnig fór Steinunn
Eggertsdóttir, GKJ, holu í höggí.
Þeirra var hins vegar ekki getiö
á listanum sem DV fékk sendan
frá Einherjaklúbbnum.
ErHerbertsson
Dómarinn í leik Akraness og
KR í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik á sunnudagskvöldið
heitir Sigmundur Már Herberts-
son en ekki Hermannsson eins
og kom fram í DV í gær.
Whelan til Coventry
Enska knattspymufélagið Co-
ventry keypti í gær sóknarmann-
inn Noel Whelan frá Leeds fyrir
200 milljónir króna. Whelan er
leikmaður meö enska 21 árs
landsliðinu. Þetta er metverð sem
Coventry hefur greitt fyrir leik-
mann en það stendur væntanlega
ekki lengi því félagið er í þann
veginn að kaupa velska landsliðs-
manninn Chris Coleman frá
Crystal Palace fyrir 300 milljónir.
Boltonaðleíta
Colin Todd og Ray MacFariand,
stjórar hjá Bolton, em að leita að
leikmönum tíl að styrkja liðið
enda veitir ekki af, liðið vermir
botnsætið. Dean Saunders er á
óskalista þeirra og einnig hafa
þeir sýnt Skotanum Eoin Jess
áhuga. Hann er 21 árs gamall
framherji frá Aberdeen.
Ferguson að spá
Líklegt er aö Alex Ferguson,
stjóri Manchester United, færi
stuðningsmönnum liðsins þá
jólagjöf að kaupa leikmann til að
styrkja liðið í baráttunni sem er
fram undan. Ferguson hefur ver-
ið að skoða nokkra leikmenn.
Hann er sagður hafa áhuga á að
fá Steve Howie, varnarmann frá
Newcastle og enska landsliösins.
Ferguson sér Howie fyrir sér sem
eftirmann Steve Bruce.
Staunton ekki með
Steve Staunton, sem var fyrir-
liði íra í síðasta leik þeirra í Evr-
ópukeppninni í knattspymu, get-
ur ekki spilað hinn mikilvæga
leik gegn Hollandi í Liverpool á
morgun vegna meiðsla. írland og
Holland leika þar til úrslita um
16. og síðasta sætíð í úrslitum EM.
ZelictilFrankfurt
Þýska knattspyrnufélagið
Frankfurt fær ástralska landsl-
iðsmanninn Ned Zelic lánaðan
frá QPR þegar tímabilið hefst á
ný í Þýskalandi eftír vetrarfríið.
QPR keyptí Zelic frá Dortmund
fyrir 125 milljónir króna i sumar,
en hann hefur ekki náð að festa
rætur í London.
Haugeíbann
Alþjóöa knattspymusamband-
ið, FIFA, setti í gær norska um-
boðsmanninn Rune Hauge í
ótímabundið bann. Komið hefur
í ljós að Hauge hefur verið meö
puttana í samningamálum leik-
manna, þrátt fyrir að hann væri
settur í bann af enska knatt-
spymusambandinu.
Prunier látinn fara
Franski landsliðsmaöurinn
William Prunier hætti í gær sem
leikmaður hjá Bordeaux en sagt
var að um gagnkvæmt samkomu-
lag beggja aðila væri að ræða.
Prunier sýndi áhorfendum mjög
óviðeigandi framkomu á heima-
leik liösins gegn Bastia um helg-
ina og þaö var kornið sem fyllti
mælinn, en hann hefur áður ver-
ið til vandræða hjá félaginu.
Lesendum DV gefst nú kostur á
því að velja íþróttamann ársins fyrir
árið sem senn er liðið. í blaðinu í dag
birtist fyrsti atkvæðaseðillinn. Þegar
lesendur hafa gert upp hug sinn
senda þeir seöilinn til DV, Þverholti
11, 105 Reykjavík, og merkja hann
„íþróttamaður ársins".
Frestur til að senda inn atkvæöa-
seðla rennur út kl. 16.00 þann 29.
desember. Þá verða atkvæði talin og
nafn heppins lesanda DV verður
dregið út. Sá hinn sami fær í verð-
laun glæsilegt ORION myndbands-
tæki frá Bræðrunum Ormsson hf.
Um er að ræða tveggja hausa tæki
með fjarstýringu með aðgerðaupp-
lýsingum, Scart inntengingu, búnaði
sem breytir upptökutíma ef breytíng
verður á dagskrá „Show View“ og
sjálfvirkri hreinsun á myndhaus svo
eitthvað sé nefnt. Afborgunarverð á
tækinu er 43.100 krónur en staö-
greiðsluverð 38.900 krónur.
íþróttamaður ársins hlýtur glæsi:
leg bókaverölaun, íslandssögu A-Ö
eftir Einar Laxness sem Vaka-Helga-
fell gefur út. í þessu mikla ritverki
Einars Laxness, sem er í þremur
bindum, er fjallað um sögu íslands
eftír uppflettiorðum í stíl alfræði-
orðabóka. Viðamiklar skrár fylgja
ritinu sem gerir lesendum kleift að
leita fróðleiks í því frá ólfkum sjónar-
hornum. Ritið er 676 blaðsíður og
kostar 14.900 krónur askjan.
Atkvæðaseðill mun birtast alla
virka daga í DV fram til 29. desemb-
er. Úrslit í kjörinu verða birt í DV
þann 2. janúar.
-SK
FIFA beygði frönsku
ríkisstjórnina
Alþjóða knattspyrnusambandið,
FIFA, sigraði í gær í rimmu sinni við
frönsku ríkisstjórnina sem vildi ekki
hleypa fulltrúum knattspymusam-
bands Nígeríu inn í landið. Dregið
verður í riðla fyrir undankeppni
heimsmeistaramótsins í París í dag
og þar á Nígería sína fulltrúa eins
og flestar aðrar þjóöir heims.
Ríkisstjórnin tilkynntí að Nígeríu-
mennirnir fengju ekki vegabréfsárit-
un vegna refsiaðgerða Evrópusam-
bandsins gegn Nígeríu en níu menn
voru teknir af lífi þar í landi í síðasta
mánuði af pólitískum ástæðum.
FIFA gaf ríkisstjóminni frest til
klukkan fjögur í gær til að draga
þessa ákvörðun sína til baka og vitn-
aði tíl þess að þegar Frakklandi var
úthlutað lokakeppni HM 1998 var
sérstaklega tekið fram að ríkisstjórn-
in hefði undirritað samkomulag um
að allir sem tengdust HM fengju árit-
un til landsins.
Frakkarnir gáfu eftír og tilkynntu
rétt fyrir klukkan ijögur að Nígeríu-
mönnunum væri heimilt að mæta.
Keith Cooper, talsmaður FIFA, sagði
að ef það hefði ekki verið gert hefði
FIFA gripið til refsiaðgerða en vildi
ekki segja hverjar þær hefðu orðið.
Dregið veröur í riöla fyrir HM í
dag. Island er í fjórða styrkleika-
flokki í Evrópu, eins og síðast, en það
þýðir að íslendingar eru taldir vera
í hópi 28-36 af 50 þjóðum í Evrópu.
Njarðvík - Tindastóll
(45-35) 95-86
4-4, 14-4, 23-10, 29-20, 37-20,
43-27 (45-35), 51-37, 59-37, 64-42,
66-59, 78-71, 85-77, 90-77, 95-86.
Stig Njarðvíkur: Rondey Robin-
son 22, Teitur Örlygssor. 20, Rúnar
Ámason 13, Kristinn Einarsson 9,
Jóhannes Kristbjörnsson 6, Gunn-
ar Örlygsson 6, Páll Kristinsson
6, Jón Júlíus Árnason 6, Friðrik
Ragnarsson 4, Sverrir Þór Sverris-
son 3.
Stig Tindastóls: Torrey John 26,
Hinrik Gunnarsson 19, Pétur Guð-
mundsson 15, Óinar Sigmarsson
13, Amar Kárason 6, Lárus D.
Pálsson 4, Atli Þorbjömsson 3.
Fráköst: Njarðvik 33, Tindastóll
40.
3ja stiga körfur: Njarðvík 4,
Tindastóll 8.
Dómaiar: Bergur Steingrímsson
og Georg Andersen, slakir.
Áhorfendur: Um 200.
Maður leiksins: Rondey Robin-
son, Njarðvik.
Blak:
frótturog HK
eruátoppnunt
Tveir leikir voru í 1. deild karla
í blaki um helgjna. Þróttur R.
sigraði Stjörnuna, 3-2 (15-9,15-9,
9-15, 9-15, 15-11) Og HK lagði ÍS
3-1 (10-15, 15-12, 15-12, 17-15).
Staðan í deildinni er þannig:
ÞrótturR.....12 10 2 33-18 33
Stjarnan.....11 7 4 28-19 28
HK...........11 8 3 25-16 25
ÍS...........11 5 6 20-20 20
Þróttur N....12 4 8 19-29 19
KA...........11 1 10 8-31 8
í l. deild kvenna sigraði HK lið
ÍS, 3-2 (15-7, 8-15, 6-15, 15-4 Og
15-13). Staðan hjá konunum er
þessi:
HK............6 5 1 16-9 16
ÍS............6 3 3 13-13 13
Þróttur N.....6 3 3 12-12 12
Víkingur......6 1 5 1047 10
Knattspyma:
Ferdinandfær
lokstækifæri
Les Ferdinand, „heitastí'* fram-
herjinn í enska boltanum, fær
loksins að spreyta sigmeð enska
landsliðinu undir stjórn Terry
Venables í kvöld þegar Englend-
ingar mæta Portúgölum í vin-
áttuleik á Wembley. Ferdinand
og Alan Shearer leika saman í
fremstu víglínu en Ferdinand fær
tækifærið þar sem Teddy Sher-
ingham er meiddur. Það verður
fróðlegt að sjá þá saman en þeir
hafa verið manna iönastir við að
skora í úrvalsdeildinni, Shearer
með 21 mark og Ferdinand 20.
Shearar hefur hins vegar ekki
verið á skotskónum í leikjum
enska landsliðsins en honum hef-
ur ekki tekist að skora í síðustu
9 leikjum.
Gisli þjálfar
Víðismenn
Gísli Heiðarsson var í gær-
kvöldi ráöinn þjálfari 3. deildar
liðs Víðis í knattspyrnu. Gísh er
þritugur og hefur variö mark
Víðismanna í þrettán ár og mun
halda því áfram næsta sumar.
Hann tekur við af Njáli Eiðssyni
sera hefur þjálfað Víðisliöið und-
anfarin tvö ár.
Staða íslands
vænkastenn
Staöa íslenska kvennalandsl-
iösins í Evrópukeppninni vænk-
aðist enn þegar Frakkland og
Hoiland geröu jafntefli, 1-1, um
heigina. Rússland, Frakkland og
Holland hafa gert eíntómjafnteíli
sín á milli og staðan þegar keppn-
in er hálfnuð er þannig:
Rússland..3 1 2 0 5-2 5
ísland....3 1116-7 4
Frakkland.3 0 3 0 4-4 3
Holland...3 0 2 1 2-4 2
Útileikir íslands fara aliir í'ram
á næsta ári.
Everton lagði West Ham á Goodison Park
Everton sigraði West Ham á Goodison
Park með þremur mörkum gegn engu í
ensku úrvalsdeildinni í knattspymu í
gærkvöldi. Everton var beittari aðilinn
í leiknum og var sigur liðsins sanngjarn.
Graham Stuart geröi fyrsta markiö í
leiknum á 34. mínútu og skömmu fyrir
leikhlé bætti David Unsworth við öðm
marki úr vítaspyrnu. John Ebbrell inn-
siglaði síðan sigur heimamanna með
góðu marki á 69. mínútu.
Miklosko, markverði West Ham, var
vísað af leikvelli í fyrri hálileik og tók
bakvörðurinn Julian Dicks stöðu hans í
marki. Duncan Ferguson kom inn á hjá
Everton um miðjan síðari hálfieik að
lokinni sjö vikna fangelsisvist. Með sigr-
inum fór Evérton í 11. sæti deildarinnar
með 23 stig en West Ham er í 13. sæti
með 20 stig.
Sigurður Jónsson:
Framhaldið
er óljóst
Knattspyrnumaðurinn Sigurður
Jónsson átti fund með Knattspyrnu-
deild ÍA vegna hugsanlegra félaga-
skipta hans til sænska liðsins Örebro
og fékkst engin niðurstaða á fundin-
um. Örebro leggur ofurkapp á að fá
Sigurð í sínar raðir en bíður átekta.
„Við ræddum málin og reyndum
að komast að samkomulagi. Það
virðist ekki vera vilji hjá stjóm ÍA
að ræöa frekar ákveðin atriði sem
mér fmnst vera sanngjörn. Fram-
haldið í þessum efnum er því með
öllu óljóst en vonandi ræðum viö
saman í dag,“ sagði Sigurður Jóns-
son, landsliðsmaður af Skaganum, í
samtali við DV í gærkvöldi.
Oruggur sigur hjá Utah Jazz
Tveir leikir voru í NBA í nótt. Utah
lagði Charlotte, 110-100, og Philadelp-
hia tapaöi fyrir Denver, 91-104.
Karl Malone átti fínan leik með Utah
og skoraði 24 stig, Chris Morris var
með 22 stig og John Stockton skoraði '
18 stig og átti 15 stoðsendingar. í liði
Charlotte, sem lék án Larry Johnsons,
var Glen Rice með 19 stig.
Mahmoud Abdul-Rauf skoraði 22
stig fyrir Philadelphia en Bryant Stith
var með 21 stig fyrir Denver.
New York gerði út um leikinn gegn
SA Spurs í fyrrinótt í tvíframlengd-
um leik. John Starks og Gary Grant
skoruðu öll 13 stíg New York í síðari
framlengingunni. Sean Elliot jafnaði
metín fyrir Spurs undir lok venjulegs
leiktíma og fékk svo kjörið tækifæri
til að gera út um leikinn í fyrri fram-
lengingunni en skot hans geigaði úr
opnu færi. John Starks var með 25
stíg fyrir New York og Patrick Ewing
19. David Robinson var allt í öllu hjá
Spurs og skoraði 45 stig. Úrslitin:
Indiana - LA Clippers.....111-104
Smits 44.
New York - SA Spurs.......118-112
Starks 25, Ewing 19 - Robinson 45.
Boston - Atlanta..........103-108
Radja 28, Norman 26.
Vancouver - Toronto 81-93
- Stoudamire.
Sacramento - Miami.........110-90
Ritchmond 15, Williamson 14 - Thom-
as 29.
LA Lakers - Detroit........ 87-82
Ceballos 22, Divac 20 - Hunter 21.
Portland - Houston.........103-101
Strickland 32, Robinson 26 - Drexler
26, Olajuwon 21.
Þaö þurfti einnig tvær framlenging-
ar í leik Portland og Houston. Arvydas
Sabonis tryggði Portland sigurinn
meö körfu á síöustu sekúndu síðari
framlengingarinnar.
Alonzo Mouming, Kevin Willis og
Billy Owens, allt leikmenn úr byrjun-
arliði Miami, léku ekki gegn Sacra-
mento vegna meiðsla.
Toronto hafði betur í uppgjöri
Kanadaliðanna og var þetta 18. tap-
leikur Vancouver í röð. GH
• Feðgarnir Guðmundur og Páll bregða á leik í Keilu í Mjódd i gærkvöldi. Þangað fór Guðmundur til að fylgjast með
móður sinni i keilu en hún var einnig í handboltanum í gamla daga. DV-mynd GS
Urtökumót í júdó fyrir OL:
Vernharð náði í
27punktaíBasel
Lítt þekktur leikmaður skaust fram í sviðsljósið:
„Seint betri
en karlinn*
- segir Guðmundur Pálsson sem fór á kostum með Víkingi
22 ára gamall leikstjórnandi 1. deild-
ar liðs Víkings í handknattleik vaktí
mikla athygli í fyrrakvöld fyrir vask-
lega framgöngu þegar Víkingar mættu
KA-mönnum á íslandsmótinu. Leik-
maðurinn sem hér um ræðir hefur ekki
verið í sviðsljósinu fram að þessu en
11 mörk sem hann skoraði í leiknum
vekja menn til umhugsunar og spyrja
kannski sjálfa sig aö því hvaöa maður
er eiginlega hér á ferð.
Hann heitir Guömundur Pálsson og
hefur lengst af leikið með ÍR en ákvaö
í fyrra aö ganga í raðir Víkinga. Ekki
nema eðlilegt þegar haft er í huga aö
faðir hans gerði garðinn frægan með
Víkingum um árabil. Eplið fellur sjald-
an langt frá eikinni en faðir Guðmund-
ur er Páll Björgvinsson sem lék á sjötta
hundrað leiki meö meistaraflokki Vík-
ings og klæddist landsliöspeysunni í
sjötíu skipti.
Páll var spurður hvort hann væri
ekki stoltur af stráknum og ekki stóö á
svarinu.
„Auðvitað stoltur
afstráknum"
„Ég er þaö aö sjálfsögðu. Hann er í dag
að gera þá hluti sem hann á að gera,
skora mörk og drífa samherja sína
áfram. Hann er ungur og efnilegur og
á framtíðina fyrir sér. Ég hef fylgst með
Guðmundi frá því aö hann var smá-
strákur og veit alveg hvað býr i honum.
Hann kom alltaf með mér á æfmgar
þegar að ég æfði og lék með meistara-
flokki. Það var samt alfarið hans vilji
að fara út í handboltann. Við foreldrar
hans vorum ekkert að ota honum út í
þetta,“ sagði Páll Björgvinsson í spjall-
inu við DV.
„Frískur miðað
við aldur“
Páll hefur ekki gleymt handboltanum,
langt frá því, fylgist vel meö því sem í
gangi er og leikur meö „old boys“ í
Víkingi sem ekki hefur tapað leik á
fimmta ár aö sögn Páls. „Ég er frískur
í dag miðað við aldur,“ komst Páll að
oröi.
„Nýtti tækifærið
til fuiinustu"
Snúum okkur að syninum sem er ef tíl
að springa út sem leikmaður ef marka
má frammistöðu hans í fyrrakvöld.
Guðmundur gerir nú ekki mikið úr
frammistööu sinni og segir þó að þetta
hafi óneitanlega veriö notaleg tilfinn-
ing.
„Síðan ég gekk í Víking fékk ég tæki-
færið í fyrsta skiptíö. Fram aö því haföi
ég alltaf vermt bekkinn hjá ÍR-ingum
og gerði mér ljóst aö þannig ástand
þyldi ég ekki öllu lengur. Ég ákvaö aö
ganga í Víking, fékk þar tækifærið sem
ég nýttí mér til fulls. Ég hef haft mjög
gaman af þessu í vetur þó liðinu hafi
ekki gengið sem skyldi. Árni Indriða-
son er besti þjálfarinn sem ég hef
kynnst.
Ég datt niður á hörkuleik í fyrra-
kvöld og kannski var þetta besti leikur-
inn minn á ferlinum og vonandi að
hann gefi mér aukið sjálfstraust. Ég
stefni aö því aö bæta mig sem leikmað-
ur en ég verð seint betri en karlinn.
Ég vona aö liðið komi sér á rétta braut
íljótlega og ég hef trú á að þaö takist.
Lykilmenn eru að koma til baka eftír
meiðsli svo þetta hlýtur að smella sam-
an,“ sagði Guðmundur Pálsson sem
skorað hefur 50 mörk í vetur í 11 leikj-
um.
„íþróttirnar eru
góður félagsskapur“
Guðmundur sagöi í lokin að hann hefði
alist upp við íþróttir frá því að hann
mundi eftir sér. Pabbi var nánast alla
daga á ferðinni og mamma líka lengi
vel. íþróttirnar eru góður félagsskapur
og fín hreyfing.
• Vernharð Þorleifsson stefnir á
ólympiuleikana.
Júdómennirnir Bjarni Friðriks-
son, Vernharö Þorleifsson og Eiríkur
Kristinsson tóku um síðustu helgi
þátt í alþjóölegu móti í Basel í Sviss.
Um var að ræöa svokallað A-mót, það
fyrsta af tíu, en mótin eru úrtökumót
fyrir næstu ólympíuleika.
Vernharð keppti í -95 kg flokki.
Fyrsti andstæðingur hans var Etlin-
ger frá Austurríki. Vernharð vann
glímuna eftir fímm mínútur á dóm-
araúrskurði. Næst kepþti hann við
Jakl frá Tékklandi og vann Vernharð
fullnaðarsigur á ippon. Til að komast
í undanúrslitin þurfti Vernharð að
sigra Knorrek frá Þýskalandi en
hann tapaði glímunni og einnig upp-
reisnarglímu í kjölfarið gegn Soares
frá Portúgal. Vernharð vann sér inn
27 punkta á mótinu og er nú í 12.-13.
sæti á listanum en aðeins 14 fyrstu
frá Evrópu fá þátttökurétt á ólympíu-
leikunum í hans þyngdarflokki. Etl-
inger, silfurhafí frá Evrópumótinu
1993, var aö koma til keppni aftur
eftir bann viö lyfjaáti. Etlinger komst
ekki inn á umræddan Evrópulista
þar sem Vernharð sigraði hann og
Jakl, sem var miklu ofar á listanum,
er nú kominn aftur fyrir Vernharð.
Bjami Friðriksson keppti í þunga-
vigt ( + 95kg). Hann tapaði fyrstu
glímu sinni gegn Papaioanu tfá
Grikklandi sem vann síðan silfur-
verðlaun á mótinu. í uppreisnar-
glímu kepptí Bjami við Czikes frá
Ungverjalandi og stóð viðureignin í
fimm mínútur. Báðir höfðu skorað
Yuko (5 stig) en Czikes vann síðan
með aðeins þriggja stiga mun. Czikes
vegur 125 kg en Bjarni er 95 kg.
Bjarni ákvað að reyna fyrir sér í
þungavigtinni eftir sigur í opna
flokknum á Opna skandinavíska
mótinu á dögunum. Aöeins einn
keppandi frá hverju landi fær keppn-
isrétt á leikunum í hverjum þyngdar-
flokki. Ef Bjarna tækist aö tryggja
sér keppnisrétt í Atlanta á næsta ári
yrði það í fimmta skipti í röð sem
hann keppti á ólympíuleikum. Sem
stendur er Bjami eini júdómaðurinn
í heiminum sem keppt hefur á fern-
um leikum í röð.
Næsta mót verður í París dagana
9.-11. febrúar.
-SK
Nafn íþróttamanns
1____________________
„Það var gott að
geta sparað sig“
- Njarðvík vann Tindastól, 95-Ö6
dv Níarðnk: mönnum. Þeir mættu í húsið
__1_____________________ kiukkan átta og voru aðeins með
„Ég hafði það á tilfínningunni áttaleikmenn.ísíðarihálfleikvoru
allan timann að þetta væri öraggt. þrír þeirra komnir út af með 5 vill-
Við spiluðum ekki svo vel en sigld- ur, þar á meðal Torrey John, og
um þessu örugglega í höfn. Það er þrir aðrir voru með 4 villur, svo
mjög gott að geta spilað svona og ekki mátti tæpara standa.
sparaö sig fyrir erfiðari leikina sem Rondey Robinson og Teitur Ör-
eru fram undan,“ sagði Hrannar lygsson voru bestir hjá Njarðvík
Hólm, þjálfari Njarðvíkinga, eftir og Rúnar Árnason var sterkur á
öruggan sigur á baráttuglöðum lokamínútunum. Hjá Tindastóli
leikmönnum Tindastóls i úrvals- var Torrey John góður, Hinrik
deildinní í körfuknattleik í gær- Gunnarsson og Ómar Sigmarsson
kvöldi, 95-86. vom ötlugir í síöari hálfleik og Pét-
Leiknum seinkaði um 20 mínútur ur Guðmundsson var traustur.
vegna tafa á flugi hjá Tindastóls- -ÆMK