Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 32
48 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 Sviðsljós Indianajones i Le ^ ■■ ■ Bobbitt búinn að skrifa undir John Wayne Bobbitt, sneiddur eiginmaður hinnar alræmdu Loreönu, er loksins búinn aö skrifa undir eignaskiptasáttmála þeirra hjóna. Það er undanfari fulls skilnaðar. Bobbitt teiknaði lítinn hníf við hlið undirskriftar- innar, svona til minningar um búrhnífinn sem Loreana beitti til að skera undan bónda sínum, eins og frægt varð hér um árið. Sjálf var Loreana fyrir löngu búin að skrifa undir eignaskiptin en dráttur varð á þessu hjá karli. Linda McCartney er dýravinur bæði í orði og á borði: Borgaði 300 þúsund krónur til að bjarga lífi kalkúna Linda McCartney, eiginkona bít- ilsins Pauls, lætur ekki að sér hæða þegar dýr og dýravernd eru annars vegar. í síðustu viku reiddi hún fram þrjú þúsund pund, eða rúmar þrjú hundruð þúsund krónur, í þeim göfuga tilgangi meðal annars að bjarga úrvalskalkúna frá bráðum bana og því að enda ævi sína sem jólasteik. Linda hefði greitt allt að eina milljón króna til að bjarga lífi fuglsins ef þess hefði gerst þörf. „Ég börgaði svona mikið af því að peningarnir fara í að styrkja gott málefni, þeir renna til krabbameins- sjúkra barna og fátækra barna í Birmingham," segir Linda. „Ég gerði þetta líka til að bjarga lífi, lífi kalkúna. Allir ættu að gera eitthvað þessu líkt til að gera jólin betri.“ Linda er alræmd jurtaæta og því ekki undarlegt þótt henni blöskraði við tilhugsunina eina um þau örlög sem biðu kalkúnans Henleys, þrett- án kílóa verðlaunagrips. Henley var settur á uppboð en ekki var það nú Linda sjálf sem bauð í fuglinn fyrir hönd dýravina, heldur veitingakona ein að nafni Pat Maynard-Rollings, sem rekur grænmetisréttastað. Hún bauð í Henley og keppti við veitingahús sem hefur hreppt uppboðsfuglinn undanfarin ár. Nú áttu fuglabanar Linda McCartney er annálaður vinur málleysingjanna. hins vegar ekki möguleika á að keppa við Lindu og félaga hennar. Uppboðshaldarar höfðu búist við að kalkúninn færi á 900 pund eins og í fyrra, sem í sjálfu sér er dágott verð fyrir fugl sem er aðeins 40 punda virði. En þegar farið var að bjóða, var annað uppi á teningnum. Kjötæturnar gáfust upp þegar þær höfðu boðið 2950 pund og fengu ekki. „Þetta var orðið alveg fárán- legt,“ segir talsmaður þeirra. Að uppboðinu loknu var farið með Henley á leynistað þar sem hann fær að vera í friði fyrir slátur- glöðum Bretum, að minnsta kosti fram yfir jól. Bækur sem beðið Veiöifero í Afríku Robin Williams er hér ásamt leik- konunni Bonnie Hunt en bæði leika þau aðalhlutverk í ævintýramynd- inni Jumanji sem frumsýnd var í Hollywood um helgina. Símamynd Reuter Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer er farin að taka þátt í kosningabaráttunni í Rússiandi þar sem hún kom fram á mikilli sýningu sem flokkur forsætisráð- hprrans stóð fvrir. Þar var margt frægra manna. Símamynd Reuter Julia Ormond, sem leikur aðalhlut- verk í nýjustu myndinni frá Sidney Poilack, Sabrinu, er hér við hlið leik- stjórans sjáifs í gleðskap eftir frum- sýningu myndarinnar. Símamynd Reuter V BÆKUR /////////////////////////////// 24 síðna BÓKAHANDBÓK fylgir DV á morgun Þar verða kynntar allar nýútkomna bækur og verð þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.