Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NYTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 Stálu pen- ingakassa og brutu upp Tveir menn í ísafiröi voru hand- teknir í gær eftir aö hafa brotist inn í verslunina Vöruval í Hnífsdal og stolið þaðan peningakassa. Fóru þeir með kassann heim til sín og brutu hann þar upp. Öll verðmæti í kassanum munu nú komin í leitirnar. Mennirnir voru í yfirheyrslum hjá lögrelgu í gær en var síðan sleppt. Mál þeirra verður sent áfram til ákæruvalds- ins. Þeir munu oft áður hafa komið við sögu hjá lögreglunni vegna inn- brota og fíkniefnamála. -GK Egilsstaðir: Kona fót- brotnaði Fullorðin kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Tjarnarbraut á Egilsstöðum síðdegis í gær. Var hún flutt með sjúkraflugi í Reykjavíkur og í aðgerð á Borgarspítalann. -GK Deilur um reikninga byggða- safnsins DV, Akranesi: Forstöðumaður Byggðasafns Akraness og nágrennis, Gunnlaug- ur Haraldsson, sagði formlega starfi sínu lausu hinn 1. desember sl. og féllst stjórn safnsins á uppsögn hans. Endurskoðun Jóns Þórs Hallsson- ar hefur yfirfarið reikninga safns- ins frá janúar til október 1995 og kemur þar fram að útlit sé fyrir að verulega verði farið fram úr fjár- hagsáætlun. Forstöðumaður safns- ins taldi skýringuna á þeim mis- mun sem kemur fram vera hvernig færslur færu fram hjá aðalbókara safnsins. Stjórn safnsins var ekki ánægð með þau svör og hefur þremur full- trúum safnsins verið falið að fá botn í málið. -D.Ó. Uppsagnir samninga: Málflutning- ur fyrir Fé- lagsdómi í gær var munnlegur málflutning- ur í kæru VSÍ á uppsögn Verka- mannafélagsins Baldurs á ísafirði. Reiknað er með að dómur í því máli verði kveðinn upp á morgun, mið- vikudag. -S.dór L O K I Brotist inn í tölvukerfi Iðnskólans: Fjarvistarstigum og einkunnum nemenda breytt - nemendur á tölvubraut skólans grunaðir - unnið að rannsókn innanhúss „Við teljum okkur vita að brot- ist hafi verið inn í tölvukerfi skól- ans. Einhver virðist hafa komist yfir lykilorð sem veitir aðgang að kerflnu,“ sagði Ingvar Ásmunds- son, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, þegar hann var spurð- ur hvort það væri rétt að nemend- ur Iðnskólans hefðu verið að breyta staðreyndum í tölvukerfí skólans varðandi fjarvistir og ein- kunnir nemenda í skólanum. Ingvar sagði að það væru nem- endur á tölvubraut sem væru grunaðir. - Hefur verið leitað til lögreglu vegna þessa máls? „Nei, við höfum ekki gert þaö enn sem komið er. Við erum að vinna að því héma innanhúss enda höfum við menn með þekk- ingu til þess. Við erum ekki farn- ir að leita annað enn þá. Það er best ef við ráðum við þetta hér á staðnum. Það sem um ræðir er að fíktað hefur verið við tölvukerfi skól- ans. Breytt hefur verið fjarvistar- stigum hjá þó nokkuð mörgum nemendum á tölvubraut, þeim í hag, og einkunnum hjá einum eða tveimur," sagði Ingvar. Hann sagði einnig að enn væri ekki vitað nákvæmlega í hve miklum mæli þetta tölvusvindl væri. Ákveðnir nemendur af um- ræddri braut væru grunaðir um að hafa notað þekkingu sína til þessa verks. Verið væri að vinna í málinu og ekkert væri hægt að segja meira um það á þessu stigi. -ÞK Þá eru jólasveinarnir farnir að tínast til byggöa og kæta smáfólkið með því að lauma einhverju lítilræðf í skóinn. Fyrstur þeirra er Stekkjarstaur og hefur hann væntanlega komið við í glugganum hjá Eddu Þöll, 6 ára, sem hér held- ur á skónum góða, full eftirvæntingar. DV-mynd Brynjar Gauti Veðrið á morgun: Hlýttí veðri Á morgun verður suðvest- læg átt, allhvasst norðvestan til en annars kaldi eða stinn- ingskaldi. Súld suðvestan- og vestanlands en annars þurrt. Hlýtt í veðri. Veðrið í dag er á bls. 52 Prófsvindlið í Háskólanum: Ljótt að svindla - segir fulltrúi stúdenta „Þetta er alvarlegt mál, nemend- ur hafa ekkert sér til málsbóta. Það er ljótt.að svindla," segir Vdhjálm- ur Vilhjálmsson hjá Stúdentaráði um prófsvindl sem upp kom í við- skiptafræðideild HÍ nýverið. „Menn verða að hafa þann þroska til að bera þegar þeir eru komnir í háskóla að gera ekki svona lagað. Ég er sammála kennaranum þeirra um að það sé ekki það sama að kíkja á hjá öðrum og taka próf fyrir annan. Með sömu rökum má segja að allt sem nemendur vinna heima sé ómark vegna þess að þeir geti feng- ið einhvern til að vinna það fyrir sig.“ -ÞK Húsavík: Jákvæðar þreifingar DV, Akureyri: Niðurstaða í „sameiningarmál- inu“ svokallaða á Húsavík, sem talið hefur verið að muni reynast banabiti meirihlutasamstarfs Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjórn, mun sennilega liggja fyrir í dag eða á morgun. Stefán Haraldsson, oddviti fram- sóknarmanna, og Kristján Ásgeirs- son, oddviti Alþýðubandalags í bæj- arstjórn, hittust um helgina og ræddu málið. Fáum sögum fer af þeim fundi, öðrum en þeim að nokk- ur „þíða“ hafi verið milli þeirra og því taldar á því einhverjar líkur að þeir muni ná einhverri lendingu í málinu sem snýst um sameiningu útgerðarfélagsins Höfða hf. og Fisk- iðjusamlags Húsavíkur. -gk Steinn á bíl Litlu munaði að illa færi þegar steinn féll á bíl Guðmundur Magn- ússonar, fræðslustjóra á Austur- landi, og Hugos Þórissonar sálfræð- ings í svokölluðum Staðarskriðum yst í Fáskrúðsfirði í gær. Kom steinninn á bílinn framan- verðan og stórskemmdi hann. -GK Kjaramál: Ríkið vísar til Félagsdóms Ríkið hefur vísað uppsögn kjara- samninga Læknafélags Islands og Starfsmannafélags ríkisstofnana til Félagsdóms vegna formgalla á upp- sögninni. Varðandi lækna þá gleymdist að tilkynna ríkissátta- semjara um uppsögnina eins og lög gera ráð fyrir. En varðandi SR þá var varaformanni samninganefndar ríkisins afhent uppsögnin heima hjá sér eftir vinnutíma. -S.dór Orensásveqí 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœrrt númer: 800 6 886 , L#TT# alltaf á Miövikudögaun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.