Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 47 DV Fréttir Reykjanesbær: Félags- bíó til sölu - leikfélagið hefur áhuga DY Suðurnesjum: „Sveitarfélagið á nokkrar eignir sem menningar- og tómstundastarf fer fram í að hluta til eða öllu leyti. Við munum taka Félagsbíó inn i umræðuna á þessum mannvirkjum um hvort eigi að selja eða kaupa einhverjar eignir,“ sagði Ellert Ei- ríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Eigandi Félagsbíós, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hefur boðið Reykjanesbæ húseignina til kaups ásamt íbúðarhúsinu að Tjarnargötu 6 í Keflavíkurhverfinu. Eignirnar standa á eignarlóð og Leikfélag Keflavíkur, sem hefur æft og verið með sýningar í Félagsbíói, hefur mikinn áhuga á að fá húsnæð- ið fyrir starfsemi sína. Leikfélagið hefur ekki haft neinn samastað en mikill uppgangur er nú hjá félaginu og telja forsvarsmenn þess að brýnt sé að félagið fái Félagsbíó alveg fyr- ir starfsemi sína. Samtök iðnaðarins: Morgunveröar- fundur um veiði- leyfagjald Samtök iðnaöarins gangast á morgun, miðvikudag, fyrir morgun- verðarfundi þar sem fjallað verður um hvort taka eigi upp veiðileyfa- gjald. Fundurinn hefst klukkan 08.00 að Hallveigarstíg 1. Frummælendur á fundinum verða Ágúst Einarsson alþingismað- ur, Vilhjálmur Egilsson alþingis- maður og Þorsteinn M. Jónsson hagfræðingur. Á eftir framsöguræð- um verða almennar umræður og fyrirspurnir. HafnarQörður: Aftur verður fundað í dag Fulltrúar Hafnarfjaröarbæjar hittu fulltrúa íslenska álversins, ísals, og iðnaðarráðuneytisins á fundi í Hafnarfirði í gærmorgun. Á fundinum var rætt um mótmæli ísals og ráðuneytisins gegn hús- byggingu á skipulögðu svæði sunn- an Hvaleyrarholts í Hafnarfirði. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að verið sé að skoða sameiginlega yfirlýsingu að- ila vegna þessa máls. Allt sé mjög „laust í hendi,“ eins og hann tekur til orða, en aftur verði fundað í dag og þá ætti málið að fara að skýrast. -GHS Steinadals- heiðin fær á aðventu DV; Hólmavik: Miklar endurbætur voru gerðar á veginum yfir Steinadalsheiði, milli Kollafjarðar og Gilsfjarðar, síðla sumars og í haust. Mesta fram- kvæmdin var við Brimilsgjá. Þar var sett ræsi í stað brúar sem kom- in var til ára sinna og orðin hættu- leg öllum vegfarendum og veginum þar gjörbreytt. Heiðin var fólksbílafær í nokkra daga eða þar til fyrstu haustrigning- arnar gerði og vöxtur hljóp í nokk- ur óbrúuð vatnsfóll á þeirri leið. í hlýviðrum síðustu vikna hefur snjó að mestu tekið upp og er Steinadals- heiðin í byrjun aðventu jeppafær vel búnum bílum, nokkuð sem ekki hefur oft gerst síðustu áratugi. GT Margmiðlunarhugbúnaður Fræðandi og skemmtilegur fyrir alla fjölskylduna Ef keypt er með vél 3.457 kr. (Cinemania) Prentarar í úrvali Texas Instrument Hewlett Packard Mannesman Tally Dæmi um verð: Bleksprautuprentararfrá 22.900 kr. Geislaprentarar frá 44.900 kr. Haves hágæða mótöld D5320 Pentium margmiðlunartölva • P/75 Mhz örgjörvi • 8MB mest 256MB • 850MB E-IDE • 14" skjár 1024x768NI • Hljóðkort* Geisladrif 4X • Hátalarar* Hljóðnemi • Lykilborð, mús og motta ^^nilaws95fyigir 163 900 kr- m- margmiðlun stgr.m.vsk 144.000 kr. án margmiðlunar COMPUTER • AST Bravo LC P/75 örgjörvi • 8MB mest 128MB* 850MB E-IDE •15" skjár 1024x768NI 75Hz • Hljóðkort* Geisladrif 4X • Hátalarar» Hljóðnemi • 3ja ára ábyrgð á AST tölvum • Lykilborð, mús og motta l^nclavvs95fylgir 179.900 kr. með margmiðlun. . •_______sfgr.m.vsk tilboö - fyrir alla fjölskylduna EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10 • Sími 563 3000 TENGT& T/LBÚ/Ð Uppsetningaþjónusta EJS HáSMj/SÍ*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.