Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 Spurningin Lesendur Telur þú rétt staðið að próf- um í Háskólanum? Skattsvik og undanskottekna þjónusta allan Forsetakosningar eftir 190 daga: Hálfvolgir verða að svara Björn Magnússon skrifar: Mér finnst nú ekki stætt á því lengur að vera með getgátur um hverjir hugi á framboð til forseta næsta vor. Nú eru ekki eftir nema um 190 dagar til kosninga. Fjölmiðl- ar sem vilja láta taka mark á sér geta ekki enn einu sinni farið af stað með vangaveltur eða nafna- könnun meðal landsmanna. Nú er það alvaran sem tekur við. - Hverj- ir, af öllum þeim fjölda manna og kvenna sem orðuð ir hafa verið við framboð, eru ákveðnir í að fara fram? Það verður ekki lengur tekið mark á þeim sem halda þjóðinni í spennu hvort þeir ætla fram eða ekki og gefa loðin svör. Ekki færri en 14 manns hafa verið orðaðir við forsetaframboð og þeir hafa allir - eða langflestir - gefið loðin svör en heldur ekki aftekið neitt. Ég nefni hér nokkra: Guðrún Agnarsdóttir: Ekki hugleitt framboð af alvöru. - Pálmi Matthíasson: Þakka traustið, en sé marga aðra líklegri. - Heimir Steinsson: Óljóst á þessari stundu. - Sigmundur Guð- bjarnason: Ekki farinn að hugsa það. - Ólafur Ragnarsson: Hug- myndin verið reifuð við mig. - Tryggvi Gíslason: Hugsun sem bíð- ur. - Ellert B. Schram: Neita ekki möguleika á framboði. - Steingrím- ur Hermannsson: Mun leggjast und- ir feld. - Davíð Oddsson: Ekki rétti tíminn. „Ekki rétti tíminn," segja þeir flestir. En það verður ekki lengur beðið. Ef frumvarp það sem nú hef- ur verið lagt fyrir Alþingi, þess efn- is að forsetinn greiði skatt af sínum launum frá og með næsta kjöri, gengur eftir má telja líklegt að emb- ættið verði ekki jafn eftirsótt og áður. Því má búast við nokkrum af- föllum. Þá verður líka fróðlegt að sjá hverjir í þeim hópi verða. - En víst er um það að stundin er komin. - Til að svara af eða á. „Hvít með loðnar tær“ Enginn maður ætti að leika sér að dauðanum, því dauðinn er alvarleg- ur. Engin af þessum hvítu rjúpum fellur til jarðar án vitundar síns himneska fóður. - Þeir sem skjóta þær eru staðnir að vondu verki. Látið rjúpurnar prýða vetrarfjöll- in. Leyfið þeim að ganga i friði um fannirnar á heiðunum. Þeir sem vilja friða rjúpuna hafa lengi beðið eftir hinu rétta svari. Eigum við ekki rjúpuna eins og þeir, skot- mennirnir á vélsleðunum? Þeir sem unna fegurð og friðun og lífmu sjálfu eiga að ráða því að eng- inn maður liti framar vetrarsnjóinn rauðu með blóði þeirra, þessara friðsömu fugla. Leyflð þeim að eiga gleðileg jól. - Kennið ekki framar grimmdarverkin við hátíð friðar og fagnaðar. Ásgeir Guðmundsson bókbindari: Ég veit ekkert um það. Ágúst Kvaran, kennari i HI: Það er aldrei til neitt sem heitir fullkom- ið próf en þetta er með því besta. Sigurjón skrifar: Margir telja að skattsvik og und- anskot tekna frá löglegum og til- skildum skattgreiðslum séu versta þjóðfélagsmeinið - nema ef vera skyldi ofneysla og vanþekking al- mennings á áfengi. í blaði las ég mjög nýlega pistil um vanhöld skatt- skila til ríkisins. Þetta var í tilefni svonefndrar „rassíu" skattrann- sóknarstjóra hjá veitingahúsum og fleirum í fyrirtækjarekstri. Kaupmaður, sem þar tjáði sig um málið, sagðist telja það vera algengt að ákveðinn hluti dagsölu margra færi fram hjá kassa. Þetta væri bara orðið svona og hvernig ættu menip að komast af í rekstrinum nema með því móti. Ég dreg þá ályktun af þessum ummælum að mun meira sé um það en látið er í veðri vaka að skattsvik séu stunduð reglulega hjá fyrfrtækjum í viðskiptum og þjón- ustu. - Én er þetta einhver framtíð fyrir okkur íslendinga? Og hver er orsökin fyrir þessum almennu skattsvikum? Ég tel ekki nokkurn vafa á því hver hún sé. Alltof mikil linkind í refsingum og lítil viðurlög. í öðrum löndum er lit- ið á skattsvik sem einn mesta og versta fjármálaglæpinn. Einmitt vegna þess að viðkomandi er að stela, ekki bara af einstaklingi, held- ur af þjóðfélaginu öllu. Og svo er hitt að skattakerfið hér er nú orðið of þungt og sérhverjum vinnandi Rósa Jónasardóttir, nemi í HÍ: Já, ég tel það. Jörundur Valtýsson, nemi í heim- spekideild HÍ: Já, ég held það bara, svona nokkuð. Jón Kalmansson, starfsmaður við HÍ: Já, ég tel það. drætti á vegum ríkisins, happdrætti sem dregið væri i mánaðarlega. Vinningur: skattfríðindi í 6 mánuði, eitt ár, eða önnur eftirsóft fríðindi, og allir bæðu um kassakvittun. Tal- að hefur verið um mannfæð hjá skattaeftirliti og skort á þjálfuðu starfsfólki. Hve margir löggiltir end- urskoðendur ætli vinni við- skatta- eftirlitið? Koma þeir ekki að gagni þar? - Skattsvikamálin verður að taka fyrir strax. Páll Skúlason, prófessor í HÍ: Já, ég tel það. Rósa B. Blöndals skrifar: Nú á bágt til bjargar blessuð rjúp- an hvíta. - Skotmennirnir eru komnir upp á öræfm og blessuð rjúpan hvíta er skotmark þeirra. Kúlnaregnið er þétt eins og örva- drífa. Blóði drifnar eru fannimar á fjöllunum. Blóði drifin mjöll. Blóð drýpur úr hvítu brjósti, droparnir eru rauðir á snæþekjunni. En hvað hvítar, loðnar tær eru sorglegar þeg- ar þær eru dauðar. - Fyrir langa löngu söddu rjúpur soltið fólk sem átti ekki málungi matar. Nú eru þær hafðar á rfkis- manns borðum, líf þeirra er haft að leiksoppi fyrir sportmenn. Drengskaparheitið fyrir bí? manni er ætlað að greiða of háa skatta. Það er þess vegna sem t.d. mjög tekjuháir íslendingar flýja -land og skrá sig búsetta erlendis. Ekki til að svíkja undan skatti, held- ur vegna þess að annars staðar greiða þeir bærilega skatta. Sum lönd eru með alla skatta inni í vörum og þjónustu þannig að eng- ir skattar eru greiddir á öðrum vett- vangi. Og fleiri ráð eru til. Það mætti hugsa sér að allar kassakvitt- anir giltu sem eins konar happ- DV Þjóðarsátt um einangrun Sverrir skrifar: Hún er einkennileg, afstaða stjórnmálamanna hér til ESB. Jafnvel EES-samkomulagið veld- ur þeim erfiðleikum því sífellt er verið að brjóta ákvæði þess vegná tilverknaðar stjórnvalda. Afstaðan virðist í það heila tekið vera eins konar þjóðarsátt um einangrun. Á sama tima eru þingmenn og ráðamenn þjóðar- innar á sífelldum þeytingi, ýmist að fara eða koma frá fundum og ráðstefnum vítt o‘g breitt um Evrópu. Þeim leiöast ekki ferða- lögin út af ESB. Óhugnanleg mannshvörf Pétur Einarsson hringdi: Undanfarna mánuði hafa mannshvörf verið óhugnanlega tíð hér. Og það með þeim hætti að ekki sjást nein merki um af- drif fólksins. Eftir því sem mað- ur hugsar meira um þessi mál fer ekki hjá því að upp komi í hugann hugmyndir sem sumir hafa haldið á lofti, nefnilega um geimverur og óþekkt loftfor sem séu á sveimi og heimsæki okkur jarðarbúa. - Eða hvað á fólk að halda? Niðurgretðsla á NFLI Gunnar Guðjónsson skrifar: Þar sem Heilsustofnun NFLf í Hveragebði er ekki lengur sú sjúkrastofnun sem hún var lengi vel og dvalargestir vel rólfærir og eru þar frekar til almennrar hressingar og ánægju finnst mér hreinn óþarfi að hið opinbera greiði niður kostnað sem af dvöl- inni leiðir. Þarna er um háar upphæðir að ræða sem hinn al- menni skattborgari greiðir en nýtur ekki nema í sárafáum til- vikum. Dvölin hjá NLFÍ er hins vegar afar vinsæl og atlæti gott og stofnunin sem slík til verulegs sóma, og hefur ávallt verið. Er í raún eina hressingarhótelið sem við státum af. Einkamerkt ökutæki Halldór skrifar: Ég get ekki séð að nokkur akk- ur sé í því fyrir fólk að sækjast eftir hinum nýju merkjum fyrir bíla sína, svokölluðum einka- merktu númerum, með t.d. skammstöfunum sínum eða þess háttar. Þetta er einskis nýtt og aðeins ómerkilegt snobb, ef þá hægt er að flokka það sem slíkt. Um gömlu númeraplöturnar gegndi þó öðru máli, þvi þar var um hagræði að ræða, að hafa sem fæstar tölur og minni núm- eraplötur. Oft líka skemmtilegt að hafa t.d. sama símanúmer og bílnúmer. - Ný númer fyrir 50 þúsund krónur? Bruðl og brjál- æði fyrir eyðsluklær. Bækur og smjörlíki Helga Kristjánsdóttir skrifar: Ég heyrði á tal rithöfundar eins (konu) í útvarpsfréttum Bylgjunnar sl. föstudag þar sem hún bar sig illa vegna hugsan- legrar rýrnunar á höfundarlaun- um eftir að farið er að berjast um bóksöluna. Hún vitnaði til þess að fariö væri að afgreiða og selja bækur eins og smjörlíki. En hver er hins vegar munurinn á bók- um og smjörlíki? Hvort tveggja vörutegundir sem falla undir neysluna hjá almenningi. Fólk á ekki að setja sig á háan hest í svona málum. Það er engin vöru- tegund æðri annarri þegar grannt er skoðað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.