Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Neytendur Rjupan er al dýrasta jólasteikin - þrír geta fengiö nautalundir fyrir sama verð Þrátt fyrir að jólasteikin hafi al- mennt lækkað í verði með aukinni samkeppni og tilboðum verslana helst rjúpuverðið jafnhátt í hlutfalli við aðrar tegundir. Rjúpur á jóla- borðinu hafa alltaf verið lúxus en þó aldrei eins og síðustu ár þegar verð þeirra er borið saman við ann- að kjöt. Til eru þeir sem veiða sína rjúpu sjálfir og komast þvi ódýrar úr mataröfluninni fyrir jól. Það er hins vegar afstætt ef allur tilkostn- aður við veiðar er tekinn með. Á meðfylgjandi grafi sést hvað kostnaður á hvem mann er misjafn eftir þvl hvaða kjöt er valið. Kíló- verðið á hverju kjöti er fundið með því að skoða tilboðin sem birt voru í DV í gær. Valið var af handahófi frá ýmsum verslunum og því eru þær verðupplýsingar ekki tæmandi því fáanlegt er dýrara og ódýrara kjöt. Það sem kemur einna mest á óvart er að nautalundir, sem flest venjulegt launafólk leyfir sér ekki að kaupa nema endram og sinnum, er þrisvar sinnum ódýrara á mann en rjúpan. Það þýðir að þrir geta borðað dýrindis nautasteik fyrir sama verð og einn maður borðar rjúpu. Ein eða tvær rjúpur Flestir áætla tvær rjúpur á mann og ekki er það ofrausn því meðal- þyngd kjöts á hverri rjúpu losar rétt 100 grömm. Til eru þeir sem gera ráð fyrir einni rjúpu á hvern gest og lækka þar með matarkostnaðinn. Þrátt fyrir það er rjúpan dýrari en dýrasti hluti nautsins. í þessum út- reikningum er ekki fjallað um Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamaturinn á Islandi að undanskildu hinu sérísienska hangikjöti sem enginn getur verið án um jól. Margir geta ekki hugsað sér jólin á rjúpu en margir neita sér um hana vegna þess hvað verðið er hátt. Með aukinni samkeppni hefur verð á kjöti lækkað og víða er hægt að nýta tilboðin á kjöti og spara. Verð á mann: Hangilæri, úrbeinað 698 Kr/kg London lamb 698 kr/kg Bayonneskinka 799 kr/kg Léttr. lambahryggur 669 kr/kg Hamborgarhr. 985 kr/kg Nautalundir 1.998 kr/kg Rjúpur 2 stk. 1.400 kr. 1.400 DV hreindýrakjöt þar sem það er ekki almennt í boði. Beinlaust og með beini Verð á mann er fundið með deil- ingu á kílóverði. Af beinlausu kjöti er venjan að áætla 200 g á mann en í okkar útreikningum áætlum við 250 grömm á mann. Það er að i hvert kíló af beinlausu kjöti er deilt með ijórum. Kiló af nautalundum kostar 1998 krónur og þegar deilt er í þá upphæð með íjórum er meðal- verðið 499 krónur. Þegar áætla á skammt á mann af kjöti með beini er venjan að miða við 300 grömm. Til að einfalda út- reikninginn deilum við í kilóverðið með þremur og fmnum þannig verð á hvem mann. Þessa aðferð geta allir notað til þess að gera sér einhverja grein fyr- ir því hverju megi eyða í mat fyrir jólin og áramótin. Það engin ástæða til að bruðla þó komin séu jól. -JJ Uppskrift: Kalkúnn í jólamatinn Pottagaldrar hafa sent frá sér uppskrift að kalkún sem virðist af- skaplega girnileg. Þar segir að kalkúnninn megi vera af hvaða stærð sem er. Steikingartíminn er um 30-40 mín. á hvert kíló við 120° hita, án blásturs. Ætíð er best að fylgjast vel með kalkúni í steikingu vegna þess að engir tveir ofnar eru eins. Gott er að þekja hann með ál- pappír 2/3 hluta steikingartímans og láta hann brúnast síðasta hlutann og hækka hitann í 160°. Sigurður Hall hefur mælt með því að þekja kalkúninn með gömlu, hreinu viskastykki sem vætt er vel upp í bræddu smjöri í stað álpappírsins. Fylling í fyflinguna fara: 4-500 g svínahakk, brauðsneiðar af hálfu brauöi, grófu eða hvítu, handfylli af söxuðum sveskjum, 1 lítil dós apríkósur, !4 poki kalkúna- krydd (þetta nýja), 1-2 tsk. salt og 1-2 tsk. pipar. Leysið brauðsneiðarnar upp í vatni með kjúklingasoði. Blandið saman við svínahakkið og bætið sveskjunum og apríkósunum (án safans) saman við. Bætið þá krydd- blöndunni út í ásamt salti og pipar og fyllið kalkúninn vel. Saumið fyr- ir. Ef afgangur er af fyllingunni má gjama baka hana í álformi með kalkúninum í klukkutíma eða svo. Gljái og himnesk sósa Hráefni: l/2 msk. Creolakrydd- blanda Pottagaldra, % 1 appelsínudj- ús, 3 msk. dijon-sinnep, 3 msk. sojasósa, 50 g bráðið smjör, 2-3 msk. hunang. Blandið öllu vel saman í skál. Penslið kalkúninn vel a.m.k. 1-2 sólarhringum fyrir steikingu. Penslið aftur vel yfir áður en steik- ing hefst og saltið og piprið með hvítum pipar. Pensla má af og til með gljáanum á meðan steiking stendur yfir. Himnesk sósa Brúnið og steikið fóarnið úr kalk- úninum ásamt vængstubbunum. Kryddið með 1-2 tsk. kalkúnakryddi og Creolablöndu ásamt salti, pipar og lárviðarlaufum um leið og steikt er. Hellið vatni út i. Gjarna má bæta kalkúna- eða kjúklingakrafti út í vatnið ásamt lauk, selleríi og gulrót- um til að fá sterkara bragð. Sjóðið rétt yfir suðumarki í góðan klukku- tíma og síið. Þegar kalkúnninn er fullsteiktur skal sia soð hans út í sósusoðið. Sjóð- ið áfram í 15 mín. Bætið þá út í soð- ið afganginum af gljáanum ásamt rjóma. Þykkið eftir smekk. Ef portvín eða líkjörar eru til í ísskápn- um má bragðbæta sósuna með þeim eða með rifsberjageli en gljáinn ger- ir það besta fyrir sósuna. -sv Pottagaldrar: Nýtt krydd fyrir kalkún Til þess að auðvelda neytend- um matreiðslu kalkúns, sem verður sífellt vinsælli sem há- tíðarmatur, hefur fyrirtækið Pottagaldrar sett á markað fyrir jólin sérstaka kalkúnakrydd- blöndu þar sem salvíukrydd leikur aðalhlutverkið. Sérstök uppskrift fylgir kryddinu til þæginda en blandan er ætluð fyrir hvaða fyflingu sem er og gengur með öflu hráefni hennar. Eins og með allar kryddjurta- blöndur Pottagaldra inniheldur þessi blanda engin aukefni né salt og pipar þar sem neytendur eiga að ráða sinni salt- og pipar- notkun. í bæklingi sem Pottagaldrar hafa sent frá sér og liggur frammi i verslunum er að finna allar uppskriftir sem verið hafa í blöðum frá fyrirtækinu. Kryddið er nú komið í glös og því fylgja uppskriftirnar ekki lengur. Heilsu- sælgæti Hafinn er innflutningur og sala á heilsusælgæti. Það fæst í Mitt í náttúrunni, Laugavegi 53, Heilsuhorninu, Akureyri, Heilsuhúsinu, Kringlunni, og Vínberinu, Laugavegi 43. Sæl- gætið fæst í konfektkössum nú fyrir jólin. Þín verslun: Tilboð Þar sem tilhoð frá Þinni versl- un bárust of seint fyrir blaðið í gær birtum við hér nokkur at- riði sem þar eru á tilboðsverði. Hangiframp. með beini á 499 kr. kg, úrb. hangiframpartur á 749 kr. kg, bayonneskinka á 949 kr. kg, svínahamborgarhryggur á 949 kr. kg, sumarblanda, 300 g, á 79 kr., Cambells sveppasúpa á 69 kr., hrísmjólk, 3 bragðteg., á 47 kr., reyktur lax, '/2 flök, á 1399 kr. kg, graflax, ‘/2 flök, á 1399 kr. kg, cappuchino Yndisauki á 279 kr„ jólaís, 1,5 1, á 299 kr„ konf- ekt, nr. 5, á 499 kr„ konfekt nr. 14 á 1199 kr„ lakkrískonfekt, 600 g, á 199 kr„ pepsí, 2 1, á 139 kr. og Mackintosh, 2 kg, á 1988 kr. Tilboðin gilda til jóla. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.