Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 22
30 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 í fþróttir Yfirbyggö 50 metra sundlaug fyrir Smáþjóðaleikana 1997: „Hægt að byggja laug fyrir mun minni fjárhæð“ - segir Sævar Stefánsson, formaður Sundsambands íslands Brassar sigruðu Heimsmeistarar Brasilíu- manna sigruðu Kólumbíumenn, 3-1, í vináttulandsleik í knatt- spyrnu sem fram fór í Brasilíu í fyrrinótt. Heimsmeistararnir gerðu út um leikinn á síðustu 8 minútunum en þá skoruðu þeir tvívegis. Tulio skoraði tvö marka Brasilíumanna og varamaðurinn Carlinhis eitt. Sammways til Wolves Mark McGhee gerði í gær sín fyrstu kaup eftir að hann tók viö stjórninni hjá Wolves. McGhee fékk þá Vinny Sammways, mið- vallarleikmann frá Everton, aö láni en hann hefur verið úti í kuldanum hjá Roe Royle, stjóra Everton. Riochgeturkeypt David Dein, stjórnarformaður Arsenal, hefur sagt Bruce Rioch að eftir dóm í Bosmanmálinu verði engin takmörk sett á út- lendinga hjá Arsenal. Rioch fái nokkrar milljónir til að geta keypt leikmenn frá Evrópu. Arse- nal hefur áhuga á Nigeriumann- inum Emanuel Amoniki hjá Porto og Marc Overmars, leik- manni Ajax, sem einnig hefur verið undir smásjánni hjá Manc- hester United. Newsontil Villa? Aston Villa gerir nú allt til að stoppa í vömina hjá sér og nú hefur félagið augastað á vamar- manninum John Newson hjá Norwich. Brian Little, stjóri Villa, er sagður reiðubúinn að bjóða 200 milljónir í kappann. BlaketilBolton Forráðamenn Bolton vonast til þess að geta skrifað undir samn- ing við framherjann Nathan Blake hjá Sheffield United fyrir föstudagskvöld svo að han geti veríð löglegur í leikinn gegn Tott- enham á laugardag. Wright í vandrædum Enska knattspymusambandið hefur krafið Ian Wright hjá Arse- nal skýringa á því hvers vegna að hann kallaði dómarann David Elleray, „Litla Hitler" í blaðavið- tali í vikunni. „Það er langt frá því að máhnu sé lokið. Við höfum skrifað Wright bréf og krafist skýringa á ummæiunum," sagði Steve Douhle hjá enska knatt- spyrnusambandinu. Toppslaguráítaliu Sannkailaður toppslagur er á dagskrá ítölsku 1. deildarinnar í knattspymu á laugardaginn þeg- ar toppliöið AC Milan sækir Fior- entina heim í Flórens. Með sigri getur Fiorentina skotist upp á toppinn en þjálfari liðsins, Claudio Ranieri, spáir því að hvemig sem þessi leikur fari standi slagurinn um meistaratit- ilinn á milli AC Milan, Juventus, Parma eða Lazio. Milanántveggja Fiorentina mætir meö sitt sterkasta lið en AC Milan leikur án tveggja sterkra leikmanna. Costacurda er í leikbanni og Dej- an Savisevic er meiddur. Stööu hans tekur Boban en stööu Costacurda í vöroinni tekur Francesco Coco. Bayern að leita Bayern Munchen leitar nú log- andi ljósi að framherja sem getur spilað með Júrgen Klinsmann. Frakkinn Jean Pierre Papin er oröinn leiður í Þýskalandi og vill fara heim. Forráöamenn Bæjara hafa í hyggju að ræða við Davon Sukker en hann leikur meö Se- villa á Spáni. Ákvörðun borgaryfirvalda að ráð- ast ekki fyrst um sinn í byggingu á yfirbyggðri keppnissundlaug fyr- ir Smáþjóðaleikana hér á landi 1997 varð mikið áfall fyrir aðstandendur leikanna og ekki síst ráðamenn innan sundsambandsins. Borgar- yfirvöld segja kostnaðinn of mik- inn, mun meiri en fyrstu tölur gerðu ráð fyrir. Sundmenn hafa um árabil átt þá ósk heitasta að byggð yrði yfirbyggð sundlaug en ófull- komnar aöstæður hafa aö margra mati staðið sundíþróttinni fyrir þrifum um alllangt skeið. Skilyrði fyrir því að sund verði meðal keppnisgreina á Smáþjóða- leikum er að til staðar sé yfirbyggð 50 metra sundlaug. Ljóst er aö ef ekki verður af byggingu hennar gæti fari svo að ekki verði keppt í sundi á leikunum á íslandi 1997. íslenskir sundmenn hafa allt frá því aö Smáþjóðaleikum var hleypt af stokkunum sópað til sín verð- launum og hafa sundmenn átt stærstan þátt í því að nafn íslands hefur alltaf verið efst á blaði í heild- arskiptingu verðlauna. Sundmenn báru þá von í brjósti að bygging sundlaugar fyrir leik- ana myndi rísa en þess í stað blasir jafnvel við að ekkert verði af henni. Sævar Stefánsson, formaður Sund- sambands ísland, var inntur eftir því í gær hver hefðu verið hans fyrstu viðbrögð þegar fréttin um að ekki yrði ráðist í byggingu yfir- byggðrar sundlaugar barst. „Ekki besta jólagjöfin“ „Ef þetta fer fram sem horfir verð- ur þetta ekki besta jólagjöfin í ár. í framhaldi af þessari ákvörðun borgaryfirvalda vitum við ekki hvar við stöndum og hvert næsta skref í málinu verður. Ég held að það sé einhver vilji að gera eitt- hvað. Annars verður það að viður- kennast að ég veit mjög lítið,“ sagði Sævar Stefánsson. Hver er ástæðan fyrir því að bygg- ingin þarf að vera svona dýr. Er ekki hægt að byggja ódýrara? „Mér skilst að byggingarkostnað- urinn sé núna kominn í nálægt 500 milljónir. Það er auðvitað hægt að byggja ódýrara en þetta var orðið stórglæsilegt mannvirki eins og það leit á teikniborðinu. Þessi teikning var alltaf aö hlaða utan á sig, kröfur og hugmyndir komu hver af annarri og áður en varði var talan komin í þessa áðurnefnda upphæð. Það er engin spurning að hægt er að fara ódýrari leið. Þetta verður erfiðara þegar á að samnýta svona byggingu. Þarna voru raun- ar komnar þrjár laugar í einni laug, íþróttalaug, almenningslaug og skólamannvirki líka. Hin og þessi atriði hleyptu verðinu upp úr öllu valdi.“ Ef ekki verður lagt út í byggingu á þessu markvirki er þá ekki orðið útséð um að ekkert verði af sund- inu á Smáþjóðaleikunum? „Það er fyrir löngu búið að lýsa því yfir að miðað við óbreytt ástand teljum við okkur ekki fært að standa að sundkeppninni. Það hef- UT komið fram á fundum í tengsl- um við þessa fyrirhuguðu bygg- ingu hvort ekki væri hægt að fmna einhverja lausn. Ein væri sú að tjalda yfir laugina í Laugardalnum eða í Kópavogi því þessi útiaðstaða er alveg vonlaus. Laugakerið væri hægt að nota en útiaðstaðan geng- ur bara einfaldlega ekki upp. Eg vil að það komi skýrt fram að við erum ekki einungis að berjast fyrir byggingu þessari með Smáþjóða- leikana eingöngu í huga. Það er framtíð sundsins á íslandi sem við höfum að leiðarljósi." „Reiðubúnirað finna lausnir" „Við erum reiðbúin að finna lausn- ir til að halda keppnina en það • Sævar Stefánsson, formaður SSÍ, varð fyrir gífurlegum von- brigðum þegar hætt var við að byggja laugina í Grafarvogi. verði á hreinu að haldið verði áfram við að klára mannvirkið stig af stigi á næstu þremur árum. Besta hugmyndin að mínu mati er sú að setja keriö niður næsta sum- ar þó að tjaldað yrði yfir það meðan á leikarnir fara fram. Síðan yrði haldið markvisst áfram á næstu 2-3 árum. Þetta yrði heppilegasta lausnin fyrir alla aðila og jafnframt sú ódýrasta. í þessu sambandi þarf enga búningsaðstööu heldur mætti tengja hana viö þá aðstöðu sem fyrir er í Laugardalnum. Þessu er- um við tilbúin að taka þátt í og fundin verði síöan framtíðarlausn á þessum málum. Ég varð fyrir rosalegum vonbrigðum þegar mér barst til eyrna niðurstaða borgar- yfirvalda fyrr í vikunni. Ég var búinn aö sitja marga fundi með þeim, búið var að skoða málið vel og allt þetta leit vel út. Þetta kom eins og köld vatnsgusa framan í okkur. Þegar maður sá hug þeirra til byggingarinnar var ég farinn að sjá þessa laug rísa fyrir alvöru. Maður skilur vel afstöðu borgar- innar fyrir dæmi sem á í fyrstu að kosta 250 milljónir en er svo allt í einu orðiö helmingi dýrara. Það liggur bara fyrir að hægt er að byggja fyrir mun minni fjárupp- hæðir.“ - Hver verða næstu skref ykkar í sundinu í þessu mikilvæga máli? „Við verðum í sambandi við þessa aðila. Þessu var frestað í bili en ekki ýtt endanlega út af borðinu í borgarstjórn. Við lifum alla vega í voninni fram yfir áramót. Ef hins vegar ekkert gerist þá stöndum við með fyrri ályktanir Sundsam- bandsins þar sem segir að við nú- verandi aðstæður verði ekki hægt að halda sundkeppnina á Smá- þjóðaleikunum. Ég trúi þvi nú ekki að þeir geri ekki eitthvað. Máhð er komið þaö langt og eytt hefur verið talsverðum peningum í hönnunar- mál þannig að ekki verður aftur snúið,“ sagði Sævar Stefánsson, formaður Sundsambands íslands. -JKS • Það skyldi aldrei fara svo að fundin yrði „gervilausn" á vanda sundfólksins vegna Smáþjóðaleikanna og tjaldað yfir gömlu Laugardalslaugina. Það yrði aum útkoma fyrir íslendinga en kannski nauðsynleg lending til þess að forðast að íslendingar missi af leikunum. Sævar Stefánsson, formaður Sundsambands islands, segir að hægt sé að byggja sundlaug í Grafarvogi fyrir mun lægri upphæð en hálfan milljarð króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.