Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 K I N G A L0TT# Vinningstölur .-------—— miðvikudaginn: 20.12.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Sl 6 af 6 1 44.350.000 5 af 6 +bónus 0 540.605 5 af 6 2 103.620 Rl 4 af 6 162 2.030 m 3 af 6 +bónus 691 200 vinningur fór til Finnlands Aðaltöiur: 12)(Í7)(25: BÓNUSTÖLUR ®©@) Heildarupphæð þessa viku 45.564.905 áísi.: 1.214.905 UPPLYSINGAR. 8ÍMSVARI 91- 68 1511 LUKKULÍNA 9» 10 00 - TEXTAVARP 451 «I«T MSO FYRIRVARA UM PRtHTVIUUR . Auglýsendur, athugið! /////////////////////////////// Smáauglýsingadeild Lokað: 23. desember, Þorláksmessu, aðfangadag og jóladag Opið: Föstudaginn 22. desember kl. 9-22 ATH. Smáauglýsing í helgarblað verður að berast fyrir kl. 17 á föstudag. Þriðjudaginn 26. desember, annan í jólum, kl. 16-22 Síðasta blað fyrir jól kemur út laugardaginn 23. desember. Fyrsta blað eftir jól kemur út eldsnemma að morgni miðvikudagsins 27. desember. Gleðileg jól smáauglýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000 JÓLAKNALL HEIMDALLAR verður haldið í Valhöll föstudaginn 22. desember. Veislan hefst kl. 22.00. ALLIR VELKOMNIR 18 ára aldurstakmark. Meniúng Brautryðjanda- verk á sviði kvennafræða Með verki sínu um Skáld- konur fyrri alda, sem upphaf- lega kom út árin 1961 og 1963 í tveimur bindum, gerðist Guð- rún P. Helgadóttir brautryðj- andi í rannsóknum á hlutdeild islenskra kvenna í sköpunar- sögu íslenskra bókmennta. Raunar var Guðrún langt á undan sinni samtíð með þess- ari rannsókn en á síðari árum eru kvennarannsóknir hins vegar mikið stundaðar, bæði hér á landi og erlendis. Hér á landi er það helst Helga Kress prófessor sem tekið hefur upp þráðinn frá Guðrúnu og helgað sig rannsóknum á stöðu kvenna í íslenskum bókmennt- um. Það er fagnaðarefni að þetta brautyðjendaverk Guðrúnar skuli nú hafa séð dagsins ljós í nýrri útgáfu í einu bindi. Vissulega hefði verið enn meiri fengur í hinni nýju útgáfu ef Guðrún hefði séð sér fært að auka eitt- hvað við ritið sem upphaflega var unnið í hjáverkum frá mjög annasömu starfi og að því leyti var aðstaða Guðrúnar ekki ólík formæðra hennar sem komið hafa við sögu íslenskra bókmennta á fyrri öldum. Þcrnnig hefði verið ánægjulegt ef Guðrún hefði getað fjallað um einhverjar þeirra skáldkvenna sem hún getur um í upphaflegum formála að 2. bindinu að hafi orðið útundan og eins ef hún hefði getað tekið afstöðu til nýrri rannsókna á þessu fræðasviði og að nafna- skrá, sem boðuð var í formála að 1. bindi, hefði séð dagsins ljós. En á hinn bóginn hefur það líka ákveð- ið gildi, með tilliti til rann- sóknasögunnar, að hafa þetta brautryðjendaverk óbreytt. Guðrún hefur fyrir löngu sýnt þaö og sannað, bæði með þessu verki og þeim sem síðar hafa komið, m.a. mjög læsileg- um ævisögum um Helga Ingvarsson lækni, foður hennar, og Lárus hómópata, afa hennar, að hún er mikill stílisti, skrifar sérstaklega áferöarfaflegan og læsilegan texta. Að því leyti er þetta verk í fullu sam- ræmi við önnur ritverk hennar. Guðrún segir í formála aö rit hennar sé fremur ætl- að almenningi en að vera fræðileg rannsókn. Það breytir því ekki að hér er unnið af fræðilegri ná- kvæmni, þó e.t.v. sakni einhverjir þess að tilvísanir til annarra fræðimanna skuli ekki vera fleiri og ná- kvæmari. En það stafar að hluta til af því að hér var um mjög vanrækt fræðasvið að ræða þegar Guðrún skrifaði þetta verk sitt og því víðast um frumrann- sóknir hennar að ræða. Mjög fáar skáldkonur eru nafhgreindar á fyrstu öldum íslands byggðar en Guð- rún vinnur mjög vel úr þeim litlu og strjálu heimildum sem fyrir hendi eru og beitir heim- ildirnar fræðilegri gagnrýni og kemst að þeirri niðurstöðu að ýmsar vísur geti ekki verið eft- ir þær konur sem til eru nefnd- ar. Allt frá upphafi vega gerðu konur lausavísuna að föstum fylginaut sínum. Hún var nógu stutt til að tefja konur ekki í heimilisönnum „en samt nógu löng til að túlka geðhrif líðandi stundar,“ eins og Guðrún kemst svo ágætlega að orði. En upp úr stendur að skáldskapur íslenskra kvenna á fyrstu öld- um sögunnar er, lítill að vöxt- um. Framlag kvenna til fom- bókmenntanna virðist fyrst og fremst fólgið í því að varðveita sögur og ljóð, færa þau í hendur sagnariturum og flytja þannig hinn dýra arf mifli kynslóðanna. Þannig er t.d. engin kona meðal þeirra rímnahöfunda sem vitað er um fyrir siðaskipti en Guðrún telur og vafa- laust réttilega að varðveisluna megi þakka konum engu síður en körlum. Mikið menningarstarf hefur verið unnið við nunnuklaustrin og telur Guðrún sennilegt að þau hafi verið eins konar miðstöð kvenlegra lista. Hið fyrsta þeirra var stofhað hér á landi 1186 og er meira að segja dæmi þess að íslenskt nunnuklaustur hafi tekið svein í læri til prests! Guðrún segir frá þekktum skáldkonum fyrri alda, svo sem Steinunni Finnsdóttur, fyrstu konunni sem skáldskapur töluverður að vöxtum er eignaður, Látra- Björgu, sen Guðrún telur vera eitt þjóðlegasta skáld okkar ís- lendinga, Ljósavatnssystrum og Vatnsenda-Rósu. ítarlegust er frásögnin af þeirri síðast- nefndu, og mun mörgum þykja forvitnileg frásögnin af samskiptum hennar og hins fræga Natans Ketils- sonar, en þau ortust á og tjáðu hvort öðru ást sina í Ijóðum. Hér er því miður ekki rúm til að veita mikla inn- sýn í þetta innihaldsríka og læsilega rit. Það sýnir vel að skáldskapur kvenna hér á landi hefur löngum ver- ið tómstundaiðja, en jafnframt að þær hafa lagt drjúg- an skerf til varðveislu móðurmálsins. Sjálf er Guðrún P. Helgadóttir gott dæmi um það! Guðrún P. Helgadóttir Skáldkonur fyrri alda Hörpuútgáfan 2. útgáfa 1995 (180 + 188 bls.) Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson Svavíóla Fyrirtækið Skref hefur gefið út geislaplötu með víóluleik Svövu Bemharðsdóttur, en auk hennar leik- ur Kristinn Öm Kristinsson með henni í tveimur verkanna á plötunni. Fyrsta verkið sem Svava leikur er Svíta í g-moll, op. 131 d, nr. 1 eftir Max Reger. Þetta er eitt af þeim verkum sem mest hafa verið leikin af víólusólistum, enda frábærlega skrifað fyrir hljóðfærið. Svava fer nánast meistarahöndum um það og er þetta með ágætustu flutningum á verkinu sem undirritaður hef- ur heyrt. Tónn Svövu er hlýr, bjartur, en samt þykk- ur og dæmigerður fyrir hljóðfærið. Inntónun hennar er tandurhrein, einnig í tvígripum og arpeggíóum á alla strengi. Skapgerð hennar er sterk og mikla, flæð- andi tilfinningu hefur hún fyrir músíkinni sem hún leikur. Næst kemur Sónata í a-moll „Arpeggione“- sónatan, D821, eftir Franz Schubert. Þetta er meðal þekktustu verka og er m.a. einnig oft leikið á selló og jafhvel önnur hljóðfæri. Svava leikur verkið, ásamt Kristni, í einu orði sagt ynd- islega. Túlkun hennar einkennist af hlýju og fallegum syngjanda þar sem tónlistin eins og flæðir sjálf ----------------- fram átakalaust og með sinni röddu. Falleg Elegia eft- ir Stravinsky kemur þá, og er hér leikið allan tímann með dempara. Svava missir hér aldrei einbeitinguna og tekst að halda hlustandanum við efnið allan tím- Hljómplötur Áskell Másson ann. Þá kemur virtúósa-verk- ið Sónata per la Grand’Viola eftir Niccolo Paganini. Einnig hér er allt mjög vel gert, en þó mættu Svava og Kristinn vera ögn líf- legri (eða elastískari) á köflum. Svava virðist hér leggja áherslu fremur á syngjandann en á rytmíska spennu. Plötunni lýkur með Capricciói fyr- ir einleiksvíólu, op. 55, nr. 9 eftir Henri Vieuxtemps og er það verk frábærlega vel leikið af Svövu. Á þessari geislaplötu eru saman komin nokkur helstu verk sem samin hafa verið fyrir víólu og eru þau öfl geysivel flutt og upptökurnar að sama skapi góðar, en þær voru gerðar í Fella- og Hólakirkju á þessu ári. Á þessari plötu er strengjaleikur í sér- flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.