Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleýndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Ríkisábýrgðin setti allt í uppnám á Alþingi í gær: Stjornarandstaðan hótaði og náði fram breytingum - ríkisábyrgðin verður þrískipt en ekki á einn milljarð „Þaö er mitt mat að ríkisábyrgð á aðeins 300 milljónir væri nóg til að tryggja Speli hagkvæm lán,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efna- hags- og viðskiptanefnd, í umræð- unni um ríkisábyrgð vegna lán- töku til byggingar Hvalfjarðar- ganga á Alþingi í gær. Þessi um- mæli Einars Odds urðu tU þess að stjórnarandstæðingar umhverfð- ust, heimtuðu að málið yrði tekið út af dagskrá og tekið fyrir í efna- hags- og viðskiptanefnd. Það var að lokum gert eftir hörð átök og hótanir stjórnarandstæðinga um að samkomulagið um þinglok væri fyrir bý yrði ríkisábyrgðarmálinu haldið tU streytu. Samkomulag það sem náðist um málið á kvöldfundi efnahags- og viðskiptanefndar var á þá leið að ríkisábyrgðinni verður þrískipt. Fyrst verður veitt ríkisábyrgð fyr- ir 300 milljónum króna. Siðan verður veitt ábyrgð á aðrar 300 mUljónir vegna kostnaðar sem feU- ur til á vinnslutímanum og loks verður veitt ríkisábyrgð fyrir 400 miUjónum króna sem fara í að leggja vegi að göngunum beggja vegna þeirra og tengja þau þannig Þjóðvegi 1. Stjórnarandstæðingar voru bún- ir að halda uppi mjög harðri gagn- rýni á þessa ríkisábyrgð, bæði efn- islega og ekki síður á málsmeðferð hennar á Alþingi þar sem tiUagan var lögð fram eftir að stjórn og stjórnarandstaða höfðu samið um þinglok á miðvikudagskvöld. Einar Oddur sagði í þeim um- ræðum að honum þætti þetta vera hörmulegt mál og það orkaði vissulega tvímælis að veita ábyrgðina. Ekki síst væri það hörmulegt vegna þess að Spalar- menn höfðu talað um að þeir þyrftu ekki á neinni ríkisaðstoð að halda. Hins vegar lægi mú fyrir að ef ríkisábyrgðin ekki fengist yrði ekkert af gangagerðinni vegna þess að lánakjör væru svo óhag- kvæm fengist ekki ríkisábyrgð. Þeir Ágúst Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson héldu uppi mjög harðri gagnrýni og lýstu því yfir að það hefði verið forsenda fyrir því að leyft var að fara út í þessa gangagerð að ríkið kæmi þar hvergi nærri. Halldór Blöndal svaraði og sagði að öllum hefði átt að vera Ijóst að ríkið myndi tengj- ast þessu máli. -S.dór Hass í skóm ogmaga Itölsk kona hefur verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald til 27. desember vegna tilraunar til að smygla hassi til landsins. Hún var handtekin nú í vikunni á Keflavíkurflugvelli og fannst .þá lítilræði af hassi falið í skóm hennar. Síðar kom í ljós að hún hafði einnig gleypt hass í litlum plastpok- um og höfðu þeir verið að ganga niður af henni í gær. í morgun var það mat fíkniefnalögreglu að ekki væri von á meiru. Óvíst er um erindi konunnar til Islands og er ekki vitað til að hún hafi áður verið hér eða þekki nokk- urn hér á landi. -GK Ökumaður á slysadeild Tveir bílar skemmdust töluvert í árekstri nærri Brynjudalsá í Hval- firði í gærkvöldi. Flytja varð öku- mann annars bílsins á slysadeild. Báðir urðu bílarnir óökufærir og voru dregnir af slysstað. Hálka var á veginum og er slysið rakið til þess. -GK Árekstrar í jóla- önnum Sex bílar skemmdust í árekstrum í jólaumferðinni í Borgarnesi i gær. Tveir bUanna eru mikið skemmdir. Færi var gott en að sögn lögreglu voru margir annars hugar í jólaönn- unum og má rekja árekstrana til þess. Enginn slasaðist. -GK „Æ, æ, ætlarðu að toga skeggið af mér? Nei, þú mátt það ekki því Grýla móðir mín verður reið ef andlitið á mér verður „berrassað" þegar ég fer aft- ur á fjöll." Jólahátíðin er að ganga í garð og finnst mörgum að í dag, föstu- dag, hefjist aðalþungi jólaundirbúningsins, sem reyndar hefur staðið yfir fram til klukkan tíu á kvöldin í verslunum í vikunni. Vera kann að umferðin hafi dreifst eitthvað af þessum sökum en víst er þó að á morgun, Þorláks- messu, munu flestir halda í innkaupaleiðangur til að kaupa gjafir til að gleðja sína nánustu. DV-mynd TJ Vilhjámur Egilsson: Viðunandi samkomulag „Já, ég er mjög ánægður með þessi málalok. Þetta gefur ákveðnar leiðbeiningar um hvernig á að nota þá peninga sem ríkisábyrgðin stend- ur fyrir,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, eftir að samkomulag tókst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um ríkisábyrgðina til Hvalfjarðar- ganganna. Það sem samkomulagið snýst um er að skýra nákvæmlega út í hvað þessi ríkisábyrgð má notast. „Það eru 300 milljónir í undirbún- ingskostnaðinn, 300 milljónir í kostnað sem fellur til á verktíma og 400 milljónir sem fara í vegtenging- una. Síðan er skilgreint hvenær þessi ábyrgð á að falla til,“ sagði Vil- hjálmur Egilsson. -S.dór Ágúst Einarsson: Ásættanleg lending „Eg tel að lendingin í þessu ríkis- ábyrgðarmáli sé viðunandi. Hún felst í því að þessi umdeilda ríkisá- byrgð, sem sett hefur allt í hnút á Alþingi í dag, henni er skipt upp og hún skilgreind og eyrnamerkt. Þá tel ég það líka mjög mikilvægt að stjórnarsinnar gáfu út yfirlýsingu um að ekki yrði um frekari ríkisá- byrgð að ræða. Þsð er mikilvægt vegna þess að lagt var upp með gerð Hvalfjarðarganga með það í huga að ríkið kæmi ekki að gangagerðinni," sagði Ágúst Einarsson, fulltrúi Þjóð- vaka í efnahags- og viðskiptanefnd, í samtali við DV í gærkvöldi. Hann sagði að þessi niðurstaða myndi greiða fyrir þingstörfum. Persónulega sagðist hann vera sæmilega ánægður, enda þótt hann teldi að nægjanlegt væri að veita ríkisábyrgð fyrir 30Ó milljónum króna til þess að verkið gæti farið vel af stað. „En meirihlutinn kaus að hafa ábyrgðina riflega til þess að ekki þyrfti að veita frekari ábyrgð. Og þegar á allt er litið má sætta sig við þetta,“ sagði Ágúst Einarsson. -S.dór Veðrið á morgun: Allhvöss norðanátt Á morgun verður allhvöss norðanátt allra austast á land- inu en norðaustankaldi eða stinningskaldi í öðrum lands- hlutum. Við Breiðafjörðinn og norðan til við Faxaflóann verð- ur léttskýjað en él annars stað- ar. Frost verður á bilinu 6 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.