Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórí: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVIK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stp<ræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is-Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, bláðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. íslendingar flýja land Alvarleg tíðindi mátti lesa úr manníjöldatölum Hag- stofu íslands sem kunngerðar voru í gær. Fólksfjölgun hefur ekki orðið minni hér á landi frá því árið 1900. Fjölg- un milli ára er aðeins 0,38 prósent. íbúum landsins fjölg- aði aðeins um rúmlega eitt þúsund. Árið sker sig úr varð- andi fólksfjölgun en undanfarin áratug hefur fólksfjölg- unin verið rétt rúmlega eitt prósent að meðaltali á ári. Hagstofan segir að nákvæmar tölur um breytingar ■ mannfjöldans árið 1995 liggi ekki fyrir. Svo virðist þó sem tala aðfluttra til landsins verði um 1400 lægri en tala brottfluttra. Til landsins flytjast um 3000 manns en frá því um 4400. Það er því ljóst að íslendingar eru að flýja land. Dæmi eru til um svipað ástand frá kreppuárunum 1969 og 1970 en aðeins einu sinni áður hafa brottfluttir umfram aðflutta verið fleiri. Það var árið 1887 þegar vest- urfarir stóðu sem hæst. Þetta er nöturleg niðurstaða og segir meira en mörg orð um þann kreppuhugsunarhátt sem hér hefur ríkt. Lág laun og aukið atvinnuleysi hafa orðið til þess að menn leita í auknum mæli annað í von um bættan hag. Fréttir hafa borist frá íslendingum í nágrannalöndunum sem lifa mannsæmandi lífi fyrir dagvinnu eina. Ejárhags- áhyggjum er létt af þessu fólki auk þess sem það hefur meiri tíma til þess að sinna fjölskyldu og hugðarefnum. Of langur vinnutími hér er þjóðarmein. Mörgum finnst sem þeir séu að svíkjast um vinni þeir ekki hálfan sólar- hringinn alla virka daga og helst um helgar líka. Slík háttsemi skilar sér aðeins í minni afköstum og drofli. Fyrir utan aukinn brottflutning fólks fæðast færri böm hérlendis en áður. Horfur eru á því að á árinu sem er að líða fæðist 2-3 prósentum færri börn en í fyrra. Ef fæðingatíðni ársins í ár héldist yrðu ófæddar kynslóðir jafn mannmargar kynslóð foreldranna. Árið í ár er einnig óvenjulegt vegna þess að mannslát- um fjölgar óvenjulega mikið eða um allt að 10 prósent. Fimmtungur aukningarinnar er vegna snjóflóðanna hörmulegu á Vestfjörðum en ekki skýrist fyrr en síðar, þegar unnar hafa verið dánarskýrslur fyrir árið, hvað veldur aukningunni að öðru leyti. Mannfjölgun hér á landi verður aðeins á höfuðborgar- svæðinu. í ár fjölgaði fólki á því svæði um 1,3 prósent. Alls staðar annars staðar á landinu fækkar fólki. Þetta er í stórum dráttum sama þróun og verið hefur hér á landi undanfarinn hálfan annan áratug. Fólk flyst af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Engin teikn em um að breyting verði á þessu. Þjónusta öll, sjúkrahús, skól- ar, samgöngur og annað það sem fólk gerir kröfur um er betri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Því er þessi þróun skiljanleg. ísland er að þróast í borgríki. Utan borgarinnar, Reykjavikur og nágrannabyggðarlaga til Suðurnesja, standa verstöðvar umhverfis landið. Á því svæði er í raun aðeins Akureyri sem getur veitt sam- bærilega þjónustu, til dæmis í verslun, skólamálum, heil- sugæslu og menningarstarfsemi. Deyfð hefur ríkt í atvinnumálum hérlendis um langa hríð. Ríkissjóður er allt of þurftafrekur og skattlagning er óréttlát. Þetta dregur kjarkinn úr fólki og nýsköpun verður minni en æskilegt er. Heldur er þó að rofa til. Samningur um stækkun álversins er sem vítamínsp- rauta. Sá samningur eykur mönnum bjartsýni og þor. Þess sjást þegar merki í samfélaginu. Breytt hugarfar og bætt staða verður vonandi til þess að menn hætta að flýja land. Við höfum ekki efni á því að sjá á eftir þúsundum manna á besta aldri. Jónas Haraldsson Skyldi hann hafa verið kald- hæðinn maðurinn, sem benti á, að ættum við ekki jól í desember, hefði borið brýna nauðsyn til þess að finna þau upp! Og skýring hans var vitanlega sú, að svo væri dimmt í svartasta skammdegi fárra birtu stunda, að eitthvað þyrfti að gera til að lyfta geði manna og hefja ofar drunga hvers- dagsins. Hátíð aðventunnar Þetta er ekki óskynsamleg at- hugasemd. Höfum við líka fengið til þess rikuieg tilefni á liðnum dögum og vikum að þiggja aðstoð í margs konar framlagi, sem rakið er tO jóla. Aðventan, sem tekin er frá fyrir þá, sem vilja um slíkt hugsa, tii undirbúnings jólum, hef- ur svo sannarlega miðlað mörgu „Mennirnir fundu ekki upp jólin, þótt enginn viti, hvaða dag Jesús var lagður í jötu, ekki einu sinni með vissu ártai fæðingar hans . . .“ segir biskup m.a. í greininni. - Hirðingjar við múra Jerúsalem. Styrkir aðventan jólahátíðina? og. fjölbreytilegu. Sagði reyndar þekktur tónlistargagnrýnandi, að svo væri aðventan orðin yfirfull af hátíðaefni, að vart væri þörf hinn- ar hæstu hátíðar jólanna, aðvent- an væri orðin ein stöðug hátíð. Sérstaða jóla En vitanlega er þetta því aðeins eðlilegt og gott, að allt miði að því, að hátíðin sjálf, jólin, njóti sín sem allra best. Og hræddur er ég um það, að örþreytt afgreiðslufólk sé orðið uppgefið af annríki aðvent- unnar, þegar jafnvel síðasta sunnudag aðventu, sem ber upp á aðfangadag nú, skulu búðir opnar og lítt gefast tækifæri fyrir fjöl- skyldur þeirra, sem við afgreiðslu og lík störf hafa fengist, að eiga ró- lega stund, kveikja á fjórða kert- inu og huga að boðskap friðar og fagnaðar. Eða hvernig nýtum við annars jólin? Vissulega eru fáir dagar þeirra mörgum kærkomið tæki- færi til hvíldar. Flestum forrétt- indi aö hitta fjölskyldu og vini. Kræsingar spilla ekki og fagurt umhverfi. En er þetta allt og sumt? Kirkjusókn á jólum Mörg jól hef ég verið spurður um kirkjusókn. Er ekki langt liðið á jóladag, þegar fjölmiðlar hefja eftirgrennslan sína. Hef ég alltaf orðið að geta mér til um hið al- menna út frá því sérstaka, sem ég hef þekkt af eigin komu í kirkju. Var þá í aldarfjórðung aðeins um minn söfnuð að ræða, og dró ég ekki úr því að róma fjöldann, sem rækti vel helgar tíðir. Síðan hef ég sótt aðrar kirkjur og miðað við þær, þegar ég leitaðist við að leysa úr spurningum fréttamanna um kirkjusókn. En í fyrra þótti mér, að ekki væri óeðlilegt, þótt við athuguðum skipulega, en ekki með happa- og glappa- aðferðinni einni, hvernig þessum málum væri háttað hér hjá okkur. Fengum við virta könn- unarstofnun til þess að vinna verkið. Niðurstöður lágu fyrir á vormánuðum um kirkjusókn á jól- um 1994 og áramótin, sem fylgdu. - Miðað við hástemmdar lýsing- ar mínar, kom nokkuð á mig við Kjallarinn Ólafur Skúlason biskup íslands niðurstöður. Það var ekki helm- ingur íslendinga, sem sótti kirkju á jólum í fyrra. Ekki einu sinni þriðjungur, eins og ég hafði talið lágmark. Aðeins einn af hverjum fjórum sótti messu á jólum og um áramót. Flestir sóttu aftansöng á aðfangadagskvöld, en miklu færri komu í kirkju aðra hátíðisdaga. Og ekki var mikill munur á kirkjusókn í þéttbýlinu við Faxa- flóa og annars staðar á landinu, og þó lögðu aðeins fleiri leið sína í kirkju utan höfuðborgarsvæðis- ins. Að vísu náði könnunin ekki til allra aldursflokka og ekki ósenni- legt, að tala kirkjugesta hefði þok- ast eitthvað hærra, ef börn og ung- lingar og aldraðir hefðu verið teknir með. En samt get ég ekki annað en spurt sjálfan mig, hvort styrking aðventunnar skili sér ekki í auknum áhuga á því að lofa Guð í söfnuðinum á jólum. Guð gefur - maðurinn finn- ur ekki upp Eða er það ekki aðeins maður- inn, sem ég vitnaði til í upphafi um nauðsyn jóla vegna skamm- degis, sem leiðir hjá sér tengingu jóla við Guð og gjöf hans í syni sínum blessuðum og frelsara manna? Mennirnir fundu ekki upp jólin, þótt enginn viti, hvaða dag Jesús var lagður í jötu, ekki einu sinni með vissu ártal fæðingar hans. Jólin eru gjöf Guðs og þvi aðeins þakksamlega þegin, að leið sé rakin fram fyrir hann og til hans, sem í kærleika sínum gaf og gefur. Maðurinn getur eyðilagt það, sem Guð gefur, en bænin er sú, að við berum gæfu til þess að túlka svo þakklæti að vel dugi. Megi birtan lýsa ekki aðeins í svartasta skammdegi stuttra daga, heldur ævina alla, þar sem tilefnið er vissulega ríkulegt: Svo elskaði Guð, að hann gaf. Aðventan á ekki ein að undirbúa hátíð móttökunn- ar, heldur lífið allt. Og þá verða jól gleðileg, líka örþreyttum og þeim, sem lítt hafa fyrr hugsað um boð- skap að baki bjartrar ásýndar. - Gleðileg jól. Gleðileg jól í friði kirkjunnar og þeirri dýrð, sem helgidómar opinbera. Ólafur Skúlason „Miðað við hástemmdar lýsingar mínar, kom nokkuð á mig við niðurstöður. Það var ekki helmingur íslendinga, sem sótti kirkju á jólum í fyrra. Ekki einu sinni þriðjungur, eins og ég hafði talið lág- mark.“ Skoðanir annarra Lagatúlkun Evrópusambandsins „EFTA-ríkin telja að öryggisákvæði EES nái ekki til viðskipta með sjávarafurðir, þar sem almenn ákvæði samningsins um frjáls vöruviðskipti taka ekki til sjávarafurða heldur var gerð sérstök bókun við samninginn um þær tegundir sjávarafurða, sem flytja má tollfrjálst inn á Evrópumarkaðinn. . . . Verði lagatúlkun ESB hins vegar ofan á að lokum, er íslendingum vandi á höndum. Vandséð er að ESB myndi vilja taka upp samninga að nýju til að tryggja rétt EFTA-ríkjanna.“ Úr forystugrein Mbl. 21. des. Sölumenn dauðans „íslendingar hafa að undanförnu verið að vakna upp við vondan draum - martröð. Okkur er loks far- ið að skiljast aö það er hægt en örugglega verið að drepa stóran hluta ungmenna þjóðarinnar. Sölu- menn dauðans eru á flestum götuhornum með sím- boða í beltinu tilbúnir að selja hverjum sem er eitur í nafni skemmtunar og alsælu. . . . Nú þegar skólar fara í jólafrí er aldrei eins mikilvægt að foreldrar haldi vöku sinni. Á undanförnum mánuðum og misserum hefur alsælufaraldur verið meðal ungl- inga og líkur eru á því að sölumenn dauðans notfæri sér skólafríið til að leita nýrra fórnarlamba.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 20. des. Ósamræmi í jólasveinum „Það er aldrei heppilegt að hafa ósamræmi í því sem börnum er sagt. í mínum huga er vel hægt að samræma ísiensku jólasveinana og þann ameríska. Við höfum jú níu grýlubörn, sem tínast niður af heiðunum fyrir jól. Hvers vegna mega þau þá ekki vera rauðklædd í tilefni hátíðanna? Mér leiðast þess- ir larfar sem veslingarnir klæðast í Þjóðminjasafn- inu og er ósátt við þá tilhneigingu að „þjóðleg" fyr- irbæri þurfi einatt að vera mórauð á litinn og til- heyra horfnum tíma.“ Ólína Þorvarðardóttir i Tímanum 21. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.