Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Fréttir Stuttar fréttir i>v Frostregn og þoka tefur björgunarstörf viö flugvélarflakið í Kólumbíu: Bara hressir Bandarískir embættismenn sögðust ánægðir með hvað deiluaðilar í Bosníu væru vilj- ugir að fara eftir skilmálum friðarsamkomulagsins. Serbar fordæmdir Öryggisráð SÞ fordæmdi Bos- níu-Serba fyrir dráp og önnur voðaverk og krafðist þess að fá aðgang að gröfum hinna drepnu. Papandreou enn veikur Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikk- lands, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi og í gær var upplýst að ný sýking væri kom- in upp en það hafa læknar óttast mest. Kínverji áfrýjar Kínverski andófsmaðurinn Wei Jingsheng hefur áfrýjað 14 ára fangelsisdómi fyrir drottins- svik. Andstaðan vann Stjórnarandstaðan í eyríkinu Mauritius fékk 65,2 prósent at- kvæða í kosningunum á mið- vikudag og öll sætin á þingi landsins. Jól við eidfjall íbúar eyjarinnar Montserrat í Karíbahafi halda nú jól í skugga eldfjalls og dregur það úr gleði eyjarskeggja. Fórust í lestarslysi Á áttunda tug manna fórst í lestarslysi í Egyptalandi í gær þegar tvær lestar rákust á. Fær samkeppni Taliö að einungis f imm hafi lifað flugslysið af Björgunarmenn bera á milli sín litla stúlku sem slapp lifandi úr flugslysinu en er alvarlega slösuð. Símamynd Reuter Talið er að einungis fimm manns hafi lifað af þegar farþegaþota frá bandaríska fiugfélaginu American Airlines fórst í Kólumbíu í fyrrinótt með 164 innanborðs. Kólumbískir björgunarmenn visuðu á bug fyrri fréttum um að 17 manns hefðu lifað slysið af. Þeir sögðust hins vegar vonast til að finna fleiri á lífi en erf- iðar aðstæður, kuldi, regn og þoka, gerði mönnum erfitt fyrir. Varð að fresta björgunaraðgerðum seint í gærkvöldi. Flakið er ofarlega í hlíðum San Jose fjallsins sem er um 4 þúsund metra hátt, á landsvæði sem er að mestu undir yfirráðum vinstrisinn- aðra skæruliða. Fréttir um Qölda þeirra sem kom- ust lifandi úr slysinu voru á reiki í allan gærdag en í gærkvöldi var fullyrt að 60 lík hefðu fundist og níu manns á lífi. Fulltrúar bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, og bandarískra flug- málayfirvalda komu á slysstaðinn í gærkvöldi í von um að finna orsök mannskæðasta flugslyss í sögu Kól- umbíu. Slysið er -það mannskæðasta hjá bandarísku flugfélagi síðan 1988, þegar farþegaþota Pan Am var sprengd á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi og 270 manns létust. Gonzales Dussan Monroy frá New Jersey var meðal þeirra sem lifðu slysið af. Hann sagði á sjúkrahúsi í Cali í gærkvöldi að hann hafi ekki orðið var við nein vandamál stuttu fyrir slysið. Hann rotaðist við högg- ið þegar vélin skall á fjallinu en rankaði við sér innan um lík og brak. Dóttir hans liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi en ekki er vitað um örlog konu hans og sonar. í fyrstu var talið að þau hefðu öO sloppið lifandi. Þykir ganga krafta- verki næst að nokkur skyldi hafa komist lífs af úr slysinu. Talið er að 10 Bandaríkjamenn hafi verið um borð í vélinni, þar á meðal flugmenn hennar, en aðir hafi verið Kólumbíumenn. Reuter Partýzone ‘95 Stórverslun Laugavegi 26 (opið alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040 Kringtunni (Opið virka daga til kl. 21. Laugardaga og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030 Laugavegi 96 Sími 525 5065 Póstkröfusími 525 5040 BBubbi Morthens - ,„rrirt, I skugga Morthens I uuuui iviuimcns ■ í /i - M Emiliana Torrini - Croucie P’oú lá Páll Óskar - Palli Ymsir - Pottþétt - Ymsr ekö,w. Hiðrra tii þin i v Geirmundur Valtýsson Ymsir - Pottþétt 2 0Jóiagestir 3 - Björgvin Haildórsson Sjávarútvegsráöherrar ESB ákveða kvóta 1996: Niðurskurður ekki eins og lagt var til Sjávarútvegsráðherrar Evrópu- sambandsins komust að samkomu- lagi i morgun um að taka tillit til þarfa fiskiðnaðarins við ákvörðun kvóta fyrir næsta ár og fóru ekki að ýtrustu kröfum framkvæmdastjóm- ar ESB um niðurskurð til að vemda fiskistofnana. Ráðherrarnir fund- uðu næturlangt. „Þetta var erfitt verk,“ sagði Luis Atienza, landbúnaðarráðherra Spánar, heldur þreytulegur eftir fjórtán klukkustunda fundarsetu. „Okkur tókst að ná jafnvægi milli sæmilega arðbærra veiða annars vegar og félags- og efnahagslegra hagsmuna hins vegar,“ bætti hann við. Emma Bonino, fiskveiðistjóri Evrópusambandsins, var aftur á móti ekki jafn kát og sagðist hefði viljað sjá kjarkmeiri aðgerðir til verndunar fiskistofnunum. „Málamiðlunin um vemdun fiski- stofna var ekki alveg fullnægjandi," sagði hún. „Við verðum að beina sjónum okkar sífellt meira að fiski- stofnum og verndun þeirra ef við ætlum okkur að tryggja að veiðar geti staðið undir sér í framtiðinni.“ Emma Bonino hefði viljað skera meira niður. Símamynd Reuter Framkvæmdastjórnin hafði lagt til allt að fimmtíu prósenta niður- skurð aflaheimilda eftir að fiski- fræðingar höfðu varað hana við því að hrun nokkurra fiskistofna væri yfirvofandi. Bretar og aðrar stórar fiskveiði- þjóðir innan bandalagsins mót- mæltu og sögðu að gögnin fyrir sumar tegundimar, einkum á vest- urmiðunum, væm ófullnægjandi og niðurskurðurinn mundi ræna þús- undir sjómanna vinnunni. Reuter Bíða eftir jólasvein- inum í 35 stiga gaddi Krakkar sem heimsækja jóla- sveininn í höfuðstöðvum hans í finnska bænum Rovaniemi þurfa að leggja ýmislegt á sig. Þeir verða til dæmis að standa í biðröðum úti í 35 stiga gaddi eftir að fá að hitta sveinka þar sem skrifstofa hans er svo lítil að allir komast ekki þangað inn. Allt að sjö flugvélar fullar af bömum, margar þeirra frá Bret- landi, koma daglega til Rovaniemi, sem er nyrst í Finnlandi. Börnin gera það sem böm gera þegar þau hitta jólasveininn, setjast á hné hans og láta taka af sér mynd. „Þarna rikir algjör ringulreið," sagði í frétt blaðsins Iltalehti, sem birti jafnframt myndir af fjölskyld- um að bíða úti í kuldanum. „Það er svo kalt og svo margt fólk að jóla- skapið gæti horfið þá og þegar.“ Reuter Yasser Arafat, leið- togi PLO, hefur fengið samkeppni í forsetakosn- ingunum sem verða í lok janúar en kona nokkur sem stjórnar góðgerðarsamtökum á Vestur- bakkanum lýsti yfir framboði sínu í gær. Börn fórust Rúmlega áttatíu böm létust í flugslysinu í Angóla í vikunni þegar flugvél frá Saír fórst. Sveinki hneyksiar Svíar urðu ævareiðir þegar í ljós kom að aðstandendur sjón- varpsþáttar eins höfðu valið dæmdan barnaníðing til að leika jólasveininn. Hörfað í Tsjetsjeníu Uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu hættu við vikulangt umsátur sitt um borgina Gudermes í gær. Oleksy Jozef Oleksy, for- sætisráð- herra Pól- lands, þarf að standa í ströngu í dag til að bjarga bæði starfi sinu og orðspori eftir að hann vísaði alfarið á bug ásökunum um að hafa verið njósnari, að því er virðist á snærum Moskvuvaldsins. Dansað í Betlehem Palestínumenn dönsuðu og sungu á götum Betlehem langt fram á nótt eftir að ísraelskir hermenn fóm þaðan eftir 28 ára hemám. Sprengt í Pakistan Að minnsta kosti 32 týndu lífi og rúmlega 100 særðust í bíl- sprengju í borginni Peshawar í Pakistan i gær. Reuter í baráttu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.