Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Utlönd Skilaboö kirkjunnar manna til Karls Bretaprins setja Camillu út í kuldann: Liföu skírlífi eftir skilnað við Díönu HRUN KONUNGLEGS HJÓNABANDS Elísabet drottning hefur skrifað Karli ríkisarfa og Díönu prinsessu bréf þar sem hún krefst þess að þau gangi frá skilnaði hið fyrsta. HJÓNABANDSSAGA 29. júlí 1981 Gift í St. Paul's dómkirkjunni. 1985 Fyrstu fréttir af hjónabandserfiðleikum. Júní1992 "Diana - HerTrue Story" eftirAndrew Morton kemur út. Þar er dregin upp mynd af ástlausu hjónabandi og eiginkonu sem reynir sjálfsmorö til að ná athygli eiginmannsins. 9. desember 1992 John Major forsætisráöherra tilkynnir um skilnað Karls og Díönu að borði og sæng. Janúar1993 "Camillagate" kemst í hámæli, þ.e. segulbandsupptökur af leynilegum símtölum Karls og Camillu Parker Bowles sem er gamall séns. September 1994 Anna Pasternak sendir frá sér bókina "Princess In Love", sem fjallar um ástarsamband Díönu og liösforingjans James Hewitts. 29. júní 1994 Karl viðurkennir í sjónvarpsviötali að hafa haldið fram hjá með Camillu Parker Bowles. 20. nóvember 1995 Díana kemur fram í sjónvarpsviðtali þar sem hún viöurkennir að hafa átt í ástarsambandi með Hewitt. 19. desember 1995 Elísabet drottning skrifar Karli og Díönu bréf þar sem hún krefst lögskilnaðar þeirra hið fyrsta, þaö sé æskilegasta leiðin. REUTER Karl Bretaprins ætlar ekki að giftast aftur verði af skilnaði hans og Díönu prinsessu eins og Elísabet móðir hans hefur krafist. Þar með er Camilla Parker Bowles úti í kuld- anum. Camilla er gamla ástin hans Karls og hefur hann viðurkennt í sjónvarpsviðtali að hafa átt í ástar- sambandi við hana eftir að brestir fóru að koma i hjónaband hans og Díönu. Karli virðist í mun að fara eftir fyrirmælum, hvort sem þau koma frá móður hans eða kirkjunnar mönnum. Elísabet sendi honum og Díönu bréf í vikubyrjun þar sem hún krafðist lögskilnaðar þeirra hið fyrsta. Eftir að hann féllst á þá kröf- ur móður sinnar komu kirkjunnar menn og sögðu: Ef þú skilur við Díönu skaltu lifa skírlifi. Þeir voru allt annað en hrifnir af þeirri hug- mynd að Karl mundi lifa í synd utan hjónabands og annað hjóna- band á ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Það kemur þó ekki í veg fyri að Karl verði konungur Breta. Þó Karl hafi brugðist fljótt við og viljað binda enda á 14 ára hjóna- band hefur Díana enn ekki svarað bréfi drottningarinnar. Er þó fast- lega búist við að hún fallist á skiln- að og gerist eins konar góðgjörða- sendiherra Breta og líkni sjúkum. Ekki er búist við ákveðnu svari af hennar hálfu fyrr en eftir áramót þar sem lögmenn beggja eru í fríi fram á nýja árið. Sonunum strítt í skólanum. Diana mun kreíjast ótakmarkaðs aðgangs að sonum sinum tveimur, Vilhjálmi, 13 ára, og Harry, 11 ára. Þá er rætt um að hún muni ganga að skilnaðarsamningi sem mun gefa henni 1,5 milljarða íslenskra króna í aðra hönd. Samkvæmt breskum lögum getur lögskilnaður gengið í gegn innan þriggja mánaða. Það kemur meðal annars í hlut Johns Majors forsætisráðherra að miðla málum og hann mun leggja sitt af mörkum við að ákveða fram- tíðarhlutverk Díönu. Einstakir ráð- herrar og þingmenn eru lítt hrifnir af hugmyndum hennar um það en um leið er viðurkennt að aðdráttar- afl Díönu er gríðarlegt þar sem góð- gjörðir og fjölmiðlar eru annars veg- ar. Nokkrar áhyggjur hafa verið af velferð sona Karls og Díönu. Vil- hjálmur er þó talinn koma óskadd- aður út úr hjónabandsvanda sem milljónir manna um heim allan hafa fylgst náið með og þar sem for- eldrarnir hafa séð fyrir yfirlýsing- um og fyrirsagnaefni á sjónvarps- skjánum. En Harry þykir viðkvæm- ári sál og óvíst að hann hefði þolað ástandið öllu lengur. í breskum blöðum segir frá því að þeim bræðr- um hafi verið strítt i skólum sínum eftir að foreldrar þeirra viður- kenndu í sjónvarpsviðtölum að þau hefðu haldið fram hjá og að hjóna- band þeirra væri í molum. Reuter Díana hefur enn ekki svarað bréfi drottningarinnar þar sem krafist er lögskiinaðar hennar og Karls Bretaprins. Er þó fastlega búist við að hún fallist á skilnað og gerist eins konar góðgjörðasendiherra Breta og ifkni sjúkum. Símamynd Reuter LAURA STAR EXPRESS Straujárn meó gufuþrýstingi. Gufuþrýstingurinn sléttir úr misfellum og krumpur hverfa á augabragði. ^ Skútuvogi 11, 104 Reykjavík • Sími 588-6869 MIKLU MEIRA EN VENJULEG RYKSUGA Kraftmikil ryksuga og vatnssuga. Djúphreinsar teppi og áklæðði. VAX skúrar flísar, gólfdúk og önnur hörð gólfefni. Alþjóða verslunarffélagið lif. Ólgan í Frakklandi rædd við forsætisráðherra: Verkalýðsleið- togar vonsviknir eftir fund Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, og leiðtogar verkalýðs- félaga ræddu fram á nótt um leiðir til að draga úr ólgunni sem hefur verið í landinu að undanfórnu en ekki eru allir á eitt sáttir um hvem- ig til tókst. Juppé, sem skýrði frá ýmsum ráðstöfunum til að auka einkaneysl- una, styrkja efnahagslífið og draga úr atvinnuleysinu, sagði að viðræð- urnar hefðu verið jákvæðar þegar á heildina væri litið. Hann sagði að þær hefðu leitt til sátta, eins og von- ast var til, og að refsiaðgerðum gegn opinberum starfsmönnum í verk- falli yrði aflétt. Verkalýðsleiðtogar voru á hinn bóginn vonsviknir yfir að ekki skyldi vera gengið að kröfum þeirra um hærri laun og að hætt yrði við hinn umdeilda niðurskurð velferð- arkerfisins. Louis Viannet, formaður verka- lýðsfélagsins CGT þar sem komm- únistar hafa undirtökin, sagði til- lögur ríkisstjómarinnar vera óra- veg frá þvi sem aðstæðumar krefð- Alain Juppé var fremur ánægður með niðurstöðu fundarins. Símamynd Reuter ust og hann boðaði frekari mót- mælaaðgerðir strax í næstu viku. Reuter Kommúnistar sigra í fjórö- ungi kjör- dæmanna Sigur kommúnista í rúss- nesku þingkosningunum várð enn skýrari í gær þegar búið var að telja atkvæði í einmennings- kjördæmunum. Þá lá ljóst fyrir að kommúnistar höfðu fengið fjórðung þeirra 225 þingsæta sem þannig var kosið um. Loka- talna í listakosningunum er ekki að vænta fyrr en einhvem tíma í dag í fyrsta lagi. En þegar búið var að telja atkvæði í 192 af 225 kjördæmum höfðu kommún- istar fengið 22 prósent atkvæða. Kosið var um 450 sæti í neðri deild þingsins, eða Dúmunni. Helmingurinn var útkljáður í einmenningskjördæmum þar sem sá frambjóðandi náði kosn- ingu sem fékk flest atkvæðin. Hinum 225 sætunum er skipt eft- ir hlutfallskosningu þar sem kosið var milli nokkurra tuga flokka. Kommúnistar fengu 58 menn kjörna í einmenningskjördæ- munum, auk þess sem þeir fá allnokkur sæti til viðbótar þegar talningu atkvæða í listakosning- unum verður lokið. Varaformað- ur flokksins, Valentín Kúptsov, krafðist þess í gær að flokkur- inn fengi embætti forseta dúmunnar. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.