Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 Fréttir Voru víxlar upp á 1,7 milljónir gefnir út fyrir myntbreytingu? Akærður fýrir að hundr- aðfalda víxlana - sýkna þar sem höfuðvitni ákæruvaldsins „gat ekki fullyrt“ vegna aldurs málsins Maður, sem fyrr á árinu fékk fangelsisrefsingu í Héraðsdómi Reykjavikur fyrir að hafa fært dag- setningar á vixlum á tímabilið eftir myntbreytinguna sem varð í árs- byrjun 1981, hefur verið sýknaður af sakargiftum í Hæstarétti. Á árunum 1990 til 1993 notaði ákærði sjö víxla upp á samtals 1,7 milljónir króna í viðskiptum. Góður kunningi hans hafði verið sam- þykkjandi víxlanna - um einum ára- tug áður. Þegar viðskiptin fóru i gang misbauð kunningjanum sem kærði ákærða fyrir skjalafals - víxl- amir hafi verið gefnir út sem „gaml- ar“ 1,7 milljónir króna á sínum tíma enda hefði hann skrifað upp á þá áður en myntbreytingin, sem hund- raðfaldaði verðgildi íslensku krón- unnar, gekk í garð árið 1981. Rannsóknarlögreglan rannsakaði málið og var gefin út ákæra. Héraðs- dómur Réykjavíkur dæmdi mann- inn síðan í 6 mánaða skilorðsbund- ið fangelsi i júni síðastliðnum fyrir skjalafals með því að hafa fært víx- ildagsetningar á tímabilið eftir myntbreytinguna og þar með aukið verðgildi víxlanna. Mennirnir störfuðu báðir við veit- ingahúsarekstur. Þriðji aðilinn, sem á sínum tíma vann hjá samþykkj- anda víxlanna, kærandanum, var fenginn til að bera vitni eftir dóms- uppkvaðningu í héraði. Hann kvaðst kannast við að hafa vélritað vixlana á meðan hann starfaði hjá kærandanum en sagðist þó „ekki geta fullyrt það“ að hann hefði unn- ið það verk fyrir myntbreytingu. 1 dómi Hæstaréttar kemur fram að skýringar ákærða á því hvers vegna hann hélt að sér höndum í heilan áratug um innheimtu á víxl- unum væru „fábrotnar" og þótti framburður hans að öðru leyti ótrú- verðugur. í niðurstöðu Hæstaréttar segir hins vegar eftirfarandi: „Ekki er unnt að fallast á það að með þessu (vitnisburði þriðja aðila) hafi verið færð fram lögfull sönnun fyrir því frumatriði sem málatilbúnaður af hálfu ákæruvaldsins er reistur á.“ Samkvæmt þessu var sakborning- urinn sýknaður og hann látinn njóta vafans eins og lög kveða á um séu ekki nægar sannanir fyrir hendi. -Ótt ’' « l Ay ' (V V ;x , - ■ I hondum I Fatlaðir eiga erfitt með að fylgjast með umræðum á Alþingi þar sem engin lyfta er í húsinu. ítrekað hafa þeir óskað eftir úriausn án árangurs. Þegar umdeildur bandormur var til umræðu í vikunni barst hins vegar hjálp frá lögregl- unni. Með samstilltu átaki tókst að koma hjólastóinum upp bratta stiga þinghússins og má segja að þá hafi málið verið í höndum lögreglunnar. DV-mynd BG Krossvík á Akranesi: Frestur til að afla hlutafjár DV, Akranes: Svanur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Krossvíkur á Akrá- nesi, sem keypti allt hlutafé bæjar- ins í Krossvík, hefur fengið frest til 10. janúar til að afla fyrirtækinu 60 millj. króna aukins hlutafjár. Svanur greiddi 20 millj. krónur fyrir hlutafé bæjarins en í samningi hans við bæinn var ákvæði um að hann yrði að vera búinn að afla 60 milljónanna fyrir 15. desember. Það hefur enn ekki tekist og fresturinn var því veittur. Mjög hagstætt tilboð hefur borist í skip fyrirtækisins, Höfðavík, og eru menn að skoða það mál, að sögn Svans. DÓ Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduverndar, gagnrýnir félagsmálayfirvöld: Líta á okkar fólk eins og þriðja flokks borgara - mjög slæmt ef meðlimir Fjölskylduverndar séu látnir gjalda þess, segir félagsmálastjóri Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduverndar, segir félags- málayfirvöld umgangast skjólstæð- inga samtakanna eins og þriðja eða fjórða flokks borgara og finnist það eðlilegt. - „Okkar fólk upplifir kerfishroka og stofnanaofbeldi mjög sterkt“. Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri Reykjavíkm-borgar, segist ekki telja að meðlimir Fjöl- skylduvemdar séu látnir gjalda þess - slíkt væri mjög slæmt og mætti alls ekki gerast í málum „blásaklauss fólks“. „Ég fór nýlega með manni úr Fjölskylduvemd sem þurfti fjár- hagsaðstoð, hann var ólæs og ég veitti honum því aðstoð og fór með honum til félagsráðgjafa hjá Fé- lagsmálastofnun," sagði Pétur. „Ráðgjafinn sagði að hann ætti að fá aðstoð vegna aðstæðna hans. Síðan beið skjólstæðingur minn viðbragða frá stofnuninni en ekk- ert svar kom. Þá var haft samband við stofnunina sem sagði að aðstoð í þessu tilfelli samræmdist ekki reglum éftir því sem yfirmaður sagði. Að öðm leyti var ekki vilji til að ræða hvers vegna umsókn- inni var synjaö. Ég tel að maðurinn hafi verið látinn gjalda þess að vera í Fjöl- skylduvernd enda ríkja miklir for- dómar í garð okkar skjólstæðinga sem fá ekki þá fyrirgreiðslu sem ætla mætti - það er beinlínis unn- ið gegn þeim. Þeir mæta fordóm- um og andstöðu kerfisins við okk- ar starfsemi sem miðast við að vinna gegn óréttmætum afskiptum yfirvalda af fjölskyldumálum í landinu," sagði Pétur. „Mér finnst leiöinlegt ef Pétur telur þetta,“ sagöi Lára. Hún sagð- ist ætla að kanna málið sérstak- lega. „Ég veit ekki hvort þetta er á misskilningi byggt og hvort ein- hver misbrestur hefur orðið. Ég hef ekki trú á því að umsækjand- inn hafi verið látinn gjalda þess að vera meðlimur í Fjölskylduvernd. Það væri líka mjög slæmt því slíkt á alls ekki að vera um blásaklaust fólk. Við erum að reyna að halda okkur við reglur til að gæta jafn- ræðis en ef umræddur maður hef- ur verið að sækja um eitthvað ann- að en talið var getur hann sótt um aftur. Varðandi almenna gagnrýni Pét- urs á félagsmálayfirvöld vegna skjólstæðinga Fjölskylduverndar sagði Lára: „Mér finnst eðlilegt að fólk bind- ist samtökum. Ég held að við höf- um fullan skilning á þVí. Þama eru samtök sem vilja gæta þess að við vinnum vel - það er gott að hafa samtök sem styðja þetta fólk.“ -Ótt Bílheimar eju fluttir oð Sœvarhöfba 2a viö hlib Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.