Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 33 Fréttir Þú getur bakað, steikt og grillað að vild í nýja BLASTURS - BORÐOFNINUM Rúmgóður 12,5 lítra ofn, en ytri mál aðeins 33x44x23 cm. 4 valmöguleikar: Affrysting, yfir- og undirhiti, blástur og grill. Hitaval 60-2308C, 120 mín. tímarofi með hljóðmerki, sjálf- hreinsihúðun og Ijós. JÓLATILBOÐSVERÐ kr. 14.390,- stgr. 6 gerðir borðofna. á verði frá 9.300,- /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 kunnum einfaldlega ekkert á þetta kynþáttahatur og litum ekki niður á svertingjana eins og algengt var meðal hvíta fólksins," segja þau. Þau segja dvölina í Namibíu hafa verið mjög gefandi og þau hafi ferð- ast mikið um landið og skoöað sig um. Eftir að árin tvö voru liðin ákváðu þau að framlengja dvölina um eitt ár í viðbót. Hjónin segjast ekki ætla að framlengja dvölina enn eftir að ráðningartíma Skúla lýkur í lok næsta árs. „Við munum snúa aftur heim til íslands. Það er ekki vegna þess að við viljum ekki vera lengur heldur er það fyrst og fremst vegna barn- anna. Nú þeg£ir eru tvær stelp,urnar okkar í námi á íslandi. Næsta ár er fyrirsjáanlegt að þær þurfi allar að fara hingað til náms. Það er ágætur enskur skóli ytra og viö erum ánægð með árangur stelpnanna sem urðu hæstar yfir skólann. Gallinn er bara sá að hann tekur aðeins við unglingum upp að 13 ára aldri. Það gengur ekki að við séum ein úti og þær allar fjarri okkur,“ segja þau Skúli og Jóhanna. -rt ( síðustu viku voru samþykkt lög á Alþingi sem geta varðað hagsmuni ykkar! Með lögunum var slakað á skilyrðum fyrir því að fá endurgreiðslu áður afdreginnar stað- greiðslu skatta. Þeir námsmenn sem hafa stundað eða koma til með að stunda nám í a.m.k. fjóra mánuði á staðgreiðsluárinu og hafa greitt staðgreiðslu sem er a.m.k. 20% hærri en væntanlega álagðir skattar, geta fengið stað- greiðsluna endurgreidda eða hluta hennar. Áður var sex mánaða nám skilyrði fyrir endurgreiðslu. Þessi breyting er einkum þeim til hagsbóta sem hefja nám að hausti og voru með laun fram að því. Þeim sem rétt gætu átt á endurgreiðslu er bent á að sækja um hana til ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, þar sem frekari upplýsingar verða fúslega veittar. Allar umsóknir sem berast fyrir 10. febrúar nk. fá afgreiðslu. „Við vitum það að með þessu mannvirki hefur verið lagður grunnur að því að vinna miklu bet- ur saman. Ég hygg að reynslan af göngunum hafi nú þegar sannað að þau áttu að liggja í 3 áttir, í Tungu- dal, Botnsdal og Breiðadal. Á þess- ari stundu held ég að við tökum öll undir það íslendingar að það hafi verið rétt ákvörðun að ráðast í göngin. Til hamingju með göngin, megi farsæld fylgja þeim, Guð fylgi „Þetta var mun minni breyting en við áttum von á. Það má segja að viö höfum flutt úr einni útkjálka- byggð í aðra. Þetta er um margt líkt smærri byggðarlögum á íslandi. Það eru um 350 kílómetrar til næsta þéttbýlisstaðar og vörur koma í verslanir einu sinni í viku,“ segja hjónin Skúli Elíasson og Jóhanna Gunnarsdóttir sem tóku sig upp frá Þingeyri og fluttu með alla fjöl- skylduna, fjórar dætur, til Namibíu. Hjónin eru nú heima á Þingeyri í jólafrli en fara utan strax í janúar aftur. Skúli starfaði sem togaraskip- stjóri á Þingeyri þar sem hann var með togarann Framnes en Jóhanna starfaði sem verslunarstjóri í Kaup- félagi Dýrfirðinga. Þegar Skúla bauðst haustið 1993 starf hjá ís- lenska fyrirtækinu Seaflower Whitefish í Lúderitz í Suðvestur- Namibíu ákváðu hjónin að slá til og fara ásamt dætrum sínum til Afríku í a.m.k. tvö ár. Skúla bauðst í þessu 10 þúsund manna samfélagi í Afríku starf sem skipstjóri á togara svipuð- um þeim sem hann stjórnaði frá Þingeyri. „Okkur líður vel þarna. Þetta er aö vísu nokkuð frumstætt samfélag en það vekur sérstaka athygli að þarna eru flestallir hamingjusamir þrátt fyrir að fátækt sé nokkur með- al svertingjanna sérstaklega. Þarna eru flestir brosandi þó að þeir eigi ekkert nema garmana sem þeir klæðast,“ segja þau. Þau segja aö stéttaskipting sé nokkur meðal svartra og hvítra en þeir rúmlega 50 íslendingar sem þar eru búsettir hafi þó sett nokkurt strik í reikninginn hvað það varðar. „Samfélagið skiptist nokkuð í hvíta og svarta. Þetta breyttist þó nokkuö með íslendingunum. Við Vestfjarðagöng Skúli og Jóhanna ásamt þremur af fjórum dætrum sínum, Kristjönu Sigríði, 13 ara, Uröi, 16 ara, og Borgnýju, 12 ara. Námsmenn! Hugsanlega eigið þið rétt á endurgreiðslu £rá skattinum. opnuð fyrir umferð þeim sem hér fara um,“ sagði ráð- herra. Að loknum ræðuhöldum fór Hall- dór ásamt Sveinbirni Veturliöasyni, sem starfað hefur hjá Vegagerðinni á ísafirði um áratuga skeið, að dyr- um sem loka gangamunnanum og opnaði þær fyrir umferð með því að ýta á þar til gerðan rofa. Síðan ók rúta frá ísafirði fyrst bíla í gegnum Vestfjarðagöng eftir opnunina. -hk. DV; ísafirði: Samgönguráðherra, Halldór Blön- dal, opnaði Vestfjarðagöng formlega fyrir umferð 20. desember. Athöfnin var við gangamunna í Breiðadal að viðstöddum samgönguráðherra, þingmönnum Vestfjarða, sveitar- stjórnarmönnum frá byggðarlögum í nágrenni ganganna, fulltrúum verktaka og vegagerðarmönnum. Þakkaði Halldór Blöndal öllum þeim fjölmörgu sem að verkinu hafa komið og sérstaklega fyrir það hug- myndaflug og þau úrræði sem menn hafa gripið til viö að ráða fram úr erfiðleikum sem upp hafa komið. Halldór Blöndal ýtir á takka og opnar þar með dyr Vestfjarðaganga í Breiða- dal. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Leiðrétting í frétt DV í gær um niður- stöðu héraðsdóms Reykjavíkur í máli Arthúrs Björgvins Bolla- sonar gegn Baldri Hermanns- syni var sagt að umdeildir sjón- varpsþættir Baldurs hétu Bóndi er bústólpi. Það er ekki rétt. Þeir hétu Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins. Helga Brekkan gerði þættina Bóndi er bústólpi og g'agnrýndi Arthúr Björgvin þá líka í umdeildu bréfi til Stéttar- sambands bænda. Fjölskyldan flutti frá Þingeyri til Namibíu: Úr einni útkjálka- byggð í aðra - segja þau Skúli Elíasson og Jóhanna Gunnarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.