Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1995, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 35 Menning Speglabúð í bænum Þetta er fimmta ljóöabók Sigfúsar Bjart- marssonar. Hún er efnismikil, skíptist I sex hluta, ýmist prósaljóð eða frekar stutt ffDjóð. Sér á parti er sjötti hlutinn, sem heitir Minnis- greinar um Kennarann, 20 bls. samfelldur bálk- ur, eftirmæli um nafngreindan frænda höfund- ar. Hann lýsir sér í eigin orðalagi og viðhorfum og úr verður svo skörp mynd að mér finnst ég gjörþekkja manninn þótt aldrei hafi heyrt hann né séð. Þessi persónumynd minnir mikið á Tómas Jónsson Guðbergs sem er þó miklu öfgakenndari skrípamynd. Síbylja í prósaljóðunum ber annars mest á síbylju hugarflaums. Allur textinn (stundum 2-3 bls.) er ein málsgrein þar sem vaðið er úr einu í annað, óskipulega. Þessarar aðferðar gætti í fyrstu bók Thors Vilhjálmssonar, 1950. Hér er þetta m.a. í borgarlýsingum, ss. Endurvinnsla í London sem byggist á kunnuglegum brotum úr enskum bókmenntum, mest frá 19. öld. Annar texti, Drög að kvæði mínu um hrafninn, segir frá því að sögumaður skýtur hrafn, og er þetta bergmál frá dýrlegu smásagnasafni Sigfúsar, Mýrarenglarnir falla. Þessir textar eru flestir of langir til að birta hér, en lítum þó á einn hinn stysta: Vatn Banginn og skreppandi saman undan hvolf- inu sígandi í jarðmyrkrið og nei andskotinn þetta getur ekki staðist, getur ekki verið til þessi skepna, og þeir dúa ekki svona bakkarn- ir, bólgnar ekki svona vatnið, ekki bullað svona upp geislann nei, - jú gúmmískórnir að hverfa og kuldinn í því og dauðans alvara upp leggina og hnén, og lærin upp í klobba og þá er ljósið löngu dautt og óratími þar til grillir í það að ekkert er blautt nema vasaljósið. Þetta er nokkuð dæmigert, allt á talmáli, og textinn er röð af skynjunum settum fram í myndmáli, sem allt er af hversdagslegu tagi, og heldur fráhrindandi. Samhengi er óljóst, en þó hnitast textinn um einn kjarna, sem kemur þó ekki skýrar fram en svo, að lesandi verður að Bókmenntir Örn Ólafsson ráða í hann. Þannig miðlar textinn vel hugará- standi augnabliks. - Ég túlka þetta þannig, að mælandi sé einn á ferð í myrkri, finnist hann vera að sökkva í kviksyndi, dauðhræddur við eitthvert kynjadýr sem hann þykist grilla í. Svo virðist hann átta sig í lokin. Fríljóð eru flest styttri og sum einfaldari. Hér rík- ir oft kumpánlegur tónn, jafnvel er vorlýs- ing dregin niður í lágkúru í lokin (bls. 64), og kemst þannig hjá klisjum. Eitt stysta ljóðið lýsir leiði konu sem þótti fuglsleg, lifs og liðin, á því vex þá tréð sem fuglar sækja mest í. Þetta er hálfdæmisögu- kennt, þannig varðveitist eitthvert órofa samhengi í gegnum myndbreytingar dauðans. Minningarmark við Suðurgötu Líflegasta tréð og kliðurinn upp af konu sem þótti svo fuglsleg á svip og fislétt í kistunni. Ljúkum þessum pistli á ljóði af öðru tagi. Þar ríkir fegurðin í þremur stuttum er- indum sem öll eru með hliðstæðu orðalagi og öll byggjast á sambærilegri mótsögn, sem hver um sig skilar því hve yfirgengi- leg tilfinningin er fyrir náttúrunni. Allt orðalagið lýtur að kyrrð, skjóli, yl, innan andstæðna nætur og dags. Landslag með tíma Svo sólríkur þessi dalur að undir morgun týrir enn á degi frá í gær. Svo mikil þessi fjöll að næturskuggarnir einir ná utan um þau. Svo skjólsæl þessi laut að í lynginu leynist ylur frá liðinni öld. Speglabúð í bænum. Sigfús Bjartmarsson. Bjartur 1995,102 bls. Krakkar! í kvöld kemur Kjötkrókur til byggöa m Leikjatöiva framtíöarinnar kventta kr. 3.450 Silkisloppar frá kr. 3.450 Gjafavara í miklu úrvali. Hverfisgötu 37, sími 55I-2050. Fað/r vors krossar Krossar með faðirvorinu úr silfri og gulli. Verð á silfurkrossinum er 1.950 kr. með festi. Verð á 9k gullkrossinum er 4.950 kr. með festi. Laugavegi 49 Símar 551 7742 og 561 7740 Ermahnappar og bindisnælur Mikið og glæsilegt úrval af ermahnöppum og bindisnælum (einnig settum) úr silfri, gulli, 14k og 9k, og einnig ódýrum gylltum málmi, komið og skoðiðbið frábæra úrval. Verð á hnöppurasem eru á myndinni er: hnappar 7.600 kr. og bindisnæla 4.900 kr. Hægt er að fá fallegt se.tt úr gylltu frá 2.100 kr. 49 7742 og 561 7740 <@utt . X. Laugavegi Ifillin Símar 551 Herraarmbönd Mjög falleg herragullarmbönd á frábæru verði 9k gull frá 16.200 kr. og upp í 32.000 kr. í 14K (ekki hol að innan). Einnig úr silfri og double frá kr. 4.400. Eigum einnig fallegar herrakeðjur úr gulli og silfri á góðu verði. &U Laugavegi 49 (dffötlin Símar 551 7742 og 561 7740 Hringar Mjög fallegir gullhringar, tví- og þrílitir, gult, rautt og hvítt gull á frábæru verði, frá kr. 4.500. Stafahálsmen Þessi skemmtilegu stafahálsmen fást í Gullhöllinni, Laugavegi 49. Þau eru úr 14 karata gulli með demanti sem er 0,01. Verð án festar er kr. 6.100. Hálsmen TÖFRARÚNIR, silfurmen (stafir) verð með festi aðeins 1.850 kr. TÖFRARÚNIR eru margra alda gamlar. Menn til forna notuðu rúnir þessar sér til verndar og heilla. Þeir sem þessar rúnir bera munu ekki í vandræöi komast. '&utl , Laugavegi 49 Töllin Símar 551 7742 og 561 7740 ^ull Laugavegi 49 Öllin Símar 551 7742 og 561 7740 <%ull Laugavegi 49 Öllin Símar 551 7742 og 561 7740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.